Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019
✝ Guðný Sigríð-ur Arnbergs-
dóttir, kaupmaður
í Hafnarfirði,
fæddist 14. júní
1936 á Borgarfirði
eystra. Hún lést 9.
ágúst 2019 á Land-
spítalanum í Foss-
vogi.
Foreldrar henn-
ar voru Jóna Stef-
anía Ágústsdóttir,
f. 24.11. 1915, d. 25.6. 1986, og
eystra en fór ung að aldri til
Reykjavíkur og síðar Hafnar-
fjarðar. Hún giftist eiginmanni
sínum, Ægi B.B. Bessasyni, f.
15.11. 1935, d. 17.2. 2018, hinn
26. ágúst 1962. Þau bjuggu
lengst af í Hafnarfirði. Þau
eignuðust fimm dætur: Stef-
aníu, f. 1963, Lilju, f. 1965, Ír-
isi, f. 1968, Ragnhildi, f. 1976,
og Ingveldi, f. 1978. Guðný skil-
ur eftir sig 15 barnabörn og
fimm barnabarnabörn.
Guðný rak ásamt eiginmanni
sínum verslanir og heildsölu í
Hafnarfirði: Norís, Radíóval,
Val, Bombey, Amor, Kertaheim
og Heilsubúðina.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 26.
ágúst 2019, klukkan 13.
Arnbergur Gísla-
son, f. 25.1. 1905,
d. 30.4. 1997.
Guðný var elst sjö
systkina, hin eru:
Margrét Lilja, f.
1939, Grétar, f.
1942, Gísli, f. 1946,
Jóhanna, f. 1947,
Friðbjörg Ósk, f.
1954, og Rúnar
Ágúst, f. 1959, d.
2001.
Guðný ólst upp á Borgarfirði
Með mikla sorg í hjarta
minnist ég elsku mömmu minn-
ar.
Mamma var mikill karakter
sem heillaði fólk með brosi sínu
og sjarma.
Endalausar minningar hellast
yfir mig allt frá því þegar ég
var lítil stelpa að hlusta á sögur
af álfum og huldufólki og ævin-
týrunum frá æskuslóðum henn-
ar. Það hafði mikil áhrif á mig
sem barn og ég fyllist enn lotn-
ingu þegar ég hugsa eða fer til
Borgarfjarðar eystri. Minnis-
stætt er þegar við æddum af
stað í fjögurra daga berjamó á
æskuslóðir þínar með fullt af
plastfötum og ekkert meira, þú
vildi fara strax, þú varst alltaf
að flýta þér.
Kvöldsins sem þú hittir
æskuvinkonuna þína minnist ég
með brosi á vör, hlustandi á
ykkur flissa eins og smástelpur
yfir prakkarastrikunum sem þið
frömduð. Er þakklát fyrir það
og allar hinar óteljandi minn-
ingar sem ég á.
Ég minnist þín, mamma, sem
kjarnakonu, handavinnumeist-
ara, mikils frumkvöðuls, garð-
yrkjumeistara, heilara og ótrú-
lega duglegrar konu með hjarta
úr gulli.
Ég er þakklát fyrir allt sem
þú kenndir mér í lífinu, mamma
mín, það lifir í hjarta mínu.
Það er huggandi að hugsa til
þess að núna ertu sameinuð
pabba á ný og í huganum sé ég
ykkur dansa saman í blóma-
garðinum ykkar umvafin rósum
í litla húsinu ykkar í sumarland-
inu.
Hvíldu í friði, elsku mamma
mín.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af
dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist
endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín dóttir
Lilja.
Það getur orðið snúið að ætla
sér að skrifa stuttan pistil um
stóran karakter, en þannig
verður þessi minningarpistill
um elskulegu mömmu mína.
Mamma var svo sannarlega
mikill karakter. Ekki bara það,
heldur var hún harðdugleg og
samviskusöm. Hvort sem það
var í sínum eigin búðarrekstri
sem spannaði yfir 50 ár, eða að
reka stórt heimili með okkur
systrum innanborðs í samvinnu
við pabba heitinn. Glysgjörn,
skrautleg og litrík. Enda elskaði
mamma jólin. Skreytt þannig að
heimilið glampaði eins og blikk-
andi regnbogi hvort sem það
var innanhúss eða utan og trénu
hent upp helst í byrjun desem-
ber. Og að sjálfsögðu skreytt
svo mikið að liturinn á trénu
sást ekki í gegn. Mamma var
með eindæmum gjafmild líka og
á þessum árstíma naut hún þess
að gleðja aðra. Þeir voru ófáir
bíltúrarnir í aðventunni sem
farnir voru í pakkaúthlutun.
Fastakúnnar, kunningjar og
þeir sem hana langaði bara að
gleðja. Já, hún var miklu sælli í
því að gefa en þiggja. Mamma
naut þess að vera í kringum fólk
og fólk naut þess að vera í
kringum hana. Næm með ein-
dæmum og kunni að lesa fólk og
það sem er, kunni að hlusta og
skilja. Mamma talaði líka við
blómin sín og allar plönturnar
sem hún ræktaði af mikilli
ástríðu með pabba í skrúðgarð-
inum heima. Náttúrubarn sem
naut hvort sem var að planta
blómum, reyta arfa, stúdera
steina eða tína bláber í sum-
arlok. Minningarnar eru svo
ótalmargar um hreina og beina
magnaða konu. Takk fyrir sam-
fylgdina í gegnum lífið, elsku
mamma mín.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Þín dóttir,
Ragnhildur Ægisdóttir.
Elsku besta mamma mín. Að
skrifa þessi orð fyllir hjarta mitt
sorg, en ég veit að þér líður vel
í sumarlandinu með elsku
pabba. Minningarnar sem koma
upp í hugann eru svo margar og
þá einna helst öll árin sem við
unnum saman í Heilsubúðinni í
Hafnarfirði. Það var dýrmætur
tími. Þú varst góðhjörtuð og
máttir ekkert aumt sjá. Þú
varst handavinnusnillingur og
dugnaðarforkur, enda á harða-
hlaupum allt þitt líf. Ef þú varst
ekki að vinna þá varstu úti að
hugsa um fallega skrúðgarðinn
þinn. Elsku mamma mín, ég veit
að þið pabbi vakið yfir okkur og
gefið okkur styrk á þessum erf-
iðu tímum.
Elsku mamma, ég kveð þig
að sinni.
Þín dóttir,
Íris Ægisdóttir.
Þrátt fyrir að dauðinn sé
sorglegur, sársaukafullur og
stundum ljótur gleðst ég yfir
því, elsku amma mín, að þú ert
nú með ástvinum þínum. Ég
gleðst yfir því að vita að þú
munt nú fylgjast með okkur og
leiðbeina okkur hér á jarðríki
ásamt afa, látnum vandamönn-
um, góðum öndum og Guði. Ég
gleðst yfir því að nú get ég beð-
ið til þín, og að nú séu engir
tungumálaörðugleikar á milli
okkar. Ég gleðst yfir því að nú
getur þú fylgst með mér og því
sem ég geri og að fjarlægðin á
milli okkar standi ekki í vegi
fyrir því. Ég gleðst yfir því að
þú ert nú á fallegum stað, þar
sem er gnótt fallegra blóma og
blómálfa, líkt og var í garðinum
þínum á Þrúðvanginum. Ég
gleðst yfir því að þú hefur sam-
einast í sumarlandinu ættingj-
um þínum og afa, sem ég veit
þú saknaðir mjög. Ég gleðst yf-
ir því, að hvar sem þú ert á
himnum þá ertu alltaf með okk-
ur. Amma mín, ég elska þig.
Hvíl í friði í himnaríki.
Lilja Björk
Dennisdóttir,
Muncie Indiana BNA.
Það er komið kvöld og hér sit
ég og reyni að pára á blað
minningar um elsku móður
mína sem lést hinn 9. ágúst síð-
astliðinn. Það er margs að
minnast frá þeim 56 árum sem
við áttum saman, en samt er svo
erfitt að koma hugsunum niður
á blað. Orð þjóta um hugann en
staldra ekki við. Orð eins og
blómadýrð, fórnfýsi, gjafmildi,
vinnusemi, seiðkona, hvatvísi,
glysgirni, litadýrð, norn, hann-
yrðir, útsaumur, hreinskilni,
traust, góðsemi, viska og dýpt.
Já, mamma mín var einstök og
ég er þakklát fyrir að hafa átt
hana og hafa valið hana sem
móður. Ég er þakklát fyrir að
hafa átt með henni góðar stund-
ir síðustu 56 ár og sérstaklega
nýliðið sumar á Þrúðvanginum.
Ég kveð elsku mömmu mína að
sinni með þessum orðum:
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Stefanía Ægisdóttir.
Elsku besta mamma mín, nú
er komið að kveðjustund og
mun ég sakna þín sárt. Þú varst
mín fyrirmynd og svo einstak-
lega dugleg og sterk kona.
Minningarnar eru margar og
mun ég varðveita þær í hjarta
mínu. Ég mun með miklu stolti
segja börnunum mínum frá
dugnaðarkonunni sem amma
þeirra var.
Það gefur mér huggun í sorg-
inni að vita að nú eruð þið pabbi
sameinuð á ný og gerið það sem
þið voruð búin að ákveða í
Sumarlandinu ykkar fagra; að
rækta rósir og fallegan garð.
Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að
sinni,
og sorgartárin falla mér á kinn,
en hlýjan mild af heitri ástúð þinni,
hún mýkir harm og sefar
söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærast
ljómar,
og minningin í sálu fegurst ómar.
Þú móðir kær þér aldrei skal ég
gleyma,
þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.
Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma
og halda fast í Drottins styrku
hönd.
Með huga klökkum kveð ég góða
móður.
Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti
sjóður.
(Árni Gunnlaugsson)
Takk fyrir lífið og sam-
veruna, elsku mamma mín.
Þín dóttir,
Ingveldur.
Elsku amma mín. Ef ég er
beðin að lýsa þér þá kemur
fyrst upp í hugann hvað þú
varst einstök kona. Sjálfsörugg,
ákveðin og flott. Ég hef alltaf
sagt að ég vildi vera alveg eins
og þú þegar ég væri „orðin
stór“.
Við vorum góðar vinkonur.
Við töluðum saman um mikið og
margt og mér fannst svo gott að
tala við þig. Við gátum oft hleg-
ið saman að því hvað við vorum
líkar að mörgu leyti. Við vorum
með það alveg á hreinu að það
fylgdi nafninu að okkur Guð-
nýjum finnst svo ofboðslega
leiðinlegt að elda.
Mínir bestu tímar á Íslandi á
sumrin voru hjá þér, úti í garði
eða sitjandi með þér inni í sól-
stofu að spjalla og njóta. Ég er
svo óendanlega þakklát fyrir að
hafa fengið tækifæri til þess að
vera með þér eitt sumar í viðbót
núna í sumar. Þessi tími sem ég
fékk með þér er ógleymanlegur.
Elsku amma mín, það gleður
mig að vita af þér núna með
elsku afa mínum og að þið getið
verið saman að eilífu í Sum-
arlandinu. Elsku amma, ég
þakka þér fyrir samveruna í
þessu lífi og ég tel mig svo
sannarlega heppna að hafa átt
svo stórglæsilega konu fyrir
ömmu.
Guðný Helgadóttir.
Guðný Sigríður
Arnbergsdóttir
Stjúpmóðir okkar og frænka,
MAJ-LIS TÓMASSON,
María Karlsdóttir,
hjúkrunarfræðingur,
Víðimel 42, Reykjavík,
lést föstudaginn 16. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu
föstudaginn 6. september klukkan 15.
Ragnhildur Benediktsdóttir
Þorgerður Benediktsdóttir
Leena Täubler
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
SKÚLI BJARNASON
húsasmíðameistari,
Hlíf, Ísafirði,
lést af slysförum 19. ágúst.
Jarðarför fer fram í Digraneskirkju 29. ágúst
klukkan 13.
Halldóra Ottósdóttir
Ásgeir G. Skúlason Anna Guðrún Bjarnadóttir
Jónas Ó. Skúlason Guðrún I. Halldórsdóttir
Bjarni Skúlason Silvia Skúlason
Kristinn Skúlason Barbie Skúlason
Helgi Skúlason G. Harpa Halldórsdóttir
Ragnar K. Skúlason Alda Sveinsdóttir
og afabörn
Ástkær bróðir minn og frændi okkar,
SIGURÐUR BOGI STEFÁNSSON
læknir,
lést þriðjudaginn 20. ágúst. Sálumessa fer
fram mánudaginn 2. september klukkan 13
frá Kristskirkju Landakoti. Blóm og kransar
vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarfélög.
Ragna Hafdís Stefánsdóttir og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG HELGADÓTTIR,
Sóltúni 3, Selfossi,
lést fimmtudaginn 22. ágúst á
Dvalarheimilinu Sólvöllum, Eyrarbakka.
Hafdís Marvinsdóttir Valdimar Bragason
Helgi Kristinn Marvinsson Sarah Seeliger
Bergný Marvinsdóttir Steingrímur J. Sigfússon
Brynja Marvinsdóttir Magnús Baldursson
Sjöfn Marvinsdóttir Hilmar Björgvinsson
Kristrún Marvinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og stjúpfaðir,
MAGNÚS ÞÓRARINSSON,
Maggi múr,
Brimhólabraut 38,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Vestmannaeyjum miðvikudaginn 21. ágúst. Útför fer fram
laugardaginn 31. ágúst klukkan 14 frá Landakirkju
Vestmannaeyjum. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbavörn í Vestmannaeyjum.
Rebekka Benediktsdóttir
Gestur H. Magnússon Helena Rut Sigurðardóttir
Guðrún Magnúsdóttir Þorlákur Hilmar Morthens
Vagnbjörg Magnúsdóttir Skúli Rúnar Jónsson
Alexandra Magnúsdóttir Kenneth Hansen
barnabörn og stjúpbörn
Elsku amma.
Þú varst mér
svo miklu meira en
amma í þeim skiln-
ingi sem settur er í það mæta
orð. Þú varst mjög góð vinkona
mín. Þú varst mikil smekkkona
og hjálpaðir mér með fataval
þegar mikið stóð til. Þú varst
með einstaklega góðan húmor
og komst mér alltaf til að
hlæja.
Kristín
Guðmundsdóttir
✝ Kristín Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
7. maí 1926. Hún
lést 25. júlí 2019.
Kristín var jarð-
sungin 7. ágúst
2019.
Ég er þakklát
fyrir allan þann
tíma sem við áttum
saman. Óteljandi
kaffibolla, Útsvars-
kvöldin okkar,
búðaferðirnar, ís-
bíltúrana í Svan-
dísi og allar þær
góðu stundir sem
ég á í minninga-
bankanum.
Þegar ég heyrði
í þér í síma eða hringdi dyra-
bjöllunni kynnti ég mig alltaf
sem uppáhalds barnabarnið þitt
og því finnst mér við hæfi að
enda þetta á þeim orðum.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Þitt uppáhalds barnabarn,
Marthe Sørdal.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Minningargreinar