Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2019
LÍFSSTÍLL
Þegar greinarhöfundur fór milli
verslana að kynna sér rafhjól
komst hann að því, í samtali við
sölumenn, að mikil eftirspurn
hefur verið eftir slíkum hjólum
á síðustu mánuðum. Sagði einn
að algjör óþarfi væri að auglýsa
þau, þau seldu sig eiginlega sjálf.
Skömmu síðar var birt frétt í
Morgunblaðinu þess efnis að
sannkölluð sprenging hefði orð-
ið í sölu rafknúinna reiðhjóla á
árinu, ef marka mætti tölur
reiðhjólaverslana í landinu.
Var þar rætt við Jón Þór
Skaftason, sölustjóra hjá versl-
uninni Erninum, sem sagði að
salan í ár hefði fjórfaldast miðað
við árið á undan og að hann
hefði verið viðbúinn því. „Við
sögðum í janúar að ef þetta
gerðist ekki í ár þá myndi þetta
aldrei gerast,“ sagði Jón í sam-
tali við blaðamann. Fram að
árinu 2019 hefðu álíka mörg
hjól selst á ári hverju en „í ár
byrjaði sprengjan“, eins og hann
orðaði það.
Sölumaður hjá versluninni
Everest, Steven Patrick Gro-
matka, hafði svipaða sögu að
segja. Hann hefði aldrei í sinni
sextán ára hjólasölutíð séð jafn-
mikla sölu á rafhjólum og í ár.
„Á svona tveimur til þremur
dögum seldist allt upp þrátt
fyrir að við hefðum pantað
meira en í fyrra,“ sagði Gro-
matka. Ragnar Kristinn Krist-
jánsson, eigandi verslunarinnar
Rafmagnshjóla, sagði algengt
að fólk losaði sig við annan bíl-
inn og keypti sér rafmagnshjól í
staðinn.
„SPRENGING“ Í SÖLU Á RAFHJÓLUM
Fjórföldun milli ára
Jón Þór Skaftason, sölustjóri hjá
reiðhjólaversluninni Erninum.
Morgunblaðið/Kristinn
Hvað ætlarðu að gera í veturþegar veðrið verður vont?!Heldurðu að þetta verði
ekkert erfitt fyrir þig? Ertu alveg
viss um að þú viljir selja bílinn? Það
á eftir að koma snarvitlaust veður í
vetur …
Þannig hljómuðu úrtöluraddirnar
þegar ég tók þá ákvörðun í vor að
selja annan bílinn af tveimur á heim-
ilinu og koma mér framvegis til og frá
vinnu á rafhjóli. Nú eða í strætó þegar
veðrið er snarvitlaust. Ég bý í Vest-
urbænum og vinn í Hádegismóum við
Rauðavatn. Á hjóli eru það tæpir 13
km ef maður fer eftir hjólastígunum á
Ægisíðu, í Fossvogi og upp Elliðaár-
dalinn. Eiginkona mín starfar í Garða-
bæ sem er litlu styttri leið. Við höfum
því „neyðst“ til að eiga tvo bíla.
Lóð á vogarskálarnar
„Þú veist að ég verð á bílnum, það
þýðir ekkert að gleyma því þegar á
reynir,“ sagði eiginkonan aðvarandi
þegar ég lagði til að við seldum
gamla Yarisinn okkar, árgerð 2003.
Jú, auðvitað vissi ég það en ítrekaði
að við ættum að láta af þessu verða.
Árlegur sparnaður upp á 3-400 þús-
und krónur hið minnsta; tryggingar,
skoðanir, smurning, bensínkaup,
viðgerðir, dekkjaskipti, öll þessi
blóðugu útgjöld sem fylgja því að
eiga bíl. Að maður tali nú ekki um
minni mengun, meiri hreyfingu og
hreint loft í lungun í stað þess að
sitja á rassinum inni í bíl á rauðu
ljósi í svifryksskýi. Loftslagshlýnun
jarðar er mesta ógn mannkyns og
við þurfum öll að leggja okkar af
mörkum og næsti bíll fjölskyldunnar
verður rafbíll eða í það minnsta
tvinnbíll svo við getum dregið úr
brennslu olíu og bensíns.
Ekki skal þó lítið gert úr þeirri
ákvörðun að hætta að keyra í vinn-
una. Við búum jú í Reykjavík, ekki
Kaupmannahöfn, hér eru margar
brekkur og einhverra hluta vegna er
alltaf mótvindur, sama í hvaða átt
maður snýr. Þegar við bætist svo
grenjandi rigning, snjókoma eða
hagl er útlitið orðið heldur svart.
Sumir halda því fram að veður sé
bara hugarástand og þeir hafa ber-
sýnilega rangt fyrir sér. Og þó. Hug-
urinn skiptir auðvitað miklu máli,
jafnvel öllu og þegar maður ákveður
að hætta að keyra og byrja að ganga
og hjóla er maður kominn hálfa leið.
Einfalt og þægilegt
Ég skundaði því í reiðhjólaverslun
(keyrði reyndar) og festi, eftir stutta
rannsóknarvinnu, kaup á dýrind-
israfhjóli af gerðinni Focus Whist-
ler. Er það mikill kostagripur, fjalla-
hjól með góða fjöðrun og rafhlöðuna
snyrtilega fellda inn í stellið. Hjólið
er afskaplega einfalt í notkun, mað-
ur ýtir bara á takka og rafmótorinn
fer í gang. Annar takki ræður því
svo hversu mikill stuðningurinn er
og hann er í fjórum styrkleikum sem
sjást á stellinu í formi grænna
punkta. Sá fyrsti gerir lítið sem ekk-
ert, líklega bara til merkis um að
kveikt sé á græjunni. Í tveimur
punktum er örlítill munur grein-
anlegur en þegar í þrjá er komið
verður hann augljós. Fjórir punktar,
fullur stuðningur, veita svo stuðning
líkt og tveir menn séu að hjóla en
ekki einn. Hjólið er nokkuð þungt út
af mótor og rafhlöðu en það kemur
ekki að sök þar sem það veitir manni
stuðning. Að fljóta í makindum upp
bratta brekkuna í Elliðaárdalnum,
frá gömlu rafstöðinni upp að stíflu,
verður fyrir vikið eins og að hjóla í
kringum Reykjavíkurtjörn í logni.
Að hjóla upp þessa leiðindabrekku á
venjulegu hjóli tekur sinn toll og
þegar upp er komið er hjólreiðamað-
ur orðinn verulega sveittur og
þreyttur. Á rafhjóli blæs maður
varla úr nös.
Nú kann einhver að halda að raf-
hjól sé eins og skellinaðra, að maður
ýti bara á takka og hjólið fari af stað
en svo er ekki. Maður þarf að hjóla
til að mótorinn geri sitt gagn, hann
snýr ekki dekkjunum ef maður situr
bara á rassinum hreyfingarlaus. Það
er því létt líkamsrækt að vera á raf-
hjóli þó maður sé ekki eins hetju-
legur og þeir sem bruna spandex-
klæddir eftir hjólastígum á rándýr-
um keppnishjólum. En til þess er
leikurinn ekki gerður.
Þetta er ekki keppni
Rafhjól er samgöngutæki, ekki til
þess gert að fara út og bruna eftir
hjólastígum í kappi við klukkuna.
Maður slær engin hraðamet á raf-
hjóli, gírarnir eru bara níu á því sem
ég keypti og á jafnsléttu í logni fer
ég varla mikið hraðar en 30 km/klst.
Enda má hraðinn ekki verða meiri á
hjólastíg innan borgar. Slíkur hraði
er líka feikinægur og nú er ég rétt
rúman hálftíma að komast í vinnuna
en á venjulegu hjóli tók það allt að 45
mínútur. Rafhjól seljast nú eins og
heitar lummur og skal engan undra.
Byltingin er hafin.
Greinarhöfundur á raf-
knúnum hjólfáki sínum.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Ég berst á (raf)fáki fráum
Rafhjól seljast nú hér á landi sem aldrei fyrr. Blaðamaður tók þá ákvörðun að selja aukabílinn og keypti rafhjól fyrir peninginn og
siglir nú í makindum upp brekkur sem áður útheimtu mikið streð. Nú er hjólað í vinnuna en ekki keyrt, nýr og betri lífsstíll.
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is
Rafhjól það sem
blaðamaður fjár-
festi í, Focus
Whistler² 6.9, er
með Groove Next
Li-Ion 36V raf-
hlöðu og Groove
Next 250 W mót-
or. Á einni hleðslu
kemst blaðamað-
ur með sín [xx] kg
og ca. 4 kg bakpoka til og frá vinnu
tvisvar sem hlýtur að teljast býsna
gott. Og við bætist hjólalás sem er
heilt kíló að þyngd því þegar mað-
ur er kominn á svona fák er betra
að tjóðra hann tryggilega.
HLEÐSLAN ENDIST VEL
250 W fákur
Stjórntakkar
rafhjólsins.
Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi
Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI
bragðgott – hollt – næringarríkt
– fyrir dýrin þín