Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm
Verð 13.500 kr.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fréttavefurinn mbl.is breytir um
svip í dag og er þetta mesta útlits-
breyting á vefnum í rúman áratug.
Árni Matthíasson, netstjóri mbl.is,
segir að það hafi verið tímabært að
laga vefinn að nýrri tækni og
breyttri notkun.
„Á undanförnum árum hefur notk-
un farsíma aukist til muna og svo
komið að meirihluti þeirra notenda
sem skoða vefinn gerir það í farsíma
eða spjaldtölvu og það hlutfall fer ört
hækkandi. Við endurhönnun vefsins
var tekið mið af því, en einnig lögð
áhersla á að hann myndi koma betur
út á stórum skjáum en eldri gerð
hans, forsíðan breikkuð og myndir
stækkaðar og letur stækkað.
Einnig var grunnkóði vefsins ein-
faldaður til að tæki séu fljótari að
birta forsíðuna, stakar fréttir og
undirsíður. Fréttum hefur verið
fjölgað á forsíðunni en efnisskipan á
vefnum er að mestu leyti óbreytt.
mbl.is hefur verið vinsælasti innlendi
vefurinn frá því hann fór í loftið fyrir
rúmum tveimur áratugum, nær í dag
til ríflega 80% þjóðarinnar, og það er
sannfæring okkar að þessar breyt-
ingar séu til þess fallnar að styrkja
vefinn enn í sessi.“
Nýtt útlit á mbl.is
Mesta útlits-
breyting í áratug
Endurbætur Skjámynd af nýrri forsíðu mbl.is sem opnuð verður í dag.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Á annað hundrað þúsund manns
lögðu leið sína í miðborg Reykjavík-
ur á Menningarnótt sem haldin var
hátíðleg sl. laugardag. Fyrstir til að
mæta voru hlauparar í
Reykjavíkurmaraþoni, en 14.667
manns voru þar skráðir til leiks á
ýmsum vegalengdum.
Mikil veðurblíða var í miðborg-
inni eftir hádegi og lék sólin við
gesti Menningarnætur. Yfir 300
viðburðir stóðu gestum til boða.
Guðmundur Birgir Halldórsson,
verkefnastjóri viðburða hjá Reykja-
víkurborg, var hæstánægður með
hátíðina þegar blaðamaður náði tali
af honum í gær.
„Við erum mjög ánægð með
hvernig til tókst. Veðrið náttúrlega
hjálpaði til, það var ótrúlega flottur
bragur á deginum og mjög góð
mæting. Allt fór frekar vel fram og
mér fannst góð dreifing á öllu. Ég
fór víða og mér fannst vera nokkuð
jafn mannfjöldi yfir allt svæðið.“
Framtíð flugeldanna óviss
Menningarnótt nær að margra
mati hámarki með flugeldasýningu
en rætt hefur verið um að hætta að
skjóta upp flugeldum á Menningar-
nótt vegna mengunar sem þeir
valda. Að sögn Guðmundar er enn
óljóst hvort flugeldasýningin verður
á Menningarnótt að ári. Hann segir
að ef svo beri undir sé nauðsynlegt
að eitthvað komi í staðinn.
„Það verður að vera, myndi ég
halda, þar sem þetta er einn af há-
punktum Menningarnætur. Það er
alltaf verið að velta einhverju upp í
kringum hátíðina og þetta er eitt af
því. Þetta er bara á grunnumræðu-
stigi svo þetta er ekki komið í neinn
farveg,“ segir hann. Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri segir flugelda-
sýningu „mjög sameinandi“ og að
engin ákvörðun hafi verið tekin um
að hætta henni á næstunni.
Menningarnótt í fyrra var sögð
sú stærsta frá upphafi. Guðmundur
Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi
Strætó bs., telur að Menningarnótt
hafi verið enn umfangsmeiri í ár.
„Okkar tilfinning er að þetta hafi
verið sérstaklega stór dagur, jafn-
vel stærri en í fyrra,“ segir hann.
Sérstök skutluþjónusta var á veg-
um Strætó á Menningarnótt en eins
og þekkt er er erfitt að komast í
miðbæinn á einkabílnum á Menn-
ingarnótt vegna götulokana.
„Heilt yfir gekk aksturinn vel en
það segir sig sjálft að það verða
hnökrar hér og þar þar sem þetta
er náttúrlega gríðarlegur fólksfjöldi
og gríðarlega umfangsmikið verk-
efni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir
Guðmundur Heiðar.
Leiðindi undantekning
Einhverjir farþegar voru til
vandræða en það var þó í
undantekningartilvikum, að sögn
Guðmundar Heiðars. „Þegar leið á
seinni hlutann var fólk auðvitað
komið í glas og einhverjir hreyttu
einhverjum leiðindum í vagnstjóra
en flestir voru ótrúlega fínir farþeg-
ar.“
Aðspurður segir Guðmundur að
það sé sífellt að aukast að fólk nýti
sér þjónustu Strætó á Menningar-
nótt en hún er ókeypis.
„Fleiri virðast vera að átta sig á
því að þessi þjónusta sé í boði.“
Í vikunni verður farið yfir daginn
með sveitarfélögum og rýnt í hvað
mætti betur fara. Guðmundur var
ekki með nákvæmar upplýsingar
um það hversu margir nýttu sér
þjónustu Strætó á Menningarnótt
þegar blaðamaður ræddi við hann í
gær.
Á annað hundrað þúsund
Menningarnótt fór að mestu vel fram Á annað hundrað þúsund manns í miðborg
Reykjavíkur Verði flugeldasýning blásin af þyrfti að finna nýjan hápunkt
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Kornunga fólkið skemmti sér sérstaklega vel á Tónaflóði sem var að venju á Arnarhóli. Síðar um kvöldið var
flugeldum skotið á loft. Komi þeir ekki aftur þá er alla vega hægt að hugga sig við það að þeir fóru með hvelli.
„Við höfum í raun séð miklu verri helgar,“
segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu, um eril hjá lögreglunni á Menning-
arnótt. Alls kom 141 mál inn á borð
lögreglunnar á löggæslusvæði eitt frá klukkan
sjö á laugardagskvöld og fram til fimm á
sunnudagsmorgun. Átta voru vistaðir í fanga-
geymslum lögreglu.
„Á föstudagskvöldið voru 17 inni í fanga-
geymslu svo það var mun meira að gera þá
þótt það væru miklu færri í bænum,“ segir
Jóhann við Morgunblaðið.
Fjögur fíkniefnamál voru skráð og fimm
líkamsárásir eru til rannsóknar, allar minni-
háttar. Eitt umferðarslys varð ásamt því sem
tveir ökumenn eru grunaðir um ölvun við
akstur. Eins konar sviðsett hnífstunga kom
upp þegar gestir Menningarnætur fylgdust
með flugeldasýningunni af Sæbraut.
„Þetta var sennilega gamall sjálfsáverki og
svo vildi viðkomandi fá athygli. Það er ekki
verið að leita að einhverjum óðum manni sem
er stingandi fólk og hlaupandi út í nóttina.
Þarna var einfaldlega um andleg veikindi að
ræða,“ segir Jóhann. Lögregla ræddi við
manninn vegna málsins.
Unglingadrykkja fylgifiskur hátíðar
Spurður hvort margir hafi lagt ólöglega
segir Jóhann: „Nei, ég held að þjóðin sé nú
bara orðin nokkuð vel uppalin í því. Menn
labba og hjóla og nýta sér strætó svo það var
ekki vandamál.“
Hann segir að þeim sem leggi ólöglega á
Menningarnótt sé að fækka. „Ég held að fólk
sé að kveikja á því hvað er lagt mikið í söl-
urnar hjá Strætó og þeir sem geta gengið eða
hjólað gera það. Ég held að það megi bara
hrósa þjóðinni fyrir það.“
Fyrir Menningarnótt gaf lögreglan út að
hart yrði tekið á unglingadrykkju. Jóhann
segir unglingadrykkju vera fylgifisk
Menningarnætur en lögreglumenn helltu nið-
ur áfengi hjá ungmennum og börnum sem
ekki höfðu aldur til að neyta þess og fóru með
ungmenni sem voru áberandi ölvuð í sérstakt
athvarf. ragnhildur@mbl.is
Sviðsett hnífstunga við Sæbrautina
141 mál á borð lögreglu Mikið um unglingadrykkju Íslendingar leggja sjaldnar ólöglega
Morgunblaðið/Eggert
Á vaktinni Lögreglan var vel sýnileg.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Við reynum að takmarka notkun á
pappír sem allra mest og erum ná-
lægt því að útrýma honum. Við flutn-
ingana í Skaftahlíð 24 verður nánast
ekki í boði að prenta út, en þangað
munu tæplega 300 starfsmenn spít-
alans flytja,“ segir Anna Sigrún
Baldursdóttir, aðstoðarmaður for-
stjóra Landspítala. Hún segir að
sums staðar verði ekki hjá því kom-
ist að nota pappír, s.s. þar sem undir-
skrifta er þörf, en það sé sem betur
fer að breytast með rafrænum undir-
skriftum.
„Það er ekki tilbreytingarlaust að
vinna hjá Landspítalanum og verk-
efnin eru misskemmtileg. Það verð-
ur enginn með fasta starfsaðstöðu í
Skaftahlíðinni og spennandi að sjá
hvar starfsmenn byrja daginn og
hvar þeir enda,“ segir Anna Sigrún
sem bendir einnig á að tekið sé mikið
tillit til umhverfismála í starfsemi
Landspítalans.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flutningar Hluti af starfsemi Land-
spítala mun flytja í Skaftahlíð 24.
Pappírslaus
Landspítali
í deiglunni