Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gærkvöldi eftir að minnsta kosti 44 létust og um 130 særðust í loftárás á flóttamannabúðir í ná- grenni Trípolí, höfuðborgar Líbýu. Sagði Ghassan Salame, sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í land- inu, að árásin væri mögulega stríðs- glæpur þar sem hún hefði verið óvænt og beinst að óbreyttum borg- urum sem bjuggu við illan kost og gátu því ekki leitað sér skjóls. Hvatti Salame til þess að þeim sem bæru ábyrgð á árásinni yrði refsað, en þetta er í annað sinn sem búðirnar verða fyrir árás. Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, for- dæmdi árásina harðlega og sagði að báðum stríðsaðilum hefði verið gerð kunn staðsetning búðanna til þess að koma í veg fyrir að þær yrðu fyrir árás. Sjónarvottar sögðu að aðkoman eftir árásina hefði verið ömurleg, þar sem lík hefðu legið sem hráviði á gólfi flugskýlis, sem notað hefur ver- ið sem tímabundnar búðir fyrir flóttamenn sem hyggjast fara yfir Miðjarðarhafið. Um 600 manns eru sagðir hafast þar við að jafnaði. Saka Haftar um ódæðið Enginn hafði lýst yfir ábyrgð sinni í gær, en ríkisstjórnin í Trípolí, sem nýtur viðurkenningar Sameinuðu þjóðanna, var fljót að beina spjótum sínum að stríðsherranum Khalifa Haftar, en hersveitir hans hófu stór- sókn í átt að höfuðborginni í apríl síðastliðnum, án þess þó að ná þar fótfestu. Sagði í sérstakri yfirlýsingu stjórnvalda í Trípolí að árásin væri „hrikalegur glæpur“, sem „stríðs- glæpamaðurinn“ Khalifa Haftar bæri alla ábyrgð á. Tyrkir, sem hafa stutt við bakið á Trípolístjórninni, kölluðu sömuleiðis eftir því að al- þjóðasamfélagið léti rannsaka árás- ina, sem væri skýlaus glæpur gegn mannkyni. Talsmenn Haftars viður- kenndu hins vegar enga ábyrgð en sögðu að flugher hans hefði gert árásir á skotmörk í Trípolí og ná- grenni. Haftar, sem stjórnar meginhluta landsins frá borginni Tobrúk, nýtur stuðnings nágranna sinna í Egypta- landi, auk þess sem Sádí-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa veitt honum stuðning. Talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði AFP- fréttastofunni að stofnunin hefði krafist þess fyrir nokkrum vikum að flóttamannabúðirnar yrðu rýmdar, en þá var gerð árás á búðirnar, sem hæfði þó ekki skotmark sitt. Vopn geymd í búðunum? Sagði talsmaðurinn að grunur léki á að búðirnar hefðu verið notaðar til þess að geyma vopn og skotfæri, en slíkt væri brot á alþjóðlegum mann- réttindalögum. Samkvæmt upplýsingum Samein- uðu þjóðanna eru um 3.500 flótta- menn geymdir í áþekkum búðum í Líbýu nálægt átakasvæðum, en flestir þeirra sem koma til landsins hyggjast halda yfir Miðjarðarhafið. Mannréttindasamtök hafa bent á að flóttamenn í landinu verði fyrir umtalsverðum mannréttindabrot- um, en ástandið í Líbýu hefur verið brothætt allar götur síðan einræð- isherranum Múammar Gaddafí var steypt af stóli árið 2011. Árásin sögð „hrikalegur glæpur“  Sameinuðu þjóðirnar fordæma loftárás á búðir flóttamanna í Líbýu  Meira en 40 manns sagðir hafa látist í árásinni  Öryggisráðið fundaði samdægurs vegna árásarinnar  Haftar sagður eiga sökina AFP Loftárás Fulltrúar stjórnvalda í Trípolí skoða verksummerki eftir árásina. Undirbúningur fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkj- anna hefur verið í fullum gangi síðustu daga, en þess er minnst í dag að 243 ár eru liðin frá því að nýlendurnar 13 lýstu yfir sjálfstæði sínu frá Bretum og Georgi þriðja Bretakonungi. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað „sýningu aldarinnar“ að þessu sinni, en stefnt er að því að halda hersýningu í miðborg Washington-borgar þar sem Abrams-skriðdrekar eins og sá sem ver- ið er að þrífa á myndinni verði í fararbroddi. Andstæðingar Trumps hafa gagnrýnt áform hans og segja þau ekki í takt við þær hefðir sem skapast hafi um þjóðhátíðardaginn, en hersýn- ingar eru fátíðar í Bandaríkjunum. Trump hefur hins vegar sagt á samfélagsmiðlinum Twitter að dagurinn gefi fullkomið tækifæri til þess að fagna því að efnahagur og hernaðarmáttur Bandaríkjanna sé í fremstu röð. AFP Búa sig undir þjóðhátíðardaginn Íranar tilkynntu í gær að frá og með næstkom- andi sunnudegi myndi landið hefja auðgun úr- ans umfram þau 3,67% sem því er heimilt að gera samkvæmt skil- málum kjarn- orkusamkomulagsins frá árinu 2015. Fyrr í vikunni fór landið fram úr því magni, 300 kílógrömmum, sem samkomulagið heimilar því að eiga af auðguðu úrani. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að ákvörðun Írana væri svar þeirra við því að önnur ríki hefðu ekki staðið við samkomulagið, en Bandaríkjastjórn dró sig úr því í fyrra. Tók Rouhani fram að Íranar myndu skipta um skoðun ef refsi- aðgerðum sem settar hafa verið á landið yrði aflétt. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á mánudaginn var að Íranar væru að leika sér að eldi og lýstu fulltrúar Breta, Frakka og Þjóð- verja yfir áhyggjum sínum af ákvörðunum Írana. Rouhani sagði hins vegar að allar þjóðir ættu að virða samkomulagið ef það væri nógu gott, ekki bara Íran. Auðga úran umfram heimild  Segja Írana „leika sér að eldinum“ Hassan Rouhani
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.