Morgunblaðið - 04.07.2019, Side 56
Áramótaskaupsins 2018 sem fékk
Edduna sem skemmtiþáttur ársins.
Katrín hefur getið sér gott orð
sem söngkona. „Síðustu ár hefur
verið alveg gífurlega mikið að gera í
tónlistarlífinu en ég næ að sinna því
Menningarverðlaun DV fyrir Elly.
Hún lék í Sýningunni sem klikkar í
Borgarleikhúsinu og Bæng síðast-
liðinn vetur ásamt Elly. Fyrir sjón-
varp lék hún Guðrúnu í Ófærð, seríu
2, og var einn af handritshöfundum
K
atrín Halldóra Sigurð-
ardóttir fæddist 4. júlí
1989 í Reykjavík, ólst
upp í Mosfellsbæ til 10
ára aldurs og flutti þá
austur í Neskaupstað. „Eftir að ég
kláraði Nesskóla fór ég í Verk-
menntaskóla Austurlands í götunni
fyrir ofan grunnskólann, tók stúd-
entinn á þremur árum og kláraði
2008.“
Eftir útskrift flutti Katrín til
Reykjavíkur og starfaði á Mokka
cafe á Skólavörðustíg ásamt því að
vera í Götuleikhúsinu í Reykjavík og
Stúdentaleikhúsinu á kvöldin. „Ég
hef starfað við hin ýmsu störf og
aukastörf, t.d. á vertíð í frystihúsinu
í Neskaupstað, við skúringar á
Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup-
stað, kokkur í Öskju – Hjallastefnu-
leikskóla Reykjavík og í eldhúsi og
sal á hinum ýmsu veitingastöðum í
Reykjavík t.d. Gló og Happi og Tei
& kaffi.“
Katrín fór til Danmerkur í söng-
nám við Complete Vocal Institute í
Kaupmannahöfn 2009, fór á sumar-
námskeið í leiklist í LAMDA 2010,
stundaði söngnám á djass- og rokk-
braut við FÍH 2011, stundaði nám á
leikarabraut við Listaháskóla Ís-
lands 2012-2015 og útskrifaðist með
BA-gráðu í leiklist. Katrín er einn af
stofnendum Improv Íslands og hef-
ur sótt fjölmörg námskeið hérlendis
og í Bandaríkjunum á vegum þeirra
ásamt því að hún er kennari á
spunanámskeiðum.
Katrín tók til starfa hjá Þjóðleik-
húsinu beint eftir útskrift vorið
2015. Lék hún þá Henríettu í Í
hjarta Hróa Hattar og Margréti í ˜
[um það bil]. Katrín var tilnefnd til
Grímuverðlaunanna sem leikkona í
aukahlutverki fyrir leik sinn í báð-
um verkum. Í Þjóðleikhúsinu lék
hún einnig Dollí í Djöflaeyjunni,
Bjönku í Óþelló og jólaálfinn Reynd-
ar í Leitinni að jólunum.
Katrín lék Elly í samstarfs-
uppfærslu Borgarleikhússins og
Vesturports og fyrir það var hún til-
nefnd til Grímunnar sem leikkona
ársins í aðalhlutverki og söngvari
ársins 2017 og hlaut hún Grímuna
sem söngvari ársins. Katrín hlaut
samhliða leikhúsinu.“ Hún kom ný-
lega fram m.a. á Fiskideginum
mikla á Dalvík, á Nýárstónleikum
Stórsveitar Reykjavíkur, 85 ára af-
mælistónleikum Ragnars Bjarna-
sonar og minningartónleikum Vil-
hjálms Vilhjálmssonar svo eitthvað
sé nefnt. Framundan eru DÍVU tón-
leikarnir í Hörpu í september. „Fyr-
ir stuttu gaf ég út lag með Bubba
Morthens sem samdi það sér-
staklega fyrir mig, lagið heitir Án
þín og er sumarsmellurinn í ár.
Ég er svo heppin að vinnan mín er
líka áhugamálið mitt og ástríða, að
fá að syngja og leika, en annars hef
ég áhuga á allskonar öðru, t.d. elda-
mennsku, lífinu og listum almennt,
bókum, útivist og ferðalögum og
Edith, hundinum mínum.“
Fjölskylda
Sambýlismaður Katrínar er Hall-
grímur Jón Hallgrímsson, f. 20.6.
1976, skógarhöggsmaður hjá Út-
mörk og trommuleikarinn í Sól-
stöfum. Foreldrar hans eru hjónin
Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leikkona og söngkona – 30 ára
Söngkonan Katrín á Nýárstónleikum Stórsveitar Reykjavíkur um síðustu áramót.
Syngur víða samhliða leikhúsinu
Systkinin Ragnar Árni, Katrín
Halldóra og Þóra Kristín.
Tónlistarparið Katrín og Hall-
grímur sem er trommuleikari.
56 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
50 ára Jón Þór er
Reyðfirðingur en
býr í Hafnarfirði.
Hann er með skip-
stjórnarréttindi og
er stýrimaður á
uppsjávarskipinu
Hákoni EA hjá
Gjögri hf.
Maki: Júlíana Vilhjálmsdóttir, f.
1970, sérkennslustjóri á leikskólanm
Norðurbergi í Hafnarfirði.
Börn: Axel Ingi, f. 1989, og Arna
Rún, f. 1996.
Foreldrar: Björn Þór Jónsson, f.
1943, d. 2017, vélstjóri, og Bryndís
Steinþórsdóttir, f. 1951, kennari. Þau
ráku þvottahús og fatahreinsun á
Reyðarfirði. Bryndís er búsett þar.
Jón Þór
Björnsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert númer eitt í þínu lífi, ekki
makinn eða börnin. Það er kominn tími til
að þú sinnir þér betur. Þáttaskil verða í
samskiptum við fjölskyldumeðlim.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert á eilífum þönum og verður lít-
ið úr verki þess vegna. Mál sem tengist
barnauppeldi fær góðan endi og þú gætir
ekki verið ánægðari.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ástvinir sem vilja hjálpa þér vilja
ólmir finna lausn á öllum þínum vanda-
málum, þú ert ekki eins hrifin/n. Gefðu
þér tíma til að skipuleggja þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er af og frá að þú þurfir að
vera sammála öllum bara til þess að allt
sé slétt og fellt á yfirborðinu. Einhver
daðrar við þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér leiðist auðveldlega ef þú færð
ekki krefjandi verkefni. Láttu slag standa
og sæktu um draumastarfið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sannleikurinn birtist í mörgum
myndum. Reyndu að skipuleggja þig bet-
ur. Ekki taka neitt sem gefið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Mundu að allt sem þú gerir hefur sín-
ar afleiðingar bæði fyrir sjálfa/n þig og oft
aðra líka. Þú hefur gott bakland og fyrir
það getur þú verið þakklát/ur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Taktu ekki meira að þér en þú
getur staðið við. Gamall vinur hefur sam-
band og þið endurnýið vináttuna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Sumir eiga það til að þykjast
meiri menn en þeir eru. Það er fátt sem
raskar ró þinni. Þú þarft ekki að vera með
nefið niðri í hvers manns koppi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur lagt mikið á þig til að
komast að því hverjir standa með þér og
hverjir ekki. Sumir halda dagbók yfir
drauma sína og þú ættir að velta þeim
möguleika fyrir þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú verður að temja þér þau
vinnubrögð að ljúka við eitt verkefni áður
en þú byrjar á öðru. Hvernig væri að sinna
fjölskyldunni? Þú veist vel að hún skiptir
mestu máli.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gleymdu ekki að áhyggjur eru eins
og ruggustóll sem hreyfist en fer hvergi.
Þú ert með ýmislegt nýtt á prjónunum.
40 ára Þórir er úr
Vesturbæ Reykjavík-
ur en býr í Hafn-
arfirði. Hann er
lögreglumaður að
mennt og er sam-
félagsmiðlalögga á
höfuðborgarsvæðinu
og sér um facebooksíðuna og fleira.
Hann er í stjórn Skotíþróttafélags
Kópavogs.
Maki: Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, f.
1974, sölumaður hjá A4.
Börn: Ingvar Örn, f. 2004, og Katrín
Ása, f. 2008.
Foreldrar: Ingvar Svavarsson, f. 1953,
d. 1996, vélfræðingur, og Helga Þór-
isdóttir, f. 1955, matráður á leikskól-
anum Tjarnarborg í Reykjavík.
Þórir
Ingvarsson
Til hamingju með daginn
Akranes Áróra Tu Anh Vu fæddist
15. nóvember 2018 kl. 11.19 á Akra-
nesi. Hún vó 2.864 g og var 49 cm
löng. Foreldrar hennar eru Tuyet
Anh Thi Nguyen og Duy Bao Vu.
Nýr borgari