Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
✝ Sigurveig Sig-þórsdóttir
fæddist á Akureyri
19. febrúar 1940.
Hún lést á Land-
spítalanum, Hring-
braut, 26. júní
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigrún
Valdimarsdóttir, f.
9.7. 1907, d. 21.5.
1988, og Sigþór
Gunnarsson, f. 28.4. 1889, d.
31.7. 1946. Bræður samfeðra:
Gunnar Á. Sigþórsson, f. 1.9.
1913, d. 26.6. 1980; Jón B. Sig-
þórsson, f. 18.4. 1914, d. 16.7.
1932; Þór Sigþórsson, f. 11.4.
1917, d. 3.4. 1971. Systkini
sammæðra Guðmundur Jón-
asson, f. 30.10. 1926, d. 23.7.
1991; Steingrímur H. Hannes-
son, f. 25.10. 1927, d. 8.10.
1999; Sigrún Selma Sigfúsdótt-
ir, f. 13.12. 1930, d. 28.3. 1986.
Eiður Sigþórsson, f. 12.2. 1936,
er albróðir Sigurveigar og eini
eftirlifandi af hópnum.
Þann 28. febrúar 1963 giftist
Sigurveig Þorgilsi Georgssyni,
f. 23.9. 1923, d. 24.6. 2007. For-
eldrar hans voru Guðfinna
Bjarnadóttir, f. 31.5. 1900, d.
24.10. 1984, og Georg Grund-
fjörð Jónasson, f. 7.8. 1884, d.
4.6. 1962.
tvö börn; 3) Elsa, f. 1969, maki
Sturla G. Pálsson, f. 1971, dæt-
ur þeirra eru: a) Sunna Ýr, f.
1997, maki Ragnar Ö. Braga-
son, f. 1994, og eiga þau eina
dóttur, b) Arna D., f. 1999.
Fyrir átti Þorgils tvö börn:
1) Gunnar S., f. 1945, maki
María K. Jónasdóttir, f. 1944.
Börn Gunnars og Magneu Guð-
finnsdóttur, d. september 2011
eru: a) Rúna G., f. 1974, maki
Ingvi Ó. Sighvatsson, f. 1969,
Rúna á þrjá syni frá fyrra
hjónabandi, b) Þorgils, f. 1976,
maki Urszula B. Gunnarsson, f.
1984, eiga þau tvo syni og fyrir
átti Þorgils einn son. Dóttir
Gunnars og Erlu Kristinsdóttur
er Kristín Á., f. 1969, maki
Guðjón Víðisson, f. 1966, eiga
þau fjögur börn; 2) Dóra Jó-
hanna, f. 1945, synir Dóru og
fv. manns hennar, Guðmundar
Ó. Skarphéðinssonar eru: a) U.
Gils, f. 1970, maki Ásdís Jó-
hannesdóttir, f. 1969, Gils á
einn son frá fyrra sambandi, b)
Kristbjörn Ó., f. 1974.
Sigurveig og Þorgils bjuggu
fyrstu árin í Reykjavík en
bjuggu víðsvegar um landið á
Rifi, Hellissandi, Akranesi, í
Bolungarvík og Þorlákshöfn en
þar höfðu þau búið síðustu 30
ár. Sigurveig vann fyrst sem
dagmóðir og síðar við ræst-
ingar og fiskvinnslu þar til
heilsa brast. Í Þorlákshöfn end-
aði hún svo með allar dætur
sínar og Dóru stjúpdóttur sína.
Útför Sigurveigar fer fram
frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn,
í dag 4. júlí 2019, klukkan 14.
Börn Sig-
urveigar og Þor-
gils eru: 1) Sigrún
G., f. 1963, maki
Hallgrímur Er-
lendsson, f. 1968.
Börn Sigrúnar og
fyrri manns henn-
ar, Sigurðar F.
Guðfinnssonar,
eru: a) Guðfinnur,
f. 1981, maki Krist-
ín L. Ólafsdóttir, f.
1982, og eiga þau eina dóttur,
fyrir átti Kristín eina dóttur, b)
Jón Viðar, f. 1983, maki S.
Lilja Guðmundsdóttir, f. 1980,
eiga þau tvo syni, fyrir átti
Lilja tvö börn, c) Rúnar, f.
1988, maki Harpa Hermanns-
dóttir, f. 1979, Rúnar á fjögur
börn frá fyrra sambandi og
Harpa á tvö börn frá fyrra
sambandi, d) Hildur Þ., f. 1991,
maki Guðni B. Gíslason, f.
1991, þau eiga einn son; 2) Haf-
dís, f. 1964, maki Kári Haf-
steinsson, f. 1966, börn þeirra:
a) Júlía, f. 1989, maki Guðjón
Ingimarsson, f. 1987, og eiga
þau tvo syni, b) Daníel, f. 1989,
maki Inga J. Bragadóttir, f.
1990, þau eiga einn son, c) Al-
mar, f. 1991, fyrir átti Hafdís
dótturina Sigurveigu E. Þrast-
ardóttur, f. 1982, maki Eggert
Hannesson, f. 1981, þau eiga
Elsku mamma. Ég veit að þú
ert komin á góðan stað til pabba
og þið vakið yfir okkur.
Minningin um elskandi móður
lifir, þú hugsaðir alltaf vel um alla í
kringum þig.
Dýrmæt var stundin með þér á
spítalanum þegar þú vaknaðir og
komst öllum á óvart, þú lést okkur
vita að þú elskaðir okkur öll, þér
liði vel og þetta yrði allt í lagi.Við
stelpurnar þínar reynum örugg-
lega að steikja kleinur eftir upp-
skriftinni þinni sem við skrifuðum
loksins niður þegar þú bakaðir
með okkur síðast í vor.
Þótt móðir mín
sé nú aðeins minningin ein
mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju,
fyrir allt og allt.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Elsku mamma, hafðu bestu
þakkir fyrir allt, ég elska þig og
sakna þín.
Þín dóttir,
Sigrún Guðfinna
Þorgilsdóttir.
Elsku mamma.
Ljóssins faðir líkni þér
og láti ljós þitt skína.
Blærinn þíður beri þér
bestu kveðju mína.
Nú sit ég hér og tárin leka nið-
ur vanga mína og minningarnar
streyma fram um alla yndislegu
tímana sem við áttum saman.
Ég var nú óskaplega mikil
mömmustelpa langt fram á ung-
lingsárin og gat ekki án þín verið.
Þið pabbi fóruð með okkur í
mörg ferðalög hringinn í kringum
landið og voru þá oft margir bílar í
samfloti. Alltaf var tekið með nesti
því þú bakaðir alltaf vínarbrauð,
snúða og kleinur því þú passaðir
upp á að allir fengju nóg að borða.
Margar ferðir voru farnar á Ill-
ugastaði og á þínar æskustöðvar á
Akureyri og mikið var nú gaman
hjá okkur síðasta sumar þegar við
fórum tvær norður og heimsóttum
fólkið þitt þar, þú varst svo ánægð
með tímann sem við áttum saman
þar.
Þú hafðir alltaf tíma fyrir fólkið
þitt, ömmubörnin og langömmu-
börnin nutu þess að koma til þín
því að þú varst lang-, langbest. En
nú ert þú komin í faðm pabba sem
hefur tekið þér fagnandi.
Ég þakka gott,
ég þakka af öllu hjarta
allt það góða sem þú mér gafst,
mín elskulega mamma.
Hvíl í guðs friði.
Þín dóttir,
Hafdís.
Elsku mamma, það er þyngra
en tárum taki að þurfa að skrifa
þessi orð strax, ég hélt að ég hefði
nokkur ár í viðbót til þess að skapa
minningar með þér. Ef ég ætti að
skrifa allar minningar mínar um
þig myndi ég enda með heila bók
en ef ég stikla á stóru þá er mér
eftirminnilegast þegar ég fékk að
dunda með þér í eldhúsinu á laug-
ardögum og baka. Já, þú bakaðir
sko á laugardögum og það ekkert
lítið; formkökur, vínarbrauð,
snúðar og kleinur voru alltaf til
með kaffinu svo eitthvað sé nefnt.
Þarna vaknaði áhugi minn á
bakstri og eldamennsku og met ég
mikils það sem þú kenndir mér.
Þú eldaðir líka góðan mat en
„gikkir“ vorum við þó stelpurnar
þínar en þig munaði ekkert um að
hafa jafnvel þríréttað til þess að
gera öllum til hæfis. Þú vildir allt-
af hafa alla ánægða í kringum þig
og þitt helsta áhugamál var fjöl-
skyldan þín, að ferðast og heim-
sækja ættingja ykkar pabba. Frá
ferðalögunum er líka margs að
minnast en við fórum yfirleitt
norður á þínar æskuslóðir tvisvar
á ári og svo voru ófáar ferðir á
Krókinn að heimsækja ættingja
pabba. Að ógleymdum útilegu-
num með alls kyns búnað; tjald,
tjaldvagn og jafnvel hjólhýsi. Þið
pabbi höfðuð alltaf jafngaman af
ferðalögum og bý ég vel að því í
dag og ferðast mikið með mína
fjölskyldu.
Á unglingsárum flutti ég að
heiman en kom þó heim aftur í
nokkur ár en eftir að ég kynntist
Sturlu flutti ég endanlega að
heiman. Ekki liðu þó mörg ár þar
til við Sturla keyptum húsið á Klé-
berginu og þið pabbi fluttuð á
neðri hæðina hjá okkur. Hef ég
því á þeim fimmtíu árum sem ég
hef lifað nánast búið með þér, þótt
við héldum hvor sitt heimilið því
samgangurinn var mikill á milli
hæða. Það voru stelpunum mínum
forréttindi að hafa ykkur pabba
svo nærri og þær lærðu mikið af
ykkur. Ég þurfti ekki að fara langt
til þess að leita að barnapössun því
þú varst alltaf boðin og búin að
passa „litlu konurnar á efri hæð-
inni“ eins og þú kallaðir þær
gjarnan. Á síðasta ári fæddist svo
litla langömmugullið þitt og höf-
um við því búið hér á Kléberginu
fjórir ættliðir saman. Þú komst oft
upp að kíkja á litla ungann og
fylgdist vel með henni vaxa og
þroskast. Þú varst svo barngóð og
lifnaðir öll við þegar lítil börn voru
nálægt og varst ánægð þegar
Sunna bað þig að líta eftir Karen
Emblu á meðan hún skrapp út í
búð. Sagðir hreykin frá því að þú
hefðir verið að passa langömmu-
barnið þitt.
Ég trúi því að pabbi hafi tekið
vel á móti þér og boðið þér á rúnt-
inn í draumalandinu og farið með
þig í heimsókn til allra sem þið
þekkið þar. Því þið voruð svo
frændrækin og dugleg að heim-
sækja fólkið ykkar.
Hvíldu í friði, elsku mamma
Þín
Elsa.
Elsku amma, ég á svo erfitt
með að samþykkja að þetta sé
raunverulegt. Þú ert farin og kem-
ur ekki aftur. Það var vissulega
mjög erfitt að fá að kveðja þig á
spítalanum en mjög dýrmætt um
leið. Þar gat ég þakkað þér fyrir
allar stundirnar okkar og kysst
þig og sagt þér hvað ég elskaði þig
mikið. Að þú hafir einnig geta
kvatt okkur og sagt að þú elskaðir
okkur og þetta væri í lagi hjálpar
mikið. En missir er alltaf sár og
stöndum við fjölskyldan eftir búin
að missa höfuð fjölskyldunnar. En
við höldum fast í hefðir og hitt-
umst til að minnast þín yfir vín-
arbrauðum, kleinum og heitu
súkkulaði. Ég minnist okkar tíma
saman með bros á vör, þegar við
horfðum á rómantískar myndir og
táruðumst báðar þau kvöld sem
þú gistir hjá mér. Þegar við fórum
á rúntinn og enduðum einhvers
staðar þar sem var hægt að fá sér
sætan bita, það fannst okkur alltaf
gott. Þá morgna sem þú hringdir
bara til að heyra í mér og hvað ég
væri að bardúsa þann daginn.
Þegar ég bauð þér í mat og þú eld-
aðir kótelettur fyrir okkur.
Elsku amma, eftir situr stórt
skarð en minningar um bros þitt
ylja hjarta mínu á þessum erfiða
tíma. Ég veit að þú ert komin til
afa og knúsar hann frá mér og
strákunum mínum. Ég mun vera
dugleg að rifja upp hrósin sem þú
gafst drengjunum mínum með
þeim um ókomna tíð. Við elskum
þig, amma Silla.
Hver minning um þig er dýr-
mæt perla.
Kveðja
Júlía Káradóttir.
Elsku besta amma mín, nú sit
ég hér heima hálftómur og orð-
laus. Það sem ég sakna þín mikið,
því fá engin orð lýst. Þú varst ekki
bara amma mín heldur varstu
minn besti vinur. Ég var svo oft
hjá ykkur afa á mínum yngri árum
og það voru sko forréttindi að fá
að alast upp með ykkur. Ég græt
hér heima yfir því að hafa þurft að
kveðja þig, elsku amma mín. Ég
gæti talað endalaust um þær góðu
minningar sem við áttum saman.
Þær verða geymdar en ekki
gleymdar. Eins mikil og sorgin er
hjá mér núna er ég samt sem áður
fullur af hamingju og gleði yfir því
að þú sért komin á þann stað sem
þú vildir vera á. Í fanginu á afa, þið
eruð örugglega komin á gömlu
góðu ferðalögin saman og ég veit
að þú fylgist með mér því þú hefur
alltaf gert það. Ég mun alltaf
elska þig og sakna þín. Ég var svo
heppinn að fá að knúsa og kveðja
þig en þú mátt knúsa afa frá mér,
því ég var ekki svo heppinn að
geta knúsað hann eins og þig.
Hvíldu í friði, amma mín.
Þinn
Guðfinnur (Gussi).
Elsku amma okkar. Á sama
tíma og sorgin er sem mest er gott
að geta rifjað upp allar góðu minn-
ingarnar sem við áttum saman.
Við höfum verið svo heppnar að
hafa þig á neðri hæðinni hjá okkur
frá því við munum eftir okkur. Sú
minning sem kemur fyrst upp í
hugann er þegar við vorum litlar
og þið afi búin að bíða eftir okkur
litlu konunum með tilbúnar skálar
og skeiðar fyrir okkur svo við gæt-
um komið og fengið okkur lucky
charms á hverjum laugardags-
morgni. Það var alltaf gaman að
vera í pössun hjá þér því þá fékk
maður sko allt sem maður vildi,
við fengum meira að segja að
horfa á bannaða mynd sem okkur
fannst mjög merkilegt. Svo var
það í eitt skipti sem við heyrðum í
ísbílnum koma og báðum um að fá
að kaupa ís og auðvitað leyfðir þú
okkur það og við hlupum allar
þrjár út til að ná ísbílnum og svo
þegar við komum aftur heim voru
dyrnar læstar og engin okkar með
lykil.
Fjölskylduútilegan var haldin
árlega og var það hápunktur sum-
arsins hjá þér, þú hafðir alltaf svo
gaman af því að hafa fólkið þitt í
kringum þig. Það var eins með
jóladag, þá komu allir saman og
borðuðu alls kyns kræsingar sem
þú bauðst upp á og alltaf nóg til og
það besta var auðvitað heita
súkkulaðið, pönnsurnar og klein-
urnar. Þér þótti svo vænt um alla í
kringum þig og það var gaman að
sjá hvað þú varst alltaf glöð að sjá
Karen Emblu. Þú varst alveg
rosalega sátt þegar þú fékkst að
passa hana þó að það hafi bara
verið rétt á meðan ég skaust út í
búð og allir fengu að vita að þú
hefðir fengið að passa litla lang-
ömmugullið.
Þú hugsaðir alltaf svo vel um
alla og settir aðra í fyrsta sæti.
Gott dæmi um það er þegar við
systur komum heim í hádeginu á
föstudögum, þá varst þú búin að
hita fyrir okkur pitsu. Þú fékkst
þér síðan hálfa sneið og alls ekki
meira til þess að við fengjum
örugglega nóg að borða. Þú hafðir
gaman af því að elda og baka fyrir
aðra og var það fastur liður á
þriðjudagskvöldum að elda
grjónagraut og komum við beint
heim af fimleikaæfingu og fengum
okkur graut. Ekki má gleyma
kjöti í karríi sem var okkar uppá-
haldsmatur hjá þér og maður
sparaði sig allan daginn svo að
maður gæti borðað nóg af kjöt í
karríi.
Við erum mjög þakklátar fyrir
þær stundir sem við kíktum niður
til þín til að spjalla eða gera þig
sæta og fína sem þér fannst sko
ekki leiðinlegt. Það var líka alveg
ómetanlegt að fá að syngja fyrir
þig og með þér öll þau lög sem
okkur datt í hug. Þér fannst alltaf
svo gaman að fá einkatónleika í
stofunni hjá þér og varst að rukka
um að fá að heyra mig syngja lög
alveg fram á það síðasta. Ég mun
alltaf halda áfram að syngja fyrir
þig, elsku amma.
Við elskum þig, elsku amma
okkar, og söknum þín.
Sunna Ýr og Arna Dögg.
Elsku amma, söknuðurinn er
yfirþyrmandi.
Þegar ég sit hér streyma yfir
mig minningar sem ylja mér um
hjartað.
Öll ferðalögin þar sem ég sat
aftur í og söng með hvítu segul-
bandsspólunni. Þú varst alltaf bú-
in að pakka niður vínarbrauði og
kleinum með í ferð. Öll þau ár sem
ég bjó hjá þér og afa. Allur góði
maturinn sem þú útbjóst og ef
maður borðaði ekki það sem var í
matinn varstu alltaf tilbúin að út-
búa eitthvað annað, þú hugsaðir
alltaf svo vel um mig. Þegar þú
opnaðir dyrnar fyrir mér og mín-
um þegar við þurftum samastað,
fluttir þig meira að segja í gesta-
herbergið svo við fengjum stærra
herbergið. Það sem er mér allra
kærast er þegar þú fylgdir mér
inn kirkjugólfið þegar ég gifti mig.
Þú varst alltaf til staðar fyrir mig.
En núna eru þið loksins sameinuð,
þú og afi.
Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve leingi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.
(Halldór Kiljan Laxness)
Hvíl í friði, elsku amma.
Kveðja
Sigurveig Erla (Silla litla).
Elsku amma.
Við þessi skrif vakna margar
góðar minningar sem við höfum
átt saman í gegnum tíðina. Þegar
ég hugsa um þann tíma sem við
áttum með þér þína síðustu sólar-
hringa kemur upp í hugann svo
mikil sorg en líka þakklæti. Það er
ekki hægt að finna betri ömmu og
bara persónu eins og þú varst. Þú
settir þig alltaf í síðasta sæti og
vildir allt fyrir alla gera. Ég man
þegar ég var að koma suður til
ykkar afa, hvort sem við vorum að
koma um miðjar nætur eða að
degi til varst þú alltaf tilbúin með
eitthvað nýbakað. Það er nú bara
þannig að enginn hafði og mun
hafa tærnar þar sem þú hafðir
hælana þegar kom að bakstri. Þó
að við ættum heima í Bolungarvík
voruð þið afi alltaf dugleg að koma
í heimsókn og við strákarnir alltaf
jafn spenntir að fá ykkur. Svo þeg-
ar við fluttum til Þorlákshafnar
gat maður loksins farið til ykkar
bara þegar manni hentaði. Við
fengum okkur í ófá skipti ristað
brauð með osti og marmelaði og
auðvitað kakó líka. Ekki má
gleyma kleinunum þínum, þær
voru þær allra bestu, það er bara
þannig, og það vita allir sem þig
þekktu. Alltaf þegar maður kom í
heimsókn var eitthvað til með
kaffinu. Munum allar ferðirnar
okkar í Kolaportið þar sem þið afi
keyptuð alltaf fyrir mig lukku-
pakka og svo var stoppað á kaffi-
húsi og litla frekjan ég fékk það
sem mig langaði í. Ef ég hugsa til
síðustu ára er mér efst í huga jóla-
dagskaffið þitt í litlu íbúðinni á
neðri hæðinni hjá Elsu og Sturlu
og þá fékk maður heita súkkulaðið
þitt sem var best og auðvitað alls-
konar með því og meira til. Þú
færir sko ekki að taka sénsinn á
því að ekki væri til nóg fyrir alla.
Svo þegar við mættum rétt fyrir
hádegi var mín búin að vera á fót-
um síðan klukkan 5-6 að græja og
gera. Ég var erlendis ein jólin og
það sem ég saknaði mest var jóla-
dagskaffið þitt, jólin voru bara
ekki eins án þess. Þér leið alltaf
best með alla í kringum þig og það
er þér og afa að þakka að við fjöl-
skyldan erum svo samheldin. Ég
man síðasta rúntinn okkar saman,
þá var ég að fara með þig til lækn-
is og þú lést sko lækninn vita af því
hvað þú ættir góða að, allir tilbún-
ir að hjálpa þér og að þetta væri
sko ömmustelpan þín sem ætti
von á barni í nóvember. Svo tókst
þú ekki annað í mál en að bjóða
mér í bakarí eftir læknistímann
þinn. Á heimleiðinni hlustuðum
við síðan á disk með öllum bestu
gömlu og góðu smellunum. Þú
varst svo ánægð hvað þetta væri
nú góð tónlist, ekki þessi sem er
stundum í útvarpinu. Við sungum
saman alla leiðina heim. Það var
einmitt það síðasta sem við gerð-
um líka á spítalanum, hlustuðum
saman á tónlist og sungum. Það er
mér líka minnisstætt þegar ég
heimsótti þig á spítalann með
Svein Inga, langömmubarnið þitt,
og þú sagðir við okkur Guðna að
við yrðum nú að passa upp á litla
strákinn. Þú varst nú ekki bara
langamma hans heldur guðmóðir
líka og vildir vera viss um að við
værum nú að passa upp á strák-
inn. Við skulum sko passa upp á
hann og vera dugleg að segja hon-
um hversu frábær þú varst.
Núna ert þú í faðmi afa.
Hvíldu í friði, amma mín, og
takk fyrir allt, ég mun alltaf elska
þig og sakna þín.
Hildur Þóra Friðriksdóttir.
Sæll er sá er situr
í skjóli hins hæsta
sá er gistir í skugga
hins almáttuga.
(sálmur 91:1)
Kæra frænka, þú varst heiðar-
legasta og besta kona, ég kynntist
þér þegar ég var barn en þú komst
nær daglega heim með Sigrúnu
móður þinni og alla tíð varstu svo
hjálpsöm, glöð og góð. Ég man
líka þegar þú komst með Þorgils,
hann var svo mikill grallari, alltaf
að gera glens og gaman. Svo þeg-
ar þið fóruð að búa í Reykjavík þá
opnuðuð þið heimilið fyrir mér og
ég dvaldi oft í 4-5 vikur í lækna-
ferðum og Þorgils keyrði mig
fram og til baka og ég fann að þið
tölduð það sjálfsagt. Já, Silla mín,
ég dáðist að krafti þínum, góðvild
og kærleika þínum. Þú dáðir dæt-
urnar þrjár og kenndir mér margt
með æðruleysi þínu. Oft voru
margir gestir hjá ykkur en alltaf
pláss til að fá að gista. Þú varst
stórkostleg húsmóðir, alltaf hlaðið
borð bæði af brauði og mat. Ég
skildi stundum ekki hvernig þú
komst yfir þetta allt en þú gerðir
allt með gleði og hógværð og vildir
alltaf hjálpa öllum. Við hjónin
dvöldum oft hjá ykkur og nutum
blessunar af nærveru ykkar og þið
komuð aldrei til Akureyrar án
þess að koma við hjá okkur.
Elsku Silla, minning þín mun
lifa í hjarta okkar. Minningin um
einstaka manneskju og góða móð-
ur sem fegraði svo sannarlega lífið
og ég trúi því að Þorgils hafi beðið
þín og þið brunið saman af stað að
skoða landið okkar. Kæra Silla
frænka, Guð umvefji þig kærleika
sínum og gefi þér sinn frið. Elsku
Sigrún, Hafdís, Elsa og fjölskyld-
an öll, við vottum ykkur innilega
samúð okkar og þökkum allt. Guð
styrki ykkur og blessi.
Kveðja frá
Vilborgu, Jóni og fjölskyldu,
Akureyri.
Sigurveig
Sigþórsdóttir
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.