Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019
✝ Margrét Sveins-dóttir fæddist á
Hólmi á Stokkseyri í
Árnessýslu 24. júní
1922. Hún andaðist
á hjúkrunarheim-
ilinu Hrafnistu í
Reykjavík 15. ágúst
2019.
Foreldrar hennar
voru Sigurbjörg
Ámundadóttir frá
Kambi í Villinga-
holtshreppi í Árnessýslu, f. 29.
mars 1895, d. 31. október 1958 í
Reykjavík, og Sveinn Pétursson
sjómaður á Stokkseyri, f. 9. Apríl
1893, d. 21. ágúst 1962. Þau
skildu. Alsystkin: Vilborg Sveins-
dóttir, f. 1917, d. 1979; Ingibjörg
Sveinsdóttir, f. 1917, d. 2009; Pét-
ur Sveinsson, f. 1920, d. 1921;
Ámundi Sveinsson, f. 1923, d.
2018. Samfeðra: Sveinn Sveins-
son, f. 1925, d. 2008. Sammæðra:
Ásta Guðmundsdóttir, f. 1930, d.
2014; Ólafur Friðriksson, f. 1941.
Margrét giftist Guðmundi Stefáni
Karlssyni reiðhjólasmið, f. 18.
október 1918, d. 3. júlí 2004. Hann
var sonur hjónanna Guðlaugar
Pétursdóttur, f. 1882, d. 1964, og
Þorsteinsdóttir, börn: Þorsteinn
Guðlaugur maki Herdís Rafns-
dóttir, börn: Rafn Viðar og Gunn-
ar Smári; Guðmundur Þór, maki
Jóhanna Gústavsdóttir, börn:
Pétrína og Kristín Elfa: Þórunn
Margrét, maki: Ólafur Örn Ólafs-
son, börn: Hilmir Örn Teitur Þór
og Þorsteinn Orri.
Karl Birgir Guðmundsson,
maki Guðrún Vilhjálmsdóttir,
börn: Margrét Björg maki Þor-
steinn Sigurmundason, börn: Rak-
el Birna og Birgir Þór; Guð-
mundur Ingi Karlsson, Íris Anna
maki Hörður Þórhallsson, börn:
Vífill, Sindri og Stefanía Guðrún.
Björgvin Grétar Guðmundsson,
maki Hildur Pálmadóttir, börn:
Inga Steinunn maki Hjörleifur
Harðarson, börn: Sandra Sól og
Brynjar Orri; Signý Rún, börn:
Ísabella Rún Thorbjörk og
Thelma María Thorbjörk; María
Hrönn maki Árni Vigfússon, börn:
Katrín Lind, Emilíana María og
Alexander Bjarki.
Þórir Baldur Guðmundsson,
maki Hafdís Ingimundardóttir,
börn: Þórunn Ása, maki Birkir
Snær Einarsson, börn: Einar Kar-
el og Þórdís Kara; Stefán Ingi,
maki Hafliði Halldórsson og Haf-
þór Örn maki Lilja Guðrún H. Ró-
bertsdóttir, barn: Róbert Ingi
:Elvar Þórisson.
Útför Margrétar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 26. ágúst
2019, klukkan 13.
Karls Lúðvíks Guð-
mundssonar, f. 1894,
d. 1959, sem bjuggu
á Baldursgötu 26 í
Reykjavík. Margrét
fluttist til Reykjavík-
ur 16 ára gömul og
fór að vinna fyrir sér
í vist hjá Þorgeiri
Pálssyni, útgerð-
armanni og konu
hans Aldísi á Lind-
argötunni.
Margrét og Guðmundur giftu
sig á jólunum 1941 og stofnuðu
þau heimili á Baldursgötu 26. Þau
bjuggu í gamla húsinu með Guð-
laugu Pétursdóttur móður Guð-
mundar þar til þau fluttu í íbúð í
nýja húsinu sem byggt var á lóð-
inni. Þar bjuggu þau alla sína tíð
og ólu upp synina fjóra; Gunnar
Viðar, f. 1. október 1941, Karl
Birgi, f. 10. febrúar 1947, Björg-
vin Grétar, f. 28. janúar 1954, og
Þóri Baldur, f. 26. maí 1955. Mar-
grét var alla tíð heimavinnandi en
var um tíma í vinnu hjá Stefáni
Thorarensen hf við pökkun og
frágang lyfja.
Afkomendur: Gunnar Viðar
Guðmundsson, maki Pétrína Ólöf
Elskuleg tengdamóðir mín
Margrét er látin. Hún var tilbúin
að fara, orðin 97 ára og farin að
líkamlegum kröftum en hugur og
minni í góðu lagi.
Hún var fædd 1922 og búin að
upplifa miklar breytingar í húsa-,
samgöngu- og öðrum framfara-
málum. Hún fæddist á Stokkseyri
en flutti ung að Kambi til móður-
foreldra sinna með móður sinni og
systkinum þegar foreldrar hennar
slitu sambúð. Hún átti ánægjuleg
uppvaxtarár með frændfólkinu í
hverfinu eins og hún talaði um
bæina í nágrenni Kambs. Margrét
fór ung til Reykjavíkur í vist eins
og ungar stúlkur gerðu í þá daga.
Hún talaði alltaf með hlýju um
fjölskylduna á Lindargötunni, þau
Aldísi og Þorgeir, ekki hafa þau
verið svikin af hennar vinnufram-
lagi, samviskusöm, vandvirk og
drífandi. Þegar hún var á Lind-
argötunni var stutt upp á Vitastíg
en þar bjó Þura móðursystir
hennar með sínar dætur. Laufey
dóttir Þuru og Margrét voru góð-
ar vinkonur. Um 1940 fer hún að
búa með lífsförunaut sínum til
rúmlega sextíu ára, Guðmundi St.
Karlssyni. Allan sinn búskap
bjuggu þau á Baldursgötu 26. Þau
eiga fjóra syni og eru afkomendur
þeirra orðnir 39. Margrét var
heimakær og naut þess að margir
litu inn í kaffi á Baldursgötunni.
Hún hélt góðu sambandi við ætt-
ingja sína.
Á miðjum aldri eignuðust Mar-
grét og Guðmundur bíl og hófst þá
nýr kafli í lífi þeirra. Þau fóru víða
um land og Margrét, með sitt ein-
staka minni, mundi öll örnefni þar
sem þau höfðu farið um. Fyrir
stuttu vorum við að rifja upp með
henni gönguleiðina meðfram Jök-
ulsárgljúfri en mundum ekki öll
örnefnin. Þá spyr hún son sinn
hvort hann geti ekki flett þessu
upp í símanum hjá sér. Svona vel
fylgdist hún með tækniframför-
um.
Margrét las mikið en síðustu ár
voru það hljóðbækur og útvarpið
sem styttu henni stundir. Hún
fylgdist vel með hvað afkomendur
höfðu fyrir stafni og var hún þeim
afar kær. Það er margs að minn-
ast þessi fimmtíu ár sem við áttum
samleið og aldrei bar skugga á. Ég
þakka Margréti samfylgdina.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Vilhjálmsdóttir.
Tengdamóðir mín Margrét
Sveinsdóttir andaðist á Hrafnistu
í Reykjavík 15. ágúst síðastliðinn.
Margrét fæddist 24. júní 1922 að
Hólmi á Stokkseyri í Árnessýslu.
Foreldrar hennar voru Sveinn
Pétursson og Sigurbjörg
Ámundadóttir. Systkini Mar-
grétar voru Vilborg Sveinsdóttir,
Ingibjörg Sveinsdóttir, Ámundi
Sveinsson og Pétur Sveinsson.
Hálfsystkini: Ásta Guðmunds-
dóttir og Ólafur Friðriksson. Árið
1941 giftist Margrét Guðmundi
Stefáni Karlssyni. Guðmundur
vann við viðgerðir og reiðhjóla-
smíðar og var síðar verslunar-
stjóri í reiðhjóladeild Fálkans.
Þau hjón Margrét og Guðmundur
voru sérstaklega samrýmd og áttu
gott hjónaband og miklu barna-
láni að fagna. Samskipti mín við
Margréti voru með mestu ágæt-
um og það var sérlega gott að leita
til hennar um hvaðeina sem upp á
kom. Má þar nefna mikinn og góð-
an stuðning við fráfall móður
minnar sem dó langt um aldur
fram. Við fjölskyldan bjuggum
saman í húsinu á Baldursgötu 26
og það var yndislegt að búa í ná-
vígi við þau, bæði fyrir börnin okk-
ar og okkur hjónakornin. Tengda-
mamma var einstaklega vel gefin
og fylgdist vel með öllum sínum
afkomendum alveg fram á and-
látsdag og naut þess að heyra sög-
ur af barna- og barnabarnabörn-
um. Sem dæmi má nefna sögu af
fjölskyldunni sem kom Margréti
oft til að hlæja. Þannig var að syni
okkar Guðmundi þá þriggja ára
þótti gellur svo góðar og var það
oft á tíðum umræðuefni við Mar-
gréti. Einhverju sinni var hann
staddur á stigapallinum og amma
Margrét á hæðinni fyrir ofan, þá
kallaði Guðmundur til ömmu sigri
hrósandi: „Það eru gellur hjá okk-
ur í dag.“ Þetta fannst Margréti
skemmtilegt og því hefur þessi
saga verið rifjuð upp í fjölskyld-
unni síðan og þessi saga kom upp í
viðræðunni við Margréti tveimur
dögum fyrir andlátið og hún hló að
þessu einu sinn enn.
Það er mikill missir fyrir okkur
börn og tengdabörn að sjá á eftir
Margréti yfir móðuna miklu. Guð
blessi minningu Margrétar og
Guðmundar.
Pétrína Ólöf Þorsteinsdóttir.
Það geta ekki margir sem
komnir eru yfir fimmtugt, kallað
einhvern ömmu sína og átt við
hana uppbyggilegar samræður.
Margrét Sveinsdóttir (amma) lést
á dögunum níutíu og sjö ára gömul
með fullt andlegt atgervi en lík-
aminn fyrir löngu farinn að gefa
eftir. Allt fram á síðasta dag var
hún vel inni í því sem var að gerast
í umhverfinu og þá sérstaklega að
því sem snéri að fjölskyldunni.
Börn, barnabörn, makar og
barnabarnabörn. Hvað hver var
að gera, afmælisdagar og aðrir
viðburðir í lífi hennar fjölskyldu.
Ótrúlegt andlegt atgervi.
Ég á góðar minningar um
ömmu frá barnæsku og unglings-
árunum. Bæði hún og afi sinntu
okkur barnabörnunum af ást og
alúð.
Ég kynntist ömmu þó á annan
hátt eftir að ég kom heim úr fram-
haldsnámi en þá leigði ég íbúðina
á miðhæðinni á Baldursgötunni af
ömmu og afa. Líkaminn var þá að-
eins farinn að gefa sig og úr varð
að ég tók sameignina fyrir þau.
Fyrir utan föður minn og bræður
hans var þetta held ég í fyrsta
skiptið sem hún þurfti að láta ein-
hvern annan gera viðvik fyrir sig
og það sást langar leiðir að þetta
þótti henni óþægilegt. Fyrir vikið
beið mín brauð- og kökuveisla eft-
ir að sameignin hafði verið þrifin.
Að auki voru allar skyrturnar
mína straujaðar og samanbrotnar
í sameiginlega þvottahúsinu þegar
ég kom heim úr vinnu eða alveg
þangað til ég kynntist Jóhönnu
konunni minni og við fórum að búa
á Baldursgötunni. Þá hætti amma
alveg að strauja skyrturnar mínar
enda vildi hún ekki móðga hina
ungu konu. Kynslóðirnar hafa
sinn háttinn á og síðan hef ég
straujað skyrturnar mínar sjálfur.
Þetta lýsir ömmu ágætlega en hún
var mikil prinsipp-manneskja.
Amma hafði miklar skoðanir og
var föst á sínu. Meðan ég maulaði
kökur og brauð barst talið oft að
stjórnmálum og vorum við oftar
en ekki á öndverðum meiði. Hún
hafði ríka réttlætiskennd og hafði
ekki mikið álit á skoðunum ungs
manns um það hvernig stjórna
ætti landinu. Þetta voru oft á tíð-
um fjörugar samræður.
Amma var mikil fjölskyldu-
manneskja og hafði mikinn metn-
að fyrir því að okkur börnunum
liði vel og gengi vel. Mér er sér-
staklega minnisstætt hve mikla
áherslu hún lagði á að við barna-
börnin værum kölluð okkar skírn-
arnöfnum. Ég sagði við hana að ég
væri kallaður Gummi af vinum og
fjölskyldu og hún mætti alveg
nota það. Hún þvertók fyrir það
og sagði að ég væri skírður Guð-
mundur Þór og það ætti að kalla
mig. Ég stríddi henni á þessu og
benti henni á að afi kallaði hana
Möggu og hún kallaði hann
Mumma. En ekki frekar en fyrri
daginn var henni ekki haggað.
Amma var röskur partur af lífi
mínu í þau fimmtíu ár sem við átt-
um samleið. Farinn er mikill skör-
ungur sem helgaði líf sitt sínum
nánustu og lét sér annt um þá.
Hún býr í hjarta okkar og hennar
verður minnst með mikilli hlýju.
Guðmundur Þór Gunnarsson.
Elsku amma á Baldó. Erfitt er
að kveðja þig í dag þar sem þú ert
búin að vera svo stór hluti af lífi
okkar og samveran með þér gaf
okkur svo mikið. Við höfum verið
um sex ára þegar við fórum að
fara til tannlæknis á Óðinsgötuna.
Þá var ekki verið að skutla okkur
svo við fórum með strætó úr Hafn-
arfirði niður í bæ og þá var tæki-
færið notað og stoppað hjá þér.
Baldursgatan var okkar heimili í
miðbænum þar sem alltaf var
hægt að banka upp á, gæða sér á
kræsingum því aldrei voru færri
en þrjár sortir af kökum lagðar á
borð þegar maður leit inn í kaffi-
sopa. Kökurnar þínar voru ein-
staklega góðar og þegar við fórum
að baka sjálf var farið í uppskrifta-
bókina þína. Engifersmákökurn-
ar, kanilkakan, rúlluterturnar og
lagkökurnar verða bakaðar
áfram. Aldrei varst þú aðgerðar-
laus og alltaf var peysa á prjón-
unum eða önnur handavinna við
höndina og eigum við mörg hver
lopapeysur sem þú prjónaðir á
okkur.
Umræðurnar við eldhúsborðið
urðu oft líflegar þar sem þú fylgd-
ist vel með öllu sem var að gerast í
þjóðmálum og íþróttum, einnig
varstu vel með á nótunum hvað við
og fjölskyldur okkar voru að gera
og hvar við vorum stödd í heim-
inum og ekki léstu heldur afmæl-
isdaga barnabarnanna 26 fram hjá
þér fara.
Þið afi nutuð þess að ferðast um
landið og þurftir þú varla landa-
kort til að benda á hvað staðirnir
heita þar sem þú þekktir hverja
einustu þúfu. Það var eins gott að
vera með á hreinu alla staðhætti
þegar maður sagði þér frá síðustu
ferð um landið. Þú sagðir alltaf að
landið væri einskins virði ef það
bæri ekki nafn. Gaman var að
skoða steinana þína sem þú hafðir
safnað í ferðum ykkar og þú mund-
ir alltaf hvaðan hver steinn var,
enda var jarðfræði mikið áhuga-
mál. Þú varst ekki bara fróð um
staðhætti hér heima heldur þekkt-
ir þú vel til í öllum heimsálfum,
varst víðlesin en taldir alveg
óþarfa að vera að ferðast til út-
landa til að upplifa, af nægu var að
taka fyrir þig hér á Íslandi.
Hvíl í friði. elsku amma, við ylj-
um okkur við óteljandi minningar
sem þú skilur eftir.
Margrét Björg,
Íris Anna og
Guðmundur Ingi.
Í dag kveðjum við elsku ömmu á
Baldó. Minningarnar um ömmu
eru ótalmargar en amma var hin
mesta kjarnakona sem við syst-
urnar litum mikið upp til. Hún var
kona með risastórt hjarta, afar
fróð, jákvæð og lífsglöð. Við erum
svo heppnar að hafa verið mikið
hjá ömmu og afa og þar leið okkur
vel. Tíminn sem María og Árni
áttu þegar þau bjuggu á Baldó var
líka sérstaklega dýrmætur og eru
þau þakklát fyrir þá samveru.
Amma var alltaf einstaklega
áhugasöm um allt það sem börnin
hennar, barnabörn, langömmu-
börn og aðrir tóku sér fyrir hendur
og fylgdist vel með öllum af miklu
stolti. Hún markaði hlý spor í huga
þeirra sem á vegi hennar urðu.
Amma á Baldó var kletturinn okk-
ar sem stóð þétt á bak við sitt fólk
og hélt stórfjölskyldunni saman á
einstakan hátt. Amma kvartaði
aldrei eða vorkenndi sjálfri sér,
hún tók því sem lífið færði henni og
kenndi okkur gildi sem við munum
alltaf horfa til. Það var alltaf svo
gott að koma til ömmu og afa á
Baldó. Aldrei kom maður að tóm-
um kofunum, kökur og kræsingar
galdraði hún fram úr erminni en
gráfíkjukexið var eitt af kennileit-
um Baldó. Við munum eftir að
horfa hugfangnar á alla steinana
þeirra sem þau fundu úti í nátt-
úrunni á þeirra ótal ferðum um
landið. Amma var sannur og stolt-
ur Íslendingur sem unni landi sínu
og öllu því sem það hefur upp á að
bjóða og þekkti hvern stein. Hún
og afi voru ótrúlegir dugnaðarfor-
kar og stunduðu ferðalög, göngur,
gönguskíði, berja- og sveppatínslu
og við barnabörnin vorum svo
heppin að fá sögur af öllum þessum
ferðalögum og af fólkinu í landinu.
Amma hafði alveg ótrúlega gott
minni fram á síðasta dag og virtist
þekkja eða kannast við nánast alla
og gat rakið heilu fjölskyldurnar
langt aftur í ættir. Henni var líka
margt til lista lagt og fór hún
reglulega með vísur og kvæði af
mikilli innlifun. Einn af hennar
helstu kostum var þó hversu ein-
staklega gjafmild hún var og hafði
mikið gaman af því að gleðja þá
sem í kringum hana voru.
Elsku amma, við þökkum fyrir
okkar yndislega tíma saman. Góða
ferð yfir í draumalandið þar sem
við vitum að afi tekur á móti þér
hlýjum örmum.
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á
himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa
oss frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Inga Steinunn, Signý Rún
og María Hrönn.
Margrét
Sveinsdóttir
✝ HallgrímurÓðinn Pét-
ursson fæddist í
Stykkishólmi 14.
júní 1969. Hann
lést á heimili sínu
17. ágúst 2019.
Foreldrar hans eru
Jakobína Elísabet
Thomsen, f. 24.9.
1953, og Jens Pét-
ur Högnason, f.
7.9. 1950.
Fyrstu 10 árin ólst hann upp
hjá móðurömmu sinni Berg-
ljótu Gestsdóttur, f. 9.9. 1928,
d. 11.11. 1999, og fósturafa,
Samfeðra eru Sigurveig Stella,
f. 5.3. 1974, Ása Jane, f. 14.10.
1976, og Helena Joan, f. 17.6.
1981.
Hallgrímur Óðinn hóf sam-
búð með Jóhönnu Ingimund-
ardóttur árið 1987. Börn þeirra
eru: 1) Sonja Súsanna, f. 20.1.
1988, sambýlismaður hennar er
Eggert Kr. Brynleifsson, barn
þeirra er Árný Lind. 2) Krist-
björn Lúther, f. 22.9. 1993,
sambýliskona hans er Aníta D.
Reimarsdóttir, barn þeirra er
Sigurjón Níels. 3) Hallmar
Logi, f. 3.10. 1997. 4) Petra
Dögg, f. 15.10. 2009. Hall-
grímur ólst upp á Grundarfirði.
Hann fluttist til Þórshafnar
1987 þar sem hann stundaði
vinnu bæði á sjó og landi.
Útför Hallgríms Óðins fór
fram frá Þórshafnarkirkju í
gær, 25. ágúst 2019.
Hallgrími Péturs-
syni, f. 23.7. 1924,
d. 27.10. 1989. Þá
fluttist hann til
móður sinnar og
fósturföður, Níels-
ar Friðfinnssonar,
f. 28.9. 1946, d.
12.5. 2007.
Hallgrímur átti
sjö hálfsystkin og
var hann elstur.
Sammæðra eru:
Friðfinnur, f. 20.9. 1971, Guð-
björg Jóhanna, f. 27.10. 1974,
Birna Björk, f. 8.6. 1976, og
Margrét Eyrún, f. 27.7. 1979.
Ég fékk þær hroðalegu fréttir
um síðustu helgi að góðvinur minn
og fv. skipsfélagi hefði orðið bráð-
kvaddur. Hallgrímur Óðinn, eða
Óddi sterki eins og hann var jafn-
an kallaður af vinum sínum, var
aðeins fimmtugur að aldri þegar
hann lést. Hann sleit barnsskón-
um í Grundarfirði en bjó mestan
part ævi sinnar á Þórshöfn þar
sem leiðir okkar lágu saman á
frystitogaranum Stakfelli ÞH 360
árið 1990.
Það þurfti ekki lengi að tala við
Ódda til að sjá að þar fór enginn
venjulegur maður. Óddi gat verið
alger hamhleypa til vinnu, dugleg-
ur og handfljótur. Hann var eig-
inlega mennsk pökkunarvél og
fannst manni eins og mörg flök
væru á lofti í einu þegar sá gállinn
var á honum. Óddi var hraust-
menni og fannst eiginlega mest
gaman að taka trollið þegar sjór-
inn gekk upp rennuna og skall á
honum með þunga og kappinn var
á kafi í sjó. Óddi var alveg sérlega
góður skipsfélagi. Léttur í skapi
og stutt í glensið. Við fífluðumst
mikið um borð enda áhöfnin að
mestu leyti ungir menn.
Óddi var eins og áður sagði ekki
venjulegur maður. Hann var til að
mynda ótrúlega liðugur þótt hann
væri vel við vöxt og er mér sér-
staklega minnisstætt þegar við
vorum að vinna í frystilestinni þar
sem var 25 stiga frost. Þar var
Óddi á sjóbuxum sem verða gler-
harðar og óþjálar í kuldanum og
ég nefndi við hann meira í gríni en
alvöru hvort hann gæti sparkað
upp í loftið á lestinni og upp í
frystispírala sem þar voru alhrím-
aðir. Minn maður horfir upp í loft-
ið og segir „ekkert mál“, bakkar
aðeins, hendir sér upp og sparkaði
langt yfir hausinn á sér svo fast að
við höggið losnaði hrímið af spí-
ralnum og það snjóaði yfir okkur í
lestinni. Þá kastar minn maður
sér í splitt á lestargólfinu í pinn-
frosnum sjóbuxunum sprettur á
lappir og klifrar upp úr lestinni.
Ég klöngraðist á eftir honum og
kominn upp á dekkið spurði ég:
„Hvar í andskotanum lærðir þú
þetta?“ Þá sagði sá sterki: „Í
Dansskóla Heiðars Ástvaldsson-
ar,“ og tók alveg ógurlegan smók
af sígarettunni og blés honum
glottandi frá sér. Sem sagt mikið
ólíkindatól hann Óddi.
Óddi var hjálpsamur og óspar á
sitt. Það var gott að eiga hann að.
Hann var mikill fjölskyldumað-
ur og mikill vinur barna sinna og
var þeim afar góður. Óddi var
mikill áhugamaður um veiðar
hvers konar og stundaði þær
grimmt. Skotveiðar með strákun-
um sínum og vinum og silungs-
veiðar með allri fjölskyldunni.
Óddi var sjómaður nánast alla
sína starfsævi og sigldi á alls kon-
ar skipum. Var á bátum, togurum,
nótaskipum og frögturum. Síð-
ustu tvö árin glímdi Óddi við
lungnasjúkdóm sem hefti hann
talsvert. Læknar höfðu nefnt að
nú væri kominn tími til að hætta
að reykja en minn maður lét sem
hann heyrði ekki þær athuga-
semdir enda var hann ekkert sér-
staklega hrifinn af læknum og fór
sínar eigin leiðir í þeim málum
sem öðrum.
„Óddi var töffari sem hélt kúl-
inu fram í andlátið,“ skrifaði sam-
eiginlegur vinur okkar til mín um
daginn.
Fyrir mína hönd og fyrrverandi
skipsfélaga á Stakfellinu segi ég,
far þú í friði, vinur kær, og takk
fyrir skemmtilegar samveru-
stundir. Sjáumst í sumarlandinu.
Elsku Hanna, Sonja, Krist-
björn, Hallmar og Petra. Megi
góður Guð varðveita ykkur í sorg-
inni.
Ölver Arnarsson.
Hallgrímur Óðinn
Pétursson