Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 56
Áramótaskaupsins 2018 sem fékk Edduna sem skemmtiþáttur ársins. Katrín hefur getið sér gott orð sem söngkona. „Síðustu ár hefur verið alveg gífurlega mikið að gera í tónlistarlífinu en ég næ að sinna því Menningarverðlaun DV fyrir Elly. Hún lék í Sýningunni sem klikkar í Borgarleikhúsinu og Bæng síðast- liðinn vetur ásamt Elly. Fyrir sjón- varp lék hún Guðrúnu í Ófærð, seríu 2, og var einn af handritshöfundum K atrín Halldóra Sigurð- ardóttir fæddist 4. júlí 1989 í Reykjavík, ólst upp í Mosfellsbæ til 10 ára aldurs og flutti þá austur í Neskaupstað. „Eftir að ég kláraði Nesskóla fór ég í Verk- menntaskóla Austurlands í götunni fyrir ofan grunnskólann, tók stúd- entinn á þremur árum og kláraði 2008.“ Eftir útskrift flutti Katrín til Reykjavíkur og starfaði á Mokka cafe á Skólavörðustíg ásamt því að vera í Götuleikhúsinu í Reykjavík og Stúdentaleikhúsinu á kvöldin. „Ég hef starfað við hin ýmsu störf og aukastörf, t.d. á vertíð í frystihúsinu í Neskaupstað, við skúringar á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað, kokkur í Öskju – Hjallastefnu- leikskóla Reykjavík og í eldhúsi og sal á hinum ýmsu veitingastöðum í Reykjavík t.d. Gló og Happi og Tei & kaffi.“ Katrín fór til Danmerkur í söng- nám við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn 2009, fór á sumar- námskeið í leiklist í LAMDA 2010, stundaði söngnám á djass- og rokk- braut við FÍH 2011, stundaði nám á leikarabraut við Listaháskóla Ís- lands 2012-2015 og útskrifaðist með BA-gráðu í leiklist. Katrín er einn af stofnendum Improv Íslands og hef- ur sótt fjölmörg námskeið hérlendis og í Bandaríkjunum á vegum þeirra ásamt því að hún er kennari á spunanámskeiðum. Katrín tók til starfa hjá Þjóðleik- húsinu beint eftir útskrift vorið 2015. Lék hún þá Henríettu í Í hjarta Hróa Hattar og Margréti í ˜ [um það bil]. Katrín var tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í báð- um verkum. Í Þjóðleikhúsinu lék hún einnig Dollí í Djöflaeyjunni, Bjönku í Óþelló og jólaálfinn Reynd- ar í Leitinni að jólunum. Katrín lék Elly í samstarfs- uppfærslu Borgarleikhússins og Vesturports og fyrir það var hún til- nefnd til Grímunnar sem leikkona ársins í aðalhlutverki og söngvari ársins 2017 og hlaut hún Grímuna sem söngvari ársins. Katrín hlaut samhliða leikhúsinu.“ Hún kom ný- lega fram m.a. á Fiskideginum mikla á Dalvík, á Nýárstónleikum Stórsveitar Reykjavíkur, 85 ára af- mælistónleikum Ragnars Bjarna- sonar og minningartónleikum Vil- hjálms Vilhjálmssonar svo eitthvað sé nefnt. Framundan eru DÍVU tón- leikarnir í Hörpu í september. „Fyr- ir stuttu gaf ég út lag með Bubba Morthens sem samdi það sér- staklega fyrir mig, lagið heitir Án þín og er sumarsmellurinn í ár. Ég er svo heppin að vinnan mín er líka áhugamálið mitt og ástríða, að fá að syngja og leika, en annars hef ég áhuga á allskonar öðru, t.d. elda- mennsku, lífinu og listum almennt, bókum, útivist og ferðalögum og Edith, hundinum mínum.“ Fjölskylda Sambýlismaður Katrínar er Hall- grímur Jón Hallgrímsson, f. 20.6. 1976, skógarhöggsmaður hjá Út- mörk og trommuleikarinn í Sól- stöfum. Foreldrar hans eru hjónin Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leikkona og söngkona – 30 ára Söngkonan Katrín á Nýárstónleikum Stórsveitar Reykjavíkur um síðustu áramót. Syngur víða samhliða leikhúsinu Systkinin Ragnar Árni, Katrín Halldóra og Þóra Kristín. Tónlistarparið Katrín og Hall- grímur sem er trommuleikari. 56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 50 ára Jón Þór er Reyðfirðingur en býr í Hafnarfirði. Hann er með skip- stjórnarréttindi og er stýrimaður á uppsjávarskipinu Hákoni EA hjá Gjögri hf. Maki: Júlíana Vilhjálmsdóttir, f. 1970, sérkennslustjóri á leikskólanm Norðurbergi í Hafnarfirði. Börn: Axel Ingi, f. 1989, og Arna Rún, f. 1996. Foreldrar: Björn Þór Jónsson, f. 1943, d. 2017, vélstjóri, og Bryndís Steinþórsdóttir, f. 1951, kennari. Þau ráku þvottahús og fatahreinsun á Reyðarfirði. Bryndís er búsett þar. Jón Þór Björnsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert númer eitt í þínu lífi, ekki makinn eða börnin. Það er kominn tími til að þú sinnir þér betur. Þáttaskil verða í samskiptum við fjölskyldumeðlim. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert á eilífum þönum og verður lít- ið úr verki þess vegna. Mál sem tengist barnauppeldi fær góðan endi og þú gætir ekki verið ánægðari. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ástvinir sem vilja hjálpa þér vilja ólmir finna lausn á öllum þínum vanda- málum, þú ert ekki eins hrifin/n. Gefðu þér tíma til að skipuleggja þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er af og frá að þú þurfir að vera sammála öllum bara til þess að allt sé slétt og fellt á yfirborðinu. Einhver daðrar við þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér leiðist auðveldlega ef þú færð ekki krefjandi verkefni. Láttu slag standa og sæktu um draumastarfið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sannleikurinn birtist í mörgum myndum. Reyndu að skipuleggja þig bet- ur. Ekki taka neitt sem gefið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Mundu að allt sem þú gerir hefur sín- ar afleiðingar bæði fyrir sjálfa/n þig og oft aðra líka. Þú hefur gott bakland og fyrir það getur þú verið þakklát/ur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Taktu ekki meira að þér en þú getur staðið við. Gamall vinur hefur sam- band og þið endurnýið vináttuna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sumir eiga það til að þykjast meiri menn en þeir eru. Það er fátt sem raskar ró þinni. Þú þarft ekki að vera með nefið niðri í hvers manns koppi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur lagt mikið á þig til að komast að því hverjir standa með þér og hverjir ekki. Sumir halda dagbók yfir drauma sína og þú ættir að velta þeim möguleika fyrir þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú verður að temja þér þau vinnubrögð að ljúka við eitt verkefni áður en þú byrjar á öðru. Hvernig væri að sinna fjölskyldunni? Þú veist vel að hún skiptir mestu máli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gleymdu ekki að áhyggjur eru eins og ruggustóll sem hreyfist en fer hvergi. Þú ert með ýmislegt nýtt á prjónunum. 40 ára Þórir er úr Vesturbæ Reykjavík- ur en býr í Hafn- arfirði. Hann er lögreglumaður að mennt og er sam- félagsmiðlalögga á höfuðborgarsvæðinu og sér um facebooksíðuna og fleira. Hann er í stjórn Skotíþróttafélags Kópavogs. Maki: Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, f. 1974, sölumaður hjá A4. Börn: Ingvar Örn, f. 2004, og Katrín Ása, f. 2008. Foreldrar: Ingvar Svavarsson, f. 1953, d. 1996, vélfræðingur, og Helga Þór- isdóttir, f. 1955, matráður á leikskól- anum Tjarnarborg í Reykjavík. Þórir Ingvarsson Til hamingju með daginn Akranes Áróra Tu Anh Vu fæddist 15. nóvember 2018 kl. 11.19 á Akra- nesi. Hún vó 2.864 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Tuyet Anh Thi Nguyen og Duy Bao Vu. Nýr borgari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.