Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt sam-
hljóða að ganga til samninga við
Knattspyrnufélagið Víking um að fé-
lagið taki við rekstri íþróttamann-
virkja í Safamýri þegar Fram hefur
alfarið flutt starfsemi sína í Úlfars-
árdal á allra næstu árum. Núverandi
grasæfingasvæði í Safamýri verða
tekin til annarrar þróunar, eins og
það er orðað í samþykkt borgarráðs.
Það var einróma álit stýrihóps um
íþróttastefnu að ganga skuli til
samninga við Knattspyrnufélagið
Víking um að þjónusta Safamýri til
framtíðar.
Litið var til samgangna, hverfis-
skiptinga og sterkrar framtíðar-
sýnar félagsins fyrir Safamýrar-
svæðið. Jafnframt væri tryggt
jafnvægi milli hverfisfélaga. Til-
lagan skapi einnig svigrúm til ann-
arrar uppbyggingar á svæðinu.
Nauðsynlegt sé að Knattspyrnu-
félagið Fram, Knattspyrnufélagið
Víkingur, fulltrúar íbúa, ÍBR og
íþrótta- og tómstundasvið hefji þeg-
ar þessa breytingu á íþróttastarfi í
Safamýri. Menningar-, íþrótta- og
tómstundaráði er falið að sinna
stefnumótun og eftirliti með verk-
efninu af hálfu borgarinnar.
Undanfarin misseri hafa fram-
kvæmdastjóri ÍTR og fulltrúar ÍBR
átt samráð við fulltrúa íþróttafélaga,
fulltrúa Fram og íbúa í Safamýri um
framtíðarfyrirkomulag íþróttastarfs
í hverfinu eftir að Fram flytur starf-
semi sína í Grafarholt og Úlfars-
árdal. Af hálfu íbúa hafa skoðanir
aðeins verið skiptar um hvaða félag
væri best til að þjóna svæðinu en
samstaða hefur verið um að því fyrr
sem það liggi fyrir, því betra.
Stýrihópur um framtíðarstefnu í
íþróttamálum, sem settur var á lagg-
irnar í kjölfar samþykktar borgar-
stjórnar sl. haust, hefur haft málið
til umfjöllunar og m.a. hitt fulltrúa
félaga sem áhuga hafa haft á að
þjóna Safamýri, ásamt því að hitta
fulltrúa íbúa á svæðinu. Það voru
fyrst og fremst Valur og Víkingur
sem sýndu því áhuga að taka verk-
efnið að sér.
Í áfangaskýrslu hópsins er það
einróma niðurstaða hans að leggja
til að gengið verði til samninga við
Víking. „Ef tryggja á jafnvægi milli
íþróttafélaga þegar kemur að íbúa-
tölu á bak við hvert félag er heppi-
legra að stækka svæði þeirra félaga
sem minni eru, í þessu tilfelli svæði
Víkings,“ segir í tillögu borgar-
stjóra, sem samþykkt var í borg-
arráði sl. fimmtudag. Með því að
semja við Víking um þjónustu við
Safamýrarsvæði falli allt skólahverfi
Háaleitisskóla undir þjónustusvæði
sama hverfisíþróttafélags, sem
myndi teljast kostur við þá ráð-
stöfun, að mati borgarstjóra.
Íþróttamannvirki Víkings eru við
Traðarland í Fossvogsdal. Hverfi
Víkings hefur til þessa fyrst og
fremst verið Fossvogurinn og Smá-
íbúða- og Bústaðahverfi. Eftir
stækkun mun Víkingssvæðið mark-
ast af Suðurlandsbraut í norðri,
Kringlumýrarbraut í vestri, sveitar-
félagsmörkum við Kópavog í suðri
og Reykjanesbraut í austri.
Staða íþróttafélaga í Reykjavík er
sem hér segir:
Í núverandi hverfi Víkings eru
um 9.000 íbúar og samkvæmt áætl-
unum munu þeir verða 14.500 miðað
við nýja hverfaskiptingu.
Til samanburðar eru Valur,
KR, Þróttur, Ármann, ÍR og Fjölnir
með á bilinu 17.000 til 21.000 íbúa.
Fylkir og Fram eru með færri íbúa
bak við sig eða 8.000–12.000.
Ef Valur tæki yfir núverandi
Fram-hverfi yrði Vals-hverfið með
24.000 íbúa. Að auki er umtalsverð
uppbygging væntanleg á Hlíðarenda
sem myndi hækka íbúatölu í hverfi
Vals umtalsvert en uppbygging af
sambærilegri stærðargráðu er ekki
fyrirsjáanleg á núverandi svæði Vík-
ings.
Víkingur tekur við Safamýri
Tekur við íþróttamannvirkjum af Fram og hyggst reka öflugt íþróttastarf í hverfinu Litið var til
samgangna, hverfisskiptinga og sterkrar framtíðarsýnar Víkings Áfram verður starfsemi í Víkinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íþróttasvæðið í Safamýri Þarna er stórt íþróttahús með löglegum keppnisvelli í handknattleik. Einnig gervigrasvöllur með aðstöðu fyrir áhorfendur.
Framtíðarheimasvæði Víkings
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Suðurlandsbraut
R
eykjanesbraut
MiklabrautK
ringlum
ýrarbraut
R EY K JAV Í K
K Ó PAVO GU R
Íþróttasvæði Fram
í Safamýri sem Vík-
ingur mun taka yfi r
Íþróttasvæði Vík-
ings við Traðarland
í Fossvogi
Heimasvæði Víkings
mun markast af
Kringlumýrarbraut,
Suðurlandsbraut, Reykjanes-
braut og mörkum Reykja-
víkur og Kópavogs Borgarráð ákvað á síðasta
fundi sínum að heimila um-
hverfis- og skipulagssviði að
bjóða út framkvæmdir vegna
uppbyggingar íþróttamann-
virkja í Úlfarsárdal.
Þær eru samkvæmt samn-
ingi Reykjavíkurborgar við
Fram sem samþykktur var í
borgarráði 2017. Kostnaðar-
áætlun hljóðar upp á rúma 4,6
milljarða króna. Framkvæmdir
eiga að hefjast í ágúst 2019
og þeim skal verða lokið í maí
2022.
Úlfarsárdalur verður svæði
Framara til framtíðar. Félagið
er nú þegar með öflugt starf í
hverfinu, meðal annars barna-
og unglingastarf.
Fram fær ný
mannvirki
BYGGT Í ÚLFARSÁRDAL
„Við lýstum strax yfir miklum áhuga á að taka að okkur
þetta verkefni. Íþróttastarf Víkings er mjög öflugt í öllum
aldursflokkum og rómað af öllum sem til þekkja,“ segir
Björn Einarsson, formaður Víkings.
Björn segir að stjórn félagsins hafi markað ákveðna
stefnu til framtíðar með stækkuðu félagsvæði og Reykja-
víkurborg hafi litist afar vel á hana. Samlegð núverandi
Víkingshverfis og Safamýrar sé mjög mikil og stefnan sé
að vinna öflugt íþróttastarf undir merkjum Víkings.
„Það er mikilvægt fyrir okkur Víkinga að stækka okkar
hverfi og því skiptir miklu að fá Safamýrina sem viðbót.“
Hann segir að samtalið við Reykjavíkurborg hafi tekið eitt
og hálft ár. „Við lögðum höfuðáherslu á að vinna þetta
verkefni mjög náið með öllum sem eiga hagsmuna að
gæta. Þar á ég við Fram, Reykjavíkurborg, íbúasamtökin
og ÍBR. Við höfum lagt áherslu á að sterkt flæði milli
Safamýrar og okkar starfsemi í Víkinni,“ segir Björn.
Hann segir að horft sé til þess að aðalleikvangur fyrir
knattspyrnu verði í Víkinni en handboltinn verði leikinn í
Safamýri, enda mikið og öflugt handboltahverfi. Einnig
verði lögð áhersla á að barna- og unglingastarfið verði öfl-
ugt á báðum stöðum og gott samstarf þar á milli.
Björn bendir á að fyrir margt löngu, þegar Fram var
enn þá með starfsemi fyrir neðan Sjómannaskólann, þ.e.
við Skipholt, hafi margir Víkingar komið þaðan sem síðar
var Framhverfið, t.d. Stóragerði, Hvassaleiti og Háleiti.
Því megi segja að nú sé Víkingur að hasla sér völl í þessu
hverfi á nýjan leik.
„Þetta er gríðarlega stórt skref fyrir okkur Víkinga og
við erum afar glaðir yfir því að borgin skuli fela okkur
þetta mikilvæga verkefni. Það eru allir Víkingar stoltir í
dag,“ segir Björn.
Víkingur rekur sjö deildir í dag, þ.e. knattspyrnu, hand-
knattleik, borðtennis, skíði, karate, tennis og öfluga al-
menningsíþróttadeild. Björn segir að félagið sé opið fyrir
þeim möguleika að stofna körfuknattleiksdeild í framtíð-
inni. Ef svo færi myndi hún verða í Safamýri.
Gríðarlega stórt skref
Lögð áhersla á að barna- og unglingastarfið verði öflugt
Ljósmynd/HarHar
Í Víkinni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn
Einarsson, formaður Víkings, að lokinni undirskrift.