Morgunblaðið - 19.08.2019, Side 18

Morgunblaðið - 19.08.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019 ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir fæddist 26. október 1928 í Reykjavík. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 28. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru þau Jó- hanna Margrét Magnúsdóttir, hús- freyja og verka- kona, frá Grund í Gerðahreppi, f. 9. júlí 1906, d. 28. feb. 1979, ættuð af Suð- urnesjum og Suðurlandi, og Guðmundur Bjarnason, bóndi og verkamaður, frá Steinnesi í Vatnsdal, f. 12. des. 1896, d. 5. des. 1967, ættaður úr Vatnsdal og Skagafirði. Systkini Guðrúnar voru: Ingi- björg, f. 20. jan. 1927, d. 10. des. 1994, maki Einar Kristinsson Sumarliðason; Jón Bjarni, f. 23. ágúst 1930, d. 17. mars 2001, maki Gunnvör Þorkelsdóttir; Sigríður Jórunn, f. 24. des. 1932, d. 10. sept. 2011, maki Níels Haf- steinn Hansen, Birna Ingunn, f. 19. febr. 1934, maki Jakob Helgason; Steinunn Anna, f. 9. ágúst 1935, d. 22. nóv. 1986, okt. 1961, maki hennar var Georg Guðni Hauksson, listmál- ari, d. 2011, börn þeirra eru a) Elísabet Hugrún, sambýlis- maður Ted Karlsson; b) Guðrún Gígja, sambýlismaður Magnús Júlíusson; c) Tómas Kolbeinn, d) Hrafnkell Tumi, e) Jón Guðni. 5) Óskar, kvikmyndaleikstjóri, f. 30. júní 1963, eiginkona hans var Eva María Jónsdóttir, mið- aldafræðingur, dætur þeirra eru a) Matthildur, b) Júlía, c) Sigrún. Guðrún ólst upp í Reykjavík, lengst af á býlinu Hlíðarhvammi við Grensásveg. Hún stundaði nám einn vetur í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur og vann síðan verslunarstörf þar til hún stofn- aði heimili. Lengstum var hún heimavinnandi húsmóðir, en starfaði einnig um tíma við barnagæslu sem dagmóðir, á gæsluvelli og í leikskólanum Austurborg. Nokkur sumur var hún matráðskona í hálendis- ferðum með erlenda ferðamenn á vegum Guðmundar Jónas- sonar. Þau Jónas hófu byggingu ein- býlishúss árið 1952 í Bakkagerði 3 í Smáíbúðahverfinu og bjuggu þar í nærri hálfa öld en fluttust síðan í Gerðhamra 32 í Grafar- vogi og að síðustu í Hæðargarð 35. Útför Guðrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 19. ágúst 2019, klukkan 15. maki Örn Einars- son; Helga Mar- grét, f. 15. maí 1943, d. 20. des. 2017, maki Ingi Ingvarsson; Gísli, f. 8. febr. 1947; Hálf- dán Björn, f. 4. ágúst 1948, d. 11. jan. 2010, maki Anna Huld Auð- bergsdóttir; Einar Sölvi, f. 19. feb. 1952, maki Ólafía Guðrún Leifs- dóttir. Guðrún gekk að eiga Jónas Bjarnason, lögreglumann, 4. nóv. 1950. Börn þeirra: 1) Lilja, hjúkrunarfræðingur, f. 28. feb. 1951, maki Stefán Atli Hall- dórsson, rekstrarhagfræðingur, dætur þeirra eru a) Ásta Björg, maki Bergur Már Bernburg og synir þeirra Óliver og Benjamín; b) Sólveig, maki Kjartan Ingv- arsson og börn þeirra Kári, Hekla og Lóa Bryndís; c) Hildur Kristín, sambýlismaður Árni Gunnar Eyþórsson; 2) drengur, óskírður, f. 5. sept. 1954, d. 14. sept. 1954; 3) Gunnar Örn, bíla- smiður, f. 14. okt. 1958. 4) Sig- rún, lífeindafræðingur, f. 10. Fyrir rúmum tveimur árum fengum við að vita að sjúkdómur móður okkar væri kominn á ólæknanlegt stig. Hvernig mamma tók þeim fréttum lýsir henni mjög vel. Í fyrstu varð hún auðvitað döpur og sagðist hafa vonast til að lifa lengur. En síðan brosti hún, lýsti því yfir að hún hefði átt gott líf og að það þýddi ekki að deila við dómarann. Mamma notaði mjög vel þann tíma sem hún átti eftir. Hún hélt áfram að lifa lífinu eins og hún hafði alltaf gert; í nægjusemi og æðruleysi að stússa í eldhúsinu, bæta sokka og svuntur og þvo plastílát svo að það mætti nota þau aftur og aftur. Þau hjónin tóku á móti gestum í Hæðargarðinum, en mamma og pabbi voru alltaf ákaflega sam- stiga í sínu næstum því sjötíu ára hjónabandi. Mamma gaf sér tíma til að spjalla um daginn og veginn, þó svo að sjúkdómurinn hafi auð- vitað smám saman dregið úr henni mátt. Mömmu þótti gaman að hitta fólk, skiptast á skemmti- legum sögum og rifja upp gamla tíma. Hún ólst upp ásamt níu systk- inum á litlum bóndabæ, Hlíðar- hvammi, í austurhluta Reykjavík- ur, neðarlega við Grensásveginn. Amma og afi voru með nokkrar kýr, hænur og tvo hesta. Ég var mjög ungur þegar afi dó, en ég man vel eftir blíðu og væntum- þykju Jóhönnu ömmu, hvernig ástin í augum hennar umvafði allt. Nákvæmlega eins og hjá mömmu. Það er þetta sem við getum lært af þessum mögnuðu konum. Með jákvæðninni getum við sigr- ast á flestum erfiðleikum. Ég sá mömmu aldrei gefast upp fyrir sjúkdómnum. Hún hélt sínu striki, hún hló og lét gott af sér leiða fram á sína síðustu daga, þó að sársaukinn hljóti að hafa verið mikill á stundum. Hið mjúka mun ávallt sigra hið harða í þessum heimi. Þessar síðustu minningar um mömmu gefa hvað besta mynd af því hver hún var; sterk og heil- steypt manneskja sem lifði lífinu fallega, í fullkomnu jafnvægi við umhverfi sitt. Á sinn hæverska og gjafmilda hátt hefur hún gefið svo mörgum svo mikið. Ekki bara okkur af- komendunum, heldur ótal börn- um sem hún sinnti, bæði sem barnfóstra og dagmamma. Hún lagði okkur línurnar með því að sýna fagurt fordæmi og kenna okkur á þennan heim með hlýju og alúð. Móður okkar eigum við allt að þakka. Hvíldu nú í friði, elsku mamma. Óskar Jónasson. Guðrún tengdamóðir mín var hlý og góð kona. Hún reyndi alltaf að sjá hið jákvæða og horfa björt- um augum til framtíðar, einnig eftir að hún greindist með sjúk- dóminn sem dró hana til dauða á þremur árum. Þótt Guðrún hafi búið alla ævi í Reykjavík var hún að upplagi fremur sveitastúlka en borgar- barn. Þegar hún var á áttunda ári fluttist fjölskyldan á jörðina Hlíðarhvamm við Grensásveg og stundaði þar kúabúskap. Guðrún gekk í almenn sveitastörf, rak kýrnar yfir Elliðaárnar á beit á Ártúnshöfðanum, mjólkaði og fór í heyskapinn. Skólagangan var einungis lögboðin barnamenntun í Laugarnesskóla og seinna eins vetrar nám í húsmæðraskóla. Þau Jónas kynntust í hópferð að skoða Heklugosið 1947. Lentu hlið við hlið í rútunni og þegar hit- inn frá hraunjaðrinum jókst hélt Jónas á úlpunni hennar. Neisti kviknaði. Jónas kom æ oftar í matvöruverslunina þar sem hún vann og eitt leiddi af öðru. Þau gengu í hjónaband 4. nóvember 1950 og bjuggu fyrst inni á heimili systur hans áður en leiguhúsnæði fékkst. Vorið 1952 fengu þau lóð- ina Bakkagerði 3 í Smáíbúða- hverfinu og hófu að byggja húsið sem varð heimili þeirra í nærri hálfa öld, skammt frá æskuslóð- um Guðrúnar. Guðrún var iðin húsmóðir og notaði vel fræðsluna úr hús- mæðraskólanum. Henni líkaði vel að nota eigin hendur í matargerð, bakstri, saumaskap og ræktun grænmetis og blóma. Ég veit að það gladdi hana hvað ég var áhugasamur um að borða gamal- dags íslenskan mat sem hún og Jónas höfðu mætur á, þótt börn þeirra hafi fyrir löngu misst lyst á flestu slíku. Hún var mjög barngóð og geta dætur mínar þrjár best vitnað um það. Hún vann stundum við barnagæslu, bæði á gæsluvelli við Hólmgarð og sem dagmóðir, og fórst það vel úr hendi. Þau Jónas höfðu gaman af ferðalögum, fóru vítt og breitt um hálendið, innréttuðu sjálf lítinn húsbíl og einnig fellihýsi og Guð- rún saumaði áklæði og fortjald. Barnabörnin fóru gjarnan með í ferðir innanlands. Síðar tóku við utanlandsferðir, oft til fjarlægra heimsálfa. Við Lilja áttum með þeim góðar stundir víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þótt lífshlaupið hafi í heild ver- ið farsælt fór hún ekki varhluta af áföllum. Missir ungbarns varð henni þungbær en hún bar harm sinn í hljóði og kaus að tala frem- ur um það sem veitti henni gleði. Guðrún sótti lítt í félagsstarf eða skemmtanir en hún hafði gaman af að hitta ættingja og tengdafólk. Börn hennar muna saumaklúbbinn sem hún og syst- ur hennar fimm héldu til skiptis. Þar var mikið spjallað og hlegið svo mjög, að börnin í Bakkagerði freistuðust til að liggja í leyni til að hlusta. Eftir að þau Jónas fluttust í fjölbýlishús eldri borgara í Hæðargarði 35 hafði Guðrún gaman af að blanda geði við íbúana og tók virkan þátt í morgunsöng á laugardögum. Hún átti friðsælt ævikvöld og sinnti heimilisstörfum allt fram að síð- ustu tveimur vikunum sem hún dvaldist á sjúkrahúsi. Nú kveð ég hana eftir nær hálfrar aldar kynni sem aldrei bar skugga á. Það er gott að eiga bara hlýjar minningar um tengda- móður sína. Ég þakka Guðrúnu fyrir ljúfa samferð. Stefán Halldórsson. Amma Guðrún. Fá orð fram- kalla eins mikla tilfinningu um hlýju, umburðarlyndi, öryggi og væntumþykju og þessi tvö: „Amma Guðrún“. Í gegnum minningar okkar systra má sjá ömmu Guðrúnu í fjölmörgum myndum, því aldursdreifingin gaf okkur hverri fyrir sig ömmu á ýmsum stigum lífsins. Heimili ömmu og afa í Bakka- gerði 3 var eins og okkar annað heimili. Hér mátti kafa inn í öll skúmaskot hússins, stunda viða- miklar rannsóknir á skápum, skúffum og á háaloftinu. Allt mátti. Amma átti líka búr. Við þekktum engan annan sem átti búr. Fullt af mat, oft kökum. Full- komin, gómsæt hamingja. Í gegn- um ömmu fengum við líka innlit í annan heim, þar sem tekið var slátur og skorið út laufabrauð. Við sátum við eldhúsborðið og saum- uðum vambir eða skárum út laufabrauð, en amma stóð með slæðuklætt hárið við sláturbalann eða sveitt að rúlla út laufabrauðið. Amma var dugnaðarforkur. Á kvöldin var stundum stolist til að læðast niður stigann og kíkja eftir ömmu. Því ein af fal- legu minningunum um ömmu er einmitt sú mynd sem birtist á þessum kvöldum, þar sem amma hvíldi lúin bein í hægindastólnum við arininn. Þrátt fyrir ungan ald- ur vissi maður að þetta átti hún skilið. Heimsóknir í Gerðhamra voru ævintýri líkastar. Ómældum tíma var eytt í prakkarastrik hjá ömmu og afa, en það virtist sama hvaða vitleysa barnabörnunum datt í hug, amma dæmdi aldrei. Trekk í trekk var reynt að sjá hversu langt mætti komast; þau vakin upp með látum klukkan sex á sunnudagsmorgni, hafragraut kastað úti í garði, fiskiauga falið í matnum hans afa. Og viti menn, alltaf hló amma bara og fannst við alltaf jafn skemmtileg. Það var eins og ekkert kæmi ömmu úr jafnvægi. Í Gerðhömrunum var sannköll- uð paradís. Gróðurhús þar sem hægt var að tína vínber og tóm- ata, í garðinum var tjörn með fiskum og svo mátti líka leika við mýs sem veiddust. Þetta hljómar eins og sveitasæla, en þetta gerð- ist nú allt bara í Grafarvoginum. Sólskinsdagar voru mikilvægir fyrir ömmu. Hún entist endalaust lengi í sólbaði og engin okkar hafði roð við henni. Hún gat slak- að á og notið augnabliksins, eins og hún væri með núvitund á við búddamunk. Þess vegna var oft eins og tíminn liði aðeins hægar heima hjá þeim. Klukkan inni í stofu sem sló svo eftirminnilega var reyndar alltaf rétt, en við er- um samt handvissar um að hann leið aðeins hægar. Þess vegna var alltaf svo gott að koma til ömmu og afa. Þar voru alltaf rólegheit og þar fékk maður bara að vera og gera. Enn fleiri fallegar minningar bættust við þegar afi og amma fluttu í Hæðargarðinn. Ljúfar og rólegar stundir þar sem manni var mætt með svo mikilli hlýju, ást og áhuga. Langömmubörnin fengu að valsa um og skoða hvern krók og kima, líkt og foreldrarnir höfðu áður gert. Þar fengu þau að kynnast sömu umhyggju og við eldri, enda sóttust þau sérstak- lega eftir að fá að kíkja í heimsókn til ömmu og afa. Elsku amma Guðrún, takk fyr- ir allar góðu stundirnar. Við vit- um að þú hefur nú fundið hvíld, vonandi í notalegum hægindastól fyrir framan arineld eilífðarinnar. Ásta Björg, Sólveig og Hildur. Amma Guðrún var glæsileg kona, skörp og skemmtileg, um- hyggjusöm og hafði afskaplega hlýja, góða og rólega nærveru. Hún var vel tilhöfð, með langar lakkaðar neglur og liðað hár. Hún hreyfði sig mikið alla tíð, hélt sér í formi og hafði enn hreyfingar ungrar manneskju orðin níræð. Lengst af ævi minni bjuggu amma og afi í Gerðhömrum, þar sem þau sköpuðu sannkallaðan ævintýraheim. Í vel hirtum garð- inum voru ótal plöntur, tjörn með gosbrunni og stórum fiskum, sem hægt var að veiða og elda, stór matjurtagarður, gróðurhús með suðrænum matjurtum og ávaxta- trjám og pallur þar sem afi og amma sleiktu sólina á góðviðris- dögum. Innandyra hélt ævintýrið áfram. Þar hélt amma öllu hreinu og fínu og í stofunni blómstruðu ótal plöntur, sem líkt og mann- eskjur virtust aldrei þrífast betur en í umsjá hennar. Minningar úr ferðalögum á framandi staði og föndur barnabarnanna prýddu veggina. Í gluggunum voru postu- línsstyttur, sem flestar var búið að líma oftar en einu sinni saman, því að heima hjá ömmu og afa mátti leika sér, og þá brotna hlut- ir stundum. En það var allt í lagi. Það var dásamlegt að koma í pössun til afa og ömmu og fá að vera í þessum heimi. Draumurinn var að vakna á frídögum, hverfa ofan í stóran hægindastól í stof- unni og horfa á teiknimyndir, drekka heitt kókó og borða ristað brauð með banana sem amma kom með færandi hendi. Hjá ömmu og afa var ró og tíminn virkaði sem ótakmörkuð auðlind. Það upplifði ég líka eftir að ég var komin á fullorðinsár. Koma í heimsókn og stíga úr heimi amst- urs og áreitis í þeirra veröld þar sem tíminn stóð í stað, drekka kaffi og borða pönnukökurnar hennar ömmu, spjalla um daginn og veginn og finna fyrir væntum- þykju. En tíminn leið og þar kom að ævintýraheimurinn í Gerðhömr- um var kvaddur og við tók nýtt skeið í Hæðargarði. Þrátt fyrir að amma og afi hafi tekið virkan þátt í félagslífinu þar höfðu þau alltaf tíma fyrir heimsóknir og tóku vel á móti gestum. Það kom í ljós að fiskarnir og ávaxtatrén voru óþörf; kjarni ævintýraheimsins var þeirra nærvera. Amma Guðrún hugsaði alla tíð vel um fjölskylduna og afa Jónas. Hún gerði þeim kleift að lifa áfram sjálfstæðu lífi þegar aldur- inn færðist yfir. Ég skrapp út með ruslið fyrir hana fyrr í sumar. Það var allt flokkað og hvert ílát tandurhreint. Á eftir borðuðum við konfekt og spjölluðum um framtíðina. Svo var tíminn allt í einu á þrot- um. Þrátt fyrir að ég hafi lengi vitað að það kæmi að þessu er það svo sárt að hafa kvatt ömmu í síð- asta sinn. Ég held að við höfum vitað það báðar þegar ég kvaddi hana áður en ég fór út í sumar að þetta yrði síðasta knúsið. Ég syrgi dásamlega ömmu og yndis- legan tíma sem er farinn og kem- ur aldrei aftur. Elísabet Hugrún Georgsdóttir. Guðrún Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar ✝ AðalbjörgAnna Jóns- dóttir, Abba, eins og hún var ávallt kölluð, fæddist á Dæli í Fljótum 8. ágúst 1926. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 26. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru Helga Guðrún Jósefs- dóttir, f. 12.7. 1901, d. 22.5. 1971, og Jón Guðmundsson, f. veig Hrefna, f. 1935, Pálmi, f. 1937, Hermann, f. 1938, d. 2019, Lúðvík Ríkharð, f. 1940, og Svala, f. 1945. Abba ólst upp í foreldra- húsum í Fljótunum. Árið 1929 fluttist fjölskyldan frá Dæli í Móskóga. Vorið 1940 flutti hún með foreldrum sínum í Mola- staði. Abba fór ung að vinna fyrir sér og hjálpaði mikið til á heimili foreldra sinna eins og títt var á þeim tímum. 26. október 1944 giftist Abba Halli Jónassyni, f. 20. júlí 2018 í Garði, Hegranesi, Skagafirði, d. 20. febrúar 2011. Þau eignuðust fjögur börn sem öll eru á lífi. Afkomendur eru orðnir 48, þar af eitt látið. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. 3.9. 1900, d. 30.1. 1988. Aðalbjörg Anna var þriðja í röð 13 systkina. Elstur var Alfreð, f. 1921, d. 2011, þá Guðmundur Hall- dór, f. 1923, d. 1999, Abba, Ás- mundur, f. 1928, d. 1958, Sigríður. f. 1930, d. 2011, Svavar, f. 1931, Kristinn, f. 1932, Baldvin, f. 1934, d. 2017, Halldóra Rann- Hún Abba var gift föðurbróð- ur mínum Halli Jónassyni. Þau hjónin voru elskulegt fólk sem gott var að heimsækja. Þau voru bæði einstaklega gestrisin. Ég minnist áranna sem þau bjuggu á Nönnugötunni í Reykjavík. Þangað kom ég oft með föður mínum í heimsókn. Þau tóku ávallt vel á móti okk- ur. Ég hlakkaði alltaf til að líta inn hjá þeim Halli og Öbbu vegna þessa að þangað var gaman að koma. Abba var sér- staklega barngóð kona og hafði fallegt og hlýlegt bros. Ég man að hún fór iðulega út í sjoppu þegar við kíktum við og keypti handa mér sælgæti. Já, sagt er að lengi muni börnin. Við mun- um öll svo vel eftir fólkinu sem kom vel fram við okkur þegar við vorum börn. Ég vil þakka fyrir öll hennar gæði og elsku- legheit. Eftir að þau hjónin fluttu aft- ur norður í Skagafjörð var ánægjulegt að heimsækja þau í Lindarbrekku í Varmahlíð. Við komum alltaf við hjá þeim í þau skipti sem við fórum norður. Abba var mikil dugnaðar- kona sem átti stóran og glæsi- legan hóp afkomenda. Ég sendi þeim mínar innilegustu samúð- arkveðjur um leið og við þökk- um Guði fyrir mikla mann- kostakonu. Bjarni Þór Bjarnason. Aðalbjörg Anna Jónsdóttir (Abba) Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” Elsku eiginmaður minn og faðir okkar, JULIEN OBERLÉ, varð bráðkvaddur 14. ágúst. Útförin fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg/Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Anna Dagmar Arnarsdóttir Viktor Oberlé Axel Oberlé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.