Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Page 8
FRÉTTASKÝRING
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2019
Melanotan er lyf sem örvar húð-frumur til að mynda litarefni ogþannig verður húðin sólbrún án
sólar. Þar sem við vitum í dag að sólin hef-
ur veruleg krabbameinsvaldandi áhrif á
húðina var talið að með því að þróa lyf
sem örvaði litarefnið þá gætum við varið
húðina gegn krabbameini,“ segir Jenna
Huld og segir að reyndin sé sú að nú óttist
læknar að lyfið geti valdið húðkrabba-
meini.
„Löglega lyfið heitir Afamelanotide og
er notað hjá fólki með sjaldgæfan blóð-
sjúkdóm sem gerir húðina mjög viðkvæma
fyrir sólinni. Þetta lyf eykur þol þeirra
gagnvart sólinni með því að örva litarefnið.
Þetta lyf er tiltölulega nýtt af nálinni og er
verið að skoða verkun þess í fleiri sjúk-
dómum, eins og til dæmis sólarexemi,“
segir Jenna og nefnir að lyfið Melanotan
sé af allt öðrum toga.
„Fólkið sem kaupir Melanotan er að
kaupa ólöglegt lyf og þar sem um ólöglegt
lyf er að ræða þá eru verulega margir
óvissuþættir varðandi gæði lyfsins, öryggi,
virkni og síðast en ekki síst hugsanlegar
aukaverkanir.“
Sortuæxli áhyggjuefni
„Melanotan er sprautuð undir húð og fer
þaðan út í blóðrásina og örvar húðfrumur,“
útskýrir Jenna.
„Það eru tvö efni sem eru notuð ólög-
lega; Melanotan I og II. Fólk kaupir þetta
á netinu og það veit ekkert hvaðan það
kemur, það veit ekki hvernig framleiðslan
er og það veit í raun ekki hvað er notað í
lyfið. Það veit ekki hvort það er blóðmeng-
að eða hvort það er hreinlega rétt lyf í am-
púlunni,“ segir hún.
„Það hefur verið mælt hvort magn virka
efnisins sé rétt í ampúlunni en komið hef-
ur í ljós að það er ekki alltaf svo, enda er
ekkert gæðaeftirlit eða lyfjaeftirlit með
þessu. Fólk er að taka mjög mikla
áhættu,“ segir hún.
„Melanotan I og II örva litarefni húð-
frumnanna og þá verður húðin sólbrún án
sólar. Melanotan II er yfirleitt það sem er
keypt á netinu og það er kallað barbí-lyfið.
Það hefur fleiri aukaverkanir en Mel-
anotan I og þessar algengu aukaverkanir
lyfsins þykja mjög eftirsóknaverðar, þar
sem matarlyst minnkar vegna ógleði og
viðkomandi grennist og svo örvast kyn-
hvötin. Þetta lyf hefur sem sagt víðtæk
áhrif og virkar ekki bara á húðlitinn,“ seg-
ir hún.
„Mestu áhyggjurnar eru að með því að
örva litarfrumurnar gætu myndast sortu-
æxli en þau koma frá þessum sömu frum-
um. Sjúkratilfellum hefur verið lýst og þau
birt í virtum læknatímaritum þar sem sýnt
er fram á að fæðingarblettir breyta sér og
fara að haga sér öðruvísi og það hafa kom-
ið fram tilfelli þar sem fólk hefur greinst
með sortuæxli,“ segir hún.
„Það er auðvitað okkar stærsta áhyggju-
efni af því sortuæxli er mjög alvarlegt og
greinist gjarnan í ungu fólki. Það getur í
versta falli leitt til dauða ef það greinist of
seint,“ segir Jenna og nefnir að erfitt sé
að rannsaka langtímaáhrif lyfsins.
„Það er auðvitað siðferðislega rangt að
sprauta lyfinu í fólk til þess að athuga
hvort það fái sortuæxli eftir tíu ár þannig
að í raun er það eina sem læknar geta
gert að safna upplýsingum. Fleiri tilfelli
eru byrjuð að dúkka upp þannig að upp-
lýsingar eru að safnast saman.“
Fæðingarblettir breyttust
Jenna segist sjálf ekki hafa orðið vör við
mörg tilvik þar sem grunur leikur á að
viðkomandi sé að sprauta lyfinu í sig. „Ég
hef ekki orðið mjög vör við þetta hér en
auðvitað er þetta eins og með stera og
fleira að sjúklingurinn er ekki endilega að
segja okkur allan sannleikann,“ segir
Jenna og segist hafa fengið til sín sjúk-
linga sem hafa sprautað sig með Mel-
anotan þegar hún vann erlendis.
„Þegar ég var starfandi í Gautaborg í
Svíþjóð varð ég meira vör við þetta. Ég
man eftir einu tilfelli þar en það kom til
mín ung kona með fæðingarbletti sem
höfðu allir breyst. Þeir voru orðnir mjög
furðulegir eftir að hún hafði sprautað sig
með lyfinu því um leið og þú ert að örva
frumurnar í húðinni ertu líka að örva
frumurnar í fæðingarblettunum,“ segir
hún.
Jenna segir að sá hópur sem fer í ljósa-
bekki eða sólböð í óhófi sé líklega sami
hópur og sprauti sig með lyfinu og því geti
verið erfitt að meta hvað af þessu veldur
sortuæxlum hjá þeim sem með það grein-
ast.
„Þetta fólk vill verða brúnt. Auðvitað
þyrfti að taka það upp hjá landlækni ef
notkunin á Melanotan er orðin víðtæk hér.
Það er frekar óhugnanlegt fyrir okkur
lækna að vita af því að fólk sé að sprauta
sig með einhverju lyfi sem fer út í blóðrás-
ina og enginn veit hvað er. Mér líst alls
ekkert á þetta.“
Ung og ódauðleg
Þegar blaðamaður hringdi í landlækn-
isembættið könnuðust þeir hvorki við lyfið
né ólöglega notkun þess á Íslandi. Banda-
ríska lyfjaeftirlitið, það ástralska og lyfja-
eftirlit víða í Evrópu hafa varað við notkun
lyfsins að sögn Jennu. „Auðvitað ætti land-
læknisembættið að vara við þessu, en þeir
hafa líklega ekki heyrt af þessu og það er
erfitt að vita hversu margir eru að nota
lyfið,“ segir Jenna.
„Þegar ég skoðaði erlenda könnun sá ég
að flestir segja það vera mjög auðvelt að
nálgast efnið og í sömu könnun sögðust
93% ætla að nota lyfið áfram þrátt fyrir að
hafa áhyggjur af ókunnum langtíma-
áhrifum. Málið er að fólk veit ekkert hvaða
langtímaáhrif þetta hefur af því þetta er
tiltölulega nýtt. Og það eina sem hægt er
að gera er að safna tilfellum. Þetta er ekki
nógu vel skoðað og það þarf að skoða
þetta betur; langtímaáhrif eru óljós. Svo
væri hræðilegt ef konur nota þetta á með-
göngu.“
Jenna segir hóp fólks háðan því að vera
brúnn. „Þessi tanorexia er til. Þetta er
eins og með anabólíska stera; fólk sem
notar þá verður háð því og það þarf hjálp
til þess að hætta notkun þeirra. Þetta er
þessi hópur sem er ungur og ódauðlegur.“
„Fólk er að taka mjög mikla áhættu“
Jenna Huld Eysteinsdóttir,
sérfræðingur og doktor í
húðlækningum, hefur áhyggj-
ur af notkun ólöglega brúnku-
lyfsins Melanotan. Hún segir
enn of snemmt að segja til um
langtímaáhrif en nokkrum
tilfellum hefur verið lýst þar
sem sortuæxli hafa greinst í
einstaklingum sem sprauta
sig með Melanotan.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Húðlæknirinn Jenna
Huld Eysteinsdóttir
segir varasamt að
nota Melanotan.
Morgunblaðið/Ásdís
’ Það er frekar óhugnan-legt fyrir okkur læknaað vita af því að fólk sé aðsprauta sig með einhverju
lyfi sem fer út í blóðrásina
og enginn veit hvað er.
Lyfið melanotan er ólöglegt lyf sem fyrst
var framleitt á tíunda áratugnum í há-
skólanum í Arizona. Melanotan I og Mel-
anotan II er hormón sem framleitt er á
tilraunastofum og ætlað að örva líkam-
ann til að framleiða melanin sem dekkir
húðina og er það því vinsælt hjá fólki sem
vill vera brúnt allt árið. Lyfið er selt í
vökvaformi og því er sprautað undir húð
á maga.
Heilbrigðisyfirvöld víða um heim hafa
lýst yfir áhyggjum sínum af notkun þess
en langtímaáhrif eru ókunn.
Lyfið veldur dekkri húð en aukaverk-
anir sem nefndar hafa verið eru dekkri
fæðingarblettir og freknur, ógleði, upp-
köst, maga- og bakverkir, minnkandi
matarlyst, þreyta, stinning í tíma og
ótíma, roði í andliti og geispar.
Sannað er að styrkleiki lyfsins sé afar
misjafn og þar sem lyfið er ólöglegt og
lítið rannsakað veit fólk í raun ekki
hverju það er að sprauta í sig. Mikil smit-
hætta getur einnig fylgt því þegar fólk
notar sömu sprautu við notkun lyfsins.
MELANOTAN
„Barbí-lyfið“
Lyfið er selt í glerhylkjum og sprautað undir húð á
maga. Á hylkið er ritað að lyfið sé eingöngu ætlað
til rannsókna en ekki til almennrar notkunar.