Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 16
Þ að þótti skondið hjá Harold Wilson þegar hann skaut því inn í umræðu að „vika væri langur tími í pólitík“. En fullyrðingin á svo sem ekkert meira við pólitík en annað það sem gjör- breytir aðstæðum undra skjótt. Í þeim skilningi voru dagarnir þrír í Hiroshima og Nagasaki lengri en nokkur annar tími. Eyðileggingin var handan við allt sem manneskjan hafði áður getað ímyndað sér. Fjöldi þeirra sem þó lifðu af leið hörm- ungar og kvalir um langa hríð. Stundum er því haldið fram að þessi ógurlegi fórnarkostnaður hafi stuðlað að eða jafnvel tryggt að sprengjum og þeim margfalt öfl- ugri en þessum tveimur hafi ekki verið varpað á skot- mörk. Stóra gosið í Öræfajökli, sprengjugos sem varð 1362 nær fyrirvaralaust. Mannskæðasta gos á Íslandi (ef ekki er borið við Skaftárelda og þau óbeinu áhrif sem þeir höfðu). Byggðin breyttist á andartaki í öræfi og það tók nærri hálfa öld að nokkur breyting yrði á. Slík dæmi eru óteljandi í sögu mannlífs svo ekki sé talað um sögu jarðarkringlunnar sem hýsir það. Samt er óþarft að hafa þetta með pólitíkina af Wilson karlinum. Nú berast fréttir af öllum kimum veraldar undra skjótt um allt, og pólitík er drjúgur hluti af þeim. Svo nú eru fá- einar mínútur býsna „langur tími í pólitík“. En þó kem- ur fyrir að sumt sem kallað er aðvífandi frétt er þó æði langt undan. Þulur í bandarískri fréttastöð sem horft er á í heimshornum sagði í vikunni: Maður áttar sig varla á því hversu forsetakosningarnar eru skammt undan. Sá var að tala um kosningar sem verða í nóv- ember á næsta ári! Fertugasti og fimmti forseti Bandaríkjanna segir mönnum sennilega fleiri fréttir á viku en fyrsti forsetinn, og fyrsti Georginn af þremur í þeim hópi, kom á framfæri öll sín átta ár í embætti. Enda tístu fuglar en ekki forsetar á hans dögum. Óneitanlega um margt notalegri tími en nú. Það er svo eins óvíst að þessi tíst öll næðu því að teljast fréttir ef þau kæmu úr öðrum kofa en þeim hvíta. Vika hlaðin atburðum Nú er rúm vika frá því að Boris Johnson stuggaði The- resu May út úr tíunni í Downingstræti. Óneitanlega viðburðaríkur tími í breskri pólitík og því löng vika í pólitík í skilningi Wilsons. Boris Johnson liggur á. Og það er hætta á að svona dagar verði einnig langir vestan áls á Írlandi og sunnan sunds á meginlandinu og kannski fylgja andvökunætur í kaupbæti. Því þótt nýi forsætisráðherrann heiti Boris er strax komið í ljós að hann er allt önnur Ella en The- resa var. Kannski hefðu hinir hrokafullu og umboðs- lausu leiðtogar í Brussel átt að taka betur á móti The- resu en þeir gerðu. En þeir réðu ekki við sig. Þeim var svo misboðið þegar breskur almenningur sýndi ögr- andi hegðun og hélt að hann hefði eitthvað með það að gera hvort þjóðin, sem í tvígang fórnaði miklu til að koma á friði og svo lýðræði á meginlandinu á ný, end- urheimti fullveldi sitt. Leikrænir tilburðir lukkuðust ekki Skollaleikur Camerons forsætisráðherra með þjóð- aratkvæðið gekk ekki upp. Seinustu atkvæðin voru varla komin upp úr kössunum þegar hann sagði af sér sem forsætisráðherra. Eftir undirmál og klaufaspörk sat Íhaldsflokkurinn að verðleikum uppi með Theresu May sem forsætisráðherra. Óbreyttir flokksmenn fengu ekki að koma að kjöri hennar eins og þeir gerðu nú. Theresa May hóf leiðtogaferilinn með yfirlýsingunni um að „brexit þýðir brexit“. Það sagði hún síðan oft á dag næstu árin allt þar til að henni hafði tekist að tryggja að enginn Breti, frá drottningunni og niðurúr, vissi hvað staglið merkti. Fyrsti fundur hennar var haldinn með „leiðtogum ESB“ og er þá átt við kanslara Þýskalands og forseta Frakklands og statistana 26 sem voru þá með þeim á sviðinu. Birtar voru opinberar myndir af upphafinu og verða þær lengi í minnum hafðar. Frú May ranglaði vandræðaleg um og ekki varð betur séð en gefin hefði verið út tilskipun um að enginn „leiðtogi“ skyldi virða hana viðlits á meðan ljósmyndarar væru á staðnum. (Og þar sem þetta virtist tilskipun er fullyrt að ís- lenska utanríkisráðuneytið hafi strax þá nótt rætt um það við ráðherra hvernig mætti innleiða hana án tafar og þeir hafi brugðist vel við.) Ná hluta „ránfengsins“ til baka Eftir að búrókratar í Brussel og bræður þeirra í skot- um breska stjórnkerfisins höfðu vankaðir skriðið á lappir eftir rothögg almennings reyndu þeir að ná vopnum sínum. Það lá beint við að laga þyrfti sam- skipti hins nýfullvalda Bretlands og ríkja ESB að nýj- um aðstæðum. Í megindráttum fólst það einfaldlega í því sem tíðkaðist um samskipti ESB við önnur nálæg ríki, sem ríkuleg viðskipti voru við. Verkefnið var ekki flókið nema viljandi væri stefnt að því að gera það flók- ið. En þá fundu búrókratarnir upp það snilldarráð, að sjálfsagðar leikreglur hvunndagsins skyldi færa í sér- stakan 500 síðna útgöngusamning. Og honum mætti svo breyta í skrúfstykki sem væri því næst hægt að nota til að semja Bretland að verulegu leyti aftur inn í ESB! Með vísun til hreins smámáls, landamæra Írlands og Norður-Írlands, skyldu hengdir fyrirvarar sem tryggðu að Bretar yrðu áfram í innri markaðnum og tollabandalaginu um ófyrirsjánlega framtíð. Þetta væri eins og að heimila fjölskyldu af Akranesi að flytja til Borgarness gegn því að hún byggi áfram á Skag- anum í trausti þess að hún gerði sér ekki grein fyrir að verið væri að tala um einn og sama staðinn. Það sáu reyndar margir í gegnum þetta spilverk. Samningurinn eini Vandamálið var það að Theresa May var ekki í þeim hópi. Hún fór því með „útgöngusamninginn“, sem var í rauninni samningur um að Bretar yrðu að verulegu leyti áfram í ESB, og lagði hann fyrir þingið. Tillaga forsætisráðherrans og ríkisstjórnarinnar var felld með svo miklum meirihluta í þinginu að elstu menn, og afar þeirra, höfðu aldrei séð annað eins. Theresa May fór því aftur yfir Ermarsundið, bað um miskunn, og fékk minna en enga og fór svefnlaus sömu leið til baka. Því næst lagði hún samninginn óbreyttan fyrir þingið og virðist hafa talið að óbreyttir þingmenn hlytu að vera veikir fyrir óbreyttum samningi! En samningurinn féll enn og ekki löngu síðar bar frú May sama samning aftur upp fyrir sama þingheim sem felldi hann. Sjálfsagt væri hún enn að hefði þingforset- Eigi skal höggva, segja óleysanlegir hnútar ’ Sívælið um „the irish backstop“ sem yfirgengilega flókið vandamál og óleys- anlegan hnút er ekki trúverðugt. Því eins og Hercule heitinn Poirot sagði við Japp vin sinn lögregluforingja, sem sat sveittur yfir óleysanlegri morðgátu: „Minn kæri góðvinur Japp. Þetta virðist svo flókið mál að lang- líklegast er að lausn þess sé sáraeinföld.“ Reykjavíkurbréf02.08.19 Jarðlögin liggja á Ófeigsfjarðarheiðinni eins og samfelld brynja, sem nær 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.