Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 KEA ÞETTA GAMLA GÓÐA NÝJARUMBÚÐIR KOLVETNASKERT ÁVEXTIR Í BOTNINUM Á vegum Fornminjafélags Súg- andafjarðar verður í sumar hafin bygging landnámsskála í Botni í Súgandafirði. Reist verður til- gátuhús byggt skv. upplýsingum sem fengust í fornleifauppgreftri á Grélutóftum í Arnarfirði sem eru taldar vera með elstu forn- leifum á Vestfjörðum. Arkitekta- stofan Argos teiknar skálann, rétt eins og tilgátubæina á Eiríks- stöðum í Haukadal og í Brattahlíð á Grænlandi. Verkefnið hefur fengið jákvæða umsögn af skipu- lagsyfirvöldum Ísafjarðarbæjar. Sumrinu í ár verður varið í að hlaða veggi skálans úr klömbru auk þess að hlaða grjótvegg í kringum hann. Á næsta ári verð- ur þakgrindin smíðuð og húsinu lokað. Þriðja sumarið verður hug- að að innanstokksmunum og því sem tilheyrði, þar með talið lang- eldi, rúmstæðum og fleiru – en í því eins og öðru í verkefni þessu verður byggt á fyrirmyndum for- tíðar. Landnáms- skáli í Súg- andafirði  Þriggja ára verk- efni er að hefjast Teikning/Aðsend Súgandafjörður Tilgátuteikningin. Tæplega 2.000 drengir úr alls 204 liðum í 5. flokki í knattspyrnu taka þátt í 33. N1-mótinu sem sett var á Akureyri í gær. Mót þetta er einn stærsti og vinsælasti íþrótta- viðburður ársins og hafa aldrei fleiri lið verið skráð til leiks. Kópa- vogsliðin tvö, Breiðablik og HK, eru fjölmennust í ár, en frá þeim koma 15 lið annars vegar og 12 lið hins vegar. Þá tekur eitt lið frá Bandaríkjunum þátt að þessu sinni. Um árabil hefur N1 stutt grasrót- arstarf beggja kynja í knattspyrnu á Íslandi og samkvæmt samningi N1 og KSÍ er hlúð að framtíðar- leikmönnum, til dæmis í gegnum Hæfileikamótun N1 og KSÍ. N1-mótið er hápunktur íþrótta- sumarsins, segir í tilkynningu. Mikill fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara fylgir keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í tengslum við mótið, sem N1 styrkir en fram- kvæmdin er í höndum KA. „Það er fátt sem toppar að sjá gleðina í andlitum keppenda þegar þeir mæta til leiks hér nyrðra. Það eru forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti enda sam- starfið við N1, þjálfara, aðstand- endur og að sjálfsögðu keppend- urna sjálfa alltaf jafn gott. Þá daga sem mótið stendur yfir setja liðin sterkan svip á bæjarlífið og ég veit að allir munu njóta sín vel hér þessa daga. Við minnum svo forráðamenn á að vera duglega við að taka myndir af drengjunum og merkja á samfélagsmiðlum,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. 2.000 keppendur og 204 lið Knattspyrna Einbeittir boltastrákar á N1-mótinu sem alltaf er vinsælt.  Aldrei fleiri lið til leiks en nú á N1-móti á Akureyri Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðn- aðar- og nýsköp- unarráðherra, hefur undirritað samning við emb- ætti sýslumanns- ins á höfuðborg- arsvæðinu um að framlengja átaks- verkefni sem rek- ið hefur verið sl. ár undir yfirskrift- inni „Heimagistingarvakt“. Vaktin hefur haft eftirlit með gist- ingu í heimahúsum, gegnum Airbnb og fleiri vefi. Með framlengingu samningsins og fjármögnun sem nemur 15 millj- ónum kr. er tryggt að vaktin verði rekin áfram út árið 2019. Frá og með árinu 2020 verður fjármögnun eftir- litsins tryggð til frambúðar, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar fagnar ráðherra árangri átaksins. Vöktun með heimagistingu heldur áfram Heimagisting Allt þarf að vera í lagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.