Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2019 LESBÓK Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Yfirvöld í ensku borginni Birmingham heiðruðu Black Sabbath í vikunni með því að nefna brú í höfuðið á hinu goðsagnakennda málmbandi sem stofnað var þar um slóðir árið 1968. Tveir upprunalegir bandingjar, Tony Iommi og Geezer Butler, afhjúpuðu nafnið, Black Sabbath-brúin, að við- stöddum hundruðum aðdáenda. Við sama tækifæri var bekkur á brúnni sjálfri einnig nefndur eftir Black Sabbath en við hann hafa verið festar myndir af fjórmenningunum sem upprunalega voru í bandinu. Hinir tveir eru Ozzy Osbourne og Bill Ward. Gengið er út frá því að brúin og bekkurinn eigi eftir að draga fjölda málmhausa til Birmingham á kom- andi árum. „Brúin og minningabekkurinn eru bæði geggjuð og við erum í skýjun- um yfir því að nú geti allir sem vilja haft fastan stað til að njóta sögu Black Sabbath,“ sagði Tony Iommi og talsmaður borgarinnar sagði hana hæstánægða með að hafa heiðrað eina merkustu sveit sem komið hefur frá Birmingham með þessum hætti. Brú til heiðurs Black Sabbath MÁLMUR Félagarnir Kirk Hammett og Robert Trujillo úr Metallica munu koma fram á tónleikum í Toronto 26. júlí næstkomandi ásamt Whitfield Crane úr Ugly Kid Joe og Joey Castillo úr Queens of the Stone Age undir nafninu Brúðkaupsbandið. Á efnisskrá verða ábreiður eftir listamenn á borð við AC/DC, Black Sabbath, Billy Idol og fleiri. Frá þessu er greint á netmiðlinum Cosmo Music. „Þetta verður viðburður sem þú munt aldrei gleyma!“ er lofað í kynningu. Það er skammt stórra högga á milli hjá Hammett þessa dagana. Metallica er í miðjum heimstúr og 13. júlí næstkomandi verður opnuð sýning á munum úr hryll- ingssafni gítarleikarans í The Royal Ontario Museum í Toronto. Sýningunni lýkur ekki fyrr en í byrjun janúar. Brúðkaupsbandið á stjá Kirk Hammett. AFP ÓHEPPNI Leikkonan Emma Stone, sem sló í gegn í La La Land, hefur borið til baka frétt- ir þess efnis að hún hefði axlarbrotnað eftir að hafa fallið af herðum vinar síns á Spice Girls-tónleikum. Stone varð sannarlega fyrir hnjaski en talsmaður hennar segir leikkon- una hafa runnið á gólfinu heima hjá sér. Breska götublaðið The Sun hélt því nýverið fram að meiðslin gætu tafið fyrir framleiðslu á kvikmyndinni Cruella, sem er framhald 101 Dalmatíuhunda, en þar verður Stone í for- grunni, en sami talsmaður segir litlar líkur á því. Tökur séu enn ekki hafnar. Til stendur að frumsýna Cruellu í desember á næsta ári. Slasaði sig ekki á Spice Girls-tónleikum Leikkonan Emma Stone axlar sína ábyrgð. AFP Carrie Underwood nýtur lýðhylli. Forðast pólitík KÁNTRÍ Söngkonan Carrie Un- derwood segir að nýleg smáskífa hennar, The Bullet, fjalli ekki um byssulöggjöfina sem slíka. „Lagið er meira um hræðilegan atburð sem breytir lífi fólks,“ segir hún í samtali við breska blaðið The Gu- ardian. „Það fer hálfpartinn í taug- arnar á mér þegar fólk tekur lag eftir mig eða eitthvað sem ég hef sagt og vill að ég taki skýra af- stöðu. Þetta er samtal til lengri tíma,“ heldur Underwood áfram en hún óx úr grasi í smábæ í Okla- homa, þar sem algengt var að fólk geymdi skotvopn undir rúminu. „Ég reyni að halda mig eins fjarri stjórnmálum og kostur er, alltént opinberlega enda er vonlaust að hafa betur á þeim vettvangi.“ Þetta erum við John í AbbeyRoad [hljóðverinu] ekki svoýkja löngu áður en Bítlarnir lögðu upp laupana; það voru enda- lok sambands okkar og þegar til kom þá var viðskilnaðurinn frekar bitur – og erfiður við að eiga. Orð- rómur komst á kreik þess efnis að okkur John kæmi ekki saman, við værum erkifjendur, að allt væri þungt og ljótt. Það er svo undarlegt að maður fer stundum að trúa ein- hverju, sé það sagt nægilega oft. Þess vegna hugsaði ég með mér: Já, það er synd, þú veist, að okkur skyldi ekki semja betur. Þess vegna er fólgin blessun í þessari ljósmynd. Svona vorum við: Þetta er ástæðan fyrir því að við tengdum svo vel, annars hefðum við aldrei getað unn- ið saman í allan þennan tíma. Mynd- in endurspeglar samband okkar meðan við vorum að vinna við laga- smíðar og oftar en ekki vorum við saman, satt best að segja. Ég er að skrifa eitthvað – mögulega laglínu eða eitthvað; það gæti hafa verið fyrir Abbey Road – og það er ynd- islegt, vegna þess að John er á kafi í ferlinu líka og við erum á einu máli, og við erum að hlæja að einhverju. Það gaf mér mikið að sjá gleðina á milli okkar hérna vegna þess að það minnir mig á það að pælingin um það að við værum ekki vinir er tóm steypa. Við vorum vinir fyrir lífstíð, samband okkar var afgerandi sér- stakt.“ Þannig eru fjölskyldur Með þessum orðum lýsir Paul McCartney meðfylgjandi ljósmynd í breska blaðinu The Guardian en það var eiginkona hans heitin, Linda, sem tók hana. Tilefnið er sýning á verkum Lindu, sem var lærður ljós- myndari, sem opnuð verður í „Svona vorum við!“ Bítlarnir John Lennon og Paul McCartney fisléttir í Abbey Road-hljóðverinu 1968. Að sjá myndina færði McCartney mikla gleði. Ljósmynd/Linda McCartney „Vorum vinir fyrir lífstíð“ Blessun er fólgin í ljósmynd sem Linda McCartn- ey tók af Paul, eiginmanni sínum, og vini hans og samstarfsfélaga, John Lennon, árið 1968. Enda fangar augnablikið ósvikna vináttu þeirra. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Paul og Linda McCartney voru hjón í tæplega þrjátíu ár, þangað til hún lést úr krabbameini árið 1998, 56 ára. Reuters

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.