Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
hafið að ógeðfelldu martraðarsam-
félagi sem nú þegar er daglegt brauð
fyrir tugmilljónir Kínverja. Lágt
sómaskor mun útiloka þá frá vel
borgaðri vinnu, gerir þeim ókleift að
fá fasteigna- eða bílakaupalán eða
bóka hótelherbergi. Yfirvöld hægja á
nettengingum þeirra, útiloka börn
þeirra frá einkaskólum og birta jafn-
vel lífsprófíl þessa fólks á opinberum
svörtum listum, fyrir alla að sjá, yfir
fólk sem fallið hefur í ónáð. Að sögn
áströlsku fréttastofunnar ABC News
hafa stjórnvöld í Peking látið smíða
smáforrit, app, með „slæpingjakorti“
sem birt var á kínverska samfélags-
vefnum WeChat sem á annan millj-
arð manna notar að staðaldri. Eins og
um ratsjárskerm væri að ræða sýnir
appið hvern einn og einasta „slæp-
ingja“ í nágrenni við notanda appsins.
„Með því að ýta á einstakling á
kortinu birtast persónulegar upplýs-
ingar um hann, þar á meðal fullt nafn,
dómstólanúmer og ástæður þess að
viðkomandi hefur verið stimplaður
ótraustur. Nafnskírteinisnúmer og
heimilisfang eru einnig sýnd en þó
bara að hluta til,“ sagði í frásögn ABC
News.
Kerfið verður virkt árið 2020
Fregnir hafa farið af handtökum
fólks með of lága sómastöðu og að það
sé sent í endurhæfingarbúðir. Ekki
vegna þess að það hafi í raun framið
glæp, heldur vegna þess að það er
álitið líklegt til að gera það.
Hlutar kerfisins eru þegar komnir
til framkvæmda um gjörvallt Kína
samfara því sem unnið er að endur-
bótum á algríminu. Búist er við að
sómastöðukerfið verði fullskapað og
virkt um land allt á næsta ári, 2020.
Ríkisstjórnin heldur fram að til-
gangur þess sé að auka traust og fé-
lagslegan stöðugleika með því að
skapa „kúltúr einlægni“ sem mun
„endurreisa samfélagslegt traust“.
Í greininni í New York Post segir
að þetta muni í raun og veru kalla yfir
almenning andrúmsloft ótta og
hræðslu og samfélag uppljóstrara, en
ein leiðin sem fólk getur notfært sér
til að bæta eigin sómatölu er að gefa
skýrslur um ætlaðar misgjörðir ann-
arra. Einstaklingar geta unnið stig
fyrir til dæmis að benda á þá sem
hunsa nýjar takmarkanir á ástundun
trúarbragða. Svo sem kristið fólk sem
hittist á einkaheimilum til bæna-
gjörða, sem er andstætt lögum í Kína.
Eða bendir á úýgúra-múslima og Ka-
zakka vestast í Kína sem það sér
leggjast á bæn á almannafæri, fasta á
ramadan-föstunni eða láta sér vaxa
skegg.
Vitaskuld er það svo að eftir því
sem ríkinu miðar nær takmarkinu um
að hafa eftirlit með öllum borg-
urunum 24 stundir á sólarhring, sjö
daga vikunnar, verður samfélagið að
raunverulegu fangelsi. Á Vestur-
löndum hefur nýja kerfið sætt ákafri
gagnrýni og lýsir stofnunin Human
Rights Watch því sem „hrollvekju“.
Bent er á að með því sé að rætast spá-
dómar George Orwell um einræðis-
kerfið 1984. Stefni í hreint alvald að
fornum kínverskum sið, guðsvald
keisarans yfir þegnum sínum.
„Ofar skilningi vestrænna ríkja“
Málgögn Kommúnistaflokks Kína
hafa haft aðfinnslurnar að háði og
spotti og sagt að Vesturlandabúar séu
of miklir einfeldningar til að átta sig á
undrum nýja kerfisins. Þannig sagði
til dæmis kínverska dagblaðið Global
Times „tilgátukenningar Vestur-
landabúa grundvallast á fáfræði
þeirra“. Það bætti við að hið umfangs-
mikla sómastöðukerfi væri „ofar
skilningi vestrænna ríkja“.
Hið umfangsmikla lögregluríki
Kínverja hefur verið uppfært með
gríðarlega gagnamiklu vélkerfi gervi-
greindar sem les andlitsdrætti fólks
og þekkir það úr á þeim. Þykir það
vera skelfileg mælitækni ógnvekjandi
ríkiseftirlits. Hefur Kommúnista-
flokkur Kína með stuðningi hátækni
alið af sér heimsins fyrsta stafræna
einræðisveldi. Hermt er að yfirvöld-
um í Kína þyki ekki nóg að stinga eig-
in þegnum í sýndarfangelsi. Munu
þau hafa falboðið þóknanlegum ein-
ræðisríkjum kerfið og að fyrsti við-
skiptavinurinn sé sósíalistinn Nicolas
Maduro Moros, einræðisherra í
Venesúela.
Hátæknin nýtt út í ystu æsar
Í grein í New York Times er því
haldið fram að Kínverjar séu að und-
irbyggja framtíðarskipulag valdboðs-
stjórnar sinnar. Til að fylgjast með
1,4 milljörðum þegna sinna nýti þeir
milljónir eftirlitsmyndavéla og millj-
arða kóðalína.
„Á lestarstöð í kínversku borginni
Zhengzhou kom lögreglumaður auga
á heróínsmyglara með sérstökum
gleraugum sem greina og þekkja fólk
úr frá andlitssvip þess. Í Qingdao
auðvelduðu gervigreindarmynda-
vélar lögreglumönnum að hafa hend-
ur í hári tveggja meintra glæpa-
manna á miðri árlegri bjórhátíð sem
þar var haldin að þýskri fyrirmynd.
Og í Wuhu þekktu myndavélar
meintan morðingja á flótta er hann
keypti sér skyndibita hjá götusala,“
segir þar.
Þjóðareftirlitskerfið mikla á sér
engin fordæmi og nýta Kínverjar sér
möguleika hátækni út í ystu æsar.
Engrar undankomu verður auðið
breyti menn ekki rétt. „Hér áður fyrr
snerist þetta um eðlishvötina. Færi
eitthvað fram hjá þér þá misstirðu af
því,“ sagði Shan Jun, aðstoðaryfirlög-
reglumaður járnbrautarstöðvarinnar
í Zhengzhou, þar sem heróínsmygl-
arinn var gómaður.
Eru Kínverjar sagðir vera að hafa
endaskipti á kenningunni að nýtækn-
in sé mikið lýðræðisafl er auki á frelsi
fólks og samskipti þess um allar jarð-
ir. Í Kína hefur tæknin verið brúkuð
til að auka á tök yfirvalda á lýðnum.
Í nokkrum borgum leita mynda-
vélar lestarstöðva að eftirlýstum að-
ilum. Á stórum skjáum birtast andlit
manna sem hafa ekki farið að reglum.
Nöfn þeirra eru birt og líka fólks sem
ekki hefur staðið í skilum með skuldir
sínar og lán. Andlitsskannar vakta
inngang húsaþyrpinga.
200 milljónir eftirlitsmyndavéla
Þykir nærri lagi að í Kína sé að
finna 200 milljónir eftirlitsmyndavéla,
eða fjórum sinnum fleiri en í Banda-
ríkjunum. Notkun þeirra kemur til
viðbótar öðrum kerfum sem fylgjast
með netnotkun almennings og sam-
skiptum þess á netinu, fylgjast með
hótelgistingu, ferðum fólks með lest-
um og flugvélum og – á nokkrum
stöðum – jafnvel bílaferðalögum.
Þrátt fyrir allt er metnaður Kín-
verja fyrir eftirlitinu umfram getu
þeirra. Tækni sem er til staðar á einni
lestarstöð eða gangbraut yfir götu
fyrirfinnst ekki í öðrum borgum eða
jafnvel næstu húsasamstæðu. Óskil-
virk skriffinnska tefur fyrir sköpun
þjóðarnets sómastöðukerfisins. Það
gildir einu fyrir kommúnistaflokkinn.
Með reglulegu millibili skýrir hann
frá getu kerfisins en er sagður taka of
djúpt í árinni. En það eitt að fólk fái á
tilfinninguna að njósnað sé um það
dugar til að almenningur haldi sig á
mottunni. Þróunin er komin misjafn-
lega langt eftir svæðum. Viðamikið
tölvunet fjöldaeftirlits hefur verið
sett upp vestast í Kína til að fylgjast
með innbyrðis samskiptum Úýgúra-
múslima við vini eða fjölskyldulimi.
Hafa fulltrúar New York Times kom-
ist í kynni við kerfið.
„Þetta er mögulega algjörlega ný
leið fyrir ríkisstjórnir að stýra hag-
kerfinu og samfélagsgerðinni,“ segir
Martin Chorzempa við hugveituna
Peterson Institute for International
Economics í Washington DC í
Bandaríkjunum. „Takmarkið er al-
grímsk stjórnun,“ bætti hann við.
AFP
„Sómastöðukerfi“ ný martröð Kínverja
AFP
Myndavélar Gestir gervigreindarsýningar í Peking gómaðir í linsur
myndavéla sem skanna og greina andlitsdrætti í leit að vandræðagemsum.
Við eftirlitsstörf Lögreglukona við eftirlit á járnbrautarstöð borgarinnar Zhengzhou í febrúar síðastliðnum. Hún
ber snjallgleraugu sem borið geta kennsl á fólk út frá andlitsdráttum til að hafa hendur í hári meintra brotamanna.
Lítið samfélagstraust getur eyðilagt daglegt líf Kínverja á margvíslegan hátt Fylgst með fólki í
„slæpingjaforriti“ Móðgandi hringitónn, flugbann, útilokun barna og hægfara farþegalestir
SVIÐSLJÓS
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Ímyndaðu þér að þú hringir í vin þinn
og í stað þess að heyra hringitóninn
kveður við sírenuhljóð og svo rödd
sem tónar „farðu varlega í sam-
skiptum við þessa persónu“. Myndi
það letja þig í sambandi ykkar? Sá er
tilgangurinn.
Velkomin til lífsins í nýja sóma-
stöðukerfinu í Kína þar sem lítið sam-
félagstraust getur eyðilagt líf manna
á margvíslegan hátt. Um þetta kerfi
er fjallað í nýlegri grein í New York
Post. Þar segir m.a.:
„Segjum til dæmis að þú komir út á
flugvöllinn í Peking og áformir að ná
flugi til Canton 2.000 kílómetrum
sunnar. Maðurinn í farmiðasölunni
vísar þér frá – þú gast þér til um það –
sómastaða þín er of lág. Þú ert ekki
bara niðurlægður í miðasöluröðinni
heldur ertu neyddur til að fara með
hægfara lest í staðinn. Það sem átti að
verða þriggja stunda ferð varð að 30
stunda margra stoppa martröð. Allt
vegna þess að stjórnvöld hafa skil-
greint þig sem ótraustan einstakling.
Kannski léstu lán fara í vanskil, gerð-
ir þau mistök að gagnrýna einhver
áform ríkisvaldsins á samfélags-
miðlum eða hékkst of lengi í tölvu-
leikjum á netinu. Hegðun af þessu
tagi og margs konar öðru geta valdið
því að sómastaðan þín hrynur og
neyðir borgarana niður á skelfileg-
asta þrep kínverska stéttakerfisins,
laolai.“
Í þessu lægsta þrepi stéttakerfisins
munu um 13 milljónir manna vera en
þeir sem þar hafna líta yfirvöld á sem
letingja, slæpingja og sníkjudýr svo
eitthvað sé nefnt. Refsingar sem
fylgja nýja sómastöðukerfinu eru með
ólíkindum. Algóritmi ríkisstjórnar-
innar mun ganga það langt að setja
niðurlægjandi hringitón í síma laolai-
fólksins, smána það í hvert sinn sem
hringt er í það á almannafæri.
Upphaf að martraðarsamfélagi
Móðgandi hringitónn, flugbann og
hægfara farþegalestir eru aðeins upp-
Þurr augu!
Fæst í öllum helstu apótekum.
Tvöföld virkni
Sex sinnum lengri ending
Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir
innblástur beint til náttúrunnar.
Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna notum við náttúrulegu efnin
trehalósa sem verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar og
hýalúronsýru sem smyr yfirborð hornhimnunnar og gefur henni raka.
Augnheilbrigði
TREHALÓSI
Finnst í mörgum jurtum og
hjálpar þeim að þrífast við þurrar
aðstæður. Trehalósi verndar
frumurnar og gerir þeim kleift að
starfa með fullum afköstum.
HÝALÚRONSÝRA
Er að finna í augunum og
hefur einstaka getu til að binda
vatn. Hjálpar til við að smyrja
og viðhalda táravökvanum á
yfirborði augans.
Án rotvarnarefna