Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 2019 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 STILLANLEG RÚM • HEILSURÚMOG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL. 60%AFSLÁTTUR ALLT AÐ ÚTSALA VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN SUMAR LOKAVIKAN! LÝKUR LAUGARDAGINN 10. ÁGÚST Uppselt er á þungarokkshátíðina, sem fram fer í Wacken í Þýskalandi nú um helgina. Þetta er öðru sinni, sem það gerist í sögu hennar. Á hátíðinni, sem fram fer undir berum himni, koma fram nokkur helstu nöfn málmtónlistarheimsins á borð við Scorpions, Motörhead og Whitesnake. Í Wacken koma að þessu sinni fram um 200 hljómsveitir og leika hin ýmsu afbrigði málmtónlistar, allt frá glysmálmi til teknódauðamálms. Á hátíðinni má heyra hversu fjölbreytt þungarokkið getur verið og greina áhrif frá klassík, þjóðlaga- tónlist, djassi og hipphoppi. Helmingur gesta kemur frá útlöndum og eru margir langt að komnir, allt frá Ástralíu og Japan til Suður-Ameríku. Auk lif- andi tónlistar er boðið upp á keppni í loftgítar og höfuðsveiflum, öðru nafni að þeyta flösu, á hátíðinni. Það eina sem ekki verður á dagskrá er málmþreyta. Áhorfendur voru vel með á nótunum þegar hljómsveit slökkviliðsmanna steig á svið í upphafi þungarokkshátíðarinnar. AFP Málmgleði í Wacken Gestur á tónlistarhátíðinni í Wacken stillir sér upp fyrir ljósmyndara og er búinn við öllu. AFP 62 þúsund gestir eru á þungarokkshátíð- inni í Wacken í Þýskalandi um helgina Fjölmennt var í Húsafelli um verslunarmannahelgina fyrir 50 árum. Í umfjöllun í Morgun- blaðinu segir að þegar mest var hafi verið þar um 20 þúsund manns og „virtust flestir hressir og kátir“. Var meðal annars keppt um titilinn „Táningahljómsveitin 1969“ og vann sveitin Hrím frá Siglufirði titilinn. Hátíðin átti að vera vínlaus, en einhverjir reyndu að komast fram hjá því. Í Morgunblaðinu kom fram að 100 manns hefðu verið teknir úr umferð eins og það var orðað, lögregla hefði tekið 700 til 800 flöskur af áfengi í sína vörslu og hellt öðru eins niður. Hálfum mánuði síðar var hald- in hátíð í Woodstock í Banda- ríkjunum sem enn er í minnum höfð. Þangað mætti hálf milljón manna. Þá var fjöldi íbúa á Ís- landi rúmlega 200 þúsund en í Bandaríkjunum rúmlega 200 milljónir. Hefði sú hátíð átt að komast með tærnar þar sem Húsafellshátíðin var með hæl- ana hefðu 20 milljónir manna þurft að vera í Woodstock. GAMLA FRÉTTIN 20 þúsund í Húsafelli „Smáborg í Húsafellsskógi“ stóð í fyrirsögn umfjöllunarinnar um hátíðina. Hún átti að vera vínlaus, en „eitthvað lak“ eins og segir í undirfyrirsögn. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Michael Phelps sundkappi Eli Manning ruðningskappi George Harrison bítill

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.