Morgunblaðið - 19.08.2019, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það bar til tíð-inda fyrirhelgi að
Norður-Kóreu-
menn skutu á loft
tveimur skammdrægum eld-
flaugum, samtímis því sem
opinberar fréttastofur landsins
fóru harkalegum og niðrandi
orðum um Moon Jae-in, forseta
Suður-Kóreu, fyrir „heimsku-
lega“ bón um viðræður milli
leiðtoga ríkjanna tveggja.
Þetta er í sjötta sinn sem
stjórnvöld í Pjongjang skjóta
eldflaugum á loft á undan-
förnum vikum, en tilrauna-
skotin eru sögð í mótmæla-
skyni við sameiginlegar her-
æfingar Bandaríkjahers og
herafla Suður-Kóreu sem hafa
lengi verið Norður-Kóreu-
mönnum þyrnir í augum.
Æfingarnar nú eru raunar
smærri í sniðum en oftast áður
í þeirri von að það myndi draga
úr spennu á Kóreuskaganum
en viðbrögð Norður-Kóreu-
manna hafa þrátt fyrir það ver-
ið harkaleg.
Árásirnar á Moon vekja sér-
staka athygli, en hann flutti á
fimmtudaginn ræðu í tilefni af
frelsun Kóreu undan Japönum
í lok síðari heimsstyrjaldar þar
sem hann sagðist hafa þá
draumsýn að ríkin tvö á Kóreu-
skaganum myndu sameinast í
síðasta lagi árið 2045. Samein-
ingarráðuneyti Norður-Kóreu
svaraði því með
yfirlýsingu um að
það væri „ekkert
til að ræða um“ við
nágranna sína í
suðri og engin löngun til þess
að hefja viðræður milli
ríkjanna tveggja á ný.
Fyrir sitt leyti hafa stjórn-
völd í bæði Suður-Kóreu og
Bandaríkjunum reynt að gera
eins lítið úr eldflaugaskotum
Norður-Kóreumanna og mögu-
legt er, þrátt fyrir að í þeim fel-
ist skýrt brot á þeim skilyrðum
sem öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna hefur sett Norður-
Kóreu. Skýrist sú afstaða að
hluta til af vilja Donalds
Trumps Bandaríkjaforseta til
þess að halda áfram persónu-
legum viðræðum sínum við
Kim Jong-un, leiðtoga Norður-
Kóreu, í þeirri von að þar geti
náðst einhvers konar sam-
komulag sem myndi tryggja
það að Norður-Kóreumenn
gæfu kjarnorkuvopn sín upp á
bátinn, gegn því að viðskipta-
þvingunum yrði aflétt.
Hegðun Norður-Kóreu-
manna að undanförnu bendir
hins vegar alls ekki til þess að
þar sé nokkur sátta- né samn-
ingsvilji þessa stundina þó að
þeir stilli sig um að gagnrýna
Trump sérstaklega. Líkur á ár-
angri í viðræðum geta því ekki
talist mjög miklar um þessar
mundir.
Norður-Kóreumenn
sýna lítinn sáttavilja}Aftur í gamla farið?
Stórum áfangavar náð í Súd-
an á laugardaginn
þegar herforingja-
ráðið og fulltrúar
borgaralegra afla
undirrituðu samkomulag um að
deila völdum í landinu, og ljúka
þar með því millibilsástandi
sem kom upp þegar Omar al-
Bashir, forseta landsins til
þriggja áratuga, var steypt af
stóli af hernum.
Samkvæmt samkomulaginu
stýrir nýtt ráð, skipað bæði
fulltrúum hers og mótmæl-
enda, landinu næstu þrjú árin
og verður hlutverk þess að
undirbúa jarðveginn fyrir
kosningar að þeim tíma liðnum.
Nýtt þing verður skipað fram
til þess tíma, og eiga fulltrúar
beggja aðila að skiptast á að
fara með vald forsætisráðherra
landsins.
Mikill fögnuður greip um sig
í Súdan, einkum höfuðborginni
Kartúm, eftir að samkomulagið
var undirritað, en hafa ber í
huga að undirritunin er ein-
ungis upphafið að langri og
strangri vegferð sem óvíst er
hvernig endar.
Fyrir það fyrsta á enn eftir
að reyna á það hversu mikið
traust ríkir á milli
forystu hersins og
hinna borgaralegu
afla sem nú koma
að borðinu. Á það
ekki síst við vegna
þess að herinn gerðist sekur
um hrottalegt athæfi í sumar
þegar kom að því að leysa upp
stöður mótmælenda, og hefur
þess verið krafist að þeir at-
burðir verði rannsakaðir ofan í
kjölinn. Og þó að Abdel Fattah
al-Burhan, yfirmaður herfor-
ingjaráðsins, hafi lagt þunga
áherslu á að höfuðmarkmið sitt
væri að koma aftur á lýðræði í
Súdan er alls óvíst að hugur
hafi þar fylgt máli.
Hin áskorunin er einfaldlega
sú að þriggja áratuga óstjórn
Bashirs hefur siglt efnahag
landsins í strand. Bráðabirgða-
stjórnin sem nú tekur við þarf
því að snúa efnahagsþróuninni
við, og um leið halda friðinn í
landinu, sem verður ekki létt
verk.
En þátt fyrir óvissu og fyrir-
sjáanlega erfiðleika verður
áfangi laugardagsins þó að
teljast fagnaðarefni og það yrði
ekki lítið afrek ef Súdan þróað-
ist yfir í lýðræðisríki á næstu
árum.
Það verður ekki auð-
velt að koma á lýð-
ræði í landinu}
Stór áfangi í Súdan
T
íu af hundraði kjósenda geta krafist
þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi
hefur samþykkt. Kröfuna ber að
leggja fram innan þriggja mánaða
frá samþykkt laganna“ – frumvarp
stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá.
Sumum finnst 10% vera of lítið en hver sem
hefur reynt að safna undirskriftum getur vottað
að það er ekkert auðvelt. Það er langt frá því að
vera sjálfsagt að ná um 25 þúsund undirskriftum.
Málskotsréttur, eins og frumvarp stjórnlagaráðs
leggur til, er gríðarlega mikilvægur fyrir meira
lýðræði. Nánar tiltekið meira beint lýðræði.
Beint lýðræði er þó enginn dans á rósum. Það
lagar ekki öll vandamál eins og töfralausn fyrir
hvert eitt ágreiningsmál. Að auki er ekki hægt að
setja öll mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, þær eru
dýrar og hægvirkar þar sem það þarf að kynna
öll mál mjög vel og ef það er eitthvað sem ég hef lært í
nefndarvinnu á þingi er að það tekur langan tíma að fara yfir
öll álitamál og sjónarhorn þingmála. Einstaka mál geta þó
hentað mjög vel í þjóðaratkvæðagreiðslu og við ættum endi-
lega að setja málskotsrétt eins og lagt er til í frumvarpi
stjórnalagaráðs. Kostir aukins beins lýðræðis eru tvímæla-
lausir, beint lýðræði dreifir valdi og eykur þekkingu fólks á
málefnum samfélagsins.
Að undanförnu hefur verið reynt að safna undirskriftum
vegna þriðja orkupakkans. Ég veit ekki hvernig gengur en
ég fékk tölvupóst fyrir um tveimur vikum þar sem mér var
sagt að um 10 þúsund hefðu skrifað undir áskorun um
þjóðaratkvæðagreiðslu í því máli. Kannski eru
komnar fleiri undirskriftir núna því þetta er
sama talan og í frétt frá því í byrjun maí. 10 þús-
und undirskriftir eru ekkert smáræði en það er
langt frá þeim viðmiðum sem nýja stjórnar-
skráin setur.
Eins og áður sagði þá leysa þjóðaratkvæða-
greiðslur ekki öll vandamál. Brexit er nýlegt
dæmi um hvernig hægt er að svindla á þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Óprúttnir aðilar beinlínis lugu
um kosti þess að ganga úr ESB til þess að hafa
áhrif á niðurstöðuna. Málstaður þeirra var ekki
betri en það að þeir þurftu að skálda sér rök. Á
tímum samfélagsmiðla þar sem hver sem er get-
ur náð augum og eyrum jafn margra og fjöl-
miðlar þá er það augljóst lýðræðislegt vanda-
mál.
Það eru hins vegar til lausnir. Margar lausnir
sem kosta ekki tugi til hundruð milljóna eins og þjóðar-
atkvæðagreiðslur gera. Það er hægt að hafa slembival,
rökræðukannanir, vottaðar upplýsingar og þess háttar, áður
en farið er í ýtrustu útgáfu beins lýðræðis sem er þjóðar-
atkvæðagreiðsla. Slíkar atkvæðagreiðslur ættu að vera síð-
asta beina lýðræðistækið sem gripið er til, eftir að búið er að
prófa aðrar aðferðir beins lýðræðis. Þess vegna er þröskuld-
urinn fyrir málskot þjóðarinnar svona hár, eins nauðsyn-
legur möguleiki og málskotið er þá er það þungur hnífur.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Höfundur er þingmaður Pírata.
Beint lýðræði er ekki bara
þjóðaratkvæðagreiðsla
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Það stefnir í verulegan hallaí rekstri Landspítalans áárinu þrátt fyrir að fram-lög úr ríkissjóði hafi auk-
ist. Árið 2018 jukust framlög um
5,6 milljarða króna eða sem nemur
10% milli ára. Samt skilaði spítal-
inn 1,4 milljarða króna halla. Á
fjárlögum fyrir 2019 var einnig
gert ráð fyrir auknu framlagi, en
eins og fram kom í umfjöllun
mbl.is síðastliðinn fimmtudag
herma heimildir að hálfsársuppgjör
Landspítala hafi sýnt umfangsmik-
inn rekstrarhalla. Þá hafa framlög
ríkissjóðs til Landspítalans aukist
um 25% frá árinu 2016.
„Það er ýmislegt sem bendir
til þess að menn hafi misst tökin,
en það á eftir að eiga samtal um
það hvað það er sem veldur þess-
um rekstrarhalla,“ segir Willum
Þór Þórsson, formaður fjárlaga-
nefndar Alþingis. Hann segir halla
Landspítala vera eitt af fyrstu við-
fangsefnum fjárlaganefndar þegar
þing kemur til starfa á ný, enda
hlutverk nefndarinnar að hafa
eftirlit með framkvæmd fjárlaga.
„Það sem er mikilvægast í þessu
er hvernig menn ætla að bregðast
við. Bæði þessum halla sem kemur
fram á ársfjórðungnum og svo
núna hálfsársuppgjörinu. Við mun-
um í fjárlaganefnd taka þetta
hálfsársuppgjör fyrir núna og á
fundi með ráðuneytinu. […] Við
tökum þetta föstum tökum.“
„Greinilega brugðist“
Landspítalinn skilaði 1,4 millj-
arða halla í fyrra og varð ljóst í
vor, þegar þriggja mánaða uppgjör
hans var afhent heilbrigðisráðu-
neytinu og fjárlaganefnd, að
stefndi í verulegan halla á þessu
ári. Hallareksturinn var einnig
áberandi í hálfsársuppgjöri spít-
alans.
Willum segir fjárlaganefnd
hafa, í kjölfar þess að þriggja mán-
aða uppgjör spítalans sýndi veru-
legan rekstrarhalla, áréttað í bréfi
til heilbrigðisráðuneytisins skyldu
til þess að bregðast við ef stefni í
rekstrarhalla. „Það greinilega hef-
ur brugðist að ná tökum á þessu,“
segir formaðurinn. „Það er ekkert
sjálfgefið að menn fái bara að fara
yfir heimild og svo sé það kvittað
út, menn verða að ná niður þessum
halla. Nefndir auka ekki heimild og
svo fara menn þrátt fyrir allt yfir,
það gengur ekki upp.“
Stjórnendur Landspítala
kynntu á fundi á fimmtudag um-
fangsmiklar breytingar á skipulagi
spítalans, en þær breytingar eiga
ekki að taka gildi fyrr en fyrsta
október, þegar megnið af árinu er
liðið. Er því talið óhjákvæmilegt að
spítalinn skili halla á árinu þrátt
fyrir boðaðar breytingar. Spurður
hvort aðgerðir spítalans komi ekki
of seint segir Willum ekki tíma-
bært að álykta um það. „Við
þurfum bara að leggja mat á það
hvað hefur verið gert, þær aðgerð-
ir sem er verið að fara í, þá þjón-
ustu sem þarf að veita og hver
raunveruleg ástæða þess sé að
verið er að fara fram úr.“
Halli varðar við lög
Samkvæmt lögum um opinber
fjármál, sem samþykkt voru 2015,
ber forstjóri Landspítala ábyrgð
„á að starfsemin skili tilætluðum
árangri og að rekstur og afkoma
sé í samræmi við fjárveitingar og
áætlanir sem samþykktar hafa
verið.“ Jafnframt ber hann ábyrgð
á að ekki sé farið fram úr fjárlaga-
heimildum, að verkefnum stofn-
unar sé sinnt sem skyldi og að
þjónusta hennar teljist viðunandi,
samkvæmt lögum um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins.
Þannig er stjórnendum spít-
alans óheimilt að láta hagræðingu
bitna á lögbundinni þjónustu og er
það líkleg skýring þess að boðaðar
eru breytingar í skipuriti spítalans
og uppstokkun í stjórnunarteymi
hans, en ekki niðurskurður í þjón-
ustu. Á sama tíma er stjórnendum
Landspítala óheimilt að áætla hall-
rekstur þrátt fyrir að á þessu stígi
geti hallarekstur verið óumflýjan-
legur. Geta forstöðumenn átt yfir
höfði sér áminningu eða uppsögn
hafi skilyrði laga ekki verið upp-
fyllt.
Hallarekstur þrátt
fyrir aukið framlag
» Árið 2016: 52,6 milljarðar
» Árið 2017: 56,8 milljarðar
» Árið 2018: 62,5 milljarðar
» Árið 2019: 65,7 milljarðar
» Aukning: 13,1 milljarðar
Aukist
um 25%
FJÁRFRAMLÖG TIL
LANDSPÍTALANS
Morgunblaðið/Ómar
Halli Mikill halli í rekstri Landspítala kemur til þrátt fyrir aukin framlög.