Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 6. Á G Ú S T 2 0 1 9
Stofnað 1913 199. tölublað 107. árgangur
MIKILVÆGT
AÐ NÁ TIL
YNGRA FÓLKS FJÖLMENNI Í BÆNUM
DANÍEL
ÁGÚST ER
FIMMTUGUR
MIKIL DRYKKJA, 2 FARSÆLL FERILL 22NÝTT LEIKÁR 28
Það er viðbúið að fólk sem er að ferðast þar í dag
verði örmagna, þetta eru aðstæður sem kannski
ekki allir þekkja.“ Björgunarsveitirnar fengu ann-
ars fremur fáar hjálparbeiðnir í gær vegna hvass-
viðrisins. Flest verkefnin voru minniháttar eins
og að hemja fljúgandi trampólín á Eyrarbakka.
Landeyjahöfn varð ófær upp úr hádegi
Gamli Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í
dag tvær ferðir. Ástæða þess að gamla ferjan er
notuð en ekki sú nýja er að ekki er búið að laga
hafnarmannvirki í Þorlákshöfn að nýju ferjunni,
samkvæmt síðu Herjólfs. Landeyjahöfn varð ófær
upp úr hádegi í gær og féllu áætlunarferðir nýja
Gul viðvörun er í gildi til miðnættis vegna hvass-
viðris eða storms á miðhálendinu. Gul viðvörun
var einnig gefin út vegna hvassviðris eða storms á
höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðaustur-
landi í gær.
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út
síðdegis í gær til að koma örmagna ferðamanni á
Fimmvörðuhálsi til bjargar. „Hann var orðinn
mjög kaldur og hrakinn,“ sagði Guðbrandur Örn
Arnarsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Ferðamaðurinn gat gefið greinargóðar upplýs-
ingar um hvar hann væri staddur og því gekk
greiðlega að finna hann. „Það er leiðindaveður á
Fimmvörðuhálsi, eins slæmt og það getur orðið.
Herjólfs þangað niður það sem eftir var dagsins.
Gamli Herjólfur fór til Þorlákshafnar frá Vest-
mannaeyjum kl. 15.30 og frá Þorlákshöfn kl.
19.15. Fyrr í gær hafði verið tilkynnt að opnað
hefði verið fyrir klefabókanir í gamla Herjólf ef
sigla þyrfti til Þorlákshafnar í dag.
Leik ÍBV og HK/Víkings í Pepsi Max-deild
kvenna sem vera átti á Hásteinsvelli í Vest-
mannaeyjum í gær var frestað vegna óveðursins.
Þá samþykkti mótanefnd KSÍ ósk FH og Breiða-
bliks um að fresta leik þeirra í Pepsi Max-deild
karla sem átti að fara fram á Kaplakrikavelli kl.
18.15 í gær þar til klukkan 18.00 í dag.
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Fyrsta haustlægðin lét sjá sig
Rok og rigning höfðu áhrif á samgöngur og knattspyrnuleiki
Köldum og hröktum göngumanni var bjargað af Fimmvörðuhálsi í gær
Fremur fáar hjálparbeiðnir þrátt fyrir veðrið Hvasst á miðhálendinu í dag
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fiskveiðinefnd Evrópuþingsins
ætlar að ræða mögulegar við-
skiptaþvinganir vegna „einhliða
töku Íslands og Grænlands á
makríl“ á fundi 4. september.
Rússar eru hins vegar ekki nefnd-
ir þótt staða þeirra sé sambærileg
við stöðu Íslands og Grænlands
hvað veiðarnar varðar. „Þeir geta
lokað höfnum fyrir okkur og reynt
að loka mörkuðum og eitthvað
fleira,“ sagði Kristján Freyr
Helgason, formaður samninga-
nefndar Íslands um deilistofna
strandríkja við N-Atlantshaf.
Hann sagði að íslensk stjórnvöld
hefðu haft samband við Evrópu-
þingið í síðustu viku og boðið
Chris Davies, breskum formanni
fiskveiðinefndarinnar, og öðrum
áhugasömum nefndarmönnum að
koma hingað og heyra okkar hlið.
Chris Davies hefur verið harðorð-
ur í garð Íslendinga og Grænlend-
inga vegna makrílveiða þeirra.
Kristján kvaðst bíða eftir því að
heyra hvort boðið verður þegið.
Hann sagði að ESB hefði verið
óánægt með ákvarðanir Íslend-
inga, Grænlendinga og Rússa um
kvótaaukningu. Ísland fékk bréf
frá framkvæmdastjórn ESB þar
sem lýst var miklum vonbrigðum
með ákvörðunina. ESB kvaðst
vera að fara yfir málin og skoða
yrði hvort beitt yrði reglugerð um
viðskiptaþvinganir.
Ræða viðskiptaþvinganir
Fiskveiðinefnd Evrópuþingsins setur á dagskrá viðskiptaþvinganir gegn Íslandi
og Grænlandi vegna makrílveiða en ekki gegn Rússlandi Geta lokað höfnum
MSkoða að beita … »4Makríll Rússar virðast sleppa.
Bakkaskemma hefur fyllst af ið-
andi lífi á síðustu árum og til-
gangur skemmunnar og ásjón
breyst til muna. Skemman, sem er
úti á Granda, er nú heimili sjávar-
klasans, samfélags 50 framsækinna
fyrirtækja sem líta til hafsins í sinni
starfsemi, mathallar og veitinga-
staðarins Bergssonar RE.
Það er þó ekki bara Bakka-
skemma sem hefur sprungið út
heldur nánast Grandinn í heild
sinni. Í húsum sem áður voru að
mestu nýtt í tengslum við fisk-
vinnslu er nú að finna veitingastaði,
ísbúð, fatahönnuði, gleraugnabúð,
kökubúð og kjötbúð. Sífellt bætast
við ný tækifæri á Grandanum en
verið er að innrétta nýjan veitinga-
stað þar. »10
Grandinn hefur
öðlast nýtt hlutverk
Sala bíla sem eingöngu ganga
fyrir rafmagni hefur aukist um 52%
á fyrri helmingi ársins hérlendis
samanborið við fyrri helming síð-
asta árs. Þetta kemur fram í nýjum
samanburði vefritsins EV-
Volumes.com.
Þar kemur einnig fram að Íslend-
ingar séu í öðru sæti meðal Evr-
ópuþjóða þegar litið er til hlut-
deildar seldra rafbíla af seldum
nýjum bílum í hverju landi fyrir sig.
Norðmenn sitja í efsta sætinu.
Rafbílar og tengiltvinnbílar eru
nú fjögur til fimm prósent af heild-
arbílaflota Íslendinga. »14
Morgunblaðið/Ófeigur
Rafmagn Hleðslustöðvar má finna víða.
Sala á rafbílum
næstmest á Íslandi
Ólafur F.
Cucalon Rowell
hafði ekki hug-
mynd um að
hann ætti föður í
Ekvador fyrr en
hann var 29 ára.
Ólafur var tal-
inn sonur Svía
sem vildi ekkert
af honum vita og
alinn upp af móð-
ur sinni á Íslandi.
Bréf sem fannst í dánarbúi lang-
ömmu hans kom af stað atburðarás
sem leiddi til þess að faðir hans
fannst í Ekvador og þeir feðgar
tóku upp samband. Ólafur hefur
aldrei upplifað sig sem Skandinava
og fannst hann kominn heim þegar
hann heimsótti föður sinn til Ekva-
dor í fyrsta skipti. Í kaupbæti fékk
hann tvo bræður og systur. »11
Fann pabba sinn í
Ekvador 29 ára
Feðgar Francisco
Cucalon og Ólafur
F. Cucalon Rowell.