Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Arvada flísjakki
• 100% prjónað pólýester
• Einstaklega þægilegir og flottir
flísjakkar með hettu og vösum
• Til í gulum og bláum lit
• Stærðir: XS - 3XL
Vnr: 1899 312
Verð: 8.900 kr.
Bambus sokkar
• 80% bambus/17% pólýamíð/3% teygju-
efni, mjög þægilegir og mjúkir
• Draga úr ólykt og þú svitnar mun minna
• 5 pör í pakka
• Stærðir: 39 - 42 og 43 - 46
Vnr: M451 044
Verð: 4.990 kr.
(5 pör í pakka)
HM U19 karla
Leikið í Norður-Makedóníu:
Leikið um 5.-8. sætið:
Ísland – Frakkland............................... 24:30
Ísland – Spánn ...................................... 26:30
Ísland hafnaði í 8. sæti mótsins.
Forkeppni EM karla 2021
H-riðill:
Ísland – Portúgal.................................. 96:68
Staðan:
Portúgal 4 2 2 304:320 6
Ísland 3 2 1 258:230 5
Sviss 3 1 2 227:239 4
Ísland mætir Sviss á útivelli á miðviku-
dag. Sigurliðið í riðlinum kemst í undan-
keppni EM og leikur í riðli með Serbíu,
Finnlandi og Georgíu.
EM U16 karla
B-deild í Svartfjallalandi:
Írland – Ísland ...................................... 67:75
Ísland hafnaði í 15. sæti mótsins.
EM U16 kvenna
B-deild í Búlgaríu:
A-riðill:
Bosnía – Ísland ..................................... 60:44
Rúmenía – Slóvenía.............................. 37:67
Svartfjallaland – Serbía ....................... 53:70
Slóvenía 6, Serbía 6, Rúmenía 5, Bosnía
4, Svartfjallaland 3, Ísland 3. Ísland mætir
Svartfjallalandi í dag.
Í HÖLLINNI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í körfu-
knattleik er á góðri leið með að vinna
sinn riðil í forkeppninni fyrir EM
2021 eftir stórsigur á Portúgal 96:68
í Laugardalshöllinni á laugardaginn.
Liðið sem vinnur riðilinn fer í
undankeppnina sem hefst í vetur.
Takist Íslandi að vinna síðasta leik
sinn gegn Sviss ytra vinnur Ísland
riðilinn. Vinni Sviss hins vegar verða
þjóðirnar þrjár jafnar að stigum.
Eftir svo afgerandi sigur á laugar-
daginn er Ísland í langbestri stöðu
og má raunar tapa fyrir Sviss en
vinnur samt riðilinn á flestum stig-
um í plús, svo framarlega sem tapið
sé ekki stórt.
Með hraða og góða hittni að vopni
var Portúgal engin fyrirstaða.
Portúgal hafði þó unnið fyrri leik lið-
anna naumlega og fylgdi því eftir
með mjög öruggum sigri á Sviss í
síðustu viku. Leikmenn Portúgals
voru því væntanlega með ágætt
sjálfstraust í aðdraganda leiksins en
það dvínaði fljótt í Laugardalnum.
Vörnin til fyrirmyndar
Í fyrsta lagi spilaði íslenska liðið
geysilega öfluga vörn, hvort sem það
var þegar sett var pressa á bakverði
Portúgals eða þegar menn vörðu
körfuna. Nærvera Tryggva Snæs
Hlinasonar hefur breytt gífurlega
miklu fyrir varnarleik íslenska liðs-
ins. Hæð hans gerir það að verkum
að andstæðingarnir þurfa gjarnan
að þvinga fram erfið skot nærri körf-
unni og Tryggvi er laginn við að nota
hæðina til að loka á þá.
46% 3-stiga hittni
Í öðru lagi hittu íslensku lands-
liðsmennirnir afar vel fyrir utan
þriggja stiga línuna. Sú hefur ekki
alltaf verið raunin í mikilvægum
leikjum. Að þessu sinni var hittnin
utan línunnar 46%, sem er afbragðs-
gott. Jón Axel Guðmundsson setti til
að mynda niður þrjá þrista í þriðja
leikhluta þegar Íslendingar slökktu í
vonum Portúgala um að ná ein-
hverju út úr leiknum. Undirritaður
hefur áður séð Jón taka slíka rispu,
en það var í sjónvarpsútsendingu
hjá ESPN þegar hann lét þriggja
stiga körfum rigna fyrir Davidson á
hið kunna lið Kentucky-háskólans í
úrslitakeppni NCAA í fyrra.
Hraður leikur gekk upp
Í þriðja lagi áttu andstæðingarnir
frá Portúgal erfitt með að ráða við
hraðan leik íslenska liðsins. Vel gekk
að láta boltann ganga á milli manna
þar til einhver fékk gott skotfæri
fyrir utan. Einnig gekk mjög vel upp
þegar hávaxnari menn okkar náðu
að teyma hávaxna menn Portúgals
frá körfunni. Biðu þeir þá eftir því að
Jón, Martin Hermannsson, Ægir
Þór Steinarsson eða Elvar Már
Friðriksson næðu að stinga varn-
armennina af og sendu boltann þeg-
ar þeir voru komnir undir körfuna
eða nærri henni. Ægir og Elvar eru
svívirðilega fljótir og í þetta skipti
nýttist það mjög vel. En til þess
þurfa sendingarnar einnig að vera
góðar og þar gerðu Pavel Ermol-
inskij og Hlynur Bæringsson oft vel.
Leikgleðin skein af Pavel, sem var
farinn að sýna alls kyns takta í send-
ingum strax í fyrsta leikhluta og átti
frábæran dag í vörn og sókn.
Með hraða og
góða hittni
að vopni
Stórsigur gegn Portúgal kom Íslandi
í góða stöðu í riðlinum í forkeppni EM
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frábær Pavel Ermolinskij sýndi takta með boltann gegn Portúgal.
Laugardalshöll, forkeppni EM
karla, laugardaginn 17. agúst
2019.
Gangur leiksins: 0:3, 3:3, 9:7,
12:7, 23:13, 26:16, 40:23, 44:30,
52:32, 60:34, 68:38, 73:45, 78:51,
86:56, 96:68.
Ísland: Jón Axel Guðmundsson 22
stig, Hlynur Bæringsson 21, Martin
Hermannsson 19, Elvar Már Frið-
riksson 10, Pavel Ermolinskij 8,
Ægir Þór Steinarsson 7, Hörður
Axel Vilhjálmsson 3, Tryggvi Snær
Hlinason 3, Ólafur Ólafsson 3.
Ísland – Portúgal 96:68
Fráköst: 33 í vörn og 11 í sókn.
Portúgal: Claudio Fonseca 12 stig,
Pedro Catarino 11, Joao Guarreiro
8, Jeremiah Wilson 6, Fabio Lima
6, Miguel Cardoso 5, Richardo
Monteiro 5, Joao Grosso 5, Diogo
Ventura 4, Miguel Queiroz 3,
Pedro Pinto 3.
Fráköst: 26 í vörn og 10 í sókn.
Dómarar: Andris Aunkrogers
(Lettlandi), Cici Gentian (Albaníu),
Thomas Bissuel (Frakklandi).
Áhorfendur: Um 1.700.
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik skipað leik-
mönnum 19 ára og yngri hafnaði í áttunda sæti á heims-
meistaramóti U19 ára liða sem lauk í Norður-Makedóníu
í gær. Íslensku strákarnir töpuðu báðum leikjum sínum
um helgina í keppninni um 5.-8. sætið.
Ísland mætti Frakklandi á laugardag og tapaði þar
30:24. Dagur Gautason fór fyrir íslenska liðinu með átta
mörk og Svavar Ingi Sigmundsson varði 11 skot í mark-
inu, en það dugði ekki til.
Í gær var því komið að því að spila um sjöunda sætið
við Spánverja. Þrátt fyrir góða byrjun var það spænska
liðið sem náði yfirhöndinni og vann að lokum 30:26 og
höfnuðu strákarnir þar með í áttunda sæti mótsins. Dagur var þar aftur
markahæstur með fimm mörk, ásamt Arnóri Snæ Óskarssyni.
HSÍ greinir frá því að liðið hafi orðið fyrir miklum skakkaföllum síðustu
vikuna á mótinu þar sem tveir leikmenn þurftu meðal annars að fara í
rannsókn á sjúkrahúsi. Allir séu þó á batavegi og komi til Íslands í dag.
Strákarnir í 8. sæti á HM
Dagur
Gautason
Magni komst í fyrsta sinn í sumar
úr fallsæti 1. deildar karla í knatt-
spyrnu, Inkasso-deildarinnar, þeg-
ar liðið lagði Aftureldingu 3:1 í
lokaleik 17. umferðar á Grenivík
um helgina. Magni var fyrstu 15
umferðirnar í botnsætinu en hefur
nú farið upp um tvö sæti með tveim-
ur sigrum í röð.
Magni er nú með 16 stig í 10. sæt-
inu, aðeins stigi á eftir Aftureld-
ingu sem er sæti ofar. Haukar eru
nú í fallsæti með 15 stig og Njarð-
vík er fimm stigum frá öruggu sæti.
Í fyrsta sinn
úr fallsæti
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Magni Fyrirliðinn Sveinn Óli
Birgisson með boltann um helgina.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Meistaravellir: KR – Víkingur R. ............ 18
Kópavogsvöllur: Breiðablik – Valur ... 19.15
1. deild kvenna, Inkasso-deildin:
Eimskipsv.: Þróttur R. – Afturelding...... 18
Hertz-völlur: ÍR – FH............................... 18
Mustad-völlur: Grindavík – Fjölnir ......... 18
Ásvellir: Haukar – ÍA........................... 19.15
Í KVÖLD!
Bandaríkin
Orlando Pride – Utah Royals................. 0:2
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom af
bekknum á 67. mínútu hjá Utah.
Portland Thorns – Washington Spirit 3:1
Dagný Brynjarsdóttir lék í 83 mínútur
með Portland.
Þýskaland
A-deild kvenna:
Essen – Leverkusen ................................ 3:1
Sandra María Jessen lék fyrri hálfleik-
inn með Leverkusen.
Wolfsburg – Sand .................................... 1:0
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik-
inn með Wolfsburg.
KNATTSPYRNA