Morgunblaðið - 04.07.2019, Side 24

Morgunblaðið - 04.07.2019, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Samfélag er tekið að myndast í nýju Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði, en fyrstu fjölskyldurnar eru nú fluttar inn í nýbyggð hús þar. Hverfið er í flata og brekku sunnan og vestan til í Ásfjalli og norðan við svonefnt Valla- hverfi. Í heild er gert ráð fyrir 516 íbúðum í Skarðshlíð um 1.500 íbúum. Fjölbreytt byggð Uppbygging hverfisins skiptist í þrjá áfanga og þar verður reist blönd- uð byggð einbýlis- og parhúsa og lág- reistra fjölbýlishúsa. Í 1. áfanga eru lóðir fyrir 26 fjölbýlishús með 231 íbúð og í 2. áfanga eru 73 lóðir með 165 íbúðum. Allar lóðir í 1. áfanga eru seldar og sömuleiðis fjöldi lóða í 2. áfanga og bygging húsa á nokkrum komin vel á veg. Í 3. áfanga verða 54 lóðir, ætlaðar raðhúsum og parhúsum neðst og ein- býlishúsum ofar þar sem landhalli er meiri. Þegar eru tólf þessara lóða seldar en þær verða tilbúnar til af- hendingar 15. september nk. Skóli fullbyggður að ári Að mörgu þarf að huga við skipulag og uppbyggingu í nýju íbúðahverfi. Starfsemi Skarðshlíðarskóla, sem þjóna mun hinni nýju byggð og Valla- hverfi að hluta, er þegar hafin. Nem- endur í 1.-5. bekk hófu þar skóla- göngu sína síðastliðið haust og í haust bætast 6.-8. bekkur við. Þannig hefur skólinn verið byggður upp í áföngum og hver hluti hans tekinn í notkun þegar tilbúinn er. Að ári, sumarið 2020, verður skól- inn svo fullbyggður og verður þá heildstæður grunnskóli frá 1.-10. bekk, leikskóli, tónlistarskóli og íþróttahús. Starfsemi í sambyggðum leikskóla hefst nú snemma í ágúst næstkomandi. Liggur vel við samgöngum Skarðshlíðarhverfi liggur vel við samgönguæðum, svo sem Reykjanes- brautinni sem nú er verið að tvöfalda frá Kaldárselsvegi suður fyrir mislæg Krýsuvíkurgatnamót. Ásvallabraut með tengingu við Kaldárselsveg, sem lögð verður á næstu árum, mun greiða enn frekar fyrir umferð til og frá Skarðshlíðar- og Vallahverfi. Í ná- grenni þeirra er Helluhverfið hvar all- mörg fyrirtæki til dæmis í iðnaði hafa nú starfsemi sína. Háspennulínur fluttar Uppbygging í Skarðshlíðarhverfi hefur haldist í hendur við tilfærslu á háspennulínum af Sandskeiði í Hamranes sem er rétt sunnan við Hafnarfjörð. Lengi var nokkur reki- stefna um það mál en nú er niðurstaða fengin og nýlega hófust tilfæringar sem Ístak hf. hefur með höndum. Með flutningi línanna verður rýmra um allt í Skarðshlíðinni og Hamra- nesi, nýju íbúahverfi sem liggur sam- hliða Skarðshlíðarhverfi og er nú á teikniborðinu og í mótun. Má gera ráð fyrir að framkvæmdir þar hefjist eftir tvö til þrjú ár. Frumhugmyndir að skipulagi liggja fyrir og gerir skipulag ráð fyrir fjölbreyttri byggð þar sem ríkt tillit er tekið til umhverfissjónar- miða og orkusparnaðar. Landnám  Skarðshlíð í Hafnarfirði  Íbúar verða um 1.500  Fólkið er mætt Morgunblaði/Arnþór Birkisson Skarðshlíð Götur voru lagðar fyrir alllöngu, búið er að reisa hús og fleiri eru í byggingu. Allt fram streymir. Fyrstu íbúarnir í Skarðshlíð voru hjónin Pálína Þór- unn Pálsdóttir og Víðir Ingi Ívarsson sem þangað fluttu með börnum sínum þremur, 23, 16 og 10 ára, í Móbergsskarð 4. maí síðastliðinn. „Komin á nýjan stað fórum við að líta í kringum okkur og sáum þá að við vorum frumbyggjar í hverfinu sem er auðvit- að skemmtileg tilviljun. Fólkinu hér er þó óðum að fjölga og meðan framkvæmdir standa enn yfir megum við búast við vélagný og hamarshöggum. Slíkt finnst mér nú bara vera jákvætt,“ segir Pál- ína. Kosti hverfisins telur Pálína marga. Þar nefnir hún nánd við náttúruna, verið sé að reisa nýjan og glæsilegan grunnskóla, stutt sé í góða íþrótta- aðstöðu og þá sé ein og bráðum tvær lág- vöruverðsverslanir í nágrenninu. „Við bjuggum áður lengi í Vallahverfinu hér í Hafnarfirði en ákváðum að fara að byggja og feng- um þá þessa fínu parhúsalóð alveg í næsta ná- grenni. Þar hófum við framkvæmdir 20. júní á síð- asta ári. Því leið innan við eitt ár frá því jarðvinna hófst uns við fluttum inn í húsið sem snýr þannig að hér nýtur nánast alltaf sólar. Úr Móbergsskarði er síðan frábært útsýni yfir hverfið og fram á Reykjanesið,“ segir Pálína að síðustu. Vélagnýr og hamarshögg í hverfinu LANDNEMARNIR PÁLÍNA OG VÍÐIR FLUTTU INN 4. MAÍ Frumbyggjar Hjónin Pálína Þórunn Pálsdóttir og Víðir Ingi Ívarsson fyrir utan húsið sitt nýja með Marinó Leó syni sínum. Gert er ráð fyrir að uppbyggingin í hinu nýja Skarðshlíðarhverfi kosti í heild á bilinu 5-6 milljarða króna og stendur sala á lóðum undir því að mestu leyti. Að mörgu er líka að hyggja í svona verkefni; byggja þarf skóla, setja lagnir í jörð og leggja götur svo nokkuð sé nefnt af því ótalmarga sem gera þarf. Tekur vel á móti öllum „Sala á lóðum í Skarðshlíð hefur farið hægar af stað en við gerðum ráð fyrir; svo sem vegna Hamranes- línu, samgöngumál hafa haft áhrif, skipulagsbreytingar og annað sem við erum farin að sjá fyrir endann á nú,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, í samtali við Morgunblaðið. Við skipulag og hönnun á Skarðs- hlíðarhverfis hefur verið lögð áhersla á vistvænt skipulag, sjálf- bærni, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði „Við viljum búa til hverfi með blandaðri byggð sem opnar tækifæri fyrir alla, allt frá ein- staklingum upp í stærri fjölskyldur,“ segir Rósa og heldur áfram: „Tvíbýlishúsalóðirnar opna til að mynda á tækifæri fyrir þá sem vilja hafa aldraða for- eldra sína í næsta nágrenni eða að- stoða unga fólkið sitt við að stíga fyrstu skrefin sjálfstætt búandi. Við viljum með blandaðri byggð og þessum sveigj- anleika koma til móts við eftir- spurn á markaði, sem hefur verið mjög breytileg. Við erum mjög sátt við núverandi skipulag sem er til þess fallið að taka vel á móti öllum.“ Glimrandi flott Nafnið Skarðshlíðarhverfi er sótt í staðhætti þar sem nú er verið að reisa húsin nýju. Gatan sem liggur í gegnum allt hverfið og skólinn stendur við heitir Hádegisskarð, sem er örnefni á svæðinu. Forskeyti húsagatna er svo sótt í íslenska steina, steindir og jarðmyndanir og má þarna nefna Apalskarð, Drang- skarð, Móbergsskarð og Glimmer- skarð. Hafa nafngiftir þessa vakið eftirtekt og sumum þótt þær umdeil- anlegar. „Skipulags- og byggingarráð árin 2010-2014 fékk það skemmtilega verkefni að ákveða nöfnin. Ég sat í ráðinu á þessum tíma og minnist þessa verkefnis með bros á vör. Það höfðu margir skoðun á nafngiftunum og þótti Glimmerskarð til að mynda helst til glysgjarnt og ekki samræm- ast nafnahefðum á meðan okkur þótti það glimrandi flott,“ segir Rósa. Blönduð byggð sem opnar öllum tækifæri Rósa Guðbjartsdóttir Skarðshlíðarhverfi Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Ástjörn SKARÐSHLÍÐAR- HVERFI ÁSAR VELLIR HAFNARFJÖRÐUR Reyk jane sbra ut Ásvall abrau t Ásbra ut Vistvænt skipulag og grænt yfirbragð „Sennilega líða fimm til sex ár uns Skarðshlíðarhverfið verður fullbyggt þannig að hefðir og siðir fari að myndast meðal íbúa hér,“ segir Borghildur Sverrisdóttir. Þau Jó- hann Bjarni Kjartansson, eigin- maður hennar, og börnin þeirra þrjú, þriggja ára tvíburar og sex ára dótt- ir, fluttu í parhús við Móbergsskarð um sl. helgi. Þau hjónin bjuggu áður við Arnarhraun og vildu í leit að nýju húsnæði halda sig við Hafnarfjörð. „Þegar kom að því að byggja hentaði okkur best að fá lóð í Skarðshlíð og byggja nýtt eftir okkar höfði,“ segir Borg- hildur sem kannast við það sjónarmið að Skarðshlíðin sé nokkuð úrleiðis miðað við aðrar byggðir. Með nýjum vegi sem verður tenging við Set- bergshverfi það breytast. „Að búa hér þýðir kannski að við þurfum tvo bíla en þá verður annar þeirra að vera rafbíll, enda ódýrt og umhverfis- vænt. Sjálf er ég kennari í Flensborgarskóla og Jói vinnur í Kópavogi og fer mikið á hjóli þangað. Því er mikilvægt að fram komi að útbúa þarf góðar göngu- og hjólaleiðir á þessu svæði, malbika þær og hafa teng- ingar við önnur hverfi,“ segir Borghildur. Skarðshlíðin hentaði best HVERFIÐ FULLBYGGT Á FIMM ÁRUM Fjölskyldan Heima er best.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.