Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 60
HM 2019
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Það verður sannkallaður meistara-
slagur um heimsmeistaratitil
kvenna í knattspyrnu í Lyon á
sunnudag þegar ríkjandi meistarar
Bandaríkjanna mæta Evrópumeist-
urum Hollands í úrslitaleik, en Hol-
lendingar slógu Svía út í undan-
úrslitum í gærkvöldi eftir
framlengingu.
Eftir markalausan fyrri hálfleik
voru það markverðir liðanna sem
stálu senunni eftir hlé. Sari van
Veenendal í marki Hollands varði
skot Nilla Fischer í stöng á ótrúleg-
an hátt og skömmu síðar var komið
að Hedvig Lindahl í marki Svía hin-
um megin. Hún blakaði þá boltanum
meistaralega í þverslá eftir hörku-
skalla Vivianne Miedema. Mögnuð
tilþrif hjá báðum sem komu í veg
fyrir mörk og því var framlengt.
Í framlengingunni varð eitthvað
undan að láta og á 99. mínútu skor-
aði Jackie Groenen með hnitmiðuðu
skoti utan teigs og kom Hollandi yf-
ir, 1:0. Þetta mark tryggði Hollandi
sæti í sínum fyrsta úrslitaleik á HM,
en liðið er aðeins með í annað sinn í
sögu sinni.
Unnið alla leiki á stórmóti
Evrópumeistaratitillinn frá því á
heimavelli fyrir tveimur árum er eini
titillinn sem Holland hefur nokkru
sinni unnið. Sarina Wiegman, þjálf-
ari Hollands, heldur því áfram ótrú-
legri sigurgöngu sinni en Holland
hefur unnið alla 12 leiki sína á stór-
móti undir hennar stjórn.
Mótherjinn í úrslitaleiknum er
hins vegar enginn nýgræðingur.
Bandaríska liðið hefur unnið ellefu
leiki á HM í röð, sem er met, enda
hefur liðið unnið síðustu tvær heims-
meistarakeppnir.
Það verður hins vegar ekki síður
áhugaverður leikur um bronsið. Sví-
arnir ná ekki að spila til úrslita á ný
eftir að hafa fengið silfur á HM 2003,
einmitt eftir tap fyrir Bandaríkj-
unum í úrslitaleik. Svíar hafa hins
vegar tvívegis unnið bronsið, 1991
og 2011, og leika gegn ríkjandi
bronsverðlaunahöfum Englands um
þriðja sætið í Nice á laugardag.
AFP
Hetjan Jackie Groenen fagnar sigurmarki sínu innilega gegn Svíþjóð í framlengingunni í gærkvöld ásamt Shanice van de Sanden sem brosir sínu breiðasta.
Sögulegt skref Hollands
Holland er með á HM í annað sinn og spilar í annað sinn til úrslita á stórmóti
Ríkjandi meistarar Bandaríkjanna bíða Svíþjóð og England leika um brons
60 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
HM kvenna í Frakklandi
Undanúrslit:
Holland – Svíþjóð..................................... 1:0
Jackie Groenen 99.
Eftir framlengingu.
Holland mætir Bandaríkjunum í úrslita-
leik á sunnudag en Svíþjóð leikur við Eng-
land um bronsið á laugardag.
Ameríkubikarinn
Undanúrslit:
Brasilía – Argentína................................ 2:0
Gabriel Jesus 19., Roberto Firmino 71.
Brasilía mætir Síle eða Perú í úrslitaleik
á sunnudag en Argentína leikur um bronsið
á laugardag. Viðureign Síle og Perú fór
fram í nótt, sjá mbl.is/sport.
Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan – Þór/KA ................................... 0:0
Valur – Breiðablik .................................... 2:2
Selfoss – KR.............................................. 1:0
Staðan:
Valur 8 7 1 0 28:6 22
Breiðablik 8 7 1 0 22:7 22
Þór/KA 8 4 2 2 13:13 14
Selfoss 8 3 1 4 8:13 10
Stjarnan 8 3 1 4 5:13 10
ÍBV 7 3 0 4 13:11 9
Fylkir 7 2 1 4 7:16 7
Keflavík 7 2 0 5 13:12 6
HK/Víkingur 7 2 0 5 5:12 6
KR 8 1 1 6 7:18 4
HK/Víkingur – Keflavík og Fylkir – ÍBV
var frestað vegna Norðurlandamóts
stúlkna sem stendur yfir í Svíþjóð.
Inkasso-deild kvenna
Grindavík – ÍR.......................................... 3:0
Staðan:
Þróttur R. 6 5 0 1 22:4 15
FH 6 4 1 1 18:8 13
Grindavík 6 3 2 1 8:5 11
ÍA 6 3 2 1 8:5 11
Tindastóll 5 3 0 2 14:12 9
Augnablik 6 3 0 3 6:6 9
Afturelding 6 2 1 3 7:8 7
Haukar 6 2 0 4 6:6 6
Fjölnir 6 1 2 3 7:11 5
ÍR 7 0 0 7 2:33 0
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Origo-völlur: Valur – KA .......................... 18
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Nettóvöllur: Keflavík – Haukar .......... 19.15
Leiknisvöllur: Leiknir R. – Fjölnir..... 19.15
2. deild karla:
Hertz-völlur: ÍR – Dalvík/Reynir ....... 17.30
Nesfiskvöllur: Víðir – Þróttur V ......... 19.15
Akraneshöll: Kári – Tindastóll ............ 19.15
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Íslandsmótið í hálfu maraþoni fer fram á
Akureyri í kvöld, hefst við Hof kl. 19.30 og
lýkur á sama stað eftir hlaup um Eyrina og
fram í Eyjafjörð. Keppni í 5 og 10 km
hlaupi hefst kl. 20.05.
Í KVÖLD!
Íslenska U17 ára landslið pilta í handknattleik vann B-
riðilinn á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Svíþjóð eft-
ir tvo sigurleiki í gær. Ísland byrjaði á því að vinna Ítalíu
22:19, en nánast var um að ræða úrslitaleik um efsta sæti
riðilsins. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæst-
ur með sex mörk.
Eftir hádegið vann Ísland svo auðveldan sigur á Aust-
urríki, 23:14, þar sem Tryggvi Þórisson var markahæst-
ur með fjögur mörk. Ísland og Ítalía fengu bæði 8 stig í
riðlinum, unnu fjóra leiki og töpuðu einum, en Ísland
náði efsta sætinu vegna sigurs í innbyrðis viðureigninni.
Keppni í milliriðlum hefst strax í dag og Ísland tekur
með sér tvö stig þangað eftir sigurinn á Ítalíu. Strákarnir byrja á að mæta
Tékklandi sem hafnaði í öðru sæti A-riðils. Eftir hádegið mætir liðið svo
Svíþjóð sem vann A-riðilinn. Efstu tvö liðin í milliriðlunum tveimur mætast
svo í úrslitaleik á morgun og liðin í öðru sæti mætast um bronsið. Liðin í
sætum þrjú og fjögur mætast hins vegar um 5.-8. sætið. yrkill@mbl.is
Tveir sigrar og milliriðill í dag
Tryggvi
Þórisson
Aron Bjarnason, leikmaður Breiða-
bliks, heldur til Búdapest í dag til
þess að gangast undir læknis-
skoðun og semja um kaup og kjör
við ungverska félagið Újpest.
Breiðablik samþykkti tilboð félags-
ins í gær og gangi allt eftir mun
Aron semja við Újpest í kjölfarið.
Aron yrði þar með annar íslenski
knattspyrnumaðurinn til þess að
spila í Ungverjalandi. Kjartan
Henry Finnbogason lék með
Ferencváros, sem einnig er staðsett
í höfuðborginni, um tíma í fyrra.
Yrði annar
í Búdapest
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ungverjaland Aron Bjarnason er á
leið í læknisskoðun hjá Újpest.
... stærsti uppskriftarvefur landsins!