Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 15
28.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Á síðustu árum hefur góð vinátta tekist með Urban og Gunnlaugi A. Jónssyni og ræða þeir oft saman í gegnum síma. Safn þess síðarnefnda telur nú um 100 styttur frá Drottningargötunni og í þeim hópi eru allnokkrir Íslendingar sem Urban hefur unnið eftir forskrift og á grundvelli samtala við Gunnlaug. Þar er þó ein undantekning, en það er stytt- an sem gerð var af Gunnlaugi for- spurðum af honum sjálfum. Aðrir Íslendingar í hópi „hinna út- völdu“, sem langflestir eru í safni Gunn- laugs, eru Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti, Sigvaldi Kaldalóns, tónskáld og afi Gunnlaugs, Eggert Stef- ánsson, söngvari (bróðir Sigvalda), Hrafnkell Helgason, læknir, Davíð Gunnarsson, fyrrum forstjóri Ríkisspít- alanna, Guðmundur Í. Guðmundsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, Sig- urður Pálsson vígslubiskup, Sigurbjörn Einarsson, biskup Íslands, Halldór Kilj- an Laxness, rithöfundur, Haraldur Níelsson, prófessor í guðfræði (gegndi sömu stöðu og Gunnlaugur í dag), og fyrrverandi forsætisráð- herrarnir og formenn Sjálfstæðisflokks- ins Ólafur Thors og Davíð Oddsson. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri Ís- lendingar komist í þennan fríða flokk en oft tekur það langan tíma að telja Ur- ban á að takast á við áskoranir sem bornar eru upp við hann. Vanda þarf til verka og hann kynnir sér ekki aðeins út- lit þeirra sem hann tálgar í tré heldur einnig sögu þeirra. Þeir sem þekkja Urban geta vitnað um að hann er af- ar vel að sér í mannkynssögu. ÍSLENDINGANÝLENDA VIÐ DROTTNINGARGÖTU 13 Íslendingar komnir í tré ur en Churchill skaut upp á stjörnuhimin alþjóðastjórnmálanna. Það hafi þó ekki verið gert vegna dálætis á ítalska og þýska harð- stjóranum heldur einfaldlega vegna þess að fólk hafði áhuga á að eignast styttur af þeim. Og það þekkja þeir líka sem safna verkum Urbans. Safnarar eiga oft í nokkrum vand- ræðum með að útskýra fyrir gestum sínum hvað það eigi að fyrirstilla að raða upp stytt- um af heimsþekktum morðingjum og kúg- urum. Gerir það nokkur heilvita maður? En söfnin þarf að skoða í samhengi. Kannski eiga þeir sem bara safna illmenn- unum erfiðast með að svara fyrir sig. En svo eru það aðrir sem bara safna persónum úr seinni heims- styrjöldinni og enn aðr- ir safna öllum þeim sem Urban kýs að skera út. „Trump er mjög vin- sæll núna. Hann er auð- vitað alla daga í pressunni,“ segir Urban. Í þeim svif- um reka bandarísk hjón á besta aldri inn nefið og spyrja einmitt um Trump og hvað hann kosti. Nokkru síðar blanda ég mér í samtalið og spyr hvað- an þau komi. „Kali- forníu maður, Kali- forníu,“ segir þá konan. Mér verður þá á að spyrja hvort íbúar Kaliforníu kjósi ekki allir Demókrataflokk- inn og undra mig á áhuganum á forsetanum umdeilda. Maðurinn kveður já við en eig- inkonan, sem er öllu framhleypnari, segir þá strax: „Við mynd- um bara kaupa hann til þess að brenna hann!“ Þá áttaði ég mig á að þarna voru á ferðinni frjálslyndir demó- kratar. Sker einnig út minna þekkt fólk Trump slapp, varð ekki eldi að bráð. Og áfram höldum við spjalli okkar um hand- verkið. Það er auðvelt að spyrja karlinn þar sem við sitjum undir styttunum, sumum mál- uðum en öðrum ekki. Mér verður starsýnt á nokkrar sem hann geymir fullbúnar uppi á hillu til hliðar við vinnuborðið. Þar sé ég Jó- hannes Pál II páfa, Ronald Reagan, Otto von Bismarck og Maó tze Dong. Allar eru þær fráteknar en mitt í hópnum er maður klædd- ur læknasloppi og ég kem honum ekki fyrir mig. Tel jafnvel að þarna sé á ferðinni Christiaan Barnard, suðurafríski læknirinn sem fyrstur framkvæmdi hjartaígræðslu árið 1967. En það reynist ekki svo. Þarna er á ferðinni eftirmynd þekkts læknis í Svíþjóð – núlifandi – sem kollegar hafa ákveðið að færa að gjöf. Það gerist nefnilega stundum að fólk fái sínar eftirmyndir að gjöf. Það gerðist t.d. eitt árið á afmælisdegi stórtækasta safnarans. Þá hafði Guðrún kona hans fengið Urban, eftir krókaleiðum, til að skera eiginmanninn út. Það vakti mikla kátínu og nú stendur hann mitt á meðal allra hinna litríku karaktera í eigin safni. Hið sama á við um Davíð Oddsson en fáein „ein- tök“ af honum eru til í söfnum hér heima. Urban þekkir fleiri dæmi. Þannig eignaðist Nixon eintak af sér á sínum tíma þegar einn af hans nánustu samverkamönnum rak nefið inn í verslun Urbans. Raunar gekk það mál svo langt að aðstoðarmenn Nixons pöntuðu á annan tug eintaka af „karlinum“ í kjölfarið og voru eintökin síðan send á helstu stuðn- ingsmenn forsetans vítt og breitt um Banda- ríkin. „Svo er sennilegt að Churchill hafi átt ein- tak af sér en það var fyrir mína tíð. Það hefur pabbi skorið út. Það atvikaðist þannig að þeg- ar Churchill voru veitt bókmenntaverðlaun Nóbels 1953, tveimur árum á undan Laxness sem ég hef reyndar einnig skorið nokkrum sinnum út, þá gat hann ekki sótt hátíðina hér í Stokkhólmi og kona hans, Clementine, og Randolf sonur þeirra tóku við verðlaununum í hans stað. Hann keypti eintak og hefur ef- laust komið því til föður síns.“ Erfiðara að skera út konur Þegar skyggnst er yfir höfundarverk Urbans vekur fljótlega eftirtekt að karlar eru í mikl- um meirihluta þeirra sem hann hefur skorið út. Má velta upp þeirri spurningu hvort hann hafi meira gaman af því að skera þá út en konurnar en hann segir þá skýringu ekki halda vatni. „Fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Auðvit- að hafa fleiri karlar verið áberandi á hinu opinbera sviði í gegnum aldirnar en svo er það líka þannig að það er erfiðara að ná kon- unum vel, mér finnst ég bara ekki eins góður í að skila þeim af mér svo sómi sé að. Það kann að skýrast af því að fígúrurnar eru nokkuð grófar og draga með nokkuð ýktum hætti fram andlitsdrætti og þvíumlíkt. Það getur verið vandaverk að beita þeirri aðferð þegar Jackie Kennedy er annars vegar,“ segir Ur- ban kíminn. Þar sem hann hefur látið til sín taka við útskurð kvenpersóna hefur hann þó staðið vel að verki og hann er orðinn þraut- þjálfaður í að skera út Silvíu drottningu Sví- þjóðar, sem lengi hefur verið ofarlega á vin- sældalista þeirra sem safna styttum af hendi hans. Systirin setur punktinn yfir i-ið Urban stendur ekki einn að listasmiðjunni við Drottningargötu. Fígúrurnar yrðu mun svip- minni en ella ef málningunni væri sleppt. Um þann hluta verksins sér Gisela, systir Urbans, sem kemur alla jafna vikulega á staðinn og gæðir stytturnar lífi. Urban er ríflega sjötugur að aldri og það er ekki úr vegi að spyrja hversu lengi hann hyggist halda starfinu gangandi. „Ég hef ekkert ákveðið í þeim efnum en ég er ekki að yngjast og leigan hefur hækkað mikið hérna. En það er mikill áhugi á þessu og ekki hefur hann minnkað frá Íslandi síð- ustu árin. Gunnlaugur hefur þar held ég haft talsverð áhrif.“ Á verkstæðinu kennir ýmissa grasa. Maó er vinsælt viðfangsefni, Jóhannes Páll II, Donald Trump. Öðru hvoru er Urban beðinn um að skera Ronald Reagan út. Enginn slær þó Churchill út. Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson Í áratugi hefur Urban leitað leiða til að færa heimsþekkta andlitsdrætti í rétt form og honum fellur vel að styðjast við ljósmyndir og jafnvel fyrri túlkanir listamanna á viðfangsefnum sínum. Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson Í ágúst 2004 komu hjónin Bill og Hillary Clinton til Íslands í opinberum erindagjörð- um. Þau hafa lengi verið góðir vinir Davíðs Oddssonar og Ástríðar Thorarensen. Í heimsókninni litu Clinton-hjónin inn á heimili þeirra og áðu drjúga stund. Davíð þekkti vel til mikils áhuga forsetans fyrrverandi á forvera hans í embætti, John F. Kennedy. Þá kom sér vel að á áttunda áratug síðustu aldar hafði Davíð fest kaup á nokkrum „körlum“ hjá Urban í Stokkhólmi. Í þeim hópi var Kennedy og færði Davíð Bill styttuna í safnið. Og mun Clinton hafa látið vel af gjöfinni. Í tilefni af sjötugsafmæli Davíðs 2018 færði gamall stuðningsmaður honum eftirmynd af honum sem Urban hafði gert nokkru áður. Síðar sama ár bar fundum þeirra saman og sagði Davíð hon- um þá söguna af heimsókn Clinton-hjónanna og þeirri staðreynd að nú væri í fórum Bills eintak af Kennedy. Nokkrum mánuðum síðar barst Davíð lítill böggull frá Stokk- hólmi. Þar var komið nýtt „eintak“ af forsetanum sem hlaut svo svipleg örlög nóv- emberdaginn í Dallas, 1963. KENNEDY KOMINN TVISVAR Í HÚS Clinton á einn frá Urban Það urðu fagnaðarfundir þegar Urban og Davíð hittust. Sá fyrrnefndi var nokkuð ánægður með hvernig hann hafði „náð“ fyrirmyndinni. Urban hefur aldrei gert af sér sjálfsmynd svo vitað sé. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ólafur Thors

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.