Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Litríkar myndir eftir listamanninn Ethorio prýða matarvagninn Taco bless
Litríkasti matar-
vagn landsins
brátt opnaður
í Keflavík
„Ég verð var við mikla spennu meðal bæjar-
búa. Það eru margir búnir að spyrja hvenær
við opnum og sjálfur er ég orðinn spenntur að
fara að láta verkin tala,“ segir Elías Örn Frið-
finnsson matreiðslumaður.
Elías er að undirbúa opnun matarvagnsins
Taco bless sem er að finna við Hafnargötu 38 í
Keflavík. Vagninn fer ekki framhjá neinum
sem á leið þar um – litríkar myndir eftir lista-
manninn Ethorio prýða vagninn og telur Elías
óhætt að fullyrða að þetta sé litríkasti matar-
vagn landsins. Maturinn verður heldur ekkert
slor ef marka má kokkinn. „Hér verður allt
gert frá grunni. Við erum með maístortillur og
bjóðum fjórar mismunandi týpur; með chor-
izo-hakki, djúpsteiktum þorski, djúpsteiktu
blómkáli og með appelsínukjúklingalærum.“
Elías segir að vagninn verði opnaður síðar í
mánuðinum en aðdragandinn er langur.
„Þetta er hugmynd sem hefur verið að gerjast
í ábyggilega tvö eða þrjú ár með góðum hópi
af fólki. Ég átti heima í bænum í átta ár, lærði
kokkinn og vann á veitingastöðum eins og
Grillinu og Kopar. Ég flutti svo heim til Kefla-
víkur til að flýja háa leigu og langaði að gera
eitthvað nýtt,“ segir Elías sem stefnir á að
Taco bless verði opinn allan ársins hring ef
viðtökur verða góðar. hdm@mbl.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Samgöngustofa hefur gefið út far-
þegaleyfi fyrir nýja Herjólf. Það nær
til siglinga milli
Vestmannaeyja
og Landeyjahafn-
ar eða Þorláks-
hafnar.
Einhverjir dag-
ar eru þar til ferj-
an hefur áætlun-
arferðir, að sögn
Guðbjarts Ellerts
Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra
Herjólfs ohf.
Hann segir að lagfæra þurfi ekju-
brýr. Gera þarf minni háttar breyt-
ingar í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn
og örlítið meiri breytingu í Vest-
mannaeyjum þar sem lengja þarf
ekjubrúna. Einnig þarf að aðlaga far-
þegabrýr. Þá þarf að prófa að aka inn
í ferjuna háum ökutækjum, t.d.
dráttarbílum með gáma, við mismun-
andi sjávarstöðu. Gera á fyrstu pruf-
una í dag. Unnið er að því að gera
skipið klárt til að taka á móti farþeg-
um og þjónusta þá.
Ekki er búið að setja upp raf-
hleðslubúnað fyrir skipið í Vest-
mannaeyjahöfn. Hluti búnaðarins er
kominn til landsins og annað er á
leiðinni. Guðbjartur gerir ráð fyrir að
uppsetning og tenging búnaðarins
verði fljótlega boðin út og að verklok
verði í september. Ferjan mun því
keyra á rafmagni frá ljósavélum til
að byrja með.
Flytur fleiri farþega
Farþegaleyfið heimilar að nýja
ferjan flytji allt að 540 farþega í
hverri ferð milli Landeyjahafnar og
Vestmannaeyja yfir sumarið. Sá
Herjólfur sem nú er í notkun má
flytja mest 517 farþega á sömu leið
og sama tíma. Þetta er því aukning
um 23 farþega í hverri ferð.
Nýja ferjan má flytja allt að 400
farþega þegar siglt er í Þorlákshöfn
að vetri. Eldri ferjan má ekki flytja
nema 288 farþega til og frá Þorláks-
höfn að vetri.
Guðbrandur segir að farþegaleyfið
taki mið af því á hvaða hafsvæði er
siglt, hve björgunarför geta borið
marga, þótt það stærsta komi ekki að
notum, og einnig er tekið tillit til þess
yfir veturinn hvað eru mörg sæti fyr-
ir farþega innandyra. Í nýju ferjunni
eru 400 sæti og 32 kojur en í þeirri
gömlu eru 288 sæti og 90 kojur.
Farþegamet í júní
Nýtt farþegamet var sett í júní síð-
astliðnum þegar Herjólfur flutti
62.545 farþega milli lands og Eyja
eða um 5.400 fleiri en í sama mánuði í
fyrra. Farþegafjöldinn hefur aldrei
áður farið yfir 60.000 í júní. Guðbjart-
ur segir nokkra þætti skýra þetta.
„Í fyrsta lagi hefur veðurfarið ver-
ið einstaklega gott. Einnig höfum við
tekið upp nýja siglingaáætlun milli
Landeyja og Vestmannaeyja. Við
fjölguðum ferðum í sjö alla daga vik-
unnar. Dreifing ferða yfir daginn er
jafnari en áður og meira laust þannig
að það er auðveldara að komast að
með stuttum fyrirvara,“ segir Guð-
bjartur.
Fjölmennar hátíðir
Tvö fjölsótt fótboltamót voru hald-
in í júní, TM-mótið eða Pæjumótið og
Orkumótið eða Peyjamótið. Um
næstu helgi er haldin Goslokahátíð
og haldið upp á 100 ára kaupstaðar-
afmæli Vestmannaeyja. Í byrjun
ágúst verður svo hin árlega Þjóðhá-
tíð. Guðbjartur segir að það sé til
skoðunar að nota báðar ferjurnar til
farþegaflutninga um Þjóðhátíðina.
Endanleg ákvörðun hefur þó ekki
verið tekin.
Nýi Herjólfur flytur fleiri farþega
Farþegaleyfið komið Styttist í fyrstu áætlunarferð Ekju- og farþegabrýr aðlagaðar Raf-
hleðslubúnaður í september Nýtt farþegamet sett í júní Í skoðun að báðar ferjur sigli um Þjóðhátíð
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Nýi Herjólfur Einhverjir dagar eru þar til ferjan hefur áætlunarsiglingar.
Guðbjartur Ellert
Jónsson
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Á síðasta ári greindust 45 með lifr-
arbólgu B á Íslandi, þar af fjórir með
bráða sýkingu, að því er fram kemur
í gögnum embættis Landlæknis.
68 greindust árið 2017, þar af
fimm með bráða sýkingu og 61 með
viðvarandi lifrarbólgu.
Að því er fram kemur í skýrslu
Sóttvarnarstofnunar Evrópu
greindust hlutfallslega flestir í Evr-
ópu á Íslandi árið 2017, eða 20,1 á
hverja 100 þúsund íbúa.
Næst í röðinni eru Bretland
með 15,9 og Lettland með 14,6. Alls
greindust 26.262 í Evrópu með lifr-
arbólgu B árið 2017 og meðal tíðni
greininga í löndum ESB og EES ár-
ið 2017 var 6,7 á hverja 100 þúsund
íbúa.
Í skýrslu stofnunarinnar kemur
fram að í löndum vestur- og norður-
hluta Evrópu séu flestar greiningar
tilkomnar vegna innflytjenda. Und-
anfarna áratugi hafi innflytjendur í
Evrópu komið frá löndum þar sem
tíðni lifrarbólgu B sé há.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segir að þetta sé raunin hér á
landi.
„Það má skipta þessu í tvennt.
Annars vegar er það sú króníska og
langvarandi og síðan bráð sýking.
Tölur um bráðasýkingu hafa verið
stöðugar á undanförnum árum, frá
engu og upp í fjögur til fimm tilfelli á
ári. Við höfum séð aukningu í lang-
varandi, krónískum sýkingum sem
er afleiðing af því að fólk hefur flutt
hingað til lands með sýkingu, t.d. frá
Asíu og fleiri stöðum. Það skýrir
svolítið þær tölur,“ segir hann.
Langflestir sem eru með krón-
íska sýkingu hafa fengið hana í fæð-
ingu frá móður að sögn Þórólfs.
Fullorðnir sem fái lifrarbólgu B
hreinsi sig yfirleitt af henni og fái
ekki króníska sýkingu.
„Hér á landi eru þungaðar kon-
ur skimaðar fyrir lifrarbólgu B á
meðgöngu og ef þær reynast vera
með króníska sýkingu og eru smit-
andi, þá fær barnið strax bóluefni
við fæðingu sem minnkar líkurnar
alveg gríðarlega á því að það smit-
ist,“ segir Þórólfur, en mjög litlar
líkur eru á því að skimunin geti far-
ist fyrir að hans sögn.
Hlutfallslega flestir greindir hér
45 greindust með lifrarbólgu B í fyrra og 68 árið 2017
Flestar greiningar í V- og N-Evrópu vegna innflytjenda