Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 ✝ Björn Ásgeirs-son fæddist í Reykjavík 5. febr- úar 1933. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykja- vík 25. júní 2019. Foreldrar Björns voru Ásgeir Jóns- son járnsmiður, f. 29.11. 1901, d. 28.9. 1975, og Jóhanna Ingibjörg Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 27.4. 1910, d. 11.1. 1980. Björn var elstur þriggja bræðra. Eftirlifandi bræður Björns eru Jón Snorri, f. 1937, og Sigurður, f. 1945. Fjölskyldan átti heima í Hveragerði fram til 1941, en þá flutti hún til Reykjavíkur og síð- ar í Kópavog. Björn lærði járnsmíði, með plötusmíði sem sérgrein, og starfaði við það í nokkur ár. Síð- ar starfaði hann sem verslunar- maður, m.a. hjá Skeljungi við Suðurlandsbraut 4. Þar kynntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni Stein- unni Ósk Magn- úsdóttur sem hann kvæntist 5. febrúar 1963. Þau eiga sam- an tvær dætur: Jó- hönnu Björnsdótt- ur, f. 1965, sambýl- ismaður: Halldór Magnússon. Guð- björgu Björnsdóttur f. 1972, maki Gunnar Birgir Sigurgeirs- son. Björn á einnig syni úr fyrra sambandi: Jón Ingólf Björnsson, f. 1955, og hjónabandi: Ásgeir Björnsson, f. 1959, maki: Alma Ernstsdóttir Kobbelt. Steinunn Ósk átti eina stúlku úr fyrra sam- bandi: Fanneyju Möggu Jóns- dóttur, f. 1959. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin tvö og tvö á leiðinni í ágúst. Útförin fer fram frá Selja- kirkju í dag, 4. júlí 2019, klukkan 13. Það er fallegur vordagur. Frekar kalt í veðri en bjart. Við rennum í hlað við sumarhúsið í landi Halakots. Gróðurinn skyggir á húsið en þegar ég stíg út úr bílnum og geng í áttina að hliðinu þá sé ég móta fyrir Bjössa sem er að vinna fyrir ut- an húsið. Ég fer í gegnum hliðið og labba í áttina til hans. Bjössi er að færa til spýtur. Safna í eldivið sem hann ætlar að setja í kamínuna um kvöldið. Hann er búinn að vera að laga strompinn, það þarf að þétta hann og sjá til þess að ekkert fari nú úrskeiðis þegar kveikt er upp í notalega kotinu þeirra. Hann fer hægt yf- ir, íhugar vel hvert skref og skoðar hvar hann á að láta frá sér spýturnar. Hann sér okkur nálgast og heilsar glaðlega. Einhvern veginn svona er minningin sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til hans Bjössa, tengdapabba míns. Sum- arhúsið hans og Óskar er svo sannarlega notalegt. Smíðað af þeim báðum og það í einhverju mesta rigningarsumri í manna minnum. Þó að ég hafi ekki verið kominn í fjölskylduna þegar sú smíði átti sér stað þá get ég svo sannarlega séð það fyrir mér. Efnið í húsið var fengið héðan og þaðan. Passað var upp á að nýta allt, engu var hent. Það var alltaf svo gaman að heimsækja þau hjónin í Halakot. Þarna voru verkefnin ekki af skornum skammti og Bjössi undi sér vel. Við gátum endalaust rætt um það næsta sem þurfti að gera. Bolta sem þurfti að herða eða rúður sem þurfti að skipta um. Síðan var grillað og skipti þá engu hvort veðrið bauð upp á það. Ef veður var vont þá gerð- um við bara skjól úr segli og hjólbörum og svo var kveikt upp í kolagrillinu. En það var ekki bara grillað. Matarvenjur Bjössa vöktu alltaf mikla athygli og það var mikið hlegið að hnausþykka smjörlaginu sem hann smurði á rúgbrauðið og sultunni í bláu fötunni sem hann setti vænan skammt af á brauðsneiðina. Ég var svo lánsamur að fá að þekkja hann Bjössa í yfir 30 ár. Þeir eru ófáir kaffibollarnir sem við Bjössi drukkum saman. Það var spjallað um þjóðmálin, veðr- ið, náttúruna og hvað eina. Það var alltaf svo notalegt að setjast við hliðina á honum og heyra sögurnar hans, en þær kunni hann margar. Hann hafði unun af því að rifja upp gamla tíma. Fólkinu sem hann kynntist á lífsleiðinni. Stöðunum sem hann heimsótti. Viðburðunum sem hann tók þátt í. Bjössi hafði ein- staklega gaman af því að ræða um dýr og það þurfti mikið að ræða nýjustu dýralífsmyndirnar og sérstaklega ef þær fjölluðu um hvali eða önnur sjávardýr. Svo voru það orðaleikirnir. „Ég hitti einu sinni mann sem fékk sér oft kakó, hann var kall- aður Síkakó!“ sagði hann einu sinni og þann frasa notuðum við oft. Hann hafði líka einstaklega gaman af því að rifja upp hnyttin kvæði eða vel ortar vísur. Sjálfur var Bjössi af og til að yrkja ljóð. Stundum fékk ég að berja kveð- skapinn augum og ég hef það á tilfinningunni að hann hefði get- að ort heilu ljóðabækurnar en þetta varð aldrei annað en áhugamál. Auðvitað var ekki langt að sækja hæfileikann til að yrkja. Það er mér minnisstætt þegar við fórum öll saman til Spánar. Það eina sem Bjössi keypti til að taka með heim voru orðabækur en tungumálaáhug- inn var mikill. Það var alltaf stutt í hlátur- inn. Hann hafði einstaklega gaman af því að láta aðra hlæja og hlæja með þeim. Það var ótrúlegt að fylgjast með Bjössa í veikindunum, því þrátt fyrir erf- iðan sjúkdóm var alltaf stutt í grínið. Ég kveð þig með söknuði, Bjössi minn. Barnabörnin þín munu sakna þess að geta ekki heilsað upp á þig. Þau hafa alltaf haft dálæti á þér og munu sakna þín mikið. En þau, og við hin sem fengum að kynnast þér, sitj- um eftir með minningar um góð- an mann. Elsku Bjössi, hvíl í friði. Ég er ekki búinn að gleyma fyrri- partinum sem þú lést mig hafa einu sinni og ég náði aldrei að botna. Ég er ekki búinn að gef- ast upp og ég held að ég nái ein- hvern tímann að sýna þér seinni- partinn. Gunnar B. Sigurgeirsson. Björn bróðir minn lést fyrir nokkrum dögum á hjúkrunar- heimilinu Eir og hafði þá í nokk- ur ár þjáðst af heilahrörnun og meðfylgjandi annarri hrörnun. Það var sorglegt að fylgjast með því hvernig sjúkdómurinn dró úr honum allan mátt, smátt og smátt, bæði til sálar og líkama, en sá máttur hafði lengst af ver- ið bæði mikill og notast honum til góðra verka. Bjössi fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hveragerði fyrstu árin þar sem faðir okkar, sem var járnsmiður, starfaði við upp- byggingu mjólkurbús og gróð- urhúsa. Árið 1941 fluttist fjöl- skyldan aftur til Reykjavíkur, og líklega hefur það meðal annars, og kannski fyrst og fremst, staf- að af því að drengurinn hafði hrasað þar sem hann var að leika sér og farið með vinstra hnéð ofan í hver og brennst illa. Foreldrum okkar hefur ekki lit- ist vel á framhaldið því nú var ekki einungis bróðir minn í hættu, ég var kominn til sög- unnar og aldrei að vita hverju ég tæki upp á. Þess má geta, svona í leiðinni, að þegar Hekla gaus, nokkrum árum síðar, opnaðist hver undir húsinu okkar, sem verið hafði, og lagði það í rúst. Eftir slysið var Bjössi lagður inn á Landakotsspítala og þjáð- ist mikið. Að lokum var hann sendur heim, langt frá því að vera orðinn heill, eftir því sem móðir mín sagði mér, og það var ekki fyrr en Erlingur grasa- læknir tók málið að sér að skrið- ur komst á batann. Ekki var þó allt komið í lag þar með því drengurinn reyndist vera með „bólgna kirtla bak við lungun“ eins og það hét þá, en hefur lík- lega verið með berkla, að því er mér skilst. Út af þessu var hann máttlítill og kulvís. Honum gekk því ekki vel í leikfimi til að byrja með og kennarinn tók hann út úr hópnum, benti hinum drengjun- um á hann og hæddi hann fyrir að vera svona mikil skræfa. Seinna lá hann heilan vetur á Landspítalanum vegna þessara veikinda. Þótt bernskan hafi verið svona erfið stóð hann sig afar vel í skóla og náði sér seinna upp úr veikindunum, varð bæði stór og sterkur og gekk prýðisvel í námi og starfi. Hann tók gagnfræða- próf eins og þá tíðkaðist og fór seinna að læra járnsmíði í Landssmiðjunni. Þá hafði hann meðal annars verið á síld fyrir norðan, unnið við hafnargerð á Bakkafirði og í pylsusjoppu í miðbænum. Pilturinn tók glæsilegt sveins- próf í járnsmíðinni og vann svo áfram í Landsmiðjunni í nokkur ár og fleiri smiðjum eftir það, en að lokum söðlaði hann um og gerðist verslunarmaður, lengst af hjá Skeljungi og hjá frændum okkar, þeim Kjartani og Ólafi Sigurðssonum. Hjá Skeljungi starfaði einnig Steinunn Ósk Magnúsdóttir sem varð svo mág- kona mín. Þau giftu sig á þrí- tugsafmæli Bjössa og eignuðust dæturnar Jóhönnu, sem er gjaldkeri, og Guðbjörgu sem er grafískur hönnuður. Fyrir átti Ósk dótturina Fanneyju Möggu iðjuþjálfa og Bjössi synina Jón Ingólf, sem er mikill völundur og hefur lengi búið í Noregi, og Ásgeir, sem er líffræðingur og starfar hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur. Nú eigum við um sárt að binda, bræðurnir sem eftir lif- um, Sigurður og ég, því Bjössi var okkur afar kær. Jón Snorri Ásgeirsson. Björn Ásgeirsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ARNHEIÐUR HELGADÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Fossheimum 30. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju mánudaginn 8. júlí klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi Þorvaldsson Þórey Hilmarsdóttir Þorvaldur Þorvaldsson Erlín K. Karlsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR GEIR ÞORSTEINSSON, Móaflöt 45, Garðabæ, lést fimmudaginn 26. júní. Útför hans verður gerð frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 9. júlí klukkan 13. Ingveldur Björg Stefánsdóttir Stefán Árni Einarsson Sigurrós Ragnarsdóttir Þorsteinn Einarsson Ásta Sigrún Helgadóttir Guðni Geir Einarsson Andrea Gerður Dofradóttir Áslaug Einarsdóttir Einar Örn Ólafsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR STURLUDÓTTIR, lést hinn 28. júní á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram föstudaginn 5. júlí klukkan 13 frá Grafarvogskirkju. Þórunn Þorláksdóttir Þorgeir Jónsson Herborg Þorláksdóttir Guðsteinn Þorláksson Lindsey Hillier-Tate Ólafur Magnús Þorláksson Ragnheiður Þorláksdóttir barnabörn og langömmubörn Okkar kæra MAGNA ÁSMUNDSDÓTTIR frá Skálanesi, Urðarteigi 11, Neskaupstað, lést fimmtudaginn 27. júní. Útför hennar verður gerð frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 5. júlí klukkan 14. Þóroddur Már Árnason Ása Jarþrúður Jónasdóttir Ove Hansen Jóna Járnbrá Jónsdóttir Gísli Ingvason Ásmundur Jónsson Rosmarie Jónsson Jón Gunnar Jónsson Laisy Mörköre barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn Okkar hjartfólgni faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, DAGFINNUR STEFÁNSSON flugstjóri, sem lést sunnudaginn 16. júní, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 10. júlí og hefst athöfnin klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Inga Björk Dagfinnsdóttir Stefán Dagfinnsson Leifur Björn Dagfinnsson Hlín Bjarnadóttir Íris Stefánsdóttir Kjartan Freyr Jónsson Áslaug Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, amma, langamma og sambýliskona, EYGLÓ ANNA SIGURÐARDÓTTIR, Suðurgötu 85, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. júní. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 11. júlí klukkan 13. Ágústa Árnadóttir Sigurður Bjarnason Þorbjörg Sólbjartsdóttir Árni Freyr Einarsson Fannar Sólbjartsson Erla Ösp Lárusdóttir Einar Ingi Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANDREA GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum þriðjudaginn 25. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 10. júlí klukkan 13. Ólafía Sigurðardóttir Kristján T. Sigurðsson Hringur Sigurðsson Guðrún Sigurðardóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis í Hamraborg 16, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 24. júní. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 8. júlí klukkan 13. Ásmundur Halldórsson Sigrún Harðardóttir Helga Guðný Halldórsdóttir Bjarni Guðberg Halldórsson Annika María Frid barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir og bróðir, BRIAN HENRY ROFF, lést á heimili sínu í Sacramento, Kaliforníu, sunndaginn 16. júní. Patricia Julie, Kelsie, Arnold, Stefanía, Allan og Kristín Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RAGNAR NIKULÁS CHRISTIANSEN, Fljótsmörk 6-12, Hveragerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn 27. júní. Útför fer fram frá Hveragerðiskirkju 8. júlí klukkan 14. Ásta Borg Jóhannsdóttir og fjölskylda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.