Morgunblaðið - 04.07.2019, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
15-20%
afsláttur af ÖlluM
AEG VÖruM OrMssOn
DAGAR
RUSLAFÖTUR
Lágmúla 8 - 530 2800
OG BÚSÁHÖLD
20%
afsláttur
20-25%
afsláttur
POTTAR OG
PÖnnUR
15%
afsláttur
15%
afsláttur
20%
afsláttur
15%
afsláttur
ÞVOTTAVÉLAR
HELLUBORÐ VEGGOFnAR OG FLEIRI HEIMILISTÆKI
ÞURRKARAR UPPÞVOTTAVÉLAR
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Ökutækjum sem fóru Gullna
hringinn fækkaði um rúm 13% á
milli ára í maí og júnímánuði sam-
kvæmt upplýsingum frá Vegagerð-
inni.
164.397 ökutæki óku fram og til
baka um veginn á milli Gullfoss og
Geysis samanlagt í maí og júní í
fyrra en 142.411 ökutæki óku veg-
inn fram og til baka á sama tíma-
bili þessa árs.
Svavar Njarðarson, annar af
tveimur eigendum Gullfosskaffis
sem stendur við Gullfoss, segir að
þrátt fyrir að ferðamönnum hafi
fækkað sé „áfram pressa á öllu
kerfinu, bílastæðunum, plássinu og
öllu saman. Þótt það fækki aðeins
núna þá er alveg nóg að gera.“
Treysta á Íslendinga
Ferðaþjónustuaðilar sem Morg-
unblaðið ræddi við höfðu allir til-
finningu fyrir því að ferðamenn
væru færri hérlendis en síðasta
sumar.
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir,
framkvæmdastjóri Icelandair Hot-
els, segir keðjuna finna fyrir því að
færri erlendir ferðamenn séu á
landinu. Icelandair Hotels starf-
rækir einnig Eddu Hótel sem eru
staðsett víðs vegar um landið
ásamt þremur hótelum í Reykjavík
í sérleyfi við vörumerki Hilton
Worldwide. Minna er bókað hjá
hótelkeðjunum á landsbyggðinni
en vant er. Magnea vonast til þess
að Íslendingar muni í auknum
mæli ferðast um landið þegar nóg
er af lausum hótelherbergjum.
„Júní var verr bókaður en í
fyrra en maí gekk betur en í fyrra.
Apríl var ósköp dapur en hann er
almennt daprasti mánuðurinn hjá
okkur. Svo er enn óútséð með júlí
og ágúst.“
Aðspurð segir Magnea að það
fari eftir veðri hvar sé mest bókað.
„Um leið og sólin fer að skína lifna
bókanir við. […] Við vonumst auð-
vitað til þess að allir noti tækifærið
og heimsæki landið eitthvað. Við
tökum mið af bæði veðurspá og
nýtingu okkar hótela á lands-
byggðinni í verðlagningu og erum
dugleg við að setja út góð verð-
tilboð á netið þegar svo ber undir.“
Hjá Ferðaþjónustunni Jökulsár-
lóni, sem staðsett er við lónið
sjálft, fækkaði ferðamönnum að
meðaltali um 40 daglega í júnímán-
uði.
„Við erum þá til dæmis að fara
40 ferðir á hjólabátunum okkar í
staðinn fyrir 42. Það er allt og
sumt. Ég er bara frekar bjartsýnn,
það er mikið pantað og mikið bók-
að,“ segir Ágúst Elvarsson,
rekstrarstjóri ferðaþjónustunnar.
Hann segir fækkunina litla í
stóra samhenginu. „Það skiptir
litlu máli hvort það séu 1.100
manns eða 1.150 hjá okkur dag-
lega,“ segir Ágúst sem telur ekki
ástæðu til að tala um hrun.
„Mér finnst alla vega galið að
tala um hrun í ferðaþjónustunni
þó að þetta sé aðeins minna. Það
gæti vissulega þýtt hrun fyrir ein-
hverja þó að það þýði það ekki
fyrir okkur.“
Ekkert lúsmý í Ásbyrgi
Mestar áhyggjur hefur Svavar
af vetrinum.
„Apríl og maí voru náttúrulega
alveg skelfilegir en júní var ágæt-
ur og við sjáum ekki alveg inn í
júlí. Stóra spurningarmerkið er
haustið og veturinn, hversu hárri
þjónustu fyrirtækin halda uppi.“
Í Ásbyrgi hefur ferðamönnum
fækkað lítillega að mati Guðmund-
ar Ögmundssonar þjóðgarðsvarð-
ar. Hann segir minna um Íslend-
inga en vant er.
„Þeir flykkjast hingað þegar
það er sól og sumarylur en þegar
það liggur í norðanáttinni eins og
núna þá halda þeir sig annars
staðar. En það er ekkert lúsmý
hérna,“ segir Ögmundur glað-
beittur.
Hvað varðar Friðland að Fjalla-
baki segir Matthildur Philippus-
dóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar
Fjallabaks, að samdráttur sé í
bókunum og færra fólk á svæðinu.
13% færri aka um Gullna hringinn
Ferðaþjónustuaðilar víðs vegar um landið telja að ferðamönnum hafi fækkað Mesti samdrátturinn
á landsbyggðinni, samkvæmt bókunarstöðu Icelandair- og Edduhótela „Áfram pressa á öllu kerfinu“
Morgunblaðið/Ómar
Gullfoss Kona snýr baki við fossinum fræga rétt eins og einhverjir ferðamenn hafa nú gert við land elds og ísa.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íslandsmótið í hestaíþróttum sem nú stend-
ur yfir á félagssvæði Fáks í Víðidal er
þriðja og síðasta mótið sem knapar geta
sýnt sig og sannað fyrir landsliðsþjálfurum
sem eru að velja landslið Íslands fyrir
Heimsleika íslenska hestsins sem haldnir
verða í Berlín í ágúst. Sigurbjörn Bárðar-
son landsliðsþjálfari og þjálfarar annarra
liða sitja í brekkunni og fylgjast með
frammistöðu þátttakenda.
Íslandsmótið er eitt stærsta hestamót
ársins enda er móti í barna- og unglinga-
flokkum slegið saman við Íslandsmót full-
orðinna og ungmenna. Þórdís Anna Gylfa-
dóttir mótsstjóri segir að rúmlega 700
skráningar séu í mótið. Menn geta skráð sig
í fleiri en eina grein og áætlar hún að um
400 knapar taki þátt með um 500 hesta.
1.000 vinnustundir sjálfboðaliða
Mótið hófst í fyrradag og lýkur á sunnu-
dag. Dagskráin er frá morgni til kvölds.
Þessa dagana er forkeppni í ýmsum keppn-
isgreinum og kappreiðar og fleira á kvöldin.
B-úrslit verða á laugardag og aðaldagur
mótsins er á sunnudag þegar keppt er til
úrslita í öllum flokkum.
Framkvæmd slíks móts kostar mikla
vinnu. Þórdís Anna segir að unnar séu 1.000
klukkustundir í sjálfboðavinnu, fyrir utan
dómara og fleiri starfsmenn sem eru á laun-
um og fyrir utan undirbúningsvinnuna. Hún
segir að vel hafi gengið að manna allar
stöður og þakkar það því að sex félög á suð-
vesturhorni landsins standa saman að móts-
haldinu. Mikill mannauður sé í þessum fé-
lögum og margir tilbúnir að hjálpa.
Síðasti möguleiki til að
vinna sæti í landsliðinu
Íslandsmót í hestaíþróttum haldið í Víðidal
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hvammsvöllur Þetta var stemningin á Íslandsmótinu í gær. Áhorfendur og dómarar skýldu sér
fyrir vætunni í bílum og skýlum. Dembur gætu komið í dag en spáð er góðu veðri um helgina.