Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Hérna er ein með lykli í,“ segir Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir, deildarstjóri umhverfis- og fræðslu- deildar Sorpu, og snýr lyklinum í fal- lega grænni innihurð með gylltu gægjugati. Hurðin er ein af mörgum í stafla af innihurðum í gáminum. Fyrir utan gáminn er viðlíka stafli af útidyrahurðum. Úr skránni dregur Ragna lykilinn sem er merktur með myndum af íslenska fánanum. „Þá er hægt að láta smíða eftir honum og nota sílinderinn,“ segir hún glöð í bragði. „Útidyrahurðir koma oft með lykli,“ skýtur Haf- steinn Unnar Hallsson, verslunar- stjórinn á svæðinu, inn í og bætir við: „Ég hef séð það sex-sjö sinnum.“ Við erum stödd á endur- vinnslustöð Sorpu á Sævarhöfða þar sem efnismiðlun Góða hirðisins er rekin nú annað sumarið í röð. Þar kennir ýmissa grasa. Þegar blaða- mann ber að garði eru til sölu bíl- dekk af ýmsum toga, inni- og úti- hurðir í öllum regnbogans litum, reiðhjól, timbur, vaskar og margt fleira. Ekkert aukavesen „Við byrjuðum í maí í fyrra,“ segir Ragna, standandi við um tug vöru- bretta með bíldekkjum á. „Það var vegna vilja stjórnarinnar að við kom- um þessu verkefni í gang í fyrra, og sömuleiðis ástæðan fyrir því að við ákváðum að halda áfram með þetta í ár.“ Efnismiðlun Góða hirðisins er markaður fyrir notað byggingarefni og ýmsar vörur sem geta nýst til framkvæmda og listsköpunar. Til- gangur markaðarins er að koma efni í endurnýtingu áður en það fer til endurvinnslu. Auk ofannefndra hluta má á markaðnum finna innréttingar, hellur, flísar o.fl., en það fer allt eftir því hvað er til hverju sinni. Spurður hvernig fyrirkomulagið gengur fyrir sig, og hvort þetta sé ekki mikil aukavinna fyrir mann- skapinn, segir Hafsteinn versl- unarstjóri að hlutunum sem eru til sölu á Sævarhöfða sé aðallega safnað saman á stöðinni þar en völdum hlut- um safnað á öðrum stöðum og flutt á Sævarhöfða. „Starfsmennirnir á hin- um stöðvunum tína þetta til og svo sækir bíllinn þetta,“ segir hann og segir því að þetta sé ekki mikið aukavesen fyrir hann og hans fólk. Spurð hvort viðskiptavinir Sorpu fái að gefa frítt til efnismiðlunarinnar segir Ragna að megnið af hlutunum sé losað frítt en hluti af efnunum falli undir gjaldskylt í gjaldskrá sorpu og þá þurfi að greiða eitthvert smáræði fyrir. „Ef fólk stendur í fram- kvæmdum þarf það að greiða fyrir förgun,“ segir hún og útskýrir að það sem kemur í efnismiðlunina sé því einfaldlega heilir hlutir sem berast Sorpu til förgunar sem viðskiptavinir gefi svo áfram. Hún segir að almennt sé fólk þó mjög viljugt að greiða fyrir þjónustuna, og oft og tíðum ánægt að vita að hlutirnir sem það hendir end- urnýtist fremur en að þeir fari beint í endurvinnslu eða urðun. „Alls kyns fólk“ Spurð um gengi efnismiðlunar- innar segir Ragna að hún hafi gengið vel og að aukin ásókn í sumar frá því sem var síðasta sumar beri vitni um það. En hver er markhópurinn? „Það er bara alls kyns fólk, heimili, fólk í framkvæmdum og breytingum, listamenn,“ svarar Ragna og Haf- steinn samsinnir því. „Þetta eru mik- ið fjölskyldur,“ segir hann en þar að auki getur notað byggingarefni nýst einstaklingum sem eru í húsnæð- isbreytingum, skólum o.fl. Þá segir Ragna frá því að Sorpu hafi nýlega borist skemmtileg sending efnis- miðluninni tengd. „Við fengum send- ar myndir af kofa sem var að nánast öllu leyti byggður úr endurnýttu efni sem fékkst hér í efnismiðluninni,“ segir hún og í sömu andrá sést einn starfsmaður stöðvarinnar byrja að flokka endurnýtanlegt timbur til þess að setja í efnismiðlunina. Þá segir hún frá því að sala reiðhjóla hafi einnig gengið vel, sér í lagi fyrir börn. „Börn geta vaxið upp úr hjól- um á innan við ári svo við höfum fengið fjölda fjölskyldna hingað sem koma og kaupa reiðhjól fyrir börn- in,“ segir hún og Hafsteinn bætir við: „Það kom hingað fjölskylda nokkr- um sinnum, örugglega fjórum til fimm sinnum, og keypti reiðhjól því hjólunum þeirra var alltaf stolið.“ Segir Ragna að með þessum hætti sé hægt að gera kjarakaup. Barna- hjólin fáist keypt á nokkra þús- undkalla og sumir bæti svo nokkrum þúsundköllum við til að lappa upp á það sem þarf. „Herða bremsur og svoleiðis.“ Eins og nafnið gefur til kynna er efnismiðlun Góða hirðisins eins kon- ar framlenging á Góða hirðinum, sem hefur um árabil verið starf- ræktur af Sorpu en þar er tekið við endunýtanlegum húsbúnaði og hús- gögnum sem síðan eru seld. Efnis- miðlunin tekur við stærri hlutum og segir Ragna að stofnun hennar sé í takt við þá stefnu innan EES- svæðisins að lágmarka úrgang. „Endurnot eru alltaf í forgangi.“ „Þrjú þúsund kall“ Blaðamaður gengur um geymsl- urnar hjá Hafsteini, m.a. gáminn þar sem hurðir og vaskar eru geymdir og segist hrifnastur af innihurðunum, sem eru jafn mismunandi í útliti og þær eru margar. Hafsteinn svarar á þá leið að þær séu meðal þess sem stoppar styst í gáminum og minnist á fésbókarsíðu efnismiðlunarinnar, þar sem hann og aðrir starfsmenn eru duglegir að svara fyrirspurnum fólks. Ljóst er að fleiri eru spenntir fyrir hurðunum, en á fésbókarsíð- unni má sjá að barist er um bestu bit- ana. Spurður hvernig verðlag á varn- ingnum sé ákveðið segja Hafsteinn og Ragna að skoðað sé hvað sam- bærilegir hlutir kosta nýir, og miðað við að verðið sé: „lítill hluti af ný- virði“. Við lok túrsins bregður fyrir stórum íburðarmiklum vaski með áfastri dökkri steinplötu. Blaðamað- ur spyr hvort Hafsteinn smyrji ekki hressilega ofan á verðið á svona fín- um varningi og hann svarar að bragði: „Neinei. Þú færð hann á þrjú þúsund kall.“ Efninu miðlað í endurnot á Höfða  Fjöldi fólks verslar við efnismiðlun Góða hirðisins  Útidyrahurðir með lykli og sílinder til sölu Morgunblaðið/Hari Allir velkomnir Verslunarstjórinn Hafsteinn Unnar og deildarstjórinn Ragna Ingibjörg segja að margir sem versla við efnismiðlunina séu fjölskyldufólk. Hægt er að fá vaska, hurðir og timbur allt á sama stað og fyrir lágt verð. Nóg til Stafli af innihurðum í gámi efnismiðlunarinnar. Á bak við sjást hill- ur sem svigna undan eldhús- og baðvöskum. Jafnt stórum sem smáum. Fákar Margir kaupa hjól á nokkra þúsundkalla. Sumir oftar en einu sinni. MÍA/MÁR Tveggja laga regnjakki kr. 18.990.- icewear.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.