Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 4. J Ú L Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  155. tölublað  107. árgangur  AMMA VAR UPPRUNALEGI JÓGINN SÆNSKT DRAUMAPOPP Í HÖRPU ATVINNU- BLAÐ MORG- UNBLAÐSINS EFTIRSÓTT STJARNA 4 FINNA VINNU 4 SÍÐURJÓI KENNIR JÓGA 14 Repjan er nú í blóma á akrinum á Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum. Skærgulu blómin standa þó stutt því jurtin fer að mynda fræ. Úr fræinu er framleidd repjuolía til matar eða sem eldsneyti, svokallað bíódísil. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, og fjölskylda hans hafa stundað tilraunaræktun á repju í ellefu ár. Nú hyggjast þau staldra við vegna þess að fræið og olían safnast upp. Segir hann nauðsynlegt að koma upp verksmiðju til að framleiða bíódísil en nú þegar er tölu- vert flutt inn af slíku eldsneyti til íblöndunar. »26 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skærgulur akur í stuttan tíma undir Eyjafjöllum Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Þetta virkar eins og svona 20-30 prósent fækkun,“ segir Svavar Guð- jónsson, eigandi Gullfosskaffis, spurður hvort hann finni fyrir því að ferðamönnum hafi fækkað á svæðinu. Rúmlega 13% færri lögðu leið sína um Gullna hringinn í maí og júní á þessu ári en árið áður, samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Svavar segir að íslenskum ferða- mönnum hafi þó fjölgað lítillega. „Það er mjög ánægjulegt.“ Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels sem jafnframt starfrækja Hótel Eddu og fleiri hótel, treystir einmitt á að Íslendingar muni leggja land undir fót í auknum mæli þetta sum- arið. Samdráttur hefur orðið í bókunum hjá báðum keðjum, helst á lands- byggðinni. „Við vonumst auðvitað til þess að allir noti tækifærið og heimsæki landið eitthvað. Við tökum mið af bæði veðurspá og nýtingu okkar hót- ela á landsbyggðinni í verðlagningu og erum dugleg við að setja út góð verðtilboð á netið þegar svo ber und- ir.“ Matthildur Philippusdóttir, eig- andi ferðaskrifstofunnar Fjallabaks, finnur einnig fyrir samdrætti. „Það eru eitthvað færri bókanir og ég held að ferðamönnum hafi fækkað svolítið að Fjallabaki. Í Landmanna- helli er til dæmis venjulega brjálæð- islega margt fólk en þar er engin sér- stök örtröð núna,“ segir hún. Hjá ferðaþjónustunni á Jökulsár- lóni hefur ferðamönnum fækkað að meðaltali um 40 daglega en rekstr- arstjóri fyrirtækisins segir að það sé lítið í stóra samhenginu enda heim- sæki um 1.100 manns ferðaþjón- ustuna daglega. Færri kjósa Ísland  13% færri keyra Gullna hringinn  Samdráttur í bókunum hjá Icelandair Hotels og ýmsum ferðaþjónustufyrirtækjum M 13% færri aka um Gullna … »20 Fulltrúar VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru enn stjórnar- menn LV og bera skyldur sem slík- ir að því er fram kemur í bréfi Fjár- málaeftirlitsins til LV þar sem fjallað er um deilur vegna afturköll- unar VR á umboði þeirra. Í yfirlýsingu stjórnar LV í gær- kvöldi, sem Ólafur Reimar Gunn- arsson stjórnarformaður ritar und- ir, segir að VR hafi verið óheimilt að afturkalla umboð stjórnarmanna í LV, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir fullnaðarsigur VR felast í bréfi FME. Hann segir að stjórnin sitji í óþökk VR og að FME taki með ákvörðun sinni af allan vafa um að VR geti aftur- kallað umboð stjórnarmanna sinna í LV. FME tekur fram að ef ákvörðun fulltrúaráðs VR um afturköllun á til- nefningu stjórnarmanna lífeyris- sjóðsins og skipun nýrra nái fram að ganga megi líta svo á að um tilraun til beinnar íhlutunar í stjórnina sé að ræða og vegið sé að sjálfstæði hennar og góðum stjórnarháttum. Í áliti FME kemur fram að með hliðsjón af þeirri óvissu, sem ein- kenni málið, vilji FME beina því til stjórnar lífeyrissjóðsins að taka samþykktir sjóðsins til skoðunar varðandi hvort og þá við hvaða að- stæður tilnefningaraðilar geti aftur- kallað umboð stjórnarmanna. »18 FME segir stjórnar- menn LV enn sitja  Formaður VR fagnar niðurstöðu FME
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.