Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Veldu öryggi
SACHS – demparar
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
England
Wolves – Burnley..................................... 1:1
Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 66
mínúturnar með Burnley.
Norwich – Chelsea ................................... 2:3
Brighton – Southampton ......................... 0:2
Man Utd – Crystal Palace ....................... 1:2
Sheffield United – Leicester City........... 1:2
Watford – West Ham ............................... 1:3
Liverpool – Arsenal.................................. 3:1
Bournemouth – Man City........................ 1:3
Tottenham – Newcastle........................... 0:1
Staðan:
Liverpool 3 3 0 0 9:3 9
Manch.City 3 2 1 0 10:3 7
Arsenal 3 2 0 1 4:4 6
Leicester 3 1 2 0 3:2 5
Manch.Utd 3 1 1 1 6:3 4
Burnley 3 1 1 1 5:3 4
Tottenham 3 1 1 1 5:4 4
Brighton 3 1 1 1 4:3 4
Sheffield Utd 3 1 1 1 3:3 4
Crystal Palace 3 1 1 1 2:2 4
Bournemouth 3 1 1 1 4:5 4
Everton 3 1 1 1 1:2 4
Chelsea 3 1 1 1 4:7 4
West Ham 3 1 1 1 4:7 4
Wolves 3 0 3 0 2:2 3
Aston Villa 3 1 0 2 4:5 3
Norwich 3 1 0 2 6:8 3
Southampton 3 1 0 2 3:5 3
Newcastle 3 1 0 2 2:4 3
Watford 3 0 0 3 1:7 0
Þýskaland
Augsburg – Union Berlín ....................... 1:1
Alfreð Finnbogason kom inn á sem vara-
maður á 88. mínútu.
A-deild kvenna:
Duisburg – Wolfsburg............................. 1:6
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik-
inn með Wolfsburg.
Leverkusen – Freiburg........................... 1:0
Sandra María Jessen kom inn á sem
varamaður hjá Leverkusen á 60. mínútu.
KNATTSPYRNA
Þýskaland
Ludwigshafen – RN Löwen ............... 23:26
Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyr-
ir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið.
Kiel – Göppingen................................. 31:24
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki
fyrir Kiel.
Leipzig – Füchse Berlín...................... 24:23
Viggó Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir
Leipzig.
B-deild:
Ferndorf – Hamburg .......................... 21:28
Aron Rafn Eðvarðsson varði vítakast í
marki Hamburg.
Krefeld – Lübeck-Schwartau ............ 16:24
Arnar Gunnarsson þjálfar Krefeld.
Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 1
mark fyrir Lübeck-Schwartau.
Bietigheim – Hamm .............................18:27
Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim.
AKUREYRI/FOSSVOGUR/
AKRANES
Baldvin Kári Magnússon
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kristján Jónsson
KA og KR mættust á Greifavell-
inum á Akureyri í 18.umferð Pepsi-
Max deildar karla í gær. Leiknum
lauk með markalausu jafntefli. KA
menn eru eins og kunnugt er í mik-
illi fallbaráttu en hafa verið að safna
stigum undanfarið, sérstaklega á
heimavelli þar sem liðið hefur unnið
FH og Stjörnuna í síðustu leikjum.
KR-ingar virtust hafa góðan ár-
angur KA-manna á heimavelli í
huga og fóru varlega inn í leikinn.
KA liðið gerði það sama.
Leikurinn var fyrir vikið afar lok-
aður og einfaldlega leiðinlegur að
horfa á. Heimamenn náðu ekki skoti
á markið og KR-ingar náðu aðeins
einu skoti á markið. Ægir Jarl náði
skoti úr þröngu færi snemma í fyrri
hálfleik en Kristijan Jajalo varði.
Eftir því sem leið á leikinn virtust
KA-menn fá aukna trú á að mögu-
leiki væri fyrir liðið að ná í þrjú stig
í leiknum og voru þeir sterkari að-
ilinn í seinni hálfleik. Þeir áttu fína
kafla, voru á undan KR-ingum í
flesta bolta sem voru á hælunum um
miðbik seinni hálfleiks. Heimamenn
fengu föst leikatriði en náðu ekki að
valda Beiti vandræðum í marki KR.
Rúnar Kristinsson reyndi að
fríska upp á sóknarleik KR með
skiptingum sínum. Atli Sig-
urjónsson og Björgvin Stefánsson
komu inn í seinni hálfleik fyrir Tobi-
as og Ægi en hvorki Atli né Björg-
vin náðu að breyta leiknum fyrir
gestina. Rúnar Kristinsson sagði
eftir leikinn að sóknarleikur sinna
manna hafi verið of hægur og fyr-
irsjáanlegur. Af viðbrögðum leik-
manna og þjálfara að dæma eftir
leik virtust bæði lið þó sátt með
stigið en stigið hjálpar liðunum í
baráttunni í sitt hvorum enda töfl-
unnar.
KA-menn hafa nú náð 9 stigum úr
seinustu sex leikjum eftir fjóra tap-
leiki í röð þar á undan. Þar hefur
heimavöllurinn skilað miklu en liðið
hefur aðeins náð í 4 af 21 stigi sínum
í sumar á útivelli. Liðið náði einnig
að halda hreinu en KA-menn hafa
fengið á sig 29 mörk í sumar. Aðeins
ÍBV hefur fengið fleiri mörk á sig.
KR-ingar eru nú 10 stigum á und-
an Breiðabliki sem eiga leik til góða
gegn FH í kvöld. Vesturbæjarliðið
stefnir í átt að fyrsta Íslandsmeist-
aratitli sínum síðan 2013. Liðið á þó
eftir að mæta Breiðabliki, Val og
FH á leið sinni þangað. Það er því
enn örlítill möguleiki fyrir Blika þó
KR-ingar séu með pálmann í hönd-
unum. baldvin13@gmail.com
Víkingur skildi Grindavík eftir
Víkingur R. vann gríðarlega mik-
ilvægan 1:0-sigur á Grindavík á
heimavelli sínum í Fossovgi. Ágúst
Eðvald Hlynsson skoraði sig-
urmarkið tíu mínútum fyrir leikslok
og tryggði Víkingi verðskuldaðan
sigur. Víkingarnir voru sterkari frá
fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og
var ótrúlegt að hugsa til þess að að-
eins eitt stig skildi liðin að fyrir leik-
inn. Víkingur var í sókn í leiknum á
meðan hlutskipti Grindvíkinga var
að verjast. Upplegg Grindvíkinga
var að liggja til baka og sækja hratt,
en sóknarleikur liðsins var algjör-
lega geldur. Liðið gat því í mesta
lagi treyst á góðan varnarleik og
markalaust jafntefli, en það er erfitt
á móti spræku liði Víkinga.
Framan af sumri var Víkingur 1-2
leikmönnum frá því að vera með af-
ar gott lið. Með komu Kára Árna-
sonar, Guðmundar Andra Tryggva-
sonar og Óttars Magnúsar
Karlssonar er Víkingur orðinn að
hörkuliði. Guðmundur var að vísu
ekki með í gærkvöldi þar sem hann
tók út leikbann, en í hans fjarveru
fékk Atli Hrafn Andrason tækifæri
og spilaði vel. Ágúst Eðvald var
mjög sprækur hinum megin á kant-
inum og sú ákvörðun Arnars Gunn-
laugssonar, þjálfara Víkings, að
færa Kára Árnason á miðjuna hefur
reynst mjög vel. Kári er algjör jaxl
og stöðvar mikið af sóknum and-
stæðinganna í fæðingu. Hann tekur
meiri þátt í leiknum á miðsvæðinu
og gefur yngri og sóknarsinnaðri
leikmönnum meira frelsi til að
sækja. Þeir hafa ekki mikið að ótt-
ast þegar eitt stykki Kári Árason
Topplið KR fékk
eitt stig gegn KA
fyrir norðan
ÍBV er fallið úr
efstu deild Vík-
ingar fá andrými
Morgunblaðið/Eggert
Bakverðir Elias Tamburini rennir sér í tæklingu gegn Davíð Ernil Atlasyni í bleytunni í Víkinni í gærkvöld.
Körfuknattleiksdeild ÍR hefur gengið frá samningi við
íslenska landsliðsmanninn Collin Pryor. Collin lék síðast
með Stjörnunni og var þar í tvö ár, en hann hefur einnig
spilað með FSu og Fjölni hér á landi.
Collin varð deildar- og bikarmeistari með Stjörnunni
en liðið tapaði einmitt fyrir ÍR í undanúrslitum Íslands-
mótsins á síðustu leiktíð.
Landsliðsmaðurinn er þriðji leikmaðurinn sem ÍR fær
til sín á skömmum tíma. Félagið samdi við svissneska
landsliðsmanninn Roberto Kovac og Bandaríkjamann-
inn Evan Singletary á dögunum.
Á hinn bóginn hefur ÍR misst Matthías Orra Sigurðar-
son, Sigurð Þorsteinsson, Kevin Capers og fyrirliðann Sigurkarl Jóhann-
esson. Gífurlega miklar breytingar hafa því orðið á leikmannahópi liðsins á
milli tímabila.
Collin Pryor er af bandarísku bergi brotinn en hefur búið hérlendis í
mörg ár og er kvæntur íslenskri konu. Hann fékk ríkisborgararétt fyrir
rúmu ári. sport@mbl.is
Silfurliðið fær liðsauka
Collin
Pryor
Norður-Írinn Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari á
Tour Championship-mótinu, lokamóti PGA-mótarað-
arinnar í golfi. Hann varð þar með Fedex-stigameistari
og fékk hæsta verðlaunafé í sögu mótaraðarinnar.
McIlroy spilaði lokahringinn í gær á 66 höggum eða
fjórum höggum undir pari og var samtals á 18 höggum
undir pari. Enginn stóðst honum snúninginn á loka-
hringnum og var hann fjórum höggum á undan Xander
Shauffele sem varð annar og fimm höggum á undan
þeim Justin Thomas og Brooks Koepka.
Keppni á þriðja hring var frestað vegna eldinga og
þurfti McIlroy að spila 31 holu í gær, en það virtist ekki
taka neina orku frá honum. Hann fagnaði því sigri og fékk dágóða summu í
vasann eða 15 milljónir dollara, sem nemur um tveimur milljörðum króna.
McIlroy er nú eini kylfingurinn í sögunni á eftir Tiger Woods sem vinnur
lokamótið tvisvar eftir að úrslitakeppnin var búin til árið 2007.
Tveir milljarðar í vasann
Rory
McIlroy
Staða Grindvíkinga versnar