Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Qupperneq 30
Auglýsingaplakatið fyrir myndina minnir á tímana sem hún á að gerast á. Los Angeles. AFP. | Nýjasta kvik- mynd Quentins Tarantinos er ást- aróður til Hollywood – og að sögn sérfræðinga mikilvægur prófsteinn á það hvort iðnaður undir pressu getur enn getið af sér smelli, sem ekki koma úr þrautreyndum ranni ofur- hetjumynda eða eru endurgerð eða framhald eldri mynda. Einu sinni var … í Hollywood ger- ist árið 1969 þegar kaflaskil urðu í draumaverksmiðjunni og snyrtileg átrúnaðargoð hvíta tjaldsins viku fyrir uppreisnarmönnum með lubba á borð við Roman Polanski og Denn- is Hopper og grimmileg ódæðisverk fylgifólks Charles Mansons fyllti samfélagið óhug og skelfing. Myndin lýsir heimi þar sem finna má listamenn með sýn, dygga stað- gengla leikara í áhættuatriðum og spakhettistra og hefur hún þegar komið við hjörtu kvikmyndaunnenda og hlotið hástemmt lof gagnrýnenda. Myndin var tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum á föstudag og ríkir eftirvænting að sjá hvernig hún gengur því að þetta ár, sem nú er hálfnað, hefur verið allt annað dæmigert ævintýri úr Hollywood. Tekjur kvikmyndahúsa í Banda- ríkjunum eru um sjö prósentum lægri en í fyrra samkvæmt Com- score og vekur það furðu vegna þess að ofurhetjumyndin Avengers: End- game er orðin tekjuhæsta kvikmynd allra tíma. Ef frá eru teknar aðrar arðsamar myndir móðurfyrirtækisins Disney – að meðtöldum myndunum Leik- fangasaga 4, Aladdín og Konungur ljónanna er fyrirtækið með 40% af tekjum kvikmyndahúsanna – virðist árið 2019 ætla verða frekar magurt í bíóbransanum. Þar bætist við að samkeppni efnisveitna á borð við Netflix og HBO er farin að hafa sín áhrif á aðsókn í bíó. Mikið er undir því að Tarantino er að talinn deyjandi tegund í Holly- wood, leikstjóri með höfundar- einkenni sem gerir svonefndar upp- runalegar myndir sem fólk hópast til að sjá. Ef Tarantino gengur ekki vel boð- ar það ekki gott fyrir aðrar uppruna- legar myndir á borð við fjöl- skyldudramað Kveðjuna (The Farewell), sem hefur hlotið mikið lof, að sögn Pauls Dergarabedians, sér- fræðings hjá Comscore. „Hann er einn kannski fimm leik- stjóra frá upphafi sem maðurinn á götunni þekkir um leið með nafni – Það eru Alfred Hitchcock, Steven Spielberg, Francis Ford Cop- pola … fólk sem ekki er í greininni þekkir Tarantino,“ bætir hann við. Tarantino hefur einnig tekist að laða til sín mesta hæfileikafólkið í greininni. Hermt er að Leonardo hafi lækkað við sig launin til að vinna á ný með leikstjóranum eftir að hafa unnið með honum að myndinni Django leystur úr hlekkjum. Beðið er eftir að sjá hvernig myndin gengur um helgina. Enginn á von á að hún komist nálægt því að hala inn neitt í námunda við 190 milljónir dollara líkt og Konungur ljónanna gerði fyrstu sýningarhelg- ina, en sérfræðingar segja að raun- hæft væri að gera ráð fyrir 30 millj- ónum dollara. Tarantino hefur sagt að hann muni aðeins gera tíu myndir og eftir það ætli hann að setjast í helgan stein. Einu sinni var … í Hollywood er sú níunda. „Það er orðið erfiðara og erfiðara að koma upprunalegum myndum inn í stóru kvikmyndahúsin,“ sagði Brad Pitt, sem leikur annað aðalhlutverkið í myndinni á móti Leonardo di Cap- rio, þegar hún var frumsýnd á mánu- dag. „Guði sé lof að Tarantino átti eftir púður til að gera eina enn.“ AFP EINU SINNI VAR Í LANDI FRAMHALDSMYNDANNA Tarantino áhrifin Brad Pitt, Quentin Tarantino og Leonardo de Caprio „Einu sinni var … í Hollywood“ við frumsýninguna í Hollywood á mánudag. 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com 07.00 Strumparnir 07.25 Heiða 07.50 Tindur 08.05 Mæja býfluga 08.20 Blíða og Blær 08.45 Víkingurinn Viggó 08.55 Ævintýri Tinna 09.20 Skoppa og Skrítla á póstkorti um Ísland 09.40 Lukku láki 10.05 Latibær 10.30 Ninja-skjaldbökurnar 10.55 Friends 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 I Feel Bad 14.05 Splitting Up Together 14.30 Seinfeld 14.55 One Nation Under Stress 16.05 Grand Designs: Aust- ralia 16.55 Masterchef USA 17.40 60 Minutes 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.50 Sportpakkinn 19.05 Ice On Fire 20.35 GYM 21.00 Big Little Lies 21.55 Absentia 22.40 Crashing 23.10 The Son 23.55 Snatch 00.40 Shameless ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 21.00 Nágrannar á norð- urslóðum (e) 21.30 Eitt og Annað frá Seyðisfirði (e) endurt. allan sólahr. 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 20.00 Ísland og umheimur 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta 21.00 Smakk/takk 21.30 Suður með sjó endurt. allan sólahr. 14.15 Gordon, Gino and Fred: Road Trip 15.00 90210 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 How Not To DIY 18.25 George Clarke’s Old House, New Home 19.15 Strúktúr 19.45 Speechless 20.10 Madam Secretary 21.00 The First 21.50 Jamestown 22.40 Kidding 23.10 SMILF 23.40 Escape at Dannemora 00.40 The Disappearance 01.25 Seal Team 02.10 MacGyver 02.55 Mayans M.C. 03.55 Síminn + Spotify 06.55 Morgunbæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Ljóðabókin syngur I. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Skál- holtsdómkirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Tengivagninn. 15.00 Grár köttur. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Sumartónleikar evr- ópskra útvarpsstöðva. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Hyldýpi. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.28 Minnsti maður í heimi 07.29 Sara og Önd 07.36 Hæ Sámur 07.43 Söguhúsið 07.50 Letibjörn og læmingj- arnir 07.57 Hvolpasveitin 08.20 Alvinn og íkornarnir 08.31 Ronja ræningjadóttir 08.55 Disneystundin 08.56 Tímon & Púmba 09.17 Sígildar teiknimyndir 09.24 Líló og Stitch 09.45 Reikningur 10.00 Skollaeyja 10.25 Hið sæta sumarlíf 10.55 HM í sundi 13.45 Sumarævintýri Húna 14.10 Sælkeraferðir Ricks Stein – Þessalóníka 15.10 Tónlistarsaga Evrópu 16.40 Reisubókarbrot 17.05 Þegar tíminn hverfur 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.30 Skollaeyja 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Fólkið í Dalnum 21.05 Viktoría 21.55 Íslenskt bíósumar: Óðal feðranna 23.30 Fjársjóður Netflix á undir högg að sækja en áskrif- endum Netflix hefur ekki fjölgað eins og fyrirtækið átti von á en það kennir fjölda sjónvarpsveitna um það, og á næstunni verður í boði að kaupa sjónvarps- efni frá Apple, Disney og HBO, sem setur ennþá meiri pressu á Netflix. Það er ástæðan fyrir því að fjárfestar Netflix hafa stungið upp á því að hefja framleiðslu á kvikmyndinni Stranger Things og væri einungis í boði á Netflix. Það er ekki óalgengt að Netflix framleiði kvikmyndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsum sama dag og þær eru sýndar á Netflix, en það er ekki ætlunin með Stranger Things sem myndi einungis vera á Netflix. Tökur á fjórðu þáttaröð Stranger Things hefjast fljótlega. Er Stranger Things kvikmynd í bígerð? 14 til 16 Tónlistinn Topp40 Eini opinberi vinsældalisti Íslands er sendur út á K100 alla sunnudaga. Siggi Gunnars telur niður 40 vinsælustu lög landsins. 16 til 19 Pétur Guðjóns Góð tónlist og spjall á sunnudags síðdegi. Pétur fylgir hlustendum heim úr fríinu á sunnudögum, nú eða skemmtir þeim sem eru svo heppnir að geta verið lengur í fríi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.