Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf geti stundað ræktun á repju til olíu- framleiðslu þurfi að koma upp verk- smiðju til að taka við fræjum af stóru svæði og framleiða bíódísil úr henni. Bíódísill er nú þegar fluttur inn og notaður til íblöndunar í dísilolíu. Ólafur segir að slík verksmiðja gæti flutt inn fræ til að nota í framleiðsl- una til að koma henni strax í fulla framleiðslu og þegar uppskera er minni hér heima. Hann segir að slíkt verkefni sé ekki á færi einstaklinga og telur að stjórnvöld þurfi að hafa frumkvæðið. „Er ekki betra að leggja peninga í þetta og styrkja innviðina hér heima en greiða kol- efnisskatt?“ „Við höfum sýnt fram á það að hægt er að rækta repju hér. Landið er kjörið til þess. Mikið er til af landi, tilbúnu til ræktunar, landi sem búið er að þurrka upp og ekki er lengur þörf á fyrir matvælaframleiðslu. Best er að nota 2. eða 3. flokks rækt- unarland fyrir repjuna, 1. flokks land hentar síður.“ Spurður að því hvort repjan sé örugg ræktun svarar Ólafur: „Það er með hana eins og annað í landbúnaði. Uppskeran er misjöfn á milli ára og það á við um korn og gras, eins og repju. Þetta á einnig við um sjávar- útveginn. Var ekki loðnubrestur í vetur? Hvað gerðu útgerðarmenn? Seldu þeir skipin? Nei, þeir leita að öðrum verkefnum og bíða eftir næstu vertíð.“ Sumarafbrigði repju sem sáð er að vori og uppskorið að hausti hentar að sögn Ólafs þar sem vetur eru harðir en vetrarafbrigði sem sáð er síðari hluta sumars og skorið næsta sumar henti ágætlega á hans svæði. Hugsa um sjálfbærni Bændurnir á Þorvaldseyri sáðu í vor repju í 5 hektara og stendur ak- urinn í blóma nú. Ólafur hyggst sá í 10 hektara í næsta mánuði, vetrar- afbrigði sem skorið verður næsta sumar. Bændurnir hafa mikið hugsað um sjálfbærni búrekstursins. Rækta meðal annars korn til fóðurs fyrir kýrnar. Ólafur segir þá geta fram- leitt alla olíu á dráttarvélar búsins með repju á 12-15 hekturum. En þá þurfi að vera einhverjir afsetning- armöguleikar. Þarf að byggja upp innviði  Repjufræ og olía safnast upp á Þorvaldseyri þar sem litlir afsetningarmöguleikar eru fyrir afurðir  Ólafur Eggertsson bóndi reiknar með að sá repju í síðasta skipti í haust eftir tilraunaræktun í 11 ár Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gulir akrar Repjan myndar skærgul blóm sem standa í skamman tíma því þau breytast í skálpa sem geyma fræin. Ólafur Eggertsson kannar repjuakurinn. Kornrækt Byggið er að skríða á Þorvaldseyri og vel lítur út með uppskeru í haust. Páll Eggert Ólafsson var ánægður með uppskeruna þetta haustið. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki hafa verið byggðir upp innviðir til að skapa bændum sem stundað hafa tilraunaræktun á repju mögu- leika á að afsetja repjufræ eða olíu. Það vantar síðasta skrefið, verk- smiðju til að framleiða bíódísil í stað sambærilegrar olíu sem nú er flutt til landsins. „Ég sái í síðasta skipti í haust og hætti þessari ræktun á næsta ári,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem stundað hefur tilraunaræktun með repju til olíuframleiðslu í ellefu ár. Afurðirnar safnast upp „Mikið er rætt um loftslagsmálin og hvað sé til ráða. Það liggur fyrir að þessi planta er ákjósanleg til að binda kolefni úr andrúmsloftinu. Nóg er til af landi til ræktunar og þekking á ræktuninni hefur byggst upp. Málið strandar á því að við getum ekki fjár- fest í vélbúnaði til að fara alla leið, framleiða bíódísil,“ segir Ólafur. Repja hefur verið ræktuð á Þor- valdseyri í ellefu ár. Keypt var lítið tæki til að pressa olíuna úr fræjunum. Olían hefur í einhverjum mæli verið notuð á vélar á bænum og tilraunir voru gerðar með að setja bestu olíuna á brúsa og selja sem matarolíu í verslunum. Ólafur segir að lágt verð sé á þessum afurðum. Verslunin stýri verðlagningunni og salan standi ekki undir kostnaði við framleiðsluna. Hratið sem til fellur er notað í fóður fyrir kýrnar. Þótt ræktunin sé ekki stórfelld hef- ur safnast upp fræ í nokkur ár. Ólafur hefur ekki talið ástæðu til að pressa fræin þar sem ekki sé markaður fyrir olíuna. Auk þess er til nóg af olíu á tönkum úr fyrri framleiðslu. „Það er ekki von að við aukum við þegar stað- an en þessi.“ Þarf verksmiðju Nokkur umræða er í samfélaginu um orkuskipti vegna aðgerða í lofts- lagsmálum og hefur repjan verið talin aðgengilegust til að knýja fiskiskipa- flotann. Sú umræða hefur ekki farið fram hjá bændunum á Þorvaldseyri og hafa þau lengi við í samvinnu við Jón Bernódusson, verkfræðing hjá Samgöngustofu, sem staðið hefur fyr- ir rannsóknum á þessu sviði. Ólafur saknar þess að þeir stjórnmálamenn sem hafa verið að hreyfa við málinu og ráðherrar sem bera ábyrgð á málaflokknum komi í heimsókn og kynni sér ræktunina. Hann segir að til þess að bændur Páll Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri, hefur gert upp nærri hálfrar aldar gamla dráttarvél. Tilgangurinn er að nota hana við búreksturinn og nota repjuolíu af eigin ökrum til að knýja hana áfram. Tvær International 100 Hydro-dráttarvélar voru flutt- ar til landsins árið 1973 og fóru báðar í Mýrdalinn. Páll Eggert segist hafa séð mynd af vélinni þegar hann var barn eða unglingur og alltaf haft áhuga á henni. Fyrir nokkrum árum fékk hann aðra vélina til að gera upp og varðveita. Hann fann mótor úr jarðýtu sem passaði í dráttarvélina en þurfti að gera hana upp. Síðasti vetur fór síðan í að gera upp sjálfa dráttarvélina og mynd- arlegt hús hennar. Páll segir að þessi dráttarvél sé með stiglausum gír- kassa, eins og nýjustu dráttarvélarnar í dag. Þá sé hús- ið vandað, hljóðeinangrað og standist allar kröfur fyrir ökumann og vélar í dag. „Við notum hana sennilega mest í jarðvinnslu. Hún stenst alveg samanburðinn við nýjar vélar í ákveðnum verkefnum, eins og til dæmis við tætingu og herfun, sem þurfa mikið afl. Þá kemur skiptingin sterk inn. Þú getur valið þann ökuhraða sem þú vilt,“ segir hann. Unnið er að því að kolefnisjafna rekstur búsins. Hægt er að nota repjuolíu á þessa dráttarvél. Að vísu þarf að hita hana upp og þess vegna er henni startað með dísil- olíu en skipt yfir á repjuolíu þegar vélin er orðin heit. Vélin gengur fyrir repjuolíu af ökrum búsins PÁLL EGGERT ÓLAFSSON HEFUR GERT UPP 46 ÁRA GAMLA INTERNATIONAL-DRÁTTARVÉL Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Uppgerð Nallinn á Þorvaldseyri er 140 hestafla, heldur stærri en meðaltraktorinn í dag. Eftir er að setja húsið á vélina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.