Morgunblaðið - 04.07.2019, Side 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
stjóri í viðskiptaráðuneytinu um
árabil og var mjög vel liðinn í því
starfi.
Atli var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Halina, fædd í Krakow í
Póllandi. Þau kynntust er þau
voru við nám við háskólann í Nott-
ingham á Englandi. Halina er
jarðeðlisfræðinur að mennt.
Skömmu eftir að þau fluttu til Ís-
lands hóf hún störf hjá Orkustofn-
un. Halina varð fljótt altalandi á
íslenska tungu og talar málið enn
lýtalaust þrátt fyrir áralanga bú-
setu í Bandaríkjunum.
Seinni kona Atla er Þorgerður
Jónsdóttir, læknaritari, fædd á
Borgarhóli í Eyjafirði. Þau hjón
bjuggu fyrst á Skólavörðustíg, en
fluttu í nýja íbúð í Lindahverfi í
Kópavogi skömmu fyrir andlát
Atla. Þau áttu einnig íbúð á Ak-
ureyri, en þaðan var stutt að
keyra á æskuslóðir Þorgerðar.
Að leiðarlokum þakka ég mági
mínum fyrir skemmtilegar sam-
verustundir og tíð heimboð á
heimili þeirra hjóna. Far þú í friði,
kæri mágur.
Daníel Guðnason.
Við Atli Freyr kinkuðum kolli
hvor til annars í áravís áður en til
góðrar vináttu dró. Hittumst
stundum á fundum; á vettvangi
Samvinnuhreyfingarinnar sem
eitt sinn var og á krossgötum
Stjórnarráðsins – fundum eða
stígum Arnarhóls. Atli Freyr var
maður sem tekið var eftir; virðu-
legur í fasi, klæðaburði og tali;
kunni sig meðal þjóða. Prótokoll-
inn kunni hann utan að.
Atli Freyr var mikill félags-
málamaður og lærður í þeim fræð-
um frá University of Nottingham
og Háskóla Íslands. Félagsmálin
sem og áhugi Atla á landi og þjóð
leiddu sjálfkrafa til þess að í hinni
daglegu umræðu um menn og
málefni var hann hafsjór af fróð-
leik. Hann hafði gaman af góðum
sögum en lék sér einnig að því að
segja sjálfur frá og hverja sögu
bætti hann með orðkynngi og
græskulausum húmor.
Lengst af var Atli Freyr skrif-
stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu
– allt þar til það ráðuneyti og önn-
ur runnu saman og/eða sundruð-
ust. Þá fannst Atla Frey dags-
verki sínu sæmilega lokið og kaus
að draga sig í hlé.
Það var á þessum tímapunkti,
þegar ráðuneyti hans flutti inn á
landbúnaðarráðuneytið, það var
tímabundið, að til vináttu dró með
okkur Atla, sem báðir nutu. Þessir
umbrotatímar kölluðu á alls konar
breytingar á húsnæði, vinnu-
brögðum og afgreiðslu mála sem
gamalreyndir, skildu oft lítið í.
Eftir nokkrar prufur á einhverju
nýju rann þetta nú samt oftast aft-
ur í sama farveginn. Atla mínum
leist stundum ekki á blikuna, hafði
samt lúmskt gaman af þessu öllu
en fannst stundum prótokollinn
vanta. Þetta voru samt á margan
máta ánægjulegir tímar og á kaffi-
stofunni voru málin rædd og kruf-
in. Þá naut Atli Freyr sín vel.
Flugmælskur á gullaldarmáli,
vitnaði í gamla karla, spakar kon-
ur, sérvitringa og stórskáld og frá
honum runnu orðtök og meitlaðar
setningar. Talaði gjarnan þvert
um hug sér til þess eins að ganga
fram af þeim sem á hlýddu en
brosti svo og skellti upp úr.
Gott var að líta inn hjá Atla
Frey og frú Þorgerði – eins og
hann kallaði jafnan konu sína,
hvort heldur það var á Skóla-
vörðustígnum, Akureyri eða nú
síðast í Kópavoginum. Sest að
kaffi, sagðar fréttir og spekúlerað
um dægurmálin eða liðna tíð.
Skiptst var á bókum og einstakar
bækur sem Atli taldi mér hæfa,
áritaði hann og gaf. Við hjónin
heimsóttum þau Þorgerði og Atla
í nýja og fallega íbúð þeirra á Ak-
ureyri. Nutum ríkulegs kvöld-
verðar, spjölluðum og svo beið
uppbúið gestaherbergið. Við nut-
um þess að fá þau norður í Nýhöfn
á Melrakkasléttu og geta launað
næturgreiðann; aka um Sléttuna
og fá að kynna þeim sögu hennar,
búendur og býli.
Síðustu misserin hrakaði heilsu
Atla Freys – samt hress er ég kom
fyrir ekki löngu og leit málverkum
skreytta nýja íbúð þeirra í Lind-
unum, hvar sólarlags lífsins skyldi
notið. Því kom mér það á óvart er
Þorgerður sagði mér lát hans. Atli
Freyr kvaddi of fljótt og hans
sakna ég og fleiri af lífsins sviði.
Þorgerði og fjölskyldunni send-
um við Kristjana okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Farðu sæll, kæri vinur. Friður
Guðs þig blessi.
Níels Árni Lund.
Ég kynntist Atla Frey Guð-
mundssyni, ungum manni, snöfur-
legum og glaðbeittum, þá fram-
kvæmdastjóra Sambands ungra
framsóknarmanna. Fljótlega
bundumst við vináttuböndum sem
stóðu allt til hinsta dags Atla. Það
sem mér fannst einkenna Atla
öðru fremur var lífsgleðin sem var
förunautur hans alla tíð þótt
stundum bjátaði ýmislegt á rétt
eins og gerist og gengur. Það var
sama hvað það var, alltaf gekk
hann keikur frá þeim lífsins leikj-
um, bognaði kannski um stund en
brotnaði aldrei. Það má segja að
við höfum verið nánast í stöðugu
sambandi alla tíð, hvort heldur
með því að heilsa upp á hvor ann-
an eða hringjast á. Sama var, yfir-
leitt fór ég alltaf léttari í lund af
þeim fundum og eftir þau samtöl.
Atli hafði þannig lag á því með
húmor sínum, orðheppni og
fyndni að létta mönnum lífið. Ég
var vissulega ekki sá eini sem
þessa hefur notið því að hann var
vinmargur, umgekkst og þekkti
fjölda fólks. Um skeið áttum við
hesta, stunduðum hestamennsku
eins og stundum er kallað. Þar
kom og mjög við sögu sameigin-
legur vinur okkar Þorgeir Örlygs-
son. Við höfðum um skeið aðstöðu
á Teigi í Mosfellssveit og stund-
uðum þaðan útreiðar um nágrenn-
ið vetur og vor. Eigum við allir
margar góðar minningar frá þeim
dögum. Atli aðstoðaði reyndar um
árabil Íshestamenn, einkum Guð-
mund Birki Þorkelsson, í ferðum
þeirra yfir Kjöl norður í Skaga-
fjörð en aðallega voru það útlend-
ingar sem í þeim ferðum voru.
Hann var vel mæltur á ensku eftir
nám sitt á Englandi og átti því létt
með að umgangast hina erlendu
ferðamenn og líta til með þeim.
Það má nefna til marks um vin-
sældir Atla að þegar dró að fimm-
tugsafmæli hans stóð svo á að
hestar hans voru komnir að fótum
fram. Við vinir hans efndum þá til
fjársöfnunar, undir forystu Sigur-
jóns Björnssonar sálfræðings, til
að kaupa hest handa honum í af-
mælisgjöf. Var ekki að sökum að
spyrja að svo mikið fé safnaðist að
við gátum keypt tvo hesta í stað
eins sem ætlunin hafði verið. Ekki
var það verra.
Atli var tvígiftur. Fyrri kona
hans er pólsk, Halina Bogadóttir.
Þau eignuðust tvö börn, Svövu
Maríu og Guðmund Pál. Halina
fluttist til Bandaríkjanna skömmu
eftir skilnaðinn með bæði börnin,
þar sem þau öfluðu sér góðrar
menntunar og hafa búið síðan. Atli
hafði alltaf náið samband við börn-
in, og lagði áherslu á að þau héldu
íslenskunni við. Síðari kona Atla
er Þorgerður Jónsdóttir frá Borg-
arhóli í Eyjafirði og á hún eina
dóttur Sigríði Örnu. Ég veit ekki
hvort hægt er að kalla það svo að
Atli hafi gengið henni í föður stað,
en víst er að ágætt samband var á
milli þeirra alla tíð. Atli átti við
mikil veikindi að stríða síðustu
mánuðina og stóð Þorgerður alltaf
sem klettur í því erfiða stríði. Nú
er þessi góði drengur og vildarvin-
ur allur og söknuðurinn og minn-
ingarnar komnar í hans stað. Við
Margrét og dætur okkar sendum
Þorgerði og dóttur hennar, börn-
um Atla og öllum ættingjum og
venslamönnum beggja innilegar
samúðarkveðjur.
Friðgeir Björnsson.
Fleiri minningargreinar
um Atla Frey Guðmunds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ OddgeirBjörnsson
fæddist í Reykjavík
27. janúar 1957.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 21. júní
2019.
Foreldrar hans
voru Sigrún Odd-
geirsdóttir, f. 18.
maí 1937, d. 12.
ágúst 2012, og
Björn B. Kristjánsson, fyrrver-
andi kaupmaður, f. 25. mars
1933. Oddgeir var elstur fimm
systkina. Systkini hans eru:
Matthías, f. 26. febrúar 1960,
maki Anna Elínborg Gunn-
arsdóttir; Birna Rún, f. 29. maí
Jón Leópold, f. 23. október 1980.
Oddgeir ólst upp í Álfheimum
til unglingsáranna og síðan í
Skriðustekk í Neðra-Breiðholti.
Hann lauk gagnfræðanámi frá
Breiðholtsskóla. Oddgeir stund-
aði nám við Iðnskólann í Reykja-
vík og lauk þaðan sveinsprófi í
múraraiðn.
Oddgeir starfaði mestan hluta
starfsævi sinnar við múraraiðn
og sjómennsku. Helstu áhugamál
hans á yngri árum voru júdó,
skíði og golf. Oddgeir var einnig
virkur í skátunum á unglingsár-
unum. Hann stundaði síðar
hestamennsku og veiði, útivera í
náttúrunni með fjölskyldunni
átti hug hans allan. Oddgeir var
búsettur í Reykjavík.
Oddgeir verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag, 4. júlí
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
1966; Hildur Rún, f.
27. október 1969;
Kristján, f. 5. maí
1972, d. 11. sept-
ember 2000.
Eftirlifandi maki
Oddgeirs er Rósa
Ingibjörg Jóns-
dóttir, f. 31. mars
1963. Þau gengu í
hjónaband hinn 20.
júlí 1985. Börn Odd-
geirs og Rósu eru: Sigrún, f. 12.
september 1985, sambýlismaður
hennar er Ólafur Friðrik, og
Oddgeir Hlífar, f. 10. maí 1994.
Sonur Oddgeirs er Sigurður
Björn, f. 29. júní 1981. Sonur
Rósu og stjúpsonur Oddgeirs er
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hinsta kveðja, elsku drengur-
inn minn, þinn
pabbi.
Þegar ég byrjaði að huga að
þessum texta datt mér fyrst í hug
að rifja upp fyrstu minningu
mína um pabba. Hún er sennilega
af okkur í sumarbústaðaferð þar
sem ég fann villt jarðarber ná-
lægt eldfjalli, en eflaust á ég eldri
minningar. Mörgum árum síðar
kaupum við smálandskika með
útsýni yfir fyrrnefnt eldfjall þar
sem ég sá fyrir mér að heim-
sækja pabba minn háaldraðan í
faðmi mömmu. En svo varð ekki,
því miður.
Í vetur komu upp aðstæður
sem leiddu til þess að ég ákvað að
taka mér námshlé frá skólanum.
Það var sama hvað ég reyndi að
halda mig við efnið; það gekk
ekki.
Vegna þessa gafst mér tími
með pabba uppi í hesthúsi á
hverjum degi. Ég sá svolítið eftir
ákvörðuninni þegar leið á vorið,
en núna skil ég hvers vegna þetta
átti að vera svona, öðru hefði ég
tekið nærri mér.
Við þessi skrif hef ég velt fyrir
mér hvort ég ætti að beina orðum
mínum að pabba sjálfum eða til
ykkar sem enn eru hér. Pabbi
vissi hversu mikið mér þykir
vænt um hann og hef nú þetta að
segja við hann:
Ég vona að himnaríki sé uppi á
kaffistofu eftir að við höfum tekið
húsið saman.
Sigrún.
Ástkær bróðir minn er látinn,
langt um aldur fram. Hoggið er
aftur skarð í systkinahópinn og
verður líf okkar aldrei samt héð-
an í frá. Það er ekkert sem fyllir
skarðið fyrir stóra bróður.
Mig langar minnast þín í
nokkrum orðum, elsku bróðir.
Þú varst mín stoð og styrkur í
gegnum farinn veg og þegar ég
lít til baka þá varst það þú sem ég
leitaði til þegar eitthvað bjátaði á.
Styrkur þinn var einstakur og
þolið mikið, bæði andlega og lík-
amlega.
Þú bjóst yfir ótrúlegu þreki og
þrautseigju. Það var stundum
nóg að heyra rödd þína ef eitt-
hvað bjátaði á og allt féll á réttan
stað að nýju.
Þú varst ávallt verndandi og
umvefjandi þegar á þurfti að
halda. Ég veit að söknuðurinn á
eftir að verða mikill, því tenging
okkar var sterk. Það rann oft í
gegnum hugann hvað ég væri rík
að eiga öll þessi systkini og stolt
var ég af elsta bróður mínum.
Þú hafðir einstaklega góða
nærveru og laðaðir að þér fólk,
því það var yfir þér ró og friður.
Það var auðvelt að nálgast þig og
þú varst alveg laus við að dæma
aðra. Það var líka stutt í glettnina
og húmorinn og oft gaman að
spjalla við þig yfir kaffibolla. Þú
varst alltaf hreinskiptinn og án
þess þó að særa aðra og speglaðir
sannleikann, sem er mikil kúnst.
Það var engin tilgerð til staðar,
að vera sannur var þitt hjartans
mál. Það bjó í þér villt orka sem
þér tókst að temja fallega með ár-
unum. Mér þykir mjög vænt um
að hafa þitt fallega handverk allt í
kringum mig núna á heimili
mínu. Það kom aldrei neinn ann-
ar til greina til að sinna því verki.
Þú fékkst þinn skerf af mótlæti
og áföllum, þannig að manni
fannst alveg nóg um. Kannski var
þol þitt meira en líkaminn þoldi.
Þegar þú varst búinn að
ákveða að taka eitthvað að þér,
þá skoraðist þú aldrei undan
þeim verkefnum sem þessi jarð-
vist færði þér. Nú er þessu lífs-
hlaupi lokið, elsku bróðir.
Það er sárt að horfa á eftir
systkinum sínum, en svona er
lífsgangurinn. Við fjölskyldan
höfðum orð á því að andlát þitt
væri nú ekki tímabært, kallið þitt
kom snemma og það eina sem við
getum gert er að takast á við
sorgina með æðruleysi.
Megir þú yfirgefa þessa jarð-
vist með frið og sætti í hjarta,
elsku bróðir, þar til við hittumst á
ný.
Þú elskaðir og varst elskaður,
taktu það veganesti með þér.
Megi börnin þín og aðrir ná-
komnir þér öðlast styrk til að tak-
ast á við sorgina. Eigðu þakkir og
blessun fyrir að vera mér sá
bróðir sem þú varst.
Þín systir
Birna Rún
Oddgeir Björnsson
✝ Jón Gústafssonfæddist í
Reykjavík 30. júní
1948. Hann varð
bráðkvaddur 25.
júní 2019.
Foreldrar hans
voru Gústaf Pálm-
ar Símonarson
prentari, f. 29.
október 1922, d.
28. ágúst 2017, og
kona hans Lilja
Ingibjörg Sigurjónsdóttir hús-
móðir, f. 31. mars 1927. Systk-
ini Jóns eru Sveinn Þórir,
prentari, f. 5. maí 1945, Mar-
grét, prentsmiður og svæða-
nuddari, f. 16. júní 1953, Rík-
harður, húsgagnasmiður, f. 3.
febrúar 1957, og Ólafía, prent-
smiður og leikskólakennari, f.
12. mars 1965.
Jón kvæntist
Sigrúnu Sighvats-
dóttur, f. 19. febr-
úar 1946, kennara
í Reykjavík, 5. júní
1976. Foreldrar
hennar voru Sig-
hvatur Gunnars-
son, f. 31. ágúst
1915, d. 4. nóv-
ember 1990, hús-
gagnasmiður, og
Ása Gísladóttir, f.
11. desember 1917, d. 18. des-
ember 2005, bókari. Sigrún og
Jón eignuðust þrjá syni. Þeir
eru: 1) Sighvatur, f. 27. janúar
1977, kvæntur Eddu Selmu
Márusdóttur, f. 3. september
1977. Synir þeirra eru Brynj-
ar, f. 2004, Eyþór Ingi, f. 2008,
og Viggó Darri, f. 2011. 2)
Gústaf, f. 26. janúar 1980. 3)
Gylfi, f. 7. ágúst 1982, sam-
býliskona og unnusta er Guðný
Ásgeirsdóttir, f. 15. janúar
1982. Sonur þeirra er Benja-
mín Ásgeir, f. 11. febrúar
2019. Sonur Gylfa úr fyrri
sambúð er Jón Árni, f. 4. sept-
ember 2008.
Jón gekk í Langholtsskóla
og síðan í Iðnskólann í Reykja-
vík þaðan sem hann lauk
meistaranámi í prentiðn, off-
setiðn, skeytingu og plötugerð.
Hann starfaði í ýmsum prent-
smiðjum í Reykjavík og rak
Prentsmiðjuna Rún með föður
sínum og bróður um nokkurra
ára skeið. Hann stofnaði og
rak hreingerningafyrirtæki í
Reykjavík, síðast Bónbræður
ásamt Ómari Valgeirssyni. Jón
gegndi félags- og trúnaðar-
störfum í prentiðninni um
margra ára skeið.
Útför Jóns fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 4. júlí
2019, klukkan 13.
„Sjá, tíminn, það er fugl sem flýgur
hratt,
hann flýgur máske úr augsýn þér í
kveld.“
Niðurlag þessa vísubrots úr
Rubayat datt mér í hug er ég
frétti af andláti svila míns Jóns
Gústafssonar sem lést 25. júní
sl. Kynni mín af Jóni hófust árið
1976 en Jón hafði þá kynnst
Sigrúnu eiginkonu sinni. Fljót-
lega komumst við að því að við
vorum nokkuð skyldir því ég og
Gústaf, faðir Jóns, vorum þre-
menningar. Ég vissi skv. frá-
sögn móður minnar að Sigríður
Halldórsdóttir (f. 1835) formóð-
ir okkar hafði verið sagnafróð
mjög og kunnað ógrynni af vís-
um sem hún miðlaði til afkom-
enda sinna. Kvaðst móðir mín
sem barn muna óljóst eftir
sagnafróðleik hennar og vísna-
kunnáttu þar sem hún ólst upp
við kné hennar á Breiðabólstað
á Skógarströnd á sínum tíma.
Ég held að Jón hafi á margan
hátt erft sagnagáfu áðurnefndr-
ar formóður okkar, því ávallt
þegar maður hitti hann hafði
hann frá einhverju nýju að
segja og þá með sínum sérstaka
frásagnarmáta. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á málefnum
líðandi stundar og lét þær
óspart í ljós þegar maður hitti
hann.
Jón byrjaði ungur að vinna
fyrir sér og vann við sveitastörf
fyrstu árin og var á sjó um
tíma. Hann hóf síðan prentnám
en faðir hans, Gústaf Símonar-
son var prentari og hafði unnið
við þá iðngrein í fjölda ára. Jón
var áhugasamur varðandi iðn-
grein sína og miðlaði oft af
þekkingu sinni til okkar á þeim
vettvangi. Þegar hann var á
miðjum aldri urðu miklar breyt-
ingar í prentiðnaðinum með til-
komu tölvutækninnar og ljóst
að miklar breytingar voru í
vændum. Jón tók æðrulaus og
fagnandi á móti nýrri tækni á
þeim vettvangi þegar tölvur
komu fram.
Fljótlega þrengdi þó það
mikið að starfandi prenturum
að þeir urðu að hasla sér völl á
öðrum vettvangi. Þegar svo var
komið ákvað Jón að venda sínu
kvæði í kross og stofna hrein-
gerningarfyrirtæki. Hóf hann
rekstur á þeim vettvangi ásamt
félaga sínum og gekk sú starf-
semi nokkuð vel. Í þeirri starfs-
grein var auðvitað líka hart bar-
ist og byggðist starfsemin mikið
á vinnu fyrir opinber og stærri
fyrirtæki og þar þurfti oft fara í
gegnum flóknar útboðsreglur
og skilmála. Þrátt fyrir harða
samkeppni hélt hann sínu striki
og veit ég ekki annað en þar
hafi Jón og félagar skilað góðu
verki.
Fyrir um hálfum mánuði fór-
um við Ólöf í sumarbústað okk-
ar fyrir austan fjall og í baka-
leiðinni komum við við hjá Jóni
og Sigrúnu í bústað þeirra við
Reykjavelli í Biskupstungum.
Það var einstaklega gott veður
og var okkur boðið upp á kaffi á
veröndinni þar sem við sátum
drykklanga stund og ræddum
málin. Jón var eldhress og hafði
verið við smíðar og dyttað að
bústaðnum og síst hefði manni
dottið í hug að hann ætti aðeins
fáeina daga eftir í þessari jarð-
vist. Á þessum sólríka degi
kvaddi ég Jón þetta síðdegi
þarna á sólpallinum við bústað-
inn með þéttu handtaki og bjóst
við að við myndum sjást innan
ekki svo langs tíma. Það fór á
annan veg en ég þykist vita að í
þeim veruleika sem við tekur að
loknu þessu jarðlífi munum við
hittast aftur í sólskini. Blessuð
sé minning Jóns Gústafssonar.
Þorvaldur Bragason.
Jón Gústafsson
Ástkæra eiginkona mín, móðir, dóttir
og tengdadóttir,
BIRNA SIF BJARNADÓTTIR,
skólastjóri Ölduselsskóla,
varð bráðkvödd á heimili sínu
fimmtudaginn 27. júní.
Útförin verður frá Grafarvogskirkju 15. júlí klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir.
Bjarki Þórarinsson
Ronja Ruth
Birgitta Sigríður
Birta Dís
Sigríður Ólafsdóttir Bjarni Þ. Bjarnason
Birgitta Guðnadóttir Þórarinn Þórarinsson
og fjölskylda