Morgunblaðið - 19.08.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
AFMARKANIR
& HINDRANIR
Fjölbreyttar lausnir
til afmörkunar á
ferðamannastöðum,
göngustígum og
bílaplönum.
DVERGARNIR R
England
Everton – Watford................................... 1:0
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn
með Everton.
Arsenal – Burnley ................................... 2:1
Jóhann Berg Guðmundsson fór af velli á
72. mínútu hjá Burnley.
Aston Villa – Bournemouth..................... 1:2
Brighton – West Ham.............................. 1:1
Norwich – Newcastle ............................... 3:1
Southampton – Liverpool ........................ 1:2
Manchester City – Tottenham................ 2:2
Sheffield United – Crystal Palace .......... 1:0
Chelsea – Leicester.................................. 1:1
Staðan:
Liverpool 2 2 0 0 6:2 6
Arsenal 2 2 0 0 3:1 6
Manch.City 2 1 1 0 7:2 4
Brighton 2 1 1 0 4:1 4
Tottenham 2 1 1 0 5:3 4
Bournemouth 2 1 1 0 3:2 4
Sheffield Utd 2 1 1 0 2:1 4
Everton 2 1 1 0 1:0 4
Manch.Utd 1 1 0 0 4:0 3
Burnley 2 1 0 1 4:2 3
Norwich 2 1 0 1 4:5 3
Leicester 2 0 2 0 1:1 2
Wolves 1 0 1 0 0:0 1
Crystal Palace 2 0 1 1 0:1 1
Chelsea 2 0 1 1 1:5 1
West Ham 2 0 1 1 1:6 1
Aston Villa 2 0 0 2 2:5 0
Newcastle 2 0 0 2 1:4 0
Southampton 2 0 0 2 1:5 0
Watford 2 0 0 2 0:4 0
Frakkland
Toulouse – Dijon...................................... 1:0
Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Di-
jon.
Belgía
Gent – Oostende....................................... 2:0
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
Oostende.
Holland
AZ Alkmaar – Groningen....................... 0:0
Albert Guðmundsson var ónotaður vara-
maður hjá AZ Alkmaar.
Rússland
Tambov – Krasnodar .............................. 0:2
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með
Krasnodar.
Rubin Kazan – Arsenal Tula .................. 1:0
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn
með Rubin Kazan.
Ufa – Rostov ............................................. 2:0
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með
Rostov. Björn Bergmann Sigurðarson var
ekki með.
Búlgaría
Vitosha Bistritsa – Levski Sofia ............ 0:4
Hólmar Örn Eyjólfsson kom á bekknum
á 83. mínútu hjá Levski Sofia í sínum fyrsta
leik í tæpa tíu mánuði vegna meiðsla.
Ungverjaland
Újpest – Paksi .......................................... 1:1
Aron Bjarnason kom af bekknum á 77.
mínútu hjá Újpest.
KNATTSPYRNA
Í LAUGARDAL
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Selfoss vann fyrsta titil í fótbolta í
sögu félagsins á laugardaginn var.
Liðið bar þá sigur úr býtum gegn KR
í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á
Laugardalsvelli, 2:1, eftir fram-
lengdan leik. Leikurinn var afar jafn
og með smá heppni hefði KR hæg-
lega getað fagnað sigri í lokin. Dag-
urinn var hins vegar Selfyssinga.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað á
Selfossi á síðustu árum og hún er að
skila sér núna. Sjö leikmenn sem
komu við sögu hjá Selfossi í leiknum
hafa aldrei spilað með öðru félagi hér
á landi. Til að hjálpa til hefur félagið
fengið til sín gæðaleikmenn. Kelsey
Wys er einn besti markmaður deild-
arinnar, Grace Rapp og Allison
Murphy eru flottir miðjumenn og
Hólmfríður Magnúsdóttir ótrúleg.
Fyrsta markið vel tímasett
KR komst yfir í fyrri hálfleik en
Selfoss lagði ekki árar í bát og tókst
að snúa leiknum sér í vil, þrátt fyrir
að hafa oft spilað betur. Það er
gríðarlegt styrkleikamerki. Hólm-
fríður tók til sinna ráða og skoraði
jöfnunarmarkið með stórkostlegum
einleik. Listamenn hneigja sig eftir
vel framkvæmd verk á stóra sviðinu
og mark Hólmfríðar var listaverk.
Hún hneigir sig kannski næst. Þóra
Jónsdóttir ákvað svo að velja full-
komið augnablik til að skora fyrsta
mark sitt á ferlinum í framlenging-
unni til að tryggja sigurinn. Þóra er
fædd árið 1998 og spilaði fyrstu leiki
sína í meistaraflokki á síðustu lektíð.
Selfoss er verðskuldaður bikar-
meistari í ár. Íþróttalífið í Selfossbæ
er til algjörar fyrirmyndar og eru að-
eins örfáir mánuðir síðan karlalið fé-
lagsins varð Íslandsmeistari í hand-
bolta. Það er vel haldið utan um
félagið og fólk sem þykir vænt um
bæði íþróttafélagið og bæjarfélagið í
heild hefur komið að uppbyggingunni
og þar eru allir að róa í sömu átt.
Sigur Selfoss kom ekki endilega á
óvart, þar sem liðið er búið að vera á
mikilli siglingu á meðan KR hefur átt
nokkuð erfitt uppdráttar. Tapið var
auðvitað leiðinlegt fyrir alla KR-inga
en sennilega leiðinlegast fyrir Guð-
mundu Brynju Óladóttur. Sóknar-
maðurinn er nú búin að tapa fimm
bikarúrslitaleikjum á sex árum með
þremur mismunandi félögum. Hún
var grátlega nálægt því að jafna fyrir
KR í blálokin en inn vildi boltinn ekki.
Dagurinn þegar Guðmunda verður
bikarmeistari verður góður dagur.
Fyrsti fótboltatitilinn
í sögu Selfyssinga
Selfoss vann KR í bikarúrslitum Mark Hólmfríðar Magnúsdóttur listaverk
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bikarmeistarar Fyrirliðinn Anna María Friðgeirsdóttir í þann mund að lyfta fyrsta bikar Selfoss á loft á laugardag.
Hún var að spila sinn þriðja bikarúrslitaleik með Selfossi eftir að hafa horft á eftir titlinum árin 2014 og 2015.
0:1 Gloria Douglas 18.
1:1 Hólmfríður Magnúsdóttir 36.
2:1 Þóra Jónsdóttir 102.
I Gul spjöldGrace Rapp (Selfossi).
SELFOSS - KR 2:1
I Rauð spjöldEngin.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson.
Áhorfendur: 1.887.
Það að Englandsmeistarinn Ra-
heem Sterling sé búinn að skora
fjögur mörk fyrir Manchester City í
fyrstu tveimur umferðum ensku úr-
valsdeildarinnar í knattspyrnu telst
harla gott, en vekur þó minni at-
hygli en það að Finninn Teemu
Pukki hefur gert slíkt hið sama fyr-
ir nýliða Norwich.
Pukki kom á frjálsri sölu frá
Bröndby í Danmörku fyrir rúmu
ári. Á fyrsta tímabili sínu í Eng-
landi skoraði Pukki 29 mörk og var
valinn leikmaður ársins í B-
deildinni þegar Norwich tryggði
sér sæti á meðal þeirra bestu á ný.
Pukki hefur nú haldið uppteknum
hætti í úrvalsdeildinni og skoraði
þrennu þegar nýliðarnir fóru illa
með Newcastle um helgina, 3:1, í
fyrsta heimaleik frá endurkomu
Norwich í úrvalsdeild.
Það er þó ekki bara hjá New-
castle sem hlutirnir eru ekki að
ganga, því Frank Lampard er ekki
að byrja sem skyldi sem stjóri
Chelsea. 1:1 jafntefli við Leicester í
gær þýðir að Lampard er fyrsti
stjóri Chelsea í 12 ár sem nær ekki
að vinna fyrsta heimaleik sinn. Á
meðan eru það Liverpool og Arsen-
al sem eru einu liðin með fullt hús
stiga eftir fyrstu tvo leikina, en
Manchester United getur afrekað
slíkt hið sama með sigri á Wolves í
lokaleik umferðarinnar í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan
leikinn með Everton, sem vann 1:0-
sigur á Watford og er með fjögur
stig eftir fyrstu tvo leikina.
Eftir að hafa skorað fyrir Burn-
ley í fyrstu umferð lét Jóhann Berg
Guðmundsson minna fyrir sér fara
nú og var tekinn af velli í síðari
hálfleik í 2:1-tapi fyrir Arsenal.
Pukki slær í gegn á
meðal þeirra bestu
Ljósmynd/Norwich
Þrenna Teemu Pukki fékk að eiga
boltann eftir leikinn við Newcastle.