Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Skrúfbitasett
• Skrúfbitasett með 12 bitum, bitahaldara,
bitaskralli og beltisklemmu
• Fyrir heimilið og vinnustaðinn
Vnr: 0614 250 013
Verð: 3.708 kr.
Magasín skrúfjárn
• Glæsilegt magasín skrúfjárn
fyrir hvert heimili
• 13 tví-enda bitar
Vnr: 0613 600 10
Verð: 9.500 kr.
Meirihlutinn í Reykjavík hafðiuppi stóryrði í bókunum í
borgarráði fyrir helgi þar sem
fjallað var um niðurstöðu í kæru
Vigdísar Hauksdóttur, borgarfull-
trúa Miðflokksins, vegna sveitar-
stjórnarkosninganna í fyrra. Meiri-
hlutinn sagði Vigdísi hafa „enn á ný
magalent út í skurði“ og að kærur
hennar hefðu kostað borgina tvær
milljónir króna.
Mikið vantar uppá að meirihluti
borgarstjórnar taki á
þessu máli með eðli-
legum hætti og vekur
það spurningar
hvort honum verði
treystandi til að mis-
nota ekki fé og völd
fyrir næstu kosn-
ingar eins og þær síð-
ustu.
Staðreyndin er aðPersónuvernd
taldi ekki farið að
lögum í tengslum við kosningarnar,
þar sem meirihlutinn misnotaði að-
stöðu sína með því að reyna að hafa
áhrif á hverjir mættu á kjörstað.
Staðreynd er líka að ástæða þessað kæru Vigdísar var vísað frá
er að hún var lögð fram eftir að
vikulangur kærufrestur var liðinn
og eins og Vigdís bendir á er það
ástæða þess að ekki er hægt að taka
kosningasvindlið fyrir.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð-isflokksins bókuðu einnig að
óheppilegt væri hversu stuttur
kærufresturinn væri og tóku undir
að fyrir lægi að borgin hefði brotið
lög í aðdraganda kosninganna.
Nær væri að meirihlutinnskammaðist sín en að hann
væri að skammast út í aðra.
Vigdís
Hauksdóttir
Sjö daga
svindlfrestur?
STAKSTEINAR
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Fasteignasalar einir munu geta selt fé-
lög þar sem megineign er fasteign eða
fasteignir, verði áform stjórnvalda um
breytingu á lögum um sölu fasteigna
og skipa að veruleika. Í samráðsgátt
stjórnvalda er málið kynnt og er fyrr-
nefnd tillaga meðal breytinga sem
helst er fjallað um í fimm umsögnum
sem bárust um málið. Samráði er lokið
og eru niðurstöður þess nú í vinnslu.
Einkaréttur fasteignasala á sölu
fyrirtækja var afnuminn árið 2015, en í
samráðsgátt kemur fram að nokkur
atriði þarfnist endurskoðunar. Meðal
annars geti verið til staðar hætta á
peningaþvætti við sölu félaga þegar
fasteignir eru megineign umræddra
félaga.
Rökin fyrir breytingunni eru að
fasteignasalar séu tilkynningaskyldir
samvkæmt lögum um aðgerðir gegn
peningaþvætti og fjármögnun hryðju-
verka.
Stór hluti bundinn í fasteignum
Meðal þeirra sem gagnrýna þessi
áform eru Viðskiptaráð Íslands, Sam-
tök fjármálafyrirtækja, laganefnd
Lögmannafélags Íslands og endur-
skoðunarfyrirtækin Deloitte og
KPMG. Viðskiptaráð segir vandséð
hvernig fasteignasalar eigi á þessum
grundvelli að öðlast einkarétt til sölu
umræddra félaga þar sem þeir séu
langt frá því eina stéttin sem sé til-
kynningarskyld þegar komi að pen-
ingaþvætti. Í þeim hópi séu meðal
annars fjármálafyrirtæki, lögmenn,
endurskoðunarfyrirtæki, endurskoð-
endur, leigumiðlarar, aðilar á sviði
fjárvörslu og fyrirtækjaþjónustu o.fl.
Viðskiptaráð bendir á að horft sé
fram hjá því að fasteignasalar öðlist
mögulega einkarétt á sölu margra ís-
lenskra fyrirtækja sem standi ekki
beinlínis í fasteignarekstri.
„Fasteignamat atvinnuhúsnæðis
fyrir árið 2019 var 1.116 milljarðar
króna og til samanburðar voru allir
rekstrarfjármunir allra fyrirtækja í
viðskiptahagkerfinu metnir á 3.327
milljarða króna árið 2017,“ segir í um-
sögn Viðskiptaráðs. Því megi varlega
áætla að um þriðjungur allra rekstr-
arfjármuna íslenskra fyrirtækja sé
fólginn í fasteignum. Í ljósi þess hve
hátt hlutfallið sé, sé ekki hægt að úti-
loka að einkarétturinn nái til fyrir-
tækja sem vill svo til að eiga stóran
hluta fjármuna sinna bundinn í fast-
eign en stundi og hafi tekjur fyrst og
fremst af annarri starfsemi en rekstri
fasteigna.
Fasteignasalar fái
einkarétt til sölu
Öðrum óheimil sala tiltekinna félaga
„Við höfum alltaf sagt að við ætlumst
ekki til þess að Sjálfstæðisflokkurinn
hlusti á okkur en hann ætti að hlusta á
grasrótina, sem vill ekki þriðja orku-
pakkann,“ segir Gunnar Bragi
Sveinsson, formaður þingflokks Mið-
flokksins, við ummælum sem Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, for-
maður Miðflokksins, viðhafði á
Sprengisandi í gærmorgun. Þar sagð-
ist hann ekki vera búinn að missa alla
von um að þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins hafni orkupakkanum.
Gunnar Bragi hefur á tilfinningunni
að Sjálfstæðisflokkurinn klofni með
einhverjum hætti vegna gríðarlegrar
óánægju. Hann segir sárt að horfa á
Sjálfstæðisflokkinn sem staðið hafi
vörð um sjálfstæði og frelsi Íslands,
nálgast Evrópustefnuna æ meir.
Gunnar segir ábyrgðina á málinu á
hendi Sjálfstæðisflokksins með báða
ráðherrana sem leiði för. Gunnar
Bragi segist ekki sakna gamla Sjálf-
stæðisflokksins en það hafi verið gott
á árum áður að vita hvar hann stóð.
„Umræðunni um þriðja orkupakkan
lauk í þinginu í júni og viðhorf þing-
flokksins að málið sé fullrætt og tilbú-
ið til afgreiðslu hefur ekkert breyst
þar sem efnislega hefur ekkert komið
fram sem breytt gæti afstöðu okkar,“
segir Birgir Ármannsson, þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokksins, um
ummæli Sigmundar Davíðs. Birgir
segir að þingmönnum sé ljóst að mál-
ið sé umdeilt meðal flokksmanna.
Mörg þeirra atriða sem fólk hafi
áhyggjur af varðandi þriðja orku-
pakkann séu ekki í pakkanum sjálfum
heldur í fyrsta og öðrum pakka og því
sem komi í fjórða pakka. Birgir segir
samtöl við flokksmenn í sumar gagn-
leg og nauðsynlegt sé að endurskoða
ýmis atriði varðandi orkustefnu.
Birgir vísar „draumórum“ Sig-
mundar á bug en er þakklátur fyrir
umhyggju hans fyrir flokknum.
„Flokkurinn ætti að hlusta á grasrótina“
Miðflokksmenn hafa áhyggjur af Sjálfstæðisflokknum Skipta ekki um skoðun