Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Talið er að 500-600 manns hafi mætt í
100 ára afmælisveislu Verslunar Har-
aldar Júlíussonar á Sauðárkróki um
liðna helgi. Var veislan liður í hátíð-
arhöldum Lummudaga í Skagafirði
og slegið upp tjaldi og aðstöðu í porti
við verslunina.
Við sama tækifæri var Bjarni Har-
aldsson kaupmaður, sonur Haraldar,
útnefndur heiðursborgari Sveitar-
félagsins Skagafjarðar, sá fyrsti í
sögu sameinaðs sveitarfélags, sem
varð til árið 1998. Áður höfðu Eyþór
Stefánsson tónskáld og Sveinn Guð-
mundsson hrossaræktandi verið út-
nefndir heiðursborgarar Sauðár-
króks.
Kom skemmtilega á óvart
„Þetta kom mér skemmtilega á
óvart en ég er að sjálfsögðu ánægður
með útnefninguna og allar þær góðu
kveðjur og viðtökur sem ég fékk á af-
mælinu,“ segir Bjarni í samtali við
Morgunblaðið um heiðursborgara-
útnefninguna og hátíðarhöldin.
Á afmælinu voru fluttar ræður,
flutt var tónlist undir stjórn Stefáns
R. Gíslasonar, Lionsmenn grilluðu
pylsur ofan í mannskapinn, boðið var
upp á kaffi og fleiri drykki og stærð-
arinnar súkkulaðitertu sem Róbert
Óttarsson bakaði. Verslunin var með
afmælistilboð og hægt var að kaupa
eldsneytislítrann hjá Olís á 30 króna
afslætti, en verslunin hefur verið um-
boðsaðili olíufélagsins frá árinu 1930.
„Við vorum með gestabók inni í
versluninni og þar skrifuðu sig yfir
300 manns. Þegar ég opnaði versl-
unina aftur á mánudaginn voru hill-
urnar hálftómar og harðfiskurinn
nánast búinn. Pylsurnar kláruðust
allar í veislunni, en þær voru 550, og
tertan kláraðist líka. Ég skar fyrsta
bitann en gat ekki borðað hann, það
komu svo margir að heilsa upp á
mig,“ segir Bjarni, léttur í bragði.
Veður var með ágætum í afmælinu og
lét sólin sjá sig, þvert á allar spár.
„Við höfum verið heppin með veður
en fyrir tíu árum, þegar haldið var
upp á 90 ára afmæli verslunarinnar,
gat fólk setið úti og drukkið kaffi.
Ætli þau gömlu sjái okkur ekki fyrir
góða veðrinu,“ segir Bjarni og á þar
við foreldra sína; Harald Júlíusson og
Guðrúnu I. Bjarnadóttur.
Bjarni afþakkaði allar afmælis-
gjafir en bað gesti þess í stað að
styrkja Sauðárkrókskirkju. Enn er
hægt að koma með framlag, Bjarna
og versluninni til heiðurs, en kt. er
560269-7659 og reikn. 0310-22-
000980.
„Mér hefur alltaf þótt vænt um
kirkjuna. Mamma var mikið tengd
kirkjunni, var þar í sóknarnefnd, og
sá oft um að skreyta hana og sá til
þess að blóm væru á alt-
arinu,“ segir Bjarni.
Sr. Sigríður Gunnars-
dóttir, sóknarprestur á
Sauðárkróki, segir
kirkjuna sannarlega
hafa notið góðs af
afmæli verslunar-
innar og fyrir það
sé hún ævinlega
þakklát. „Kirkjan
á hauk í horni
þar,“ bætti hún við.
Hillurnar hálftómar eftir afmælið
Bjarni Haraldsson kaupmaður útnefndur heiðursborgari Skagafjarðar í 100 ára afmæli Verslunar
Haraldar Júlíussonar Hátt í 600 gestir og veitingar kláruðust Kirkjan naut góðs af afmælinu
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Fjölskyldan Afkomendur Haraldar Júlíussonar og Guðrúnar I. Bjarnadóttur, sem voru í 100 ára afmælinu, komu
saman fyrir utan verslunina. Bjarni Haraldsson er fyrir miðju með bláu derhúfuna. Um 40 ættingjar komu saman;
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn systkinanna Bjarna og Maríu Haraldsdóttur, sem lést árið 2016.
„Þeir eru vandfundnir meiri og
sannari sjálfstæðismenn en
Bjarni Har. Um leið og byrjaði að
vinna í pólitík í kjördæminu, fyr-
ir meira en áratug, var eitt það
fyrsta sem ég lærði að maður
ætti ekki að koma á Sauðárkrók
án þess að heilsa upp á Bjarna
Har. Ég hef reynt að gera það æ
síðan,“ segir Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra
og varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins, við Morgunblaðið
en hún flutti ávarp í 100 ára af-
mælisveislunni sl. laugardag.
Þakkaði hún Bjarna fyrir ára-
tugalangan stuðning, tók dæmi
af því þegar hann seldi langtum
fleiri happdrættismiða fyrir
flokkinn en nokkur annar, and-
virðið hefði dugað til að byggja
tvær hæðir í Valhöll!
Þórdís segir sögu
verslunarinnar
mjög merkilega
og það hafi verið
vel til fundið hjá
sveitarfélaginu
að útnefna
Bjarna
heiðurs-
borgara.
Hann væri
vel að því
kominn.
Heilsar alltaf
upp á Bjarna
ÞÓRDÍS KOLBRÚN
Þórdís Kolbrún
og Bjarni Har.
hjolhysi.com
Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449 og 778 2294, hjolhysi.com og á netfangið kriben@simnet.is
hjolhysi.com • Bæjarhraun 24, Hafnarfirði • Opið mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16
Uppblásin fortjöld og hjólhýsahreyfar (mover)
Hjólhýsa mover
- 3 stærðir
18501 HD Semi Auto Mover 2WD 2,5 tonn
Verð 169.000
17201 Full Auto Mover - 2 tonn
Verð 230.000
17001 HD Full Auto Mover - 2,5 tonn
Verð 240.000
TRIGANO
Lima 410
Eftirfarandi aukahlutir
fylgja með:
• Dúkur í fortjald
• Þak klæðning-Roof lining
• Pumpa, svunta, stangir o.fl.
159.000
TRIGANO
Lima 300
Eftirfarandi aukahlutir
fylgja með:
• Dúkur í fortjald
• Þak klæðning-Roof lining
• Pumpa, svunta, stangir o.fl.
129.000
TRIGANO
Bali XL
Getur staðið
eitt og sér.
L 300
d 310
h 250-280
125.000
KYNNINGAR-
TILBOÐ frá
169.000
Meðan birgðir
endast
Takmarkað magn eftir