Morgunblaðið - 19.08.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Bæði Evrópska persónuverndar-
ráðið, EDPB og Evrópska persónu-
verndarstofnunin, EDPS segja í mati
sínu á afleiðingum skýjalöggjafar
Bandaríkjanna (e. US Cloud Act) á
hið evrópska laga-
umhverfi per-
sónuverndar að
heppilegast væri
að gerður yrði
ítarlegur samn-
ingur milli ESB
og Bandaríkjanna
um aðgang að raf-
rænum sönnunar-
gögnum. Þetta
kom fram á vef-
síðu Persónuverndar í síðustu viku,
en málefnið var rætt á 12. fundi Evr-
ópska persónuverndarráðsins í
Brussel í júlí. Skýjalöggjöfin heimilar
löggæsluyfirvöldum í Bandaríkjun-
um að krefjast afhendingar á gögn-
um þjónustuaðila sem staðsettir eru
innan Bandaríkjanna, óháð því hvar
gögnin eru vistuð.
Fjöldi Íslendinga nýtir „skýin“
Bæði Evrópska persónuverndar-
ráðið og Evrópska persónuverndar-
stofnunin leggja áherslu á það í mati
sínu að ítarlegri samningur ætti að
innihalda strangar verndarráðstaf-
anir hvað varðar bæði málsmeðferð-
ina og efnismeðferð þannig að grund-
vallarréttindi einstaklinga séu
tryggð.
Fjöldi Íslendinga nýta sér banda-
ríska þjónustuaðila til að geyma gögn
sín á netinu í svokölluðum „skýjum“.
Má þá nefna nokkur vinsæl stór-
fyrirtæki, svo sem Dropbox, Google
og iCloud, sem öll bjóða upp á raf-
ræna geymslu gagna á netinu og eru í
eigu bandarískra aðila.
Helga Þórisdóttir, forstjóri
Persónuverndar, segir ólíklegt að
bandarísk löggæsluyfirvöld geti nýtt
skýjalöggjöfina til að nálgast íslensk
gögn án heimildar en gefur sér að
einhvers konar samningur sé á milli
íslenskra og bandarískra löggæslu-
yfirvalda sem veiti slíka heimild í ein-
hverjum tilvikum. Hversu langt slík
heimild næði er Helgu ekki kunnugt
um.
„Ég gef mér að það sé í gildi ein-
hvers konar samkomulag við banda-
rísk stjórnvöld en það er lögreglan
sem þyrfti að svara fyrir það. Samn-
ingur þarna á milli ætti að vera þann-
ig að bandarísk löggæsluyfirvöld
ættu aldrei að geta vaðið yfir önnur
yfirráðasvæði án þess að það væri á
grundvelli einhverrar heimildar eða
einhvers samkomulags,“ segir Helga
í samtali við Morgunblaðið.
„Að sjálfsögðu ættu íslenskir að-
ilar í þessum geira að passa sig að
ákvæði slíks samnings fari að gild-
andi lögum á Íslandi eins og til dæmis
persónuverndarlögunum nýju,“ segir
hún.
Helga segir að GDPR-persónu-
verndarlögin sem tóku gildi hér á
landi 15. júlí á síðasta ári gildi ekki
um starfsemi eða vinnslu persónu-
upplýsinga hjá lögreglunni. Það geri
hins vegar ný lög Evrópuþingsins og
ráðsins um meðferð persónuupplýs-
inga í löggæslutilgangi sem tóku gildi
á Íslandi 25. júní sl. nærri ári eftir að
persónuverndarlöggjöfin tók gildi
hér á landi. Að sögn Helgu var lög-
gjöfin innleidd nánast samtímis per-
sónuverndarlöggjöfinni í mörgum
öðrum Evrópuríkjuríkjum.
Í löggjöfinni kemur m.a. fram í 10.
grein um miðlun upplýsinga til al-
þjóðastofnana og þriðja ríkis að per-
sónuupplýsingum megi miðla til
ábyrgðaraðila sem teljist til lögbærs
yfirvalds hjá alþjóðastofnun eða ríkis
utan EES að því marki sem nauðsyn-
legt er í löggæslutilgangi séu ákveðin
skilyrði uppfyllt.
Helga bendir á að Evrópska per-
sónuverndarráðið og Evrópska per-
sónuverndarstofnunin telji nauðsyn-
legt að fara þurfi yfir gildandi
alþjóðasamninga Evrópusambands-
ins við Bandaríkin til að þeir standist
nýju persónuverndarlöggjöfina.
„Og þá gef ég mér að það þurfi líka
að gera hér,“ segir hún. Helga segir
jafnframt að þau bendi á það í áliti
sínu að ákvæðin sem hafi verið í gildi
taki ekki nógu skýrt fram hvaða
heimildir eru fyrir bandarísk yfirvöld
á þessu sviði.
Segir hún að þetta sé eitt af þeim
málum sem Persónuvernd muni
beita sér við að skoða á næstunni.
Vilja nýjan samning við Bandaríkin
Óvíst er hvaða afleiðingar skýjalöggjöf BNA hefur á Ísland Forstjóri Persónuverndar segir
ólíklegt að bandarísk löggæsluyfirvöld geti nýtt löggjöfina til að nálgast íslensk gögn án heimildar
Morgunblaðið/Eggert
Ský Margir Íslendingar nota iCloud
frá bandaríska fyrirtækinu Apple.
Helga
Þórisdóttir
Enn sem komið er hefur aldrei verið sektað fyrir brot á persónu-
verndarlögunum sem tóku gildi 15. júlí í fyrra. Þetta staðfestir Helga
Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Segir hún ástæðuna þó vera
hversu mikill fjöldi mála hafi borist stofnuninni, sem hún segir að
sitji enn uppi með mikinn fjölda óafgreiddra mála frá því áður en
persónuverndarlögin tóku gildi. Þeim fer að að hennar sögn fjölgandi
með hverju árinu. Í fyrra bárust Persónuvernd um 2.400 mál, rúm-
lega 1.900 árið 2017. Það sem af er ári hafa Persónuvernd þegar
borist 1.415 mál. Helga segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi ekki
undan við að afgreiða málin og hafi ekki enn náð að vinna niður hal-
ann.
„Það er því ekki enn hægt að lesa neitt mikið út úr þessu því að
við erum enn dálítið föst í gömlu málunum og þurfum að klára þau,“
segir Helga.
Hún segir að ekkert þeirra mála sem heyri undir persónuverndar-
lögin og hafi verið tekin fyrir af Persónuvernd hafi verið afgreitt
með sekt.
Það hafi þó komið til skoðunar í einu máli og það hafi verið í
tengslum við vefsíðuna tekjur.is þar sem hægt var að nálgast upp-
lýsingar um tekjur Íslendinga úr skattskrám fyrir árið 2016. Persónu-
vernd tók þó þá á endanum ákvörðun að sekta ekki fyrirtækið Visku-
brunn, sem var á bak við tekjur.is, fyrir vefsíðuna.
Persónuvernd enn ekki sektað
TEKJUR.IS EINA MÁLIÐ ÞAR SEM SEKT KOM TIL GREINA
Dragá í Skorradal, milli Litlu- og
Stóru Drageyrar hefur þornað upp
í sumar en á svæðinu hefur varla
rignt síðan um miðjan maí að sögn
Péturs Davíðssonar á Grund 2 í
Skorradal. „Það hefur tvisvar kom-
ið smárigning. Það rétt bleytti á.
Hér hefur ekki rignt af og til eins
og í bænum,“ segir hann.
Faðir Péturs er Davíð Pétursson
á Grund í Skorradal. „Hann man
ekki eftir því að áin hafi verið þurr
áður. Hún fær vatn úr Skarðsheið-
inni, úr Villingadalnum. Það segir
sína sögu að þetta sé allt orðið svo
þurrt að snjóbráðnunin nær ekki
einu sinni að koma niður.“
Að sögn Péturs hefur þetta vald-
ið því að vel hefur þurft að fara með
vatn í nágrenninu. „Hér hefur verið
vatnsskortur á sumum stöðum og
þurft að fara vel með vatn,“ segir
Pétur. „Vatnsbólið fyrir Birki-
móann tæmdist hér fyrir tveimur til
þremur vikum. Þar er vatnstankur
tengdur við húsið. Í sumarhúsa-
hverfunum á Hálsum hefur vatn
verið keyrt í brunnana til að bæta á
vatnssöfnunina,“ segir Davíð, en
íbúar á svæðinu hafa kvartað yfir
því gagnstæða. „Nú er þetta alveg
komið í hina áttina, við vorum að
kvarta yfir flóðum í vor. Tjónið er
meira af flóðunum, en við þessar
aðstæður lækkar bara í og það
kemur aftur. Þar sem vatnið er orð-
ið hærra hefur það náð meira
grunnlandi undir sig. Nú er það
bert og þar verður fok, en hefði
kannski verið gróið,“ segir hann.
Farvegur Dragár
þornaði upp í sumar
Ljósmynd/Pétur Davíðsson
Dragá Ekki hefur rignt að ráði síðan 15. maí. Davíð Pétursson á Grund man ekki til þess að Dragá hafi áður þornað.
Íbúar þurfa að fara vel með vatn