Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 29
Butler, Osbourne, Iommi og Ward á Black Sabbath-brúnni í Birmingham.
Kelvingrove-listasafninu í Glasgow
á fimmtudaginn í næstu viku.
McCartney segir sama máli gegna
um hina Bítlana, jafnvel þegar þeir
voru annað veifið gramir hver út í
annan. „Þá minnti fólk mig á að þann-
ig væru fjölskyldur, svona lagað ger-
ist. Vini greinir á. Um leið og við byrj-
uðum að vinna að tónlist þá smullum
við saman, höfðum yndi af hljóðinu
sem við sköpuðum saman, nutum
þess að spila hver með öðrum. Við
höfum unnið saman í meira en tíu
þúsund klukkustundir gegnum árin
og þessi gamli andi tók sjálfkrafa yfir.
Allur ágreiningur var fljótt jafnaður.“
Í skugga hjónabandsins
McCartney viðurkennir í viðtalinu
að ferill Lindu sem ljósmyndari hafi
til að byrja með liðið fyrir öfgafrægð
hans og fallið í skuggann á hjóna-
bandi þeirra. Þetta hafi þó breyst
með árunum og í dag njóti hún sann-
mælis sem listamaður.
„Eitt það besta við Lindu var að
hún vissi alltaf hvenær hún átti að
smella af. Ljósmyndararnir sem hún
dáðist að voru menn sem fönguðu
augnablikið – Walker Evans,
[Henri] Cartier-Bresson, [Jacques
Henri] Lartigue. Fréttamennska
þeirra umbreyttist í list. Ef menn sjá
fyrir sér frægu Cartier-Bresson-
myndina af náunga að hoppa yfir
poll [fyrir aftan Gare Saint-Lazare,
1932] – snýst það allt um að fanga
sekúndubrotið. Linda fann alltaf
ósjálfrátt fyrir augnablikum sem
þessum.“
Endurspeglar sambandið
Það sést vel á hinni myndinni sem
fylgir þessari grein, að sögn
McCartneys. „Við John segjum:
Sæll gamli, hvernig ertu? Gaman að
hitta þig. Ljómandi. John slær á
létta strengi, ég fer í keng og bæði
George og Ringo fíla það í tætlur.
Þetta endurspeglar samband okkar
fjögurra.“
McCartney hefur lög að mæla;
Linda hafði unnið til verðlauna sem
ljósmyndari áður en þau kynntust
og gengu í heilagt hjónaband árið
1969. Þá undir nafninu Linda East-
man. Hún var frá New York og lærði
hjá Hazel Archer og var fyrsta kon-
an til að taka forsíðumynd fyrir
tímaritið vinsæla Rolling Stone. Af
Eric Clapton. Sérsvið hennar var að
mynda rokkstjörnur bak við tjöldin;
þegar glansgríman hafði verið lögð
til hliðar. Má þar nefna Jimi Hend-
rix, Janis Joplin og fleiri.
Já, en hjónabandið skyggði á feril-
inn. Þannig vill það verða með bítl-
ynjur. Spyrjið bara Yoko okkar Ono!
„Sæll gamli, hvernig ertu?“ Bítlarnir kankvísir á blaðamannafundi vegna útgáfu
plötunnar Sergeant Pepper’s Lonely Hearts Club Band í Lundúnum árið 1967.
Ljósmynd/Linda McCartney
BÍÓ Rob Halford, söngvari Judas Priest, var
opinn fyrir því í samtali við útvarpsstöðina
107.7 The Bone að gerð yrði leikin kvik-
mynd um sögu hljómsveitarinnar, rétt eins
og nýlega hefur verið gert um Queen,
Mötley Crüe og Elton John. „Hver veit,
lagsi? Það virðist ganga einhver rauður
þráður gegnum Hollywood um þess-
ar mundir. Menn eru að leita
að reynslu eins og þeirri
sem við búum að.“ Spurður
hver ætti að leika hann
hló Halford og kvaðst
ekki hafa hugmynd.
Prestungar á hvíta tjaldinu?
Málmguðinn
sjálfur, Rob
Halford.
30.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
BÓKSALA 19.-25. JÚNÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Sara Árelía Eydís Guðmundsdóttir
2 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan
3 Móðir Alejandro Palomas
4 Engin málamiðlun Lee Child
5 Sagas Of The Icelanders Ýmsir höfundar
6 Independent People Halldór Laxness
7 Mótíf X Stefan Ahnhem
8 Gullbúrið Camilla Läckberg
9 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson
10 Iceland in a Bag Ýmsir höfundar
1 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson
2 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir
3
Þín eigin saga
– draugagangur
Ævar Þór Benediktsson
4 Elmar á afmæli David McKee
5
Þín eigin saga
– piparkökuhúsið
Ævar Þór Benediktsson
6 Barist í Barcelona Gunnar Helgason
7 Risasyrpa Íþróttakappar Walt Disney
8
Seiðmenn hins forna.
2. bindi. Töfrað tvisvar
Cressida Cowell
9
Handbók fyrir Ofurhetjur 4
– vargarnir koma
Elias/Agnes Vahlund
10 Brandarar fyrir grínendur Walt Disney
Allar bækur
Barnabækur
Um áramótin strengdi ég þess
heit að taka mig á í yndislestri.
Þetta er með auðveldustu ára-
mótaheitum sem mér hefur
dottið í hug því það efnist ein-
hvern veginn af sjálfu sér – um
leið og einni bók er lokið kallar
sú næsta.
Ég hef því frá áramótum
sennilega lesið fleiri bækur en
árin tíu þar á undan og sveiflast
úr einni veröld í aðra. Aðallega
hafa kvenpersónur og/eða kven-
höfundar átt hug
minn frá því heitið
góða var strengt.
Þannig sogaðist ég
inn í Napólísögur
Elenu Ferrante og
las allar fjórar bæk-
urnar í einum rykk. Það er ótrú-
lega heillandi að hverfa inn í
framandi heim fátækrahverfa
Napólíborgar undir miðja tutt-
ugustu öld og fylgjast með þeim
vinkonum Elenu og Lilu frá for-
skólaaldri til hárrar
elli.
Ég hef líka dottið
inn í skáldsögur
Auðar Övu Ólafs-
dóttur en bækur
hennar eru þess
eðlis að maður leggur þær varla
frá sér þegar þær hafa verið
teknar upp. Ég las Afleggjarann
fyrir nokkrum árum en eftir að
hafa lesið Ungfrú Reykjavík í
upphafi árs komst ég á bragðið
og hámaði í mig bæði Ör og
Undantekninguna.
Auður hefur undra-
vert lag á að lýsa
því hvernig fólk
sem stendur á
krossgötum þrosk-
ast og lærir og
hlýtur nýja sýn á líf-
ið og tilveruna þannig að það
stendur sterkara eftir.
Auk Auðar Övu má nefna bók
nöfnu hennar Auðar Jónsdóttur,
Ósjálfrátt og skáldsögu Gerðar
Kristnýjar, Bátur með segli og
allt sem báðar voru
afbragðslesning.
Þessa stundina er
ég svo að lesa ótrú-
lega fallega lýsingu
norska rithöfund-
arins Roy Jacobsen
í bókinni Hin ósýni-
legu á lífi fjölskyldu í byrjun síð-
ustu aldar sem býr á lítilli eyju
við strönd Norður-Noregs og
heyr þar sína lífs-
baráttu við óblíð
náttúruöfl. Sagan
hverfist um litlu
Ingrid og er svo
snilldarlega skrifuð
að maður finnur
nánast lyktina af þanginu í fjör-
unni á eyjunni og svalan norð-
ankaldann á andlitinu, jafnvel
þótt lesturinn eigi sér stað í
hrikalegri hitabylgju á meg-
inlandi Evrópu.
Þegar þeim lestri lýkur er efst
á listanum að ná í eintak af glæ-
nýrri frumraun vinar míns Eiríks
Stephensen, Boðun Guð-
mundar. Ég hef lengi vitað að
Eiríkur er frábær penni og stór-
kostlegur húmoristi svo ég er
mjög spennt að koma höndum
yfir þessa skáldsögu sem ku
fjalla um óvæntan tilvistarvanda
miðaldra karlmanns í Reykjavík.
Ef ég þekki Eirík rétt á lesturinn
eftir að kitla hláturtaugarnar
duglega.
BERGÞÓRA NJÁLA ER AÐ LESA
Átak í yndislestri
Bergþóra Njála
Guðmunds-
dóttir er upp-
lýsingafulltrúi
umhverfis- og
auðlindaráðu-
neytisins.