Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Fram kemur á Samráðsgátt stjórn- valda að frumvarp til laga um breyt- ingu á ýmsum lögum um skattlagn- ingu ökutækja er nú til umsagnar og verður til 15. júlí nk. Frumvarpið er fram komið vegna áforma stjórnvalda um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja er lúta að skattalegum ívilnunum og hvötum til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum. Fram kemur á Samráðsgáttinni að meginefni frumvarpsins felst í að greiða fyrir orkuskiptum í sam- göngum í samræmi við stefnu stjórn- valda í þeim efnum. Áform um tíma- bundna lagasetningu eru eftirfarandi: „Í fyrsta lagi heimild til að endurgreiða byggjendum og eig- endum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna við uppsetningu hleðslustöðva í íbúðarhúsnæði. Þannig verði núverandi heimild hækkuð frá 60% upp í 100%. Í öðru lagi heimild til handa byggj- endum og eigendum íbúðarhúsnæðis til fullrar endurgreiðslu virðisauka- skatts vegna kaupa á hleðslustöðv- um í íbúðarhúsnæði. Í þriðja lagi að bílaleigum og handhöfum leyfa til að stunda eigna- leigu og/eða fjármögnunarleigu verði heimiluð endurgreiðsla/undan- þága frá virðisaukaskatti af útleigu á ökutækjum sem fallið hafa undir ívilnun á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða XXIV í lögum um virð- isaukaskatt (rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar).“ Þá kemur fram á Samráðsgáttinni að áætlað tekjutap ríkissjóðs af end- urgreiðslu virðisaukaskatts vegna uppsetningar á heimahleðslustöðv- um er talið nema um 100 m.kr. á ári og áætlað tekjutap ríkissjóðs af und- anþágu útleigu vistvænna bílaleigu- bifreiða er talið nema um 60 m.kr. á ári. Auk þess næmi áætlað tekjutap ríkissjóðs af endurgreiðslu á hluta af vörugjaldi við útflutning bílaleigu- bifreiða um 300 m.kr. á ári. agnes@mbl.is Ívilnanir boðaðar vegna vistvænna bíla  Óveruleg áhrif á ríkissjóð, segir í frumvarpsdrögum Morgunblaðið/Hari Rafbílar Með fjölgun rafbíla eykst þörfin á fleiri hleðslustöðvum. Fjármálaeftirlitið segist í bréfi til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í gær vegna deilna um afturköllun á um- boði stjórnarmanna af hálfu VR vera sammála því mati stjórnar sjóðsins að stjórnarmenn sem tilkynntir voru til FME 23. mars sl. séu enn stjórn- armenn lífeyrissjóðsins og beri skyldur sem slíkir. Þá kemst FME að þeirri niður- stöðu að ef ákvörðun fulltrúaráðs VR um afturköllum á tilnefningu stjórn- armanna lífeyrissjóðsins og skipun nýrra nái fram að ganga megi líta svo á að um tilraun til beinnar íhlutunar í stjórn lífeyrissjóðsins sé að ræða og vegið sé að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnarháttum, eins og segir í niðurstöðu FME. Í bréfi FME er m.a. bent á að stjórn VR skipaði umrædda fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins í mars en af gögnum málsins megi ráða að aftur- köllun á umboði þeirra og tilnefning nýrra stjórnarmanna „stafi frá full- trúaráði VR en ekki stjórn VR eins og gildandi samþykktir lífeyrissjóðs- ins kveða á um“. Ekki sé í samþykkt- um sjóðsins fjallað um heimildir til að afturkalla tilnefningar og því sé álita- mál hvort í tilnefningarréttinum fel- ist takmarkalaus heimild til aftur- köllunar. Hugsanlegt sé að afturköllun geti talist ólögmæt og þannig bakað bótaskyldu. Fjallað er ítarlega um skyldur stjórnarmanna samkvæmt lögum um lífeyrissjóði og góða stjórnarhætti í bréfi FME. „Nánar skal kveðið á um hlutverk stjórnar í samþykktum líf- eyrissjóðs en í grein 5.5. í samþykkt- um Lífeyrissjóðs verzlunarmanna kemur fram að stjórn beri ábyrgð á starfsemi sjóðsins og að hún skuli annast um að skipulag hans og starf- semi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Þá sé það í höndum stjórnar sjóðsins að taka stefnumarkandi ákvarðanir, er varða hag og starfsemi sjóðsins. Í grein 5.8. kemur ennfremur fram að stjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd sjóðsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýni- lega eru til þess fallnar að afla ákveðnum sjóðfélögum, fyrirtækjum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna umfram aðra aðila eða á kostnað sjóðsins,“ segir þar. Þá er vitnað í samþykkt stjórnar VR frá 18. júní þar sem ákvörðun stjórnar lífeyrissjóðsins um breyti- lega vexti verðtryggðra sjóðfélaga- lána var gagnrýnd harðlega og lagt til að haldinn yrði fundur í fulltrúa- ráði VR til að afturkalla umboð stjórnarmannanna. Stjórn er óheimilt að hafa aðra hagsmuni í huga „Stjórn lífeyrissjóðsins skal ávallt hafa þá hagsmuni í huga sem nefndir eru í 2. mgr. 1. gr. og 1. mgr. 20. gr. laga nr. 129/1997 við ákvörðunartöku fyrir hönd sjóðsins. Að mati Fjár- málaeftirlitsins er stjórn lífeyris- sjóðsins óheimilt að hafa aðra hags- muni í huga við ákvörðunartöku fyrir hönd sjóðsins, þ.á m. við ákvörðun vaxta fasteignaveðtryggðra lána til sjóðfélaga,“ segir m.a. í bréfi FME um þetta. „Sé horft til ákvæða laga nr. 129/ 1997 um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi lífeyrissjóða, samþykkta, starfsreglna stjórnar og stjórnarháttayfirlýsingu lífeyris- sjóðsins verður, í Ijósi orðalags sam- þykktar stjórnar VR, að líta svo á að um tilraun til beinnar íhlutunar í stjórn lífeyrissjóðsins hafi verið að ræða, sem með óbeinum hætti var ætlað að færa ákvörðunarvald frá stjórn lífeyrissjóðsins. Það vegur að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórn- arháttum,“ segir ennfremur. Í niðurstöðum FME segir að eftir- litið geri ekki athugasemd við það mat lífeyrissjóðsins, sem fram kom í bréfi sjóðsins 26. júní, er varðar aft- urköllun umboðs stjórnarmanna og nýja tilnefningu í stjórn sjóðsins af hálfu fulltrúaráðs VR. „Er stofnunin sammála því mati stjórnar lífeyris- sjóðsins að stjórnarmenn, sem til- kynntir voru til Fjármálaeftirlitsins hinn 23. mars sl., séu enn stjórnar- menn lífeyrissjóðsins og beri skyldur sem slíkir.“ Stjórn sjóðsins skuli ávallt hafa þá hagsmuni í huga sem nefndir eru í 2. mgr. 1. gr. og 1. mgr. 20. gr. laga nr. 129/1997 við ákvörðunartöku fyrir hönd sjóðsins. „Að mati Fjármálaeft- irlitsins er stjórn lífeyrissjóðsins óheimilt að hafa aðra hagsmuni í huga við ákvörðunartöku fyrir hönd sjóðsins, þ.á m. við töku um ákvörðun vaxta fasteignaveðtryggðra lána til sjóðfélaga.“ Tilraun til beinnar íhlutunar Ítrekar FME í niðurstöðu sinni að ef ákvörðun um afturköllum á til- nefningu stjórnarmanna lífeyris- sjóðsins og skipun nýrra aðila af hálfu VR nái fram að ganga megi líta svo á að um tilraun til beinnar íhlut- unar í stjórn lífeyrissjóðsins sé að ræða. „Fjármálaeftirlitið vill, með hlið- sjón af þeirri óvissu sem einkennir málið, beina því til stjórnar lífeyris- sjóðsins að taka samþykktir sjóðsins til skoðunar varðandi hvort og þá við hvaða aðstæður tilnefningaraðilar geti afturkallað umboð stjórnar- manna, m.a. til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna gagnvart hagsmun- um tilnefningaraðila,“ segir í bréfinu. Segir vegið að sjálf- stæði stjórnar sjóðsins  FME segir fulltrúa VR í stjórn LV enn vera stjórnarmenn Morgunblaðið/Eggert Hús verslunarinnar FME hefur svarað stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Afmælishappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var þann 28. júní 2019 1. Skemmtisigling fyrir tvo í gegnum Úrval Útsýn, að verðmæti kr. 1.750.000.- 15769 2.-6. Draumaferð að eigin vali hjá Úrvali Útsýn, hver að verðmæti kr. 600.000,- 18335 27805 30593 37490 42017 7.-14. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu, hver að verðmæti kr. 400.000,- 6411 16668 17016 20533 21523 21593 26747 38227 15.-39. Ferð að eigin vali hjá Úrval Útsýn, hver að verðmæti kr. 350.000,- 1922 1966 4201 11009 13084 14565 14599 16605 20218 20268 20879 21983 28799 30411 30894 31054 33500 36739 37676 39547 40356 41382 46037 47557 49114 40.-59. Vöruúttekt að eigin vali hjá Samsungsetrinu, hver að verðmæti kr. 200.000,- 1969 4061 5188 6329 7604 12107 12170 17330 20140 20690 23242 29699 35530 36676 39830 42780 45673 45889 46799 47590 60.-125. Vöruúttekt að eigin vali hjá Samsungsetrinu, hver að verðmæti kr. 100.000,- 2288 2711 3020 5036 6704 8849 8919 8936 9816 10568 10626 10984 11387 11573 12147 12374 12542 12675 12807 12985 14395 15299 16719 18937 19390 19782 20455 20536 20542 21259 24337 25153 25674 26285 26511 26806 27170 27766 28679 28957 29141 29306 29556 29841 30319 31063 31904 33350 34069 34198 34642 35799 38923 38944 40281 40803 41174 41687 42592 43294 43298 43573 45318 47130 47872 49711 Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra að Hátúni 12, 105 Reykjavík, 3. hæð, opið milli kl. 10.00-15.00 virka daga – sími 5500 360. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 15. júlí 2019. Vinningaskrá er einnig birt á vefsíðu samtakanna, www.sjalfsbjorg.is. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. Vinningar og vinningsnúmer „Fyrir mér er afstaða FME fulln- aðarsigur fyrir okkar málstað,“ seg- ir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um álit Fjármálaeftirlitsins (FME) í tengslum við afturköllun á umboði fulltrúa VR í stjórn Lífeyr- issjóðs verslunarmanna, LV. Hann segir VR og lögmenn félagsins hafa metið stöðuna rétt og VR hafi verið „í fullum rétti“ til að afturkalla um- boð fjögurra stjórnarmanna í LV. Niðurstaðan sé fullnaðarsigur. „Okkar mat og lögmanna félags- ins er að við getum gert þetta og FME tekur af allan vafa um það. Það er ekkert sem bannar okkur þetta. FME tekur af skarið og segir að lífeyrissjóðirnir þurfi að vera með skýrari reglur hvað þetta varð- ar,“ segir hann. Stjórnin sitji í óþökk VR „Stjórnin situr í óþökk okkar og ef hún ætlar að þrásitja, þá er ein- faldlega um ákveðið valdarán að ræða og aftengingu við verkalýðs- hreyfinguna úr stjórnarkerfi lífeyr- issjóðanna. Við munum svara þessu af fullri hörku og höfum metið þetta með lögmönnum félagsins,“ segir Ragnar Þór. „Ég lít á þetta sem freklegt inngrip stjórnar lífeyr- issjóðsins fram yfir rétt okkar sem eigum rétt á að skipa þarna full- trúa,“ segir hann og bætir því við að það kæmi að líkindum illa við hlut- hafa eða aðra sem hefðu rétt til skipunar í stjórn ef „þeir aðilar sem þeir skipuðu sjálfir í stjórn myndu sjálfir meta reglur eða túlkun á sam- þykktum svo frjálslega að þeir teldu sig geta þrásetið“. Spurður hvort VR muni afturkalla umboð stjórn- armannanna á sömu forsendum og í fyrra skiptið segir hann að ekki þurfi að gefa neinar sérstakar ástæður fyrir því. „Í reglum VR sem stjórnin samþykkti getur full- trúaráðið afturkallað umboðið hve- nær sem er. Það þarf enga ástæðu til þess. Það er einfaldlega okkar að ákveða hverjir sitja þarna í stjórn. Stjórnin sem nú situr situr til bráða- birgða fram á haust og við munum einfaldlega skipta þeim fulltrúum út til bráðabirgða með nýjum bráða- birgðafulltrúum,“ segir Ragnar Þór. Spurður hvort boðað verði til stjórnarfundar eða fulltrúaráðs- fundar til að afturkalla umboð stjórnarmannanna segir Ragnar Þór að það hafi ekki verið ákveðið. „Mér er skapi næst að fara lengra með þetta og láta á þetta reyna. Við munum væntanlega ráðfæra okkur um þetta á morgun,“ segir hann. „Um valdarán að ræða, þrásitji stjórn LV“ Ragnar Þór Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.