Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 61
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
Árið 1896 flutti Björn Þorláksson bóndi áVarmá inn vélar til að
vinna ull og notaði til þess vatnsorku úrÁlafossi. Verksmiðjan
átti stóran þátt í stofnun og vexti byggðar íMosfellsbæ
Álafoss , Álafossvegi 23 Mosfellsbæ, Laugavegi 4-6, alafoss.is
Eitt
ogannað
Jón Daði Böðvarsson landsliðs-
maður í knattspyrnu virðist vera á leið
frá enska liðinu Reading. Blaðamaður
staðarmiðilsins Get Reading sagði á
Twitter í gær að Jón fari ekki með lið-
inu í æfingaferð til Spánar um næstu
helgi og muni æfa í Reading ásamt
öðrum leikmönnum sem séu á förum
frá félaginu í sumar. Ekki náðist í Jón í
gær til að bera þetta undir hann.
Handknattleiksmaðurinn Ísak
Rafnsson er kominn aftur heim úr at-
vinnumennsku og mun spila með FH á
nýjan leik. Ísak var lánaður til aust-
urríska liðsins Schwaz Tirol í fyrra,
með möguleika á að vera áfram úti, en
staðfesti við mbl.is í gær að hann
myndi taka upp þráðinn með uppeldis-
félagi sínu í Hafnarfirði næsta vetur.
Benjamin Prah, knattspyrnumaður
frá Gana, er nú löglegur með liði ÍBV
og getur spilað næsta leik gegn KR á
sunnudaginn. Prah kom til Eyja í apríl
en fékk ekki leikheimild áður en lokað
var fyrir félagaskiptin um miðjan maí.
Hann verður 25 ára á morgun, er
miðjumaður og var síðast hjá Berek-
um Chelsea í efstu deild í Gana.
Englandsmeistarar Manchester
City hafa virkjað klásúlu í samningi
spænska miðjumannsins Rodri hjá
Atlético Madrid. Kaupverðið er 70
milljónir evra sem gerir hann að dýr-
asta leikmanni í sögu félagsins, sam-
þykki hann kaup og kjör við City.
Þá hefur Manchester City keypt
spænska vinstri bakvörðinn Angelino
af PSV Eindhoven fyrir 5,3 milljónir
punda, ári eftir að hafa selt hann til
hollenska félagsins.
HLÍÐARENDI/GARÐA-
BÆR/SELFOSS
Bjarni Helgason
Jóhann Ingi Hafþórsson
Guðmundur Karl
Valur og Breiðablik skiptu með sér
stigunum þegar liðin mættust í
toppslag 8. umferðar úrvalsdeildar
kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-
deildarinnar, á Origo-vellinum á
Hlíðarenda í gær en leiknum lauk
með 2:2-jafntefli í hörkuleik.
Margrét Lára Viðarsdóttir kom
Valsliðinu yfir á 11. mínútu og Hlín
Eiríksdóttir tvöfaldaði forystu
Valskvenna fimmtán mínútum síð-
ar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
minnkaði muninn fyrir Breiðablik
undir lok fyrri hálfleiks og staðan
því 2:1 í hálfleik. Það var svo Alex-
andra Jóhannsdóttir sem jafnaði
metin fyrir Blika á 88. mínútu.
Eftir að Valskonur komust yfir
stjórnuðu þær ferðinni frá A til Ö.
Þær voru sterkari aðilinn í leiknum
og varnarmenn liðsins réðu við vel
flestar sóknaraðgerðir Blika. Vals-
liðið sofnaði hins vegar illilega á
verðinum þegar Blikar jafna metin
og það getur verið dýrt í toppslag.
Blikar byrjuðu leikinn vel en eft-
ir að liðið lenti undir hrundi leikur
liðsins. Þær voru of lengi að jafna
sig og loksins þegar þær virtust
vera að ná vopnum sínum á nýjan
leik fengu þær annað mark á sig.
Blikaliðið sýndi hins vegar mikinn
karakter að koma til baka, eftir að
hafa lent 2:0-undir í leiknum, og að
ná að jafna metin á útivelli gegn af-
ar sterku Valsliði segir mikið um
gæðin. Valur var með unninn leik í
höndunum, allt þangað til á 88.
mínútu og það var ekkert sem
benti til þess að Blikar væru að
fara að jafna. Valur hefur á að
skipa einu reynslumesta liði Ís-
landssögunnar og liðið á ekki að
glutra niður unnum leik. Breiðablik
sýndi það í gær af hverju liðið er
Íslandsmeistari. Þær neituðu að
gefast upp, voru slakari aðilinn í
leiknum en tókst samt að kreista
fram stig. bjarnih@mbl.is
Einn hausverkur lagaður
Stjarnan náði í sterkt marka-
laust jafntefli gegn Þór/KA á
heimavelli. Stjörnunni hefur gengið
mjög illa að undanförnu; skorað lít-
ið og fengið mikið af mörkum á sig.
Stjarnan fann lyf við öðrum haus-
verknum í gær. Stjörnukonur vörð-
ust mjög vel og er ljóst að end-
urkoma Önnu Maríu Baldursdóttur
Seiglustig meistaranna
Valur betri aðilinn í uppgjöri toppliðanna en Blikar unnu upp tveggja marka
forskot á Hlíðarenda Alexandra jafnaði rétt fyrir leikslok Liðin áfram jöfn
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Toppslagur Miðjumennirnir Dóra María Lárusdóttir og Hildur Antonsdóttir eigast við á Hlíðarenda í gærkvöld.
gerir mikið. Hún var eins og
drottning í ríki sínu og flestallt sem
Þór/KA reyndi endaði á henni.
Hinum megin var Stjarnan hins
vegar aldrei líkleg til þess að
skora, með Snædísi Maríu Jör-
undsdóttur eina frammi. Hún er
kornung og var að spila sinn fyrsta
leik í meistaraflokki. Stephany
Mayor var í strangri gæslu allan
leikinn og þegar hún nær sér ekki
á strik vantar gæði í sóknarleik
Þórs/KA. johanningi@mbl.is
Hólmfríður afgreiddi KR
Selfoss vann seiglusigur á KR í
Pepsi Max-deild kvenna í knatt-
spyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 1:0
og það sem skildi liðin að var mark
frá Hólmfríði Magnúsdóttur, fyrr-
verandi leikmanni KR.
Sigurmarkið kom á 20. mínútu
þegar Anna María Friðgeirsdóttir
tók góða aukaspyrnu inn á vítateig
KR og Hólmfríður kom á sigling-
unni á fjærstöng og renndi sér á
boltann. Vel klárað hjá Hólmfríði
gegn sínum gömlu félögum. KR
fékk dauðafæri til að jafna seint í
leiknum. Sandra Dögg Bjarnadótt-
ir fékk þá boltann á góðum stað í
vítateignum og hamraði hann í
stöng. gk@sunnlenska.is
1:0 Margrét Lára Viðarsdóttir 11.
2:0 Hlín Eiríksdóttir 26.
2:1 Berglind B. Þorvaldsdóttir 39.
2:2 Alexandra Jóhannsdóttir 88.
I Gul spjöldBerglind Björg (Breiðabliki).
Dómari: Egill A. Sigurþórsson, 8.
Áhorfendur: 828.
MM
Fanndís Friðriksdóttir (Val)
VALUR – BREIÐABLIK 2:2
M
Margrét Lára Viðarsdóttir (Val)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Val)
Dóra María Lárusdóttir (Val)
Guðný Árnadóttir (Val)
Hlín Eiríksdóttir (Val)
Alexandra Jóhannsd. (Breiðab.)
Karólína Lea Vilhjálmsd. (Breið.)
Selma Sól Magnúsdóttir (Breið.)
Ásta Eir Árnadóttir (Breiðabliki)
Berglind Björg Þorvaldsd. (Breið.)
1:0 Hólmfríður Magnúsdóttir 20.
I Gul spjöldLaufey Björnsdóttir, Bojana
Kristín Besic (KR).
Dómari: Helgi Ólafsson, 7.
Áhorfendur: 203.
SELFOSS – KR 1:0
M
Anna María Friðgeirsd. (Selfossi)
Karitas Tómasdóttir (Selfossi)
Þóra Jónsdóttir (Selfossi)
Hólmfríður Magnúsd. (Selfossi)
Cassie Boren (Selfossi)
Betsy Hassett (KR)
Tijana Krstic (KR)
Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR)
I Gul spjöldArna Sif Ásgrímsdóttir, Andr-
ea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Dómari: Þórður Már Gylfason, 8.
Áhorfendur: 110.
MM
Anna María Baldursdóttir (Stjörn.)
STJARNAN – ÞÓR/KA 0:0
M
Edda María Birgisdóttir (Stjörn.)
Dilja Ýr Zomers (Stjörnunni)
Viktoría V. Guðrúnardóttir (Stjör.)
Birta Guðlaugsdóttir (Stjörnunni)
Bianca Sierra (Þór/KA)
Lára Kristín Pedersen (Þór/KA)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Þórdís H. Sigfúsdóttir (Þór/KA)