Morgunblaðið - 04.07.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán.–Fös. 09–17
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Ýmsum þykir gott að skreyta sigmeð orðunum umburðar-
lyndur og frjálslyndur. Sumir sem
þetta gera gefa svo gjarnan þeim
sem eru þeim ósammála einkunnir,
sem eru síður huggulegar, svo sem
þröngsýnn, einangrunarsinni og
jafnvel
eitthvað
þaðan af
verra.
Veru-leik-
inn er svo gjarnan allt annar. Í
The Economist var á dögunum
fjallað um hvernig Brexit hefði
breytt Bretlandi og dregið fram
hversu klofin þjóðin væri í afstöðu
sinni.
Athygli vakti í þeirri umfjöllunhve ESB-sinnarnir eru heift-
ræknir og hatrammir, ólíkt stuðn-
ingsmönnum Brexit.
Könnun sem gerð var fyrr áárinu sýndi til dæmis að ein-
ungis 9% af stuðningsmönnum
Brexit hefðu eitthvað á móti því að
náinn ættingi giftist eindregnum
andstæðingi Brexit. Hjá andstæð-
ingum Brexit var þetta hlutfall
fjórfalt hærra, 36%, þegar spurn-
ingunni var snúið við.
Þá sýndi sig að stuðningsmennESB-aðildar voru líklegri en
hinir til að búa í bólu eða berg-
málshelli eigin skoðana. Þeir voru
mun líklegri til að eiga einungis
vini sem voru sammála þeim.
Vonandi verða slíkar kannanirhinum „umburðarlyndu“ um-
hugsunarefni.
En það er reyndar ekki víst aðþær séu vinsælt lesefni í
bergmálshellinum.
Öfugsnúið
umburðarlyndi
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins þess
efnis að árlega verði valið jólahverfi í Reykjavík
var felld af meirihlutaflokkunum á síðasta fundi í
umhverfis- og skipulagsráði. Það var Ásgerður
Jóna Flosadóttir, Flokki fólksins, sem lagði það til
að jólahverfi borgarinnar yrði valið ár hvert í nóv-
ember.
Tillagan felur í sér að Reykjavíkurborg velji,
eða láti kjósa, eitt hverfi árlega sem „Jólahverfi
Reykjavíkur“. Með slíku vali sé verið að vekja at-
hygli á umræddu hverfi og gera því hátt undir
höfði. Reykjavíkurborg sjái um skreytingar í
hverfinu og lýsi hátt og lágt. Þá verði ýmsar uppá-
komur í jólamánuðinum í samvinnu við starfandi
félög á svæðinu.
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata
lögðu til að tillögunni yrði vísað frá og samþykktu
það með fjórum atkvæðum. Þeir bókuðu vegna til-
lögunnar: „Nú þegar er starfrækt umfangsmikil
starfsemi í miðborginni um jólin, auk þess sem
skreytingar eru settar upp í öllum hverfum borg-
arinnar.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna. sisi@mbl.is
Meirihlutinn vill ekki jólahverfi
Lagt var til að slíkt
hverfi yrði valið árlega
Morgunblaðið/Kristinn Ben.
Jólalegt Mörg bæjarfélög keppast við að skreyta
fyrir jólin ár hvert. Myndin er tekin í Keflavík.
Umhverfisstofnun hefur borist um-
sókn ArcticLAS ehf. um leyfi til af-
markaðrar notkunar erfðabreyttra
rotta (Rattus Norvegicus) í rann-
sóknarhúsnæði sínu að Krókhálsi
5d í Reykjavík. Starfsemin sem hér
um ræðir fellur undir lög um erfða-
breyttar lífverur og reglugerð um
afmarkaða notkun erfðabreyttra
lífvera, annarra en örvera.
Frá þessu er greint í frétt á
heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Umhverfisstofnun hefur einnig
borist tilkynning um flutning á af-
markaðri starfsemi erfðabreyttra
músa á vegum Lífvísindaseturs Há-
skóla Íslands í Krókhálsinn.
Í umsókn kemur fram að ráðgert
er að nýta tilraunarotturnar við
rannsóknir á arfgengri heilablæð-
ingu sem greinst hefur á Íslandi.
Rotturnar bera stökkbreytingu sem
veldur aukningu á amyloid-magni
og gætu því verið sjúkdómsmódel
fyrir arfgenga heilablæðingu en
dýrin eru fengin úr evrópsku stökk-
breytiverkefni. ArcticLAS ehf. mun
ekki framkvæma erfðabreytinguna
heldur sjá um rannsóknir með þeg-
ar breyttar rottur. sisi@mbl.is
Erfðabreyttar rottur
og mýs í Krókhálsinn
Ljósmynd/Reykjavíkurborg