Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 25
krullu í slána við klukkutíma-
markið en var litlu seinna svo al-
mennileg að leggja upp mark fyrir
Elísu systur sína sem skoraði með
langskoti úr vítateig 0:4. Fanndís
lagði svo upp í þriðja sinn með því
að spretta niður að endalínu og
leggja boltann út í teig, í þetta
sinn á Hlín sem kláraði einsog sá
sem valdið hefur 0:5. Stuttu
seinna kemur langur og hár bolti
af miðjunni á varnarlínu Vals sem
Lillý misreiknar hroðvirknislega
og misskilningur verður í vörninni
eftir þetta sem Radojicic nýtir sér
til fulls og minnkar muninn. Það
hægðist mikið á leiknum eftir
þetta mark og tilraunir beggja
liða til að skora voru bragðdaufar.
Undir blálokin sneri hin serb-
neska Vesna Smiljkovic aftur til
leiks fyrir Val en hún spilaði síð-
ast í september 2017. Valsliðið
spilar stöðugan og skemmtilegan
bolta með því að nýta töfra Dóru
Maríu og útsjónarsemi Margrétar
Láru í sóknarleiknum, nýta alla
leikmenn í varnarleiknum og án
efa með besta markmanninn á
Íslandi í dag. eddagardars@gmail-
.com
Lánleysið algert
Keflavík og KR mættust á
Nettóvellinum í Keflavík þar sem
suðvestan rok og blautt veður
setti svip sinn leikinn. Keflavík
hafði í fyrri umferðinni sigrað
KR 4:0 í vesturbænum og því
áttu KR harma að hefna. Þrátt
fyrir það voru KR taldar sig-
urstranglegri fyrir leik þar sem
ansi laskað lið Keflavíkur mætti
til leiks. Natasha Anasi, Sophie
Groff og Katla Þórðardóttir voru
allar í banni vegna gulra spjalda
og þá höfðu Aníta Lind Daníels-
dóttir og Ísabel Almarsdóttir
haldið til Bandaríkjanna í nám.
Telur þetta 5 byrjunarliðsmenn
liðsins megnið af sumrinu.
KR hófu leik af krafti og sóttu
hart að marki Keflavíkur og
skoruðu fljótlega. Gegn gangi
leiksins skoruðu og jöfnuðu
Keflavík með skyndisókn. Það var
svo vítaspyrna í seinni hálfleik
sem Katrín Ómarsdóttir skoraði
úr sem skildi liðin að lokum og
dýrmætur sigur KR í botnbarátt-
unni staðreynd. Keflavík stendur
hinsvegar eftir í ansi erfiðri stöðu
og án kúvendingar í þeirra leik
blasir fátt annað en fall úr Pepsi-
deildinni við hjá þeim. Sem er í
raun heldur sorglegt því liðið hef-
ur á köflum leikið feikna vel í
sumar en lánleysið algert. KR
tryggði sér ákveðið svigrúm til að
njóta afgangsins af mótinu með
þessum sigri en mun þó aldrei
gera neitt meira en að sigla lygn-
an sjó. En staðan er einnig þann-
ig að úr lygnum sjó gæti komið
brotsjór.
skulibsig@mbl.is
Selfoss upp fyrir Þór/KA
Þór/KA og Selfoss höfðu sæta-
skipti í Pepsi Max-deild kvenna í
gær. Liðin áttust við á Akureyri
og hafði Selfoss sigur, 2:1. Sem
stendur er Selfoss í þriðja sæti en
Þór/KA í því fjórða.
Þegar á heildina er litið þá var
sigur Selfyssinga sanngjarn þrátt
fyrir að Þór/KA hafi verið í sókn
stóran hluta leiksins. Það vantaði
alla yfirvegun í leik heimakvenna
og á köflum í fyrri hálfleik náðu
norðankonur varla að senda bolt-
ann á samherja. Þrátt fyrir það þá
fengu þær þrjú algjör dauðafæri
sem ekki nýttust. Sunnankonur
voru heppnar að lenda ekki undir
áður en þær fengu sín færi. Þeim
tókst að nýta tvö þeirra og svaf
vörn Þórs/KA illa á verðinum í
báðum tilvikum. Staðan var 2:0 í
hálfleik og Þór/KA varð að blása
til sóknar í seinni hálfleik. Norð-
ankonur gerðu það en asi og aga-
leysi einkenndi sóknarleik þeirra,
sem gerði það að verkum að lítið
kom út úr honum. Selfyssingar
lágu með sitt lið aftarlega á vell-
inum og áttu ekki í teljandi erf-
iðleikum. Þór/KA minnkaði mun-
inn þegar kortér lifði leiks en
komst ekki lengra og Selfoss
fagnaði innilega í leikslok.
Það var eitthvert slen yfir öll-
um leikmönnum Þórs/KA. Sum-
arið hefur skilað litlu öðru en
vonbrigðum á meðan stemningin
er mikil hjá Bikarmeisturum Sel-
fyssinga. Þar sýndu leikmenn
vilja og baráttu og uppskeran var
eftir því. einar@ma.is
leikja sigurgöngu Fylkis
Morgunblaðið/Eggert
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
Morgunblaðið/Eggert
Í Árbæ Elín Metta Jensen
teygir sig eftir boltanum í Ár-
bænum í gær en hún skoraði
tvívegis í leiknum.
0:1 Elín Metta Jensen 26.
0:2 Hlín Eiríksdóttir 30.
0:3 Elín Metta Jensen 37.
0:4 Elísa Viðarsdóttir 62.
0:5 Hlín Eiríksdóttir 69.
1:5 Marija Radojicic 70.
I Gul spjöldMargrét Björg Ástvaldsdóttir
(Fylki), Elísa Viðarsdóttir (Val).
Dómari: Arnar Þór Stefánsson, 8.
FYLKIR – VALUR 1:5
Áhorfendur: 210.
MM
Elín Metta Jensen (Val)
M
Ída Marín Hermannsdóttir (Fylki)
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki)
Dóra María Lárusdóttir (Val)
Fanndís Friðriksdóttir (Val)
Hlín Eiríksdóttir (Val)
Margrét Lára Viðarsdóttir (Val)
0:1 Grace Rapp 29.
0:2 Magdalena Anna Reimus 44.
1:2 Stephany Mayor 74.
I Gul spjöldAnna María Friðgeirsdóttir
(Selfossi).
I Rauð spjöldEngin.
ÞÓR/KA – SELFOSS 1:2
Dómari: Kristinn F. Hrafnsson, 8.
Áhorfendur: Ekki gefið upp.
M
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi)
Halla Helgadóttir (Selfossi)
Cassie Lee Boren (Selfossi)
Allison Murphy (Selfossi)
Magdalena Anna Reimus (Self.)