Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019 LESBÓK Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— SJÓNVARP Margir aðdáendur fantasíuþáttarins Game of Thrones urðu fyrir miklum vonbrigðum með síðustu þáttaröð þáttanna, en þeir sem ekki enn hafa fengið nóg af ævintýrum Westeros geta mögulega tekið gleði sína á ný. Að sögn fréttaveitunnar Reuters hafa tökur á nýrri þáttaröð sem gerist í heimi Game of Thrones hafist í Bel- fast og fljótlega muni forsprakkar HBO-framleiðslufyrir- tækisins ákveða hvort þættirnir verði gefnir út. Lítið er vitað um þættina, en sögusagnir herma að sögu- þráður þáttanna eigi að gerast þúsundum ára á undan söguþræði Game of Thrones, í heimi Westeros. George R.R. Martin, höfundur sagnabálksins sem þætt- irnir byggjast á, er viðriðinn verkefnið, auk leikaranna Naomi Watts og Josh Whitehouse, meðal annara. Forsaga Krúnuleikanna George R.R. Martin er meðal framleiðenda þáttana AFP TÓNLIST Rapparinn Lil Nas X, sem gerði garðinn frægan með rapp-kántrílaginu Old Town Road, er ekki óvanur því að vera þrætuepli í tónlistarheiminum, en þessi ungi og litríki rappari er enn og aftur á milli tann- anna á fólki í vikunni. Útgáfufyrirtækið The Music Force LLC hefur stefnt rapparanum fyrir að hafa, að þeirra sögn, stolið lagi sem fyrirtækið gaf út árið 1982. Lagið heitir Carry On og er flutt af söngv- aranum Bobby Caldwell. Útgáfufyrirtækið hefur farið fram á að rapparinn greiði því 25 milljónir bandaríkjadala. Lil Nas X í klandri Rapparinn Lil Nas X er mikið í deiglunni AFP Hljómsveitin Une Misere hef-ur lagt land undir fót oghaldið í fjörutíu daga langt tónleikaferðalag um Austur- og Mið- Evrópu. „Ferðalagið byrjaði tæknilega í Neskaupstað á Eistnaflugi. Síðan flugum við beinustu leið til Reykja- víkur og daginn eftir var ferðinni heitið til Rússlands, þar sem við spil- uðum í Moskvu,“ segir Finnbogi Örn Einarsson, gítarleikari Une Misere, í samtali við blaðamann Sunnudags- blaðsins. „Við tókum 10 tíma lestarferð yfir nótt frá Moskvu til Sankti Péturs- borgar. Það var vægast sagt rugluð upplifun að vera í svona lest. Þar var ekkert net, enginn matur, ekki neitt. Við þurftum að kaupa okkur gos- drykki sem fundust í lestinni. Þetta var ótrúlega speisuð upplifun,“ segir Finnbogi, en leiðinni var svo heitið til Póllands og áfram til fleiri landa í Austur-Evrópu. „Svona túrar eru mikið strit. Bíl- ferðirnar eru langar. Við erum að spila langt fram á nótt og höfum þurft að vakna gífurlega snemma til að leggja af stað í næsta bæ, þannig að stundum endar það í þriggja tíma svefni, en maður þarf að taka þetta á sig,“ segir Finnbogi. „Þetta er allt nema einhver lúxus.“ Útrás fyrir eymdina Une Misere var stofnuð í Reykjavík árið 2016. „Þetta var fyrst stór vinahópur af strákum úr mörgum mismunandi Sveitin hóf tónleika- ferðalag sitt á Neskaup- stað þar sem hún spilaði á Eistnaflugi. Eymdin er fagnaðarefni Une Misere hefur fest sig í sessi sem ein fremsta málmhljómsveit landsins, en þessa stundina er sveitin á tónleikaferðalagi um Evrópu. Sunnudagsblaðið ræddi við Finnboga Örn, gítarleikara sveitarinnar. SJÓNVARP Bresk ungmenni hafa sagt skilið við sjónvarpsfréttir, samkvæmt nýútkominni skýrslu Ofcom, samskiptastofnunar breska ríkisins. Í skýrslunni, sem fjallar um áhorf á sjónvarpsfréttir, kemur fram að ungmenni á aldrinum 16- 25 ára horfi á aðeins tvær mín- útur af sjónvarpsfréttum að með- altali en meðaláhorf þeirra sem eru 65 ára eða eldri er 33 mín- útur á dag. Ástæða þróunarinnar sé sú að ungmenni líti æ minna til línu- legrar dagskrárgerðar og hefð- bundinnar útsendingar til að afla sér upplýsinga um málefni líðandi stundar og neyti frekar afþrey- ingarefnis á streymiþjónustum, svo sem Netflix, sem bjóða ekki upp á fréttaflutning. Þessi þróun gæti haft áhrif á bresk stjórnmál, þar sem aðalvett- vangur stjórnmálaflokka í Bret- landi er tíufréttir, en ljóst er að flokkar þurfa að breyta til vilji þeir einnig ná til ungmennanna. Þurfa næstu leiðtogarökræður Íhaldsflokksins að fara fram á Netflix? AFP Segja skilið við sjónvarpsfréttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.