Morgunblaðið - 04.07.2019, Page 27
FRÉTTIR 27Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
KEA
ÞETTA GAMLA GÓÐA NÝJARUMBÚÐIR
KOLVETNASKERT
ÁVEXTIR Í BOTNINUM
Á vegum Fornminjafélags Súg-
andafjarðar verður í sumar hafin
bygging landnámsskála í Botni í
Súgandafirði. Reist verður til-
gátuhús byggt skv. upplýsingum
sem fengust í fornleifauppgreftri
á Grélutóftum í Arnarfirði sem
eru taldar vera með elstu forn-
leifum á Vestfjörðum. Arkitekta-
stofan Argos teiknar skálann, rétt
eins og tilgátubæina á Eiríks-
stöðum í Haukadal og í Brattahlíð
á Grænlandi. Verkefnið hefur
fengið jákvæða umsögn af skipu-
lagsyfirvöldum Ísafjarðarbæjar.
Sumrinu í ár verður varið í að
hlaða veggi skálans úr klömbru
auk þess að hlaða grjótvegg í
kringum hann. Á næsta ári verð-
ur þakgrindin smíðuð og húsinu
lokað. Þriðja sumarið verður hug-
að að innanstokksmunum og því
sem tilheyrði, þar með talið lang-
eldi, rúmstæðum og fleiru – en í
því eins og öðru í verkefni þessu
verður byggt á fyrirmyndum for-
tíðar.
Landnáms-
skáli í Súg-
andafirði
Þriggja ára verk-
efni er að hefjast
Teikning/Aðsend
Súgandafjörður Tilgátuteikningin.
Tæplega 2.000 drengir úr alls 204
liðum í 5. flokki í knattspyrnu taka
þátt í 33. N1-mótinu sem sett var á
Akureyri í gær. Mót þetta er einn
stærsti og vinsælasti íþrótta-
viðburður ársins og hafa aldrei
fleiri lið verið skráð til leiks. Kópa-
vogsliðin tvö, Breiðablik og HK,
eru fjölmennust í ár, en frá þeim
koma 15 lið annars vegar og 12 lið
hins vegar. Þá tekur eitt lið frá
Bandaríkjunum þátt að þessu sinni.
Um árabil hefur N1 stutt grasrót-
arstarf beggja kynja í knattspyrnu
á Íslandi og samkvæmt samningi
N1 og KSÍ er hlúð að framtíðar-
leikmönnum, til dæmis í gegnum
Hæfileikamótun N1 og KSÍ.
N1-mótið er hápunktur íþrótta-
sumarsins, segir í tilkynningu.
Mikill fjöldi aðstandenda, vina og
þjálfara fylgir keppendum á mótið
og má því reikna með þúsundum
gesta til Akureyrar í tengslum við
mótið, sem N1 styrkir en fram-
kvæmdin er í höndum KA.
„Það er fátt sem toppar að sjá
gleðina í andlitum keppenda þegar
þeir mæta til leiks hér nyrðra. Það
eru forréttindi að fá að hafa umsjón
með þessu frábæra móti enda sam-
starfið við N1, þjálfara, aðstand-
endur og að sjálfsögðu keppend-
urna sjálfa alltaf jafn gott. Þá daga
sem mótið stendur yfir setja liðin
sterkan svip á bæjarlífið og ég veit
að allir munu njóta sín vel hér þessa
daga. Við minnum svo forráðamenn
á að vera duglega við að taka
myndir af drengjunum og merkja á
samfélagsmiðlum,“ segir Sævar
Pétursson, framkvæmdastjóri KA.
2.000 keppendur og 204 lið
Knattspyrna Einbeittir boltastrákar á N1-mótinu sem alltaf er vinsælt.
Aldrei fleiri lið til leiks en nú á N1-móti á Akureyri
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir,
ferðamála-, iðn-
aðar- og nýsköp-
unarráðherra,
hefur undirritað
samning við emb-
ætti sýslumanns-
ins á höfuðborg-
arsvæðinu um að
framlengja átaks-
verkefni sem rek-
ið hefur verið sl. ár undir yfirskrift-
inni „Heimagistingarvakt“.
Vaktin hefur haft eftirlit með gist-
ingu í heimahúsum, gegnum Airbnb
og fleiri vefi.
Með framlengingu samningsins
og fjármögnun sem nemur 15 millj-
ónum kr. er tryggt að vaktin verði
rekin áfram út árið 2019. Frá og með
árinu 2020 verður fjármögnun eftir-
litsins tryggð til frambúðar, segir í
tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar
fagnar ráðherra árangri átaksins.
Vöktun með
heimagistingu
heldur áfram
Heimagisting Allt
þarf að vera í lagi.