Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 58
3-4-3
Lið júnímánaðar hjá Morgunblaðinu
Pepsi Max-deild karla 2019
Beitir Ólafsson
KR
Hilmar Árni
Halldórsson
Stjörnunni
Aron Bjarnason
Breiðabliki
Ásgeir Börkur
Ásgeirsson
HK
Kolbeinn Birgir
Finnsson
Fylki
Andri Rafn
Yeoman
Breiðabliki
Ólafur Karl Finsen
Val
Marcus Johansson
ÍA
Finnur Tómas
Pálmason
KR
Óskar Örn Hauksson
KR
Kristinn Jónsson
KR
Fjöldi sem leikmaður
fékk í mánuðinum5
2
3 4
4
4
5 5
4
4
44
Morgunblaðið/Hari
vel um mig eftir þrítugt, eins og
margir gera, heldur hef ég alltaf
gert það,“ segir Óskar. Hann var
sem sagt frá unga aldri í Njarðvík í
íþróttum alla daga, en Ingibjörg J.
Þorsteinsdóttir móðir hans vinnur í
íþróttahúsinu þar og Haukur Örn
Jóhannesson faðir hans er leikja-
hæsti leikmaður í sögu Njarðvíkur.
„Ég er bara alinn upp í íþrótta-
húsi, og hef verið í fótbolta og körfu-
bolta síðan ég var 4-5 ára. Mamma
er búin að vinna þarna í 30 ár þann-
ig að ég er bara alinn upp í þessu
umhverfi og líður mjög vel uppi í
íþróttahúsi, hvort sem það er í
Njarðvík eða í KR-heimilinu. Ég fer
mikið þangað einn í „gymið“ eða
eitthvað að dunda mér bara þegar
það er ekki æfing.“
Staðan ætti ekki að
koma neinum á óvart
Lið KR hefur endað í 3.-4. sæti
síðustu ár, alveg frá því að liðið varð
Íslandsmeistari 2013. Nú virðist lið-
ið nánast óstöðvandi, með sjö sigra í
röð og til að mynda 13 stigum á und-
an Íslandsmeisturum Vals og FH nú
þegar mótið er hálfnað.
„Kjarninn í þessu liði er búinn að
vera saman í 2-3 ár og ég held að
það skipti máli. Það kom svolítið rót
á þetta hjá okkur fyrir nokkrum ár-
um. Það tekur tíma að byggja upp
stöðugleika, menn þurfa að kynnast
og fá tíma til að mynda réttu blönd-
una saman, og ég held að það sé lyk-
ilatriði. En það er helmingurinn eft-
ir af mótinu. Það eru einhvern
veginn allir að tala um þetta [að KR
eigi titilinn vísan] en við þurfum að
átta okkur á því að það er svo langt,
langt frá því að eitthvað sé í húsi
núna. Við erum alveg slakir og vit-
um að það er svo mikið eftir af
mótinu,“ segir Óskar, en tekur undir
að honum hafi í vor fundist liðið vel í
stakk búið til að berjast um titilinn.
JÚNÍ
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Ég er nú bara að gera nákvæmlega
það sama og ég hef alltaf gert,“ seg-
ir Óskar Örn Hauksson, leikmaður
júnímánaðar í úrvalsdeild karla í
fótbolta hjá Morgunblaðinu. Þessi
magnaði kantmaður á ríkan þátt í
því að KR skuli vera með fjögurra
stiga forskot á toppi deildarinnar og
komið í undanúrslit bikarkeppn-
innar, í vænlegri stöðu til að bæta
við þann fjölda titla sem Óskar hef-
ur unnið með KR.
Óskar varð Íslandsmeistari með
KR 2011 og 2013, og bikarmeistari
fjórum sinnum á árunum 2008-2014.
Hann er markahæsti leikmaður í
sögu KR og hefur skorað fjögur
mörk í sumar, síðast í toppslagnum
mikilvæga gegn Breiðabliki. Alls
hefur hann skorað 72 mörk í 298
leikjum í efstu deild en er lítið að
hugsa út í það að í næsta mánuði
verði hann 35 ára, þó að ýmsir aðrir
velti fyrir sér hvort hann hafi gert
eitthvað sérstakt til þess að eiga svo
gott tímabil kominn á þennan aldur.
„Ég átti kannski ekki mitt besta
tímabil í fyrra en ég er ekki að gera
neitt nýtt. Jú, jú, maður er búinn að
fá einhverja athygli í sumar og það
er bara gaman, og jú, maður er
kominn á einhvern aldur en ég er
sjálfur minnst að pæla í því,“ segir
Óskar. Því er hins vegar ekki að
neita að sjaldgæft er að menn búi
yfir þeim sprengikrafti sem hann
hefur, orðnir hálffertugir. Hver er
lykillinn?
„Ég hef æft eins og maður síðan
ég var bara krakki. Ég hef alltaf
hugsað vel um mig og fótboltinn hef-
ur alltaf verið númer eitt hjá mér,
og ég held að það sé bara að skila
sér. Ég byrjaði ekki bara að hugsa
„Já, og mér fannst það í rauninni í
fyrra líka. Við töpuðum náttúrlega
ekki leik í vetur, fórum í úrslitaleik
Lengjubikarsins, Reykjavíkurmóts-
ins og Bose-mótsins, og þetta telur
allt. Sjálfstraust og trú eykst með
því að vinna leiki, og maður finnur
það alveg í hópnum. Þegar maður
horfir til baka ætti það því þannig
lagað ekki að koma neinum á óvart
að við séum á þeim stað sem við er-
um á í dag,“ segir Óskar.
Mikilvægt fyrir félagið
að endurheimta Rúnar
Inn í allt saman spilar auðvitað að
Rúnar Kristinsson tók aftur við
þjálfun KR haustið 2017, en það er
undir hans stjórn sem Óskar hefur
unnið flestalla sína titla:
„Auðvitað skiptir það hrikalega
miklu máli að hann skyldi koma aft-
ur inn. Það var algjörlega „krúsjal“
bara fyrir KR sem félag. Eftir höfð-
inu dansa limirnir og hann er hrika-
lega góður þjálfari sem smitar bæði
trú og ró í mannskapinn,“ og stuðn-
ingsmenn KR virðast einmitt hafa
smitast með: „Fyrir síðasta leik var
stúkan full fyrir upphitun og það er
frábært að finna fyrir stemningunni
svona beint í æð. Það hefur ekki
gerst lengi. Auðvitað er það bara
þannig að þegar vel gengur þá mæt-
ir fólk, og þannig hefur það alltaf
verið,“ segir Óskar.
Hefði átt að vera lengur heima
Flestir eru sjálfsagt sammála því
að Óskar, sem er kvæntur fyrirsæt-
unni Thelmu Þormarsdóttur og
starfar hjá Sparibílum meðfram fót-
boltanum, hafi haft hæfileikana til
að tolla betur í atvinnumennsku en
raunin varð. Hann fór að láni í
skamman tíma til Sandnes Ulf í
Noregi 2012 og til Edmonton í Kan-
ada 2015, en ætlaði sér meira og
vildi hafa gert hlutina öðruvísi þegar
hann fór
sem ung-
lingur og
reyndi
fyrir sér í
Noregi í
tvígang.
Óskar
hóf fer-
ilinn með
Njarðvík og lék
einnig með Grinda-
vík áður en hann fór
til KR fyrir tímabilið
2007.
„Auðvitað stefndi
ég á að verða atvinnu-
maður í fótbolta. Það er
ekkert leyndarmál. Það
hvernig þau mál þróuð-
ust var kannski blanda af
ýmsu. Maður tók ekki allt-
af réttar ákvarðanir og eftir
á að hyggja valdi maður ekki
alltaf staði sem hentuðu. Ég
tel Edmonton ekki með í þessu,
það var bara smá ævintýra-
mennska þegar ég var orðinn eldri.
Ég fór 16 ára gamall til Molde og 18
ára til Sogndal, og kom fljótlega
heim í bæði skiptin, og kannski fara
félög að efast þegar þau sjá að mað-
ur hefur farið tvisvar út og aftur
heim. Eftir á að hyggja hefði ég
átt að sleppa því að fara til
Sogndal og vera lengur
heima. Ég var fenginn til
Molde til að vera í ung-
linga- og varaliðsleikjum,
þó að ég hafi æft eitthvað
með aðalliðinu. Þegar ég
kom til Sogndal hafði ég
verið að spila í 1. deildinni á Ís-
landi, en Sogndal var í Evrópubar-
áttu. Ég fór til reynslu og þeir voru
þvílíkt ánægðir með mig, svo að þó
að ég vildi ekki sérstaklega fara þá
var þrýstingur á það. Ég mætti
þarna úr 1. deildinni með Njarðvík
og það var svolítið stórt skref,“ segir
Óskar. Eins gafst honum tækifæri
til að fara til Vålerenga í ágúst 2014
en félagaskiptaglugginn lokaðist
nokkrum mínútum eða klukkutím-
um of snemma til þess.
„Það var hrikalega svekkjandi,
því þar hefði ég komist í tiltölulega
stórt og stöðugt lið í efstu deild,“
segir Óskar, sem nokkrum dögum
síðar varð í staðinn bikarmeistari
með KR með sigri á Keflavík.
Heiður að vera hér svona lengi
Eins og fyrr segir er Óskar á sínu
13. tímabili með KR, orðin algjör
goðsögn hjá félaginu, leikjahæstur
og markahæstur, og nú tveimur
mörkum frá markameti Ellerts B.
Schram fyrir liðið í efstu deild (Ósk-
ar hefur skorað 60 fyrir KR þar).
Hann kveðst aldrei hafa verið sér-
staklega nálægt því að yfirgefa
Vesturbæinn fyrir annað íslenskt fé-
lag:
„Það hafa komið tímapunktar þar
sem ég hef verið samningslaus og þá
hefur maður heyrt í öðrum félögum,
en einhvern veginn aldrei verið neitt
rosalega nálægt því að fara. Mér
hefur bara liðið vel hérna. KR er
sérstakt félag að vera í og það er
heiður að hafa verið hérna í allan
þennan tíma, og vonandi verð ég
eitthvað lengur.“
Auk Óskars eru þrír KR-ingar í
úrvalsliði Morgunblaðsins fyrir júní-
mánuð sem sjá má hér fyrir neðan.
Ég er alinn upp
í íþróttahúsi
Óskar Örn Hauksson úr KR er leikmaður júnímánaðar
Reyndur Óskar Örn Hauksson leikur
sitt sextánda tímabil í efstu deild og
hefur skorað á hverju ári. Hann
er næstleikjahæstur allra
í deildinni frá upphafi
og í 14.-16. sæti yfir
þá markahæstu.
Ein öflugustu meltingarensím ámarkaðnum í dag
l Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og
öll efnaskipti líkamans.
l Betri melting, meiri orka!
l Inniheldur ATPro (ATP (orkuefni líkamans),
Magnesíum Citrate, Coensime Q10, Phytase).
l Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum.
l 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða
annarra flæðiefna.
Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og og í heilsuhillum stórmarkaða
Mér finnst gott að fá mér bjór með pizzu
en því miður þá verð ég alltaf útþaninn
eftir það. Ég að prófaði að taka „Digest
Gold“ fyrir máltíðina og viti menn, það bara
svínvirkaði!
Haraldur Egilsson, 47 ára sjómaður og
ævintýragjarn matgæðingur
Það bara svínvirkaði!
Digest Gold
Ensím geta hjálpað til við að slá á óþægindi svo sem,loftmyndun,
uppþembu, meltingartruflanir og meltingaróreglu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
58 ÍÞRÓTTIR