Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Talið er að 500-600 manns hafi mætt í 100 ára afmælisveislu Verslunar Har- aldar Júlíussonar á Sauðárkróki um liðna helgi. Var veislan liður í hátíð- arhöldum Lummudaga í Skagafirði og slegið upp tjaldi og aðstöðu í porti við verslunina. Við sama tækifæri var Bjarni Har- aldsson kaupmaður, sonur Haraldar, útnefndur heiðursborgari Sveitar- félagsins Skagafjarðar, sá fyrsti í sögu sameinaðs sveitarfélags, sem varð til árið 1998. Áður höfðu Eyþór Stefánsson tónskáld og Sveinn Guð- mundsson hrossaræktandi verið út- nefndir heiðursborgarar Sauðár- króks. Kom skemmtilega á óvart „Þetta kom mér skemmtilega á óvart en ég er að sjálfsögðu ánægður með útnefninguna og allar þær góðu kveðjur og viðtökur sem ég fékk á af- mælinu,“ segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið um heiðursborgara- útnefninguna og hátíðarhöldin. Á afmælinu voru fluttar ræður, flutt var tónlist undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar, Lionsmenn grilluðu pylsur ofan í mannskapinn, boðið var upp á kaffi og fleiri drykki og stærð- arinnar súkkulaðitertu sem Róbert Óttarsson bakaði. Verslunin var með afmælistilboð og hægt var að kaupa eldsneytislítrann hjá Olís á 30 króna afslætti, en verslunin hefur verið um- boðsaðili olíufélagsins frá árinu 1930. „Við vorum með gestabók inni í versluninni og þar skrifuðu sig yfir 300 manns. Þegar ég opnaði versl- unina aftur á mánudaginn voru hill- urnar hálftómar og harðfiskurinn nánast búinn. Pylsurnar kláruðust allar í veislunni, en þær voru 550, og tertan kláraðist líka. Ég skar fyrsta bitann en gat ekki borðað hann, það komu svo margir að heilsa upp á mig,“ segir Bjarni, léttur í bragði. Veður var með ágætum í afmælinu og lét sólin sjá sig, þvert á allar spár. „Við höfum verið heppin með veður en fyrir tíu árum, þegar haldið var upp á 90 ára afmæli verslunarinnar, gat fólk setið úti og drukkið kaffi. Ætli þau gömlu sjái okkur ekki fyrir góða veðrinu,“ segir Bjarni og á þar við foreldra sína; Harald Júlíusson og Guðrúnu I. Bjarnadóttur. Bjarni afþakkaði allar afmælis- gjafir en bað gesti þess í stað að styrkja Sauðárkrókskirkju. Enn er hægt að koma með framlag, Bjarna og versluninni til heiðurs, en kt. er 560269-7659 og reikn. 0310-22- 000980. „Mér hefur alltaf þótt vænt um kirkjuna. Mamma var mikið tengd kirkjunni, var þar í sóknarnefnd, og sá oft um að skreyta hana og sá til þess að blóm væru á alt- arinu,“ segir Bjarni. Sr. Sigríður Gunnars- dóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki, segir kirkjuna sannarlega hafa notið góðs af afmæli verslunar- innar og fyrir það sé hún ævinlega þakklát. „Kirkjan á hauk í horni þar,“ bætti hún við. Hillurnar hálftómar eftir afmælið  Bjarni Haraldsson kaupmaður útnefndur heiðursborgari Skagafjarðar í 100 ára afmæli Verslunar Haraldar Júlíussonar  Hátt í 600 gestir og veitingar kláruðust  Kirkjan naut góðs af afmælinu Morgunblaðið/Björn Jóhann Fjölskyldan Afkomendur Haraldar Júlíussonar og Guðrúnar I. Bjarnadóttur, sem voru í 100 ára afmælinu, komu saman fyrir utan verslunina. Bjarni Haraldsson er fyrir miðju með bláu derhúfuna. Um 40 ættingjar komu saman; börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn systkinanna Bjarna og Maríu Haraldsdóttur, sem lést árið 2016. „Þeir eru vandfundnir meiri og sannari sjálfstæðismenn en Bjarni Har. Um leið og byrjaði að vinna í pólitík í kjördæminu, fyr- ir meira en áratug, var eitt það fyrsta sem ég lærði að maður ætti ekki að koma á Sauðárkrók án þess að heilsa upp á Bjarna Har. Ég hef reynt að gera það æ síðan,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, við Morgunblaðið en hún flutti ávarp í 100 ára af- mælisveislunni sl. laugardag. Þakkaði hún Bjarna fyrir ára- tugalangan stuðning, tók dæmi af því þegar hann seldi langtum fleiri happdrættismiða fyrir flokkinn en nokkur annar, and- virðið hefði dugað til að byggja tvær hæðir í Valhöll! Þórdís segir sögu verslunarinnar mjög merkilega og það hafi verið vel til fundið hjá sveitarfélaginu að útnefna Bjarna heiðurs- borgara. Hann væri vel að því kominn. Heilsar alltaf upp á Bjarna ÞÓRDÍS KOLBRÚN Þórdís Kolbrún og Bjarni Har. hjolhysi.com Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449 og 778 2294, hjolhysi.com og á netfangið kriben@simnet.is hjolhysi.com • Bæjarhraun 24, Hafnarfirði • Opið mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16 Uppblásin fortjöld og hjólhýsahreyfar (mover) Hjólhýsa mover - 3 stærðir 18501 HD Semi Auto Mover 2WD 2,5 tonn Verð 169.000 17201 Full Auto Mover - 2 tonn Verð 230.000 17001 HD Full Auto Mover - 2,5 tonn Verð 240.000 TRIGANO Lima 410 Eftirfarandi aukahlutir fylgja með: • Dúkur í fortjald • Þak klæðning-Roof lining • Pumpa, svunta, stangir o.fl. 159.000 TRIGANO Lima 300 Eftirfarandi aukahlutir fylgja með: • Dúkur í fortjald • Þak klæðning-Roof lining • Pumpa, svunta, stangir o.fl. 129.000 TRIGANO Bali XL Getur staðið eitt og sér. L 300 d 310 h 250-280 125.000 KYNNINGAR- TILBOÐ frá 169.000 Meðan birgðir endast Takmarkað magn eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.