Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 60
HM 2019 Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það verður sannkallaður meistara- slagur um heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í Lyon á sunnudag þegar ríkjandi meistarar Bandaríkjanna mæta Evrópumeist- urum Hollands í úrslitaleik, en Hol- lendingar slógu Svía út í undan- úrslitum í gærkvöldi eftir framlengingu. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það markverðir liðanna sem stálu senunni eftir hlé. Sari van Veenendal í marki Hollands varði skot Nilla Fischer í stöng á ótrúleg- an hátt og skömmu síðar var komið að Hedvig Lindahl í marki Svía hin- um megin. Hún blakaði þá boltanum meistaralega í þverslá eftir hörku- skalla Vivianne Miedema. Mögnuð tilþrif hjá báðum sem komu í veg fyrir mörk og því var framlengt. Í framlengingunni varð eitthvað undan að láta og á 99. mínútu skor- aði Jackie Groenen með hnitmiðuðu skoti utan teigs og kom Hollandi yf- ir, 1:0. Þetta mark tryggði Hollandi sæti í sínum fyrsta úrslitaleik á HM, en liðið er aðeins með í annað sinn í sögu sinni. Unnið alla leiki á stórmóti Evrópumeistaratitillinn frá því á heimavelli fyrir tveimur árum er eini titillinn sem Holland hefur nokkru sinni unnið. Sarina Wiegman, þjálf- ari Hollands, heldur því áfram ótrú- legri sigurgöngu sinni en Holland hefur unnið alla 12 leiki sína á stór- móti undir hennar stjórn. Mótherjinn í úrslitaleiknum er hins vegar enginn nýgræðingur. Bandaríska liðið hefur unnið ellefu leiki á HM í röð, sem er met, enda hefur liðið unnið síðustu tvær heims- meistarakeppnir. Það verður hins vegar ekki síður áhugaverður leikur um bronsið. Sví- arnir ná ekki að spila til úrslita á ný eftir að hafa fengið silfur á HM 2003, einmitt eftir tap fyrir Bandaríkj- unum í úrslitaleik. Svíar hafa hins vegar tvívegis unnið bronsið, 1991 og 2011, og leika gegn ríkjandi bronsverðlaunahöfum Englands um þriðja sætið í Nice á laugardag. AFP Hetjan Jackie Groenen fagnar sigurmarki sínu innilega gegn Svíþjóð í framlengingunni í gærkvöld ásamt Shanice van de Sanden sem brosir sínu breiðasta. Sögulegt skref Hollands  Holland er með á HM í annað sinn og spilar í annað sinn til úrslita á stórmóti  Ríkjandi meistarar Bandaríkjanna bíða  Svíþjóð og England leika um brons 60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 HM kvenna í Frakklandi Undanúrslit: Holland – Svíþjóð..................................... 1:0 Jackie Groenen 99.  Eftir framlengingu.  Holland mætir Bandaríkjunum í úrslita- leik á sunnudag en Svíþjóð leikur við Eng- land um bronsið á laugardag. Ameríkubikarinn Undanúrslit: Brasilía – Argentína................................ 2:0 Gabriel Jesus 19., Roberto Firmino 71.  Brasilía mætir Síle eða Perú í úrslitaleik á sunnudag en Argentína leikur um bronsið á laugardag. Viðureign Síle og Perú fór fram í nótt, sjá mbl.is/sport. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan – Þór/KA ................................... 0:0 Valur – Breiðablik .................................... 2:2 Selfoss – KR.............................................. 1:0 Staðan: Valur 8 7 1 0 28:6 22 Breiðablik 8 7 1 0 22:7 22 Þór/KA 8 4 2 2 13:13 14 Selfoss 8 3 1 4 8:13 10 Stjarnan 8 3 1 4 5:13 10 ÍBV 7 3 0 4 13:11 9 Fylkir 7 2 1 4 7:16 7 Keflavík 7 2 0 5 13:12 6 HK/Víkingur 7 2 0 5 5:12 6 KR 8 1 1 6 7:18 4  HK/Víkingur – Keflavík og Fylkir – ÍBV var frestað vegna Norðurlandamóts stúlkna sem stendur yfir í Svíþjóð. Inkasso-deild kvenna Grindavík – ÍR.......................................... 3:0 Staðan: Þróttur R. 6 5 0 1 22:4 15 FH 6 4 1 1 18:8 13 Grindavík 6 3 2 1 8:5 11 ÍA 6 3 2 1 8:5 11 Tindastóll 5 3 0 2 14:12 9 Augnablik 6 3 0 3 6:6 9 Afturelding 6 2 1 3 7:8 7 Haukar 6 2 0 4 6:6 6 Fjölnir 6 1 2 3 7:11 5 ÍR 7 0 0 7 2:33 0 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Origo-völlur: Valur – KA .......................... 18 1. deild karla, Inkasso-deildin: Nettóvöllur: Keflavík – Haukar .......... 19.15 Leiknisvöllur: Leiknir R. – Fjölnir..... 19.15 2. deild karla: Hertz-völlur: ÍR – Dalvík/Reynir ....... 17.30 Nesfiskvöllur: Víðir – Þróttur V ......... 19.15 Akraneshöll: Kári – Tindastóll ............ 19.15 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Íslandsmótið í hálfu maraþoni fer fram á Akureyri í kvöld, hefst við Hof kl. 19.30 og lýkur á sama stað eftir hlaup um Eyrina og fram í Eyjafjörð. Keppni í 5 og 10 km hlaupi hefst kl. 20.05. Í KVÖLD! Íslenska U17 ára landslið pilta í handknattleik vann B- riðilinn á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Svíþjóð eft- ir tvo sigurleiki í gær. Ísland byrjaði á því að vinna Ítalíu 22:19, en nánast var um að ræða úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæst- ur með sex mörk. Eftir hádegið vann Ísland svo auðveldan sigur á Aust- urríki, 23:14, þar sem Tryggvi Þórisson var markahæst- ur með fjögur mörk. Ísland og Ítalía fengu bæði 8 stig í riðlinum, unnu fjóra leiki og töpuðu einum, en Ísland náði efsta sætinu vegna sigurs í innbyrðis viðureigninni. Keppni í milliriðlum hefst strax í dag og Ísland tekur með sér tvö stig þangað eftir sigurinn á Ítalíu. Strákarnir byrja á að mæta Tékklandi sem hafnaði í öðru sæti A-riðils. Eftir hádegið mætir liðið svo Svíþjóð sem vann A-riðilinn. Efstu tvö liðin í milliriðlunum tveimur mætast svo í úrslitaleik á morgun og liðin í öðru sæti mætast um bronsið. Liðin í sætum þrjú og fjögur mætast hins vegar um 5.-8. sætið. yrkill@mbl.is Tveir sigrar og milliriðill í dag Tryggvi Þórisson Aron Bjarnason, leikmaður Breiða- bliks, heldur til Búdapest í dag til þess að gangast undir læknis- skoðun og semja um kaup og kjör við ungverska félagið Újpest. Breiðablik samþykkti tilboð félags- ins í gær og gangi allt eftir mun Aron semja við Újpest í kjölfarið. Aron yrði þar með annar íslenski knattspyrnumaðurinn til þess að spila í Ungverjalandi. Kjartan Henry Finnbogason lék með Ferencváros, sem einnig er staðsett í höfuðborginni, um tíma í fyrra. Yrði annar í Búdapest Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ungverjaland Aron Bjarnason er á leið í læknisskoðun hjá Újpest. ... stærsti uppskriftarvefur landsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.