Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019 Verð frá 94.990 Vitamix blandararnir eiga sér engan jafningja. Mylja nánast hvað sem er. Búa til heita súpu og ís. Hraðastillir, prógrömm og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Byrjaðu haustið með stæl Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Ascent serían frá Vitamix » Nýtt gallerí, nomadstudio, var opnað á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur á Menn- ingarnótt, á neðri hæð verslunarinnar nomad sem er á horni Lauga- vegar og Frakkastígs, og er ljósmyndarinn Páll Stefánsson fyrstur til að sýna þar. Sýn- ingu sína nefnir hann 1958 m. Páll Stefánsson opnaði sýningu í nýju galleríi, nomad studio, á Menningarnótt Á spjallinu Sýningin var vel sótt þegar hún var opnuð á Menningarnótt. Gleði Páll Stefánsson ljósmyndari (t.v.), Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra, og Vala Hafstað blaðamaður. Morgunblaðið/Eggert Starandi Þær virtust heillaðar af myndinni, konurnar tvær sem hér sjást. Listunnendur Það virtist flest áhugasamt um verkin, fólkið á sýningunni. Margt óvænt leynist ímyrkrinu og hryllings-sagan Stóri maðurinneftir Phoebe Locke dregur ekki úr óvissunni. Frásögnin er sérlega spennandi og eftir stendur að víða er styttra í brjálæðið en marg- an grunar. Flökkusögur og ímyndun geta ver- ið eitruð blanda, eins og berlega kemur í ljós í þessari spennu- sögu. Annars veg- ar snýst frásögnin um mikilvægi ungra breskra kvenna að vera útvaldar og þókn- ast stóra mann- inum í skóginum eða að komast und- an valdi hans. Hins vegar er um að ræða lýsingu á gerð heimildamyndar um viðburðina, nálgun kvikmynda- gerðarfólks við Amber Banner, helstu sögupersónuna. Sagan er ósköp saklaus til þess að byrja með en þunginn og alvarleikinn eykst jafnt og þétt. Margt er óljóst enda ekki vilji til þess að greina frá sannleikanum, sem veldur bæði innri og ytri spennu. Óvissan eykur óör- yggið og eftir stendur spurning um hvað sé rétt og hvað sé rangt, sekt eða sýknu. Frásögnin er að mörgu leyti óhugnanleg. Mikið er lagt á ungar sálir og sú byrði er erfið viðureignar. Hins vegar kemst Amber vel frá sínu í samskiptum við kvikmyndagerð- arfólkið og fyrir bragðið kemur upp undarleg staða innan þess hóps. Uppbyggingin er markviss og helstu persónur eftirminnilegar. Höf- undur blandar saman ólíku fólki, mis- jafnlega andlega sterku, sem kallar á að einhver verður óhjákvæmilega undir. Það skýrist ekki fyrr en í lokin hver nær yfirhöndinni, en hvað sem því líður hefur Stóri maðurinn mikil áhrif. Konur verða frjálsar á eigin forsendum Spennusaga Stóri maðurinn bbbbn Eftir Phoebe Locke. Árni Óskarsson þýddi. Veröld 2019. Kilja, 373 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Spennandi „Höfundur blandar saman ólíku fólki, misjafnlega andlega sterku, sem kallar á að einhver verður óhjákvæmilega undir,“ segir m.a. í dómi um bók Phoebe Locke, Stóra manninn, sem Veröld gefur út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.