Morgunblaðið - 04.07.2019, Page 44

Morgunblaðið - 04.07.2019, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Kríta hf. er nýtt fjármögnunarfyrirtæki sem þjónustar lítil og meðalstór fyrirtæki. Kríta sérhæfir sig í fjármögnun reikninga fyrirtækja og nýtir til þess nýjustu tæknilausnir. Kríta leitar að drífandi og kraftmiklum viðskiptastjóra í teymi fyrirtækisins. Í starfinu felst að bjóða fyrirtækjum að stofna til viðskipta við Kríta og fylgja eftir viðskiptasamböndum til framtíðar. Ef þú ert að leita þér að lifandi vinnustað, býrð yfir drifkrafti og þrautseigju til að ná árangri, láttu okkur endilega vita af þér og sendu okkur ferilskrá þína. Hafðu samband við framkvæmdastjóra Kríta á netfangið freyr@krita.is ekki síðar en 22. júlí ef þú telur að við séum að leita að þér. Öllum erindum verður svarað. Bergstaðarstræti 10a | 101 Reykjavík | 419 5800 | krita.is Viðskiptastjóri Helstu verkefni • Sala á vörum fyrirtækisins á Íslandi. • Byggja upp sterkan hóp viðskiptavina og viðhalda góðu viðskiptasambandi við þá. • Miðla upplýsingum um vörur fyrirtækisins og fræða viðskiptavini um ávinning þess að nýta sér vörur fyrirtækisins. • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra. Hæfniskröfur • Söluhæfileikar, sérstaklega á sviði fjármálavara, reynsla á því sviði er kostur. • Frábærir samskiptahæfileikar og geta til að starfa í hóp. • Ánægja af notkun síma og tölvupósts til samskipta, mjög góð rit- og talfærni. • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri. • Viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði og/eða lögfræðimenntun er kostur. Kríta býður • Góð laun fyrir réttan aðila. • Vinnustað með framúrskarandi aðbúnaði. • Spennandi, skemmtilegan og fjölbreyttan vinnudag. Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. Að gera betur í dag en í gær er drifkraftur nýrra hugsana og betri árangurs. Starfsmenn eru lykill að árangri allra fyrirtækja. Rannsóknir auka þekkingu og gera ákvarðanir markvissari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.