Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Page 6
HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019 Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-16 Holtagörðum | Sími 568 0708 | www.fako.is Bekkur 45.900 kr. Borð 79.000 kr. Eldstæði 39.500 kr. Margir segja júlímánuð semsenn er á enda þann ótrú-legasta í sögu leik- mannamarkaðar NBA-deildarinnar. Hver stórstjarnan á fætur annarri hefur skipt um lið og kveður við nýjan tón í eðli leikmannaskiptanna. Paul George, einn besti körfu- knattleiksmaður heims, kom mörgum á óvart fyrir um ári þegar hann ákvað að endurnýja saming sinn hjá Okla- homa City Thunder í NBA-deildinni til þriggja ára. Flestir héldu að George, sem var samningslaus, myndi fara heim í sólina til Kaliforníu og semja við Los Angeles Lakers. Vinátta hans við hina stórstjörnu Thunder, Russell Westbrook, sem margir telja erfitt að spila með, var slík að hann mætti í partí stuttu eftir ákvörðunina og sagði: „Ég er kominn hingað til að vera.“ En hinn 6. júlí síðastliðinn, innan við ári eftir að hafa sagt þessi fleygu orð, var honum skipt til Los Angeles Clippers fyrir metfjölda valrétta í ný- liðavalinu og tvo góða leikmenn. Ekki vildu stjórnendur í Thunder losna við kappann heldur krafðist hann þess sjálfur að honum yrði skipt. Ástæðan var sú að önnur stórstjarna, nýkrýnd- ur NBA-meistari og besti leikmaður lokaúrslitanna, bað hann að koma mér sér til borgar englanna. Kawhi Leonard verður seint talinn málglaður maður og lætur vanalega verkin inni á vellinum um að tala en hann vatt kvæði sínu í kross í sumar. Hann taldi bæði George á að krefjast skiptanna og Clippers að láta af hendi fjölda valrétta fyrir hann. Slík losun valrétta getur gert liðum mjög erfitt fyrir þegar byggja á upp lið eða ein- faldlega halda sér í hópi þeirra bestu. En Clippers áttu engra kosta völ því þeir voru í raun að skipta fyrir bæði Leonard og George, því án þess að fá George kæmi Leonard ekki. Eru slíkar vendingar, þar sem leik- menn stýra hreyfingum á milli manna, ekki óþekktar. Flestir muna eftir því þegar LeBron James og Chris Bosh fóru báðir til Miami Heat árið 2010 og hittu þar fyrir félaga sinn, Dwayne Wade. Hins vegar virð- ast völdin í enn meira mæli að færast í hendur leikmanna; bæði virðast samningar engin trygging fyrir að leikmönnum sé haldið innan liðsins og leikmenn taka virkari þátt en áður í að smala mönnum í sitt lið, hvort sem þeir eru þar fyrir eða á leið þangað. Hættu við Knicks Auk George skiptu stórstjörnurnar Kyrie Irving og Kevin Durant um lið í sumar. Þeir fóru báðir til Brooklyn Nets. Þeir urðu samningslausir í sumar og fastlega var gert ráð fyrir að þeir yfirgæfu lið sín og sneru til New York-borgar. En ekki til Barcla- ys Center, þar sem Nets leikur, held- ur til Madison Square Garden, heimavallar hins sögufræga liðs New York Knicks. Sögusagnir þess efnis að Irving og Durant vildu leika með Knicks og endurreisa liðið hafa verið uppi í marga mánuði. Beðið var í ofvæni eft- ir sumrinu 2019 þegar þessir leik- menn yrðu báðir frjálsir ferða sinna. Allt kom hins vegar fyrir ekki og þeir sömdu við Nets. Fáir þekkja til körfuboltamannsins Spencers Dinwiddies en hann er einn varamanna Nets. Hann kynntist Irv- ing á námskeiði Harvard-háskóla í viðskiptafræði fyrir íþróttamenn síð- asta sumar og héldu þeir sambandi í vetur. Ef marka má frétt New York Times hafði hann mikið um það að segja að Irving snerist hugur og ákvað að fara til Nets en ekki Knicks. Durant vildi svo ekki fara einn í lið Knicks og fylgdi því Irving. Óleyfilegt er fyrir leikmenn að stunda áróður af þessu tagi ef þeir gera það undir fyrirmælum frá liðinu sjálfu. Þeim er þó frjálst að gera slíkt að eigin frumkvæði. Erfitt er hins vegar að meta hvort það sé tilfellið eða ekki, að minnsta kosti færa sönn- ur á það. Gífurleg áhrif James Stærsta stjarna NBA-deildarinnar, Lebron James, var sakaður um að hafa farið út fyrir velsæmismörk í herferð sinni sem snerist um að fá aðra stórstjörnu, Anthony Davis, til liðs við sig í Lakers um mitt síðasta tímabil. Davis krafðist þess að vera skipt en samningur hans rennur út næsta sumar. Davis var á endanum skipt til Lakers en ekki fyrr en tíma- bilinu var lokið. Margir telja að James hafi nýtt gífurleg áhrif sín inn- an deildarinnar til að fá skiptin í gegn og Lakers þurfti að láta af hendi flesta af sínum ungu leikmönnum sem og nokkra valrétti. Eins og Thunder átti lið Davis, New Orleans Pelicans, ekki annarra kosta völ en að losa sig við Davis þótt liðið vildi gjarnan halda honum. Til að festa júlímánuð þessa árs kirfilega í sessi sem þann ótrúlegasta á leikmannamarkaðnum var Russell Westbrook, samherja George og mik- ilvægasta leikmanni deildarinnar árið 2017, skipt til Houston Rockets fyrir enn eina stjörnuna, Chris Paul, ásamt valréttum. Höfðu stjórnendur Thun- der þá ákveðið að stokka þyrfti upp í leikmannahópnum eftir að hafa misst George. Þeir gömlu horfa öfundaraugum Fyrrverandi leikmenn deildarinnar hafa margir hverjir látið skoðun sína í ljós varðandi þetta og eru ekki par sáttir. Þeir segja að á árum áður hefðu bestu leikmennirnir ekki fært sig um set þegar illa gengi heldur hjálpað til við að byggja upp gott lið sem gæti barist um titla. Spurning er þó hvort þeir segi þetta vegna hugsjónar eða öfundar. Margir þeirra þurftu að dúsa í mörg ár í lélegu liði og það var ekki fyrr en undir lok ferilsins, þegar getan fór að dvína, sem þeir áttu kost á því að skipta um lið. Þeir gætu því horft öfundaraugum á leikmenn eins og Le- bron James og Kawhi Leonard sem báðir hafa unnið titil og verið valdir mikilvægustu leikmenn lokaúrslit- anna með tveimur liðum og njóta nú veðursins í Los Angeles þar sem þeir leika með því þriðja. Áhuginn á deildinni virðist þó gríð- arlegur í kjölfar allra þessara leik- mannahreyfinga en deildin hefur ver- ið í mikilli sókn síðustu árin. Tekjur hafa aukist ár frá ári og nú eru marg- ir spenntir að sjá hvernig stórstjörn- urnar spjara sig í nýjum liðum, með nýjum samherjum. Kverkatak Gol- den State Warriors á deildinni virðist fyrir bí og óvíst hvaða lið ná vopnum sínum og berjast um titilinn í vetur. Ólíkt leikmannahreyfingum fyrri ára þar sem stórstjörnur hafa mynd- að svokallað ofurlið sem erfitt yrði að keppa við eiga mörg lið möguleika á titlinum í vetur. Einkennandi virðist vera að tveir heimsklassaleikmenn muni leiða hvert lið, ólíkt því sem átt hefur sér stað síðasta áratuginn þar sem lið reyndu oft að hafa þrjár stór- stjörnur innanborðs. Spennandi verður að fylgjast með NBA-deildinni þegar hún fer af stað í vetur, svo ekki sé talað um í vor þeg- ar úrslitakeppnin hefst. Mörg lið hafa lagt mikið að veði til að ná árangri og öðlast vinsældir. Gera það sem þeim sýnist Stórstjörnur NBA-deildarinnar virðast skipta um lið að vild og spila þar sem líklegast er að þeir vinni titil. Leikmennirnir sjálfir eiga stærri þátt en áður í því að menn skipti um lið. Erfitt er að meta hvort þessi þróun sé til bóta fyrir deildina. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Lebron James og Anthony Davis eru miklir mátar. James taldi Davis á að láta skipta sér frá New Orleans Pelicans til Los Angeles Lakers og spila með James. AFP Kawhi Leonard og Paul George takast hér á í leik með liðum sínum síðasta vetur. Báðir skiptu um lið í sumar og spila saman í Clip- pers frá Los Angeles.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.