Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019
LÍFSSTÍLL
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið:
Þetta hefur verið algert rjómasumar,“ segir Guð-ríður aðspurð hvernig sumarið hafi verið fyrirblómin. „Eftir síðasta rigningasumar fengum við
loksins almennilegt sumar, sem gerir
það að verkum, sérstaklega með fjöl-
æru plönturnar margar hverjar, að
núna fáum við svo góða og fína blómg-
un. Plönturnar eru margar svo glæsi-
legar að maður hreinlega fellur í
stafi.“
Aðspurð hvenær blómgun nær há-
marki og hvort það sé sérstakur tími
yfir sumarið sem blómin séu alveg sér-
staklega falleg segir Guðríður að það
séu hápunktar yfir allt sumarið. „Fyrsti hápunkturinn
er eiginlega í mars/apríl þegar fyrstu vorblómstrandi
plönturnar eru að byrja og síðan taka tegundirnar við
hver á fætur annarri. Þannig að yfir sumarið, í þessum
fjölæru jurtkenndu plöntum, getum við verið með eitt-
hvað í blóma alveg frá því í mars/apríl fram í október.“
Þetta er ansi langur tími en hver tegund fyrir sig er þó
yfirleitt ekki mjög lengi í blóma. „Yfirleitt eru plönturn-
ar í blóma í um hálfan mánuð upp í fjórar vikur en sum-
ar tegundir eru þó duglegar að blómstra nánast allt
sumarið eins og til dæmis dverghjarta, sem byrjar frek-
ar snemma og er með blóm eiginlega alveg þangað til
það fer að kólna á haustin og plantan fellir blöð og
stöngla. Þær eru ekki margar þannig en þær finnast.“
Veðurfar hefur áhrif á blómgun
„Vegna þess hve sólríkt og gott sumarið er í ár eru
plönturnar svolítið snemma á ferðinni og blómgunin
fyrr. Þegar talað er um tíma blómgunar á plöntum
verður maður aðeins að meta aðstæður,“ útskýrir Guð-
ríður og segir að ef sumarið er sólríkt og hlýtt geti
blómgunin verið tveimur til þremur vikum fyrr en ella.
„Til að mynda var öll blómgun í fyrra mjög sein í jurt-
kenndum plöntum vegna þessara miklu rigninga.“
Aðspurð hvaða plöntur séu að ná hápunkti um þetta
leyti og fram á haust tók Guðríður saman nokkrar
plöntur sem eru blómstrandi frá því í lok júlí/byrjun
ágúst og fram á haust.
Dreyramura
„Ættingi jarðarberjamurunnar er dreyramura. Hún er seinna á ferðinni og er
svolítið dekkri á litinn. Hún er að byrja að blómstra um það leyti sem jarð-
arberjamuran er að klára. Þá getur maður haft þessar plöntur báðar í garð-
inum og þannig er maður að teygja blómgunartímann fram í september. Það er
mjög sniðugt þegar maður er að raða niður plöntum í garðinn að velta fyrir
sér hvenær þær hefja blómgun og hvað tekur svo við. Þannig er hægt að
tryggja að allt sumarið sé eitthvað fallegt í blóma í garðinum.“
Ljósmyndir/gardaplontur.is
Útlagi
„Svo er tegund sem var mjög algeng í
görðum áður fyrr og heitir útlagi.
Plantan öll er 70-80 cm há og þetta
eru uppréttir stönglar með ljósgræn
blöð og efst eru alveg skærgul blóm.
Hér áður fyrr var þessi planta nánast
í öllum görðum því hún er falleg frá
því seint í júlí eða snemma í ágúst og
langt fram í september. Hún breiðir
svolítið úr sér svo maður þarf aðeins
að halda henni í skefjum en það er
alltaf eitthvað heimilislegt við útlag-
ann; hann vekur oft minningar um til
dæmis garðinn hjá ömmu.“
Jarðarberjamura
„Um þetta leytið er jarðarberjamura
að blómstra en hún er með alveg há-
rauð blóm, sem er ekki algengt í görð-
um á íslandi. Rauðblómstrandi plöntur
eru ekki svo margar en svo dýrmætar
og fólk sækir yfirleitt mjög mikið í þær.
Jarðarberjamuran er með blöð sem
eru svipuð jarðarberjum. Stönglarnir
eru svolítið útafliggjandi þannig að
maður þyrfti helst að vera með hana í
steinhæð til að hún njóti sín sem best.
Svo koma þessi gullfallegu hárauðu
blóm sem eru svipuð sóleyjum í laginu
en alveg hárauð. Jarðarberjamuran
myndi kjósa að vera á frekar sólríkum
vaxtarstað.“
Prestabrá
Blómið prestabrá segir Guðríður svolítið eins og baldursbrá á sterum. „Blöðin
eru heilli en á baldursbránni en blómin einkennast af risastórum hvítum körf-
um. Miðjan er gul og síðan eru hvítu tungukrónurnar sem kallaðar eru í kring-
um miðjuna alveg svakalega stórar. Það eru til prestabrár þar sem hvert blóm
er allt að 10-15 cm í þvermál. Prestabrá byrjar í blóma í lok júlí og er í blóma
fram í ágúst.“
Garðamaríustakkur
„Garðamaríustakkur, sem er náskyldur íslenska mar-
íustakknum, er mjög áberandi í görðum núna. Garðam-
aríustakkurinn er alveg grjótharðgerður, með stór og
mjúk blöð og gulgræna blómgun. Þetta er ofboðslega
dugleg planta en hefur þann ávana að sá sér dálítið, sem
gerir að verkum að það eru ekki allir hoppandi glaðir
með hana. Garðamaríustakkurinn þrífst um allt land og
allir geta ræktað þessa fallegu plöntu.“
Kínavöndur
„Kínavöndur blómstrar mjög seint
að sumri. Blómið einkennist af eins
konar stórum bláum lúðrum með
ljósgrænum sportröndum á hlið-
unum. Kínavöndurinn er í blóma í
ágúst og langt fram í september. Á
daginn opnast blómin en á kvöldin
lokar hann sér aftur til að passa upp á
að blómin endist lengur. Kínavöndur
er frekar lágvaxinn og er notaður í
steinhæðir.“
Blómgun fyrr á ferðinni í ár
Alpaþyrnir
„Alpaþyrnir er planta sem lítur svolítið út fyrir að hafa
komið utan úr geimnum. Þetta er alveg glæsileg garð-
planta og þessir stóru sveipir sem hún er með eru grænir
til að byrja með en þegar líður á sumar blána þeir smám
saman og verða blá-stálgráir í lok sumars. Þetta er frábær
garðplanta, harðgerð og dugleg og bætir við sig jafnt og
þétt á hverju ári. Alpaþyrnir er einnig hægt að nota til af-
skurðar, eins og langdepluna.“
Guðríður
Helgadóttir
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur segir að hápunktar blómgunar
plantna dreifist jafnt og þétt yfir allt sumarið og hver tegund eigi sinn tíma.
Sunnudagsblaðið fékk Guðríði til að segja frá nokkrum fjölæringum sem ná
hápunkti núna í byrjun ágúst og fram á haustið.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Hraundepla
„Nú eru að detta í blóma tegundir
sem heita hraundepla, sem er um 40
cm há, og langdepla, sem er 70-80
cm há. Báðar blómstra fallega bláum
blómum. Langdeplan er mun fínlegri
og hefur hún verið notuð sem af-
skorin planta. Ef fólk langar að vera
með eitthvað í garðinum sem hægt
er að tína í vönd þá er langdeplan
upplögð í það. Hún er yfirleitt blá en
finnst líka hvít og bleik.“