Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Qupperneq 12
Bríet komst alla leið á úrslitakvöldið, en hún segist hafa áhyggjur af að fólk telji keppnina ástæðuna fyrir velgengni sinni. „Þetta var frá- bær reynsla og ég sé ekki eftir að hafa tekið þátt. En ég er búin að leggja mjög hart að mér til að komast þangað sem ég er í dag. Að segja að ég hafi bara náð árangri út af þættinum finnst mér vera vanvirðing við fimmtán ára Bríeti sem spilaði á giggum langt fram á nótt í staðin fyrir að vera með vinum sínum eða fara í afmæli,“ segir Bríet. Fílaði ekki fyrsta lagið Á einum tónleikum Bríetar á Íslenska barnum var tónlistarmaðurinn Pálmi Ragnar Ásgeirs- son meðal áhorfenda. Pálmi er einn stofnenda famleiðsluteymisins Stop Wait Go, sem hann stofnaði ásamt Ásgeiri Orra Ásgeirssyni, bróð- ur sínum, og Sæþóri Kristjánssyni árið 2010, en einnig rekur hann útgáfufyrirtækið Rok Records. Á tónleikunum spilaði Bríet á gítar og flutti frumsamin lög ásamt trommuleikara. „Þetta „show“ var gjörsamlegt „disaster“,“ segir Pálmi í samtali við blaðamann, „en það skipti ekki máli því hún bar það með röddinni og kar- akternum og útgeisluninni. Hún fékk mann til að pæla ekkert í því að hún mundi ekki textana og kunni ekki neitt á gítar,“ rifjar hann upp og hlær dátt. „Þetta var hræðilegt gigg,“ staðfestir Bríet. „Ég átti stundum erfitt með að æfa mig og ætl- aði bara að finna út úr þessu á staðnum,“ held- ur hún áfram. „En þetta var krúttlegt.“ „Samkvæmt öllum mælanlegum gildum var hún ekkert sérstaklega góð, en hún náði manni samt,“ segir Pálmi. „Hún hefur ein- hvern hæfileika – það eru ekki margir Íslend- ingar sem geta þetta og í rauninni ekki margir í heiminum – að geta flutt enskan texta þannig að þú nennir að hlusta á það sem hún er að segja og finnur fyrir því sem hún er að segja, ekki bara heyrir það heldur finnur fyrir því,“ bætir hann við, en eftir tónleikana nálgaðist hann Bríeti og stakk upp á að þau hæfu sam- starf. Nokkrum dögum síðar hittust þau á kaffi- húsi og ræddu möguleikann á að semja saman tónlist. Bríet sagðist vilja syngja djass, en Pálma leist hins vegar illa á þá hugmynd. Málamiðlun parsins var að þau myndu prófa að semja lag saman og ákveða síðan hvort samstarfið ætti að halda áfram. „Ég fílaði lagið ekki. Mér fannst það ógeðslega væmið og dramatískt, en við lögðum mikinn metnað í þetta og gerðum þetta mjög vel,“ segir Bríet. Útkoman var lagið In To Deep, sem gefið var út ásamt tónlistarmyndbandi í janúar 2018. Auðvelt að segja já Fimm dögum eftir útgáfu In To Deep byrjaði síminn að hringja. Fjöldi útgáfufyrirtækja barðist um að fá hana til að skrifa undir plötu- samning. Flogið var með Bríeti til London þar sem hún fundaði með útgefendum á borð við Sony og Universal. „Ég fer út og fæ spurningar eins og hver stefnan mín sé, hverjum ég vilji líkjast, hvar ég vilji vera eftir fimm ár. Þeir vildu að ég tæki upp listamannsnafn. Það hefði verið ótrúlega auðvelt að segja já og skrifa strax undir plötu- samning,“ rifjar Bríet upp. „Ég fékk svona „hei, róum okkur aðeins. Hvað vilt þú?“ Ef ég skrifa undir samning núna munu þeir taka við listakonu sem veit ekki hver hún er og búa hana til. Ég vil það ekki. Ég vil vera Bríet. Þau sögðu við mig að ég væri svo artí og ákveðin og töff,“ minnist Bríet, en hún segist ekki hafa upplifað sig sem manneskjuna sem plötufyr- irtækin vildu að hún væri. „Í þessum bransa reynir fólk stöðugt að segja manni hvað maður er,“ bætir hún við. Bríet fylltist efasemdum við fundarhöldin. Hún hafði aðeins gefið út eitt lag og leið eins og hún væri ekki tilbúin til að skrifa undir stóran plötusamning. „Mig langaði að klára skólann og halda áfram að vinna í tónlistinni minni. Þau sögðu mér að þetta tækifæri myndi ekki koma aftur, en mér fannst ég ekki vera tilbúin,“ segir Bríet. Eftir að hafa hugsað sig vel um ákvað Bríet að skrifa ekki undir plötusamning. Í staðinn hélt hún til Íslands og hélt áfram að semja tón- list ásamt Pálma Ragnari. Frumraunin á tónlistarhátíð „Ég kom inn í einhvern pakka sem er ótrúlega yfirþyrmandi fyrir sautján ára stelpu,“ segir Bríet. Í mars 2018 spilaði Bríet á sínum fyrstu tón- leikum undir sínu eigin nafni. Svo mikil var trúin á hana að hún þreytti þessa frumraun sína á tónlistarhátíð- inni Sónar Reykjavík. „Það var ótrúlega skrítin tilfinning að fyrstu tónleikarnir mínir sem Bríet eru í Hörpunni. Ég var að fara úr því að sitja í horninu á bar þar sem enginn var að pæla í mér í það að vera upp á sviði í Silfurbergi að dansa.“ Fljótlega hóf hún að koma fram erlendis, á tónleikum í Svíþjóð, á hátíðum í Hollandi og London. „Fyrstu skiptin sem ég kom fram sem Bríet var það við mjög krefjandi að- stæður.“ Bríet hagræðir sér í hægindastólnum, fær sér sopa af kaffinu. Hún hikar í augnablik. „Ég fattaði aldrei af hverju þetta kom fyrir mig,“ segir hún hugsi, „velgengnin, meina ég.“ „Mér hefur aldrei liðið eins og standardinn minn sé betri en hjá einhverjum öðrum. Ég var stolt af því sem ég var að gera og mér fannst það gaman, en ég var róleg yfir því. Ég var bara meðvituð um hvað var í gangi. Það er allskonar fallegt að gerast í lífi mínu og það er ótrúlega gaman, en ég er samt bara róleg.“ Þrátt fyrir traustið sem henni var sýnt á sviðinu byrjaði hún fljótlega að upplifa öðruvísi viðmót á bak við tjöldin. „Það er erf- itt að vera ungur og byrja í þessum bransa,“ segir Bríet. „Það er margt sem ég þurfti að berjast fyrir. Þegar ég var á fundum með útgáfufyrirtækjum leið mér eins og það væri litið á mig sem litla stelpu sem vissi ekk- ert um þetta. Eins og einhver annar myndi bara sjá um allt og ég fengi ekki að vita neitt.“ Bríet vildi ekki að ákvarðanir um hana og hennar feril yrðu teknar án þess að hún fengi neitt um það að segja. „Það er auðvelt að brenna sig á því,“ segir Bríet. Í uppáhaldi hjá Björk Bríet gaf út þriggja laga EP-plötu 22.03.99 í byrjun árs 2018, auk tveggja annarra laga sama ár. Lagið Carousel gaf hún út ásamt söngvaranum Steinari en lagið Feiminn syng- ur Bríet ásamt rapparanum Aroni Can. „Feiminn er mitt fyrsta íslenska lag. Ég frétti að Aron vildi gera lag með mér og ég segi bara „lets go“.“ Aron og Bríet höfðu verið saman í skóla í Grafarvoginum og þekktust því áður en þau hófu að vinna í laginu. „Þetta lag var ótrúlega skemmtilegt, mér þykir mjög vænt um það. Þetta er mitt girlpower-lag,“ segir Bríet. En hún átti eftir að komast að því að önnur stjarna heldur einnig upp á lagið, og það stærri. „Eitt kvöldið er ég að spila á Prikinu, og er að syngja þetta lag, þegar ég sé manneskju koma inn hoppandi og öskursyngjandi með, rifjar Bríet upp, en hún verður hissa þegar hún sér að umrædd manneskja er ofurstjarnan Björk. „Svo kemur hún upp að mér og segir „þetta er uppáhaldslagið mitt, þetta er uppá- haldslagið mitt,“ og ég varð orðlaus,“ rifjar Bríet upp. Bríet fer að taka eftir Björk dúkka upp hér og þar á tónleikum hjá sér og eitt kvöld- ið, á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, mætti söngkonan á tvenna tónleika Bríetar á einu kvöldi. „Án þess að þekkja hana neitt get ég ekki ímyndað mér að henni finnist gaman að fara á leiðinlega tónleika, þannig ég hlýt að vera að gera eitthvað rétt,“ segir Bríet. Í ár hefur hún gefið út tvö lög, smellinn Dino, sem náð hefur miklum vinsældum hér á Aðeins nokkrum dögum eftir útgáfu fyrsta lagsins var Bríeti boðinn plötusamningur. Ljósmynd/Svanhildur Gréta ’ Ég fattaði aldrei af hverjuþetta kom fyrir mig, vel-gengnin meina ég. Mér hefuraldrei liðið eins og standardinn minn sé betri en hjá einhverjum öðrum. Ég var stolt af því sem ég var að gera og mér fannst það gaman, en ég var róleg yfir því. VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.